Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 23
b
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 FÓKUS 23
Það hefur farið frekar lítið fyrir Barða Jóhannssyni og hljómsveit hans Bang Gang undanfarið. Fimm ár
eru síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út og því löngu tímabært að bæta úr því. Something Wrong
kemur út um alla Evrópu í næsta mánuði og Barði tekur forskot á sæluna með tónleikum í Hafnarhús-
inu annað kvöld þar sem verður afar gestkvæmt.
Islenskur heimilis-
iðnaSur með frönsku
/
„Ég er nýkominn úr sex daga viðtalstöm úti í Frakk-
landi. Maður talaði allan daginn og var þess á milli í
myndatökum,“ segir Barði Jóhannsson, heilinn á bak við
Bang Gang, þegar hann er sestur niður með blaðamanni á
heimili sínu. Barði hefur haft í nógu að snúast undanfarið
enda kemur önnur breiðskífa Bang Gang, Something
Wrong, út f byrjun næsta mánaðar, sú fyrsta í fimm ár. Það
er útgáfufyrirtækið Recall í Frakklandi sem gefúr plötuna
út í Evrópu en auk þess er Barði með „publishing“'Samning
við stórfyrirtækið EMI. Tónlist Barða hefúr vakið mikla eft-
irtekt úti í heimi undanfarin misseri. Sem dæmi um það
var lag hans notað f Citroen-auglýsingu á síðasta ári og nú
hefur Armani valið eitt af lögum hans í nýja auglýsinga-
herferð. Það er því ánægjuefhi að loksins sé komið að plötu
með Bang Gang.
Maður þarf að vera með cóða músík
Barði segir ýmsar ástæður fyrir því að svo langur tími hafi
liðið frá því að síðasta plata kom út. „Ég var með samning
við Spor sem var framseldur til Skífunnar og það samstarf
gekk ekki vel enda var yfirmaður útgáfunnar á þeim tíma
ekki alveg með á nótunum. Ég rifti því samningnum og
þurfti að borga heilmikla peninga fyrir það. Ég var þvf lengi
að vinna fyrir því. Fyrstu tvö árin eftir síðustu plötu var ég
samt á fullu í að gera lög en fannst þau ekki nógu skemmti-
leg. Ég ákvað þvf að eyða þeim og byrja upp á nýtt. Það eru
nógu margir að gera leiðinleg lög. Lögin á nýju plötunni
hef ég því verið að vinna undanfarin tvö ár.“
Pú tókst plötuna upp hér heima, ekki satt?
,jú, platan var tekin upp í Bang-stúdíóinu, í höfuðstöðv-
unum,“ segir hann. „Hún var svo mixuð úti í Frakklandi af
manni sem heitir Stephane Alf og hefur mixað allar Air-
plötumar.“
Hvemig kemst maður í þessi sambönd að fá útgáfusamning
erlendis?
„Þetta er bara þrjóska, maður tekur þetta bara á þrjósk-
unni. Svo þarf maður náttúrlega að vera með góða músík.“
Hvað er þetta annars með þig og Frakkland?
,Ja, af hverju ekki? Það er ekkert verra land en hvað
annað.“
Kanntu ekiá orðið eitthvað í frönsku?
„Ég kann að blóta og panta leigubíl. Ég þykist oft ekki
skilja þegar það hentar mér, ég skil miklu meira en ég get
talað."
Ein allsherjarveisla í Hafnarhúsinu á morcun
Barði fær til liðs við sig góða gesti á plötunni. Þar á með-
al má nefna söngkonumar Keren Ann Zeidel, Nicolette,
Pheobe Tolmer og Esther Talíu Casey og söngvarann
Daníel Ágúst Haraldsson.
„Það er mjög þægilegt að vera með svona sólóverkefni,
þá fær maður bara til sfn góða gesti þegar þarf. Þetta em
bæði vinir og vandamenn, margir hverjir sem voru það
ekki áður en em orðnir það nú. Þama á meðal er til dæmis
Danni frændi. Þetta er bara íslenskur heimilisiðnaður."
Fram undan er mikil tónleikaferð um Evrópu til að
kynna plömna og upphafið að þeim verður einmitt hér í
Reykjavík annað kvöíd. Þá verða stórir kynningartónleik-
ar haldnir í Listasafhi Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Bang
Gang kemur þar fram ásamt strengjasveit og flestum af
gestasöngvumm plötunnar. Miða mun vera hægt að kaupa
í verslunum BT.
