Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MBNNING 79
Viktor Arnar tilnefndur
GLÆPASÖGUR: Hið íslenska
glæpafélag tilnefnir nú Flateyjar-
gátu Viktors Arnars Ingólfssonar
til Glerlykilsins sem Arnaldur Ind-
riðason hefur hlotið tvö ár í röð.
Flateyjargátan er fjórða glæpa-
saga Viktors og hlaut góð við-
brögð gagnrýnenda þegar hún
kom út í fyrra enda er þetta
óvenjuleg og skemmtileg saga.
Viktor Arnar hefur sjálfstæða
nálgun á glæpasöguformið sem
gefur verkum hans sérstöðu, og í
þessari sögu blandar hann ís-
lenskum menningararfi inn í
söguþráðinn á nýstárlegan hátt.
Prýðileg leikgerð af sögunni var
flutt í Útvarpsleikhúsinu í sumar.
Glerlykillinn verður afhentur
næst á Islandi 21. maí 2004 á
vegum SKS (Skandinaviska Krim-
inal Sállskapet).
Strandhögg íslenskra höfunda íTaílandi
ÞÝÐINGAR: Þrjár íslenskar
barnabækur hafa verið
gefnar út ÍTaílandi, Sagan
af bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason, Peð
á plánetunni jörð eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur og
Leikur á borði eftir Ragn-
heiði Gestsdóttur. Bækurn-
ar eru á almennum mark-
aði auk þess sem þúsund-
um gjafaein- um er seld-
taka hefur líOSl^ UUI i l urtil. Á
verið dreift í kápumynd-
taílenska inni er
! • • skóla. Gleði-
Taíland er tí- Glaumur
unda landið Ifjjlfe. ^ • sýndur se n
f jf * /rj sem útgáfu- vestrænr
C T-i /jf*| rétturinn að fl i íÆ gosi innan
Sögunni af • . —. < um austræn
bláa hnettin- börn!
Sérstakt fólk í undarlegum heimi
LEIKLISTARGAGNRÝNI
Halldóra Friðjónsdóttir
Skáldverk Kristínar Ómarsdóttur sveifl-
ast gjarnan milli einhvers sem kalla
mætti ofurraunsæi og fullkomins fárán-
leika. Það sem eina stundina virðist ofur
einfalt og jafnvel hversdagslegt um-
breytist skyndilega í eitthvað allt annað
og á það ekki síst við um persónurnar
sem við sögu koma í það og það skiptið.
Þessi lýsing á ágætlega við leikritið Vinur
minn heimsendir sem var frumsýnt í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu í gærkvöld því þar er fátt sem
sýnist. Sambýlisfólkið Elísabet og Ríkharður
eru afar ólík líkamlega, hún stór og búsældar-
leg, hann dvergur. Þeim líður engu að síður vel
saman en eins og síðar kemur í ljós óttast þau
að þessi lfkamlegj munur veki hlátur og þess
vegna forðast þau samneyti við aðra.
Skyndilega dúkka upp þrír óboðnir gestir
sem eiga það sameiginlegt eða vera illa famir
jafnt iíkamlega sem andlega. Fyrir utan aug-
ljósa fötlun eins og blindu og staurfót þjást
gestimir af alls kyns „nútíma" sjúkdómum eins
og þunglyndi og átröskun og einn þeirra hefur
farið í kynskiptaaðgerð. Þessi dularfúlla þrenn-
ing umtumar heimilislffinu og áður en húsráð-
endur vita af em þeir famir að taka þátt í leikj-
KÚNGUR OG DROTTNING A HEIMSENDA: Ólafía Hrönn og Frank Hajbye í hlut-
verkum sínum. DV-mynd E.ÓI.
um þeirra og uppátækjum.
Gestirnir taka stöðugum
breytingum og þegar þeim
Elísabetu og Ríkharði er
loks nóg boðið og vísa
þeim á dyr er allur lasleiki
á bak og burt.
Þessi örstutta yfirferð
gefur takmarkaða hug-
mynd um viðfangsefnin í
Vinur minn heimsendir.
Það að vera öðmvfsi á ein-
hvem hátt er áberandi
þema sem og firringin sem
, svo einkennir nútíma sam-
félag. Líka er hamrað á
þeirri staðreynd að nú á
dögum virðist kynlíf ff ekar
snúast um athöfnina sjálfa
en ást og kærleik, og þegar
grannt er að gáð er verkið
ekki síst um hræðsluna við
eigin tilfinnirigar.
Kristín Eysteinsdóttir þreytir frumraun sína
sem leikstjóri með uppsetningu þessa verks og
ljóst að hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur. Sjónrænt séð er sýningin vel lukkuð
og greinilegt að Kristín hefur mjög góða tilfinn-
ingu fyrir rýminu og innbyrðis afstöðu leikar-
anna. f dálítið stflfsemðum hópatriðum reyndi
mjög á samhæfingu leikara sem var til fyrir-
myndar.
