Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Page 25
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 TILVERA 25
Kvikmyndasýningar hjá MÍR
Félagið MlR ætlar að minnast
þriggja stórra atburða í septem-
ber og október með kvikmynda-
sýningum. 175 ár eru liðin frá
fæðingu LévTolstoj, 300 ára af-
mæli Sankti-Pétursborgarog 60
ár eru liðin frá sigri sovéska hers-
ins í Stalíngrad. Á morgun verður
sýnd bandaríska útgáfan af Stríð
og friður, byggð á skáldsögu eftir
Tolstoj. Framundan er svo LévTol-
stoj, heimildarmynd, Kósakkar,
byggð á skáldsögu Tolstojs, heim-
ildarmyndirnar Hetjuborgin og
Leníngrad, Bernska l’vans eftir
Andrej Tarkovskí; Nokkrir dagar í
lífi Oblomovs, byggð á skáldsögu
Ivans Gontsarovs, og svo klassíkin
Beitiskipið Potomkin eftir Sergei
Eisenstein. Einnig verður opnuð
Ijósmyndasýning í tilefni 300 af-
mælis Sankti-Pétursborgar.
Haustganga
Á morgun kl. 10 árdegis verður
ganga í syrpunni Haustgöngur
skógræktarfélaganna og Garð-
yrkjufélags Islands. I göngum
þessum er meðal annars hugað
að gömlum og merkum trjám
og þau stærstu mæld. Þetta eru
1 1/2-2 stunda léttar göngur,
ókeypis og öllum opnar. Að
þessu sinni verður gengið í
Grafarvogi í Reykjavík í fylgd
leiðsögumanns sem þekkir vel
til staðhátta. Safnast verður
saman við Grafarvogskirkju.
Gengið verður um gömul sum-
arbústaðalönd, sem nú eru orð-
in útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þarna er afar fjölbreyttur trjá-
gróður og mikil ræktunarsaga
sem fæstir hafa heyrt. Nánari
upplýsingar eru veittar í síma
564-1770 og 551-8150.
aðdráttarafl
um og í sveitum landsins og Ieitað
svara við ýmsum áleitnum spum-
ingum. Spurt var hvort unglingar
byggjust við því að flytja nauðugir
eða viljugir frá heimahögum sínum
og í framhaldi af því hugleitt hvort
flutningar af landi brott kynnu að
verða meira vandamál en flutning-
ar innanlands í framtíðinni.
Vilja færa sig um set
„Mínar helstu niðurstöður em
þær að mun fleiri nemendur í 9. og
10. bekk vilja færa sig um set nú en
fyrir ellefu ámm. Stærsta breyting-
in er sú að krakkar úti á landi em
líklegri til að vilja flytja beint til út-
landa. Mynstrið var lengi þannig að
krakkar úti á landi vildu flytja til
Reykjavíkur og krakkar í Reykjavík
vildu flytja til útlanda en nú er
Reykjavík að missa aðdráttarafl
sem milliskref hjá krökkum í sjáv-
arþorpum og sveitum. Ef íslenskir
krakkar flyttu þangað sem þeir
helst vildu yrði stórfelld fækkun í
Reykjavík. Hins vegar lítur út fyrir
það að þar muni verða jafnvægi því
að krakkarnir búast margir við því
að búa þar þótt þá langi ekki sér-
staklega til þess," segir Þóroddur.
Kennir í Bandaríkjunum
Þóroddur Bjarnason lauk BA-
prófi í félagsfræði frá Háskóla ís-
lands árið 1991, MA-prófí íaðferða-
fræði frá University of Essex árið
1995 og doktorsprófi f félagsfræði
frá University of Notre Dame í
Bandaríkjunum árið 2000. Hann
starfar nú sem lektor í félagsfræði
við State University of New York í
Bandaríkjunum.
Þóroddur hefur stundað marg-
víslegar rannsóknir á viðhorfum og
hegðun íslenskra unglinga og ritað
fjölda fræðigreina um þau efni á
innlendum og erlendum vettvangi.
Meðal nýlegra viðfangsefna hans
má nefna grein um breytingar á
tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna
(Landlæknisembættið, 2002),
breytingar á neyslu löglegra og
ólöglegra vímuefna (Áfengis- og
vímuvamaráð, 2003), áhrif fjöl-
skyldugerðar á áfengisneyslu
Qournal of Studies on Alcohol,
2003) og áhrif atvinnuleysis á and-
lega líðan (Social Science and
Medicine, 2003). Þóroddur stýrir
jafnframt nýrri samanburðarrann-
sókn á aðstæðum og lífsáformum
unglinga á íslandi, í Færeyjum og á
Grænlandi. akureyri@dv.is
BLÓMLEGT PAR: Hjónin Auður I. Ottesen og Páll Pétursson reka saman fyrirtækið Rit og
rækt sem meðal annars gefur út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn.