,Jú, ég er voða spennmr fyrir þessu,“ segir Barði. „Það eru
allir ffá útgáfunni úti að koma, allir ffá auglýsingastofúnni
og svo dreifingarfyrirtækinu auk blaðamanna og fleiri.
Þetta verður ein allsherjarveisla.“
Það hljóta að vera gerðar miklar væntingar dl plötunnar fyrst
alk þetta fólk er að koma hingað?
„Já, menn em voða ánægðir með plötuna. Alla vega þeir
sem hafa talað við mig. Þetta hefur meira að segja jaðrað við
oflof. Ég ætla bara að vona að þetta sé ekki háð. En fólk
hefúr tekið gríðarvel í þetta."
Ekkert spennandi að gerast í MÍNU einkalífi
Fyrsta smáskífan af plötunni er gamli slagarinn Stop in the
Name of Love. Hvemig kom það al?
„Ég var beðinn um að vera með lag á tribute-plötu fyrir
mann sem heitir Claude Franfoise. Hann er hræðilega
ljómr og ffægur söngvari, svona 80’s bolti sem kóveraði
mikið lög. EMI á höfundarréttinn að þessum lögum og ég
var beðinn að velja mér lag og valdi þetta. Ég átti að syngja
það á ffönsku en það gekk ekki neitt þannig ég söng það
bara á ensku og sendi þeim það. Þeir voru mjög ánægðir
með lagið og vildu að ég setti það á plötuna mína. Mér leist
ekkert á það fyrst en svo sættist ég á það. Þetta var eigin-
lega svona slysabam.“
Myndbandið við lagið hefur vakið mikla athygli enda sýnir
það unga stúlku spígspora um í íslenskri náttúru og fækka föt-
um á endanum. Sögur herma að þetta sé kærastan þín, er það
rétt?
„Ég ræði ekki mín einkamál. Það er til nóg af fólki sem
gerir þ_að og ég leyfi bara Birgittu Haukdal og fleiri að vera
í því. Ég held líka að það sé ekkert svo spennandi að gerast
í mínu einkalífi.“
Sambland af Beach Boys oc kvikmyndatónlist
Ef þú værir beðinn um að skilgreina tónlistina á nýju plöt-
unni...
,Ja, það er mitt að yrkja en annarra að skilja en sumir
hafa viljað meina að þetta væri einhvers konar sambland
áf Beach Boys og kvikmyndatónlist. Ég veit ekki hvort það
er eitthvað til i því.“
Nafn þitt hefúr undanfarið verið nefnt í sambandi við plötu
dúettsins Lady&Bird. Hvað viltu segja um það?
„Líkaminn minn verður smndum yfirtekinn af Bird sem
er ( hljómsveitinni Lady&Bird. Það er hljómsveit sem ég
fíla afar vel og mér skilst að 25. september gefi hljómsveit-
in út plötu hjá undirfyrirtæki EMI en ég veit ekki hvort
hún kemur út hér heima. Hún gerir það alla vega víðast
hvar annars staðar. Þetta er sem sagt dúett sem hefúr tekið
sér bólfestu í líkama mínum og Kerin Ann Zeidel sem
kemur einmitt ffam sem gestasöngvari á tónleikunum á
morgun.“
Pað er svo langt síðan síðasta plata kom út, heldurðu að ís-
lendingar séu nokkuð búnir að gleyma Bang Gang?
„Það held ég nú ekki. Það er alltaf annað slagið fólk að
spyrja mig hvenær von sé á nýju efni. Ef fólk er búið að
gleyma Bang Gang þá á það einfaldlega við minnistap að
stríða og það er eitthvað sem læknar eiga að sjá um. Þá get-
ur fólk bara farið til heimilislæknis síns.“
m/rnO-
M BR KffMÍO ns
'j'tpju Vf&KKtR.
oeR><svKYKiam
%/P.
V j}
\J
vJ
ftnmm
TRESUItÞÚ .
nomm maa ,
r r
\ftY. smtK/ttir
Yw ERjJM,KoMUtP
MEB ftíiA astonwc
ú
Homo erektus, homo heidelbergensins, homo sapiens...við erum allir homo.