Ég er ekki jafn sannfærð þegar kemur að
sjálfum leikstflnum því þar fannst mér aðeins
Ólafi'a Hrönn Jónsdóttir ná að feta einstigið
milli raunsæis og absúrdisma. Á yfirborðinu
kann texti Kristínar Ómarsdóttnr að virka ofur
einfaldur en reyndin er önnur og í því er
einmitt galdur verka hennar fólginn. Persónur
meina ekki endilega það sem þær segja og oft
er það raddbeiting og lflcamsburðir sem koma
upp um raunverulegar úlfinningar eins og
Ólafía Hrönn sýndi af stakri snilld. Það hefði
verið hægur heimaleikur að gera Elísabetu að
kómískum karakter en í túlkun hennar öðlað-
ast persónan tragíska dýpt.
Frank Höjbye Chrisúansen sú'gur hér sín
fyrstu skref á leiksviði og kemst vel frá sínu þótt
stundum hafi skort á nógu skýra ffamsögn.
Gesúmir dularfullu eru bæði brjósútmkennan-
legir og skoplegir og Elma Lísa Gunnarsdótúr,
Arndís Hrönn Egilsdótúr og Guðmundur Ingi
Þorvaldsson sem fóru með Jflutverk þeirra
komu því prýðilega yfir til áhorfenda og gerðu
öll vel innan þess ramma sem leikstjórinn setti
þeim. Leikmynd, búningar, lýsing og tónlist
féllu vel að sýn leikstjórans á verkið.
Vinur minn heimsendir býður upp á ýmsa
túlkunarmöguleika og trúlega eru skoðanir
manna á inntaki leikritsins býsna ólíkar. Þóú
mikið hafi verið hlegið á frumsýningunni í gær
er þetta alls ekki hreinræktaður gamanleikur og
ekki laust við að ég hafi á tilfinningunni að upp-
færslan hafi borið innihaldið ofurliði.
Mink leikhópurinn og Hafriarflarðarleikhúsið
Hermóður og Háðvör sýna: Vinur minn
heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur i Hafnar-
fjarðarleikhúsinu. Leikmynd: Ingibjörg Magna-
dóttir. Búningar Þórunn Elisabet Sveinsdóttir og
Margrét Sigurðardóttir. Lýsing: Kári Gíslason.
Tónlist Úlfur Eldjárn. Leikstjóri: Kristín Eysteins-
dóttir.
s m
é
S a I u r i n n
■
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPT. kl. 20
TÍBRÁ: Tríó Nordica 10 ára.
Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir og Mona Sandström
bjóða til Brahms veislu. Einnig
frumflytja þær hérlendis píanótrió
eftir Þórð Magnússon.
Miðaverð: 1.500 / 1.200 kr.
FÖSTUDAGUR 26. SEFT. kl. 20
STÓRTÓNLEIKAR.
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson, Kristinn
Sigmundsson og Jónas
Ingimundarson. (slensk sönglög og
óperuariur.
Miðaverð: 2.500 kr.
LAUGARDAGUR 27. SEPT. kl. 21
Feröalög um ísland
KK og Magnús Eiríksson flytja lög af
nýútkominni geislaplötu.
Miðaverð: 2.000 kr.
MUNIÐ NETSÖLUNA:
www.salurinn.is
r LEIKFÉLAG v
REYKJAVÍKUR
1897-1997
BORGARLEIKHÚSIÐ
h
BORGARLEIKHUSIÐ
STÓRASVIÐ
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau. 20/9 kl. 14 - UPPSELT
Su. 21/9 kl. 14 - UPPSELT
Lau. 27/9 kl. 14
Su. 28/9 kl. 14
Lau. 4/10 kl. 14
Su. 5/10 kl. 14 - UPPSELT
Lau. 11/10 kl. 14
Su. 12/10 kl. 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau. 20/9 kl. 20
Lau. 27/9 kl. 20
Lau. 4/10 kl. 20
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
í kvöld kl. 20
Fi. 25/9 kl. 20
Fö. 3/10 kl. 20
Lau. 11/10 kl. 20
Su. 19/10 kl. 20
Su. 26/10 kl. 20
Ath. Aðeins þessar sýningar
VERTU MEÐ! Á kynningarkvöldi.
Við kynnum leikárið
fyrir gestum og gangandi!
Fjölbreytt - Frábært - Óvænt
Leikur - Söngur - Dans - Veitingar
Mi. 24/9 kl. 20 - Aðgangur ókeypis
Sala áskriftarkorta og
afsláttarkorta stendur yfir.
Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði,
þrjár að eigin vali.
Kr. 9.900
Tíumiðakort: Notkun að eigin
vali.
Kr. 16.900
Komið á kortið: Fjórir miðar á
Nýja svið/Litla svið.
Kr. 6.400
VERTU MEÐ
í VETUR.
I........ , .......-.........
| 3 tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2003!
Sýningar hefjast á föstudag - Örfáar sýningar í haust
/
Æf
f
"...TheodórJúlíusson fór hamtorum á sviðinu
og sýndi svo stórkostlegan leik að helst væri hægt
að kalla slíkt leittursókn til leiksigurs." sHMbi.
Púntila bóndi
og Matti vinnumaður
eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri: Guðjón Pedersen
RnDPADI PII/UIIQIft Leíkféiag Reyk).iviku. • Lisiabraut .5 • 10.’. Reykjavik
DUKUnKLLllxnUolD Miðasala 568 8000 • www.horgarleikhus.is