LBKKONA OG FJALLAFÁLA: Harpa hafði fjóra daga til að æfa nýja hlutverkið. DV-mynd E.ÓI.
Þetta er
hendingskast
Sýningar á Púntilla og Matta
hefjast aftur í kvöld eftir sumarhlé.
Harpa Arnardóttir tekur þar við
hlutverki hinnar fordekruðu Evu,
dóttur Púntilla bónda, af Nínu
Dögg Filippusdóttur og hefur að-
eins haft ijóra daga til æfinga.
„Þetta er dálítið hendingskast,"
segir hún en kveðst hafa haft hlut-
verkið hjá sér um tíma og kvíði
engu.
„Hlutverkið er skemmtilegt og
maður kemur inn f góðan hóp,“
segir hún. Harpa er ein af fimm nýj-
um leikurum í verkinu en titilhlut-
verkin em samt sem fyrr í höndum
Theodórs lúlíussonar og Bergs Þórs
Ingólfssonar. Hún kveðst hafa
kennt Nínu Dögg í grísku önninni í
Leikiistarskólanum og því sé það
eins og að taka við af dóttur sinni
að fara í hennar spor. „Maður verð-
ur bara að yngja sig, spóla svona
tuttugu ár aftur í tímann," segir
hún og hlær.
Harpa kveðst hafa átt stórkost-
legt sumar á fjöllum, m.a. í Þjórsár-
vemm og á Brúaröræfum. „Ég er
búin að ganga meira og minna í
mánuð í frelsi fjallanna og líka lesa
bókina um Fjalla-Eyvind. Ég er
svona að kúpla mig út úr þeim
heimi í þennan rússibana hér,“
segir hún og bætir við að lokum:
„Þetta er allt gott hvað með öðm.“
gun@dv.is
Iðandi lífílðnó
TENÓRINN: Guðmundur Ólafsson fer með aðalhlutverk í eigin leik-
riti en undir- og meðleikari er Sigursveinn Kr. Magnússon. MyndBÞÓ
Margt verður í boði í hinu forn-
fræga menningarhúsi Iðnó í haust,
bæði fyrir líkama og sál. I anddyr-
inu á myndlistin sinn sess. Vignir
lóhannesson er með verk þar nú og
um miðjan næsta mánuð munu
tólf félagar í Samlaginu Listhúsi á
Akureyri setja þar upp sýningu.
Fleiri koma í kjölfarið og vom lista-
konurnar Sossa og Gunilla nefndar
til sögunnar. Af fyrirhuguðum tón-
leikum má nefna að Kammerkór
Suðurlands „gengur á lagið“ laug-
ardaginn 11. október.
Á fjölunum
í glæstum sal hins gamla leik-
húss verður fmmsýning hér syðra á
Tenórnum, einleik eftir Guðmund
Ólafsson leikara, einn af hápunkt-
um haustsins. Dagsetningin er 5.
október en heimsfmmsýning á
verkinu var á Berjadögum á Ólafs-
firði í ágúst.
Skammt er stórra högga á milli í
Iðnó því að Ólafía, leikrit Guðrúnar
Ásmundsdóttur, verður sýnt þar í
fyrsta sinn þann 8. október. Það
fjallar um Ólafíu
Jóhannsdóttur
sem var hálf-
gerð Móðir Ter-
esa norðursins
og auk þess um
tíma í ástarsam-
bandi við skáld-
jöfurinn Einar
Ben. Fyrri hluti
verksins verður
leikinn
kirkjunni og í
hléi ganga leik-
arar og sýning-
argestir yfir í
Iðnó til að fá sér
kaffisopa og fylgjast með seinni
hálfleik.
Björk Jakobs hefur flutt Sellófan-
ið sitt í Iðnó og em sýningar á
fimmtudagskvöldum því að ekkert
lát virðist á vinsældum verksins
þrátt fyrir að 140 sýningar séu að
baki.
Tangókvöld
og hádegisleikhús
Edda Björgvins mun svo „taka á
móti gestum" með sínum hætti í
Hádegisleikhúsinu á föstudögum
frá og með 17. október. Þar verða
einnig í boði súpa og heimabakað
brauð og þess utan býður Tjarnar-
bakkinn, veitingahúsið á 2. hæð,
auðvitað upp á fjölbreyttan mat-
seðil.
Tangókvöld verða fyrsta þriðju-
dag hvers mánaðar og harmóniku-
tónar munu líka heyrast reglu-
bundið. gun@dv.is
5ámábyrgð
ómyndhmpa
2rSjónvo/p BlaáMalrixMyndlampi NiœmStereo
kr.24.900.-
Samsung 28" NICAM Stereo, NTSC afspilun
kr. 49.990.-
Calda 29" 100 Hz, Super Bhck Une myndhmpi
kr. 114.900
SJÓNVARPSDAGAR
BRÆÐURNIR
OEMSSON
LÁGMULA 8 • SIMI 5 3 0 2 800
l