Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Side 8
8 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Sameiginleg barátta gegn fíkniefnum SAMSTARF: Ráðherrar frá Nor- rænu ráðherranefndinni og Eystrasaltsríkjunum urðu sam- mála um sameiginlegar aðgerð- ir gegn fíkniefnaneyslu á fundi sínum nýverið. Sameiginleg stefna leggur áherslu á mannúð og hertar aðgerðir og verður hún byggð á fíkniefnasáttmál- um Sameinuðu þjóðanna. Löndin endurnýja samkomulag sitt, svokallaða Lundaryfirlýs- ingu um forvarnir, baráttuna gegn fíkniefnaglæpum og að leggja áherslu á umönnun og endurhæfingu þeirra sem hafa orðið fíkniefnum að bráð. Sam- starfið er dæmigert verkefni sem vert er að vinna í samein- ingu þar sem hvert eitt land á erfitt með að vinna verkefnið eitt og sér. Samstarfið er einnig besta lausnin fyrir einstakling- ana, er haft eftir Per Unckel, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Sam- starf Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna gegn fíkniefnum og verslun með fólk fær stöðugt meiri þýðingu. Á næsta ári munum við auka fjárframlög til þeirra málaflokka um allt að 30%," segir Per Unckel. Hellir vann SKAK: Skáksveit Taflfélagsins Hellis lagði austurríska taflfé- lagið SV United Chocolates, 4-2, í 4. umferð Evrópumóts taflfélaga sem fram fór í gær á Krít. Helgi Áss Grétarsson, Sig- urbjörn Björnsson og Kristján Eðvarðsson sigruðu í sínum viðureignum. Kvennasveit Hellis tapaði fyrir Maccabi Afek frá fsrael, 1 -3. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður um aðgang að einkaskjaiasafni Laxness: Varla stætt á að meina aðgang að einstökum bréfum Sigrún Klara Hannesdóttir segir að Landsbókasafninu væri varla stætt á því að hindra að- gang að bréfum í safni sam- kvæmt óskum eigenda þeirra ef umrædd bréf væru rituð af öðr- um og höfundarrétturinn því bréfritarans eða aðstandenda hans. „Við erum ekki að skoða þessi mál með lögfræðingum. Höfundar- réttarlögin eru alveg skýr. Sá sem vitnar í verk annarra verður að gera það eftir lögum. Og þar sem um heilt safn er að ræða sem afhent er okkur til varðveislu geta umráða- menn þess ákveðið reglur um um- gengni þess. Hins vegar verður á það að líta að bréf í þessu tiltekna safni eru að miklu leyti bréf sem aðrir senda Halldóri. Höfundarrétt- urinn tilheyrir þá bréfritara eða að- standendum hans. Ég er ekki viss um að okkur væri stætt á því, ef á reyndi, að hindra aðgang og notk- un bréfa í heimildaöflun þegar höf- undarrétturinn tilheyrir öðrum en eiganda safnsins sem heildar," sagði Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður í samtali við DV. Nokkur styr hefur staðið um einkaskjalasafn Halldórs Laxness sem varðveitt er í handritadeild Landsbókasafnsins. Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor leit- aði til Landsbókasafnsins og ljósrit- aði skjöl úr einkasafni Halldórs vegna vinnu við ritun ævisögu skáidsins. Féll sú iðja í grýttan jarð- veg meðal afkomenda Halldórs sem vildu loka safninu fyrir óvið- komandi næstu þrjú ár, að sögn þar sem óskir fjölskyldunnar um tak- markaðan aðgang að safninu hefðu ekki verið virtar. Tóku þær reglur GUÚFRASTEINN: Heimili Halldórs Laxnesser gildi 18. september. Aðstandendur skáldsins vilja meina Hannesi að nota það efni sem hann aflaði sér úr safninu en Hannes segir á móti að ekki sé hægt að nota höfundar- réttarlögin til að meina honum að- gang að því. Ég er ekki viss um að okkur væri stætt á því, efá reyndi, að hindra aðgang og notkun bréfa í heimildaöflun þegar höfundarréttur- inn tilheyrir öðrum en eiganda safnsins sem heildar. í varðveislu og óflokkað Komið hefur fram ( þessari um- ræðu að safnið sé í eigu þjóðarinn- ar en Sigrún Klara segir það ekki al- veg sannleikanum samkvæmt. „Það er ekki rétt að við eigum safnið heldur var Landsbókasafn- inu afhent það til varðveislu með sérstöku afhendingarbréfi. Þegar nú í eigu íslenska ríkisins. svo er komið eiga afkomendur eða bréfritarar þessi gögn. Og vilji þeir hindra aðgang að safninu geta þeir gert það.“ Safnið var afhent tU varðveislu 1996, fyrir sjö árum. Fylgdu af- hendingunni engar kvaðir. Heim- ildamaður DV, sem þekkir vel til heimildaleitar í einkasöfnum eins og því sem hér er til umræðu, segir það viðhorf almennt meðal fræði- manna að ekki sé forsvaranlegt að hleypa fólki í sl£k söfn séu þau ekki floldcuð og skráð, alveg óháð því hver f hlut á. VörsluaðUi safnsins þekki ekki innihald þess tU hlítar og geti þar af leiðandi ekki ábyrgst ör- yggi skjalanna gagnvart eiganda þeirra. í versta falli geti einstök skjöl eyðilagst eða horfið. Sigrún Klara var spurð hvort sú skylda hefði ekki legið á herðum handritadeUdar Landsbókasafns- ins að flokka safh Halldórs og gera það aðgengilegt þeim sem vildu skoða það. Og hvort ekki hefði gef- ist til þess nægur tími? „Við höfum reynt okkar besta tU að flokka safnið en hvorki haft til þess mannskap né nægilegt fjár- magn. Þetta er gríðarlegt safn og það hefur einn maður unnið að flokkun og skráningu gagna. En nú Sigrún Klara Hannesdóttlr. hefur forsætisráðuneytið hins veg- ar tryggt okkur fjármagn og mjög færan bókasafnsfræðing til að taka tU hendinni í safninu. Það er auð- vitað ekki vansalaust að hafa ekki skráð þetta betur en nú horfir til betri vegar í þeim efnum." - Aðstandendum Halldórs verð- ur tíðrætt um ljósritunarsveit sem hafi ljósritað úr þessu skjalasafni. Er það rétt? „Nei, það á ekki við nein rök að styðjast. Hér var einn ungur maður sem ljósritaði úr safninu. Það er nú allt og sumt.“ hlh@dv.is Hannes Hólmsteinn Gissurarson um aðgangshömlursínar: Rithöfundasambandið og Hagþenkir láti til sín taka Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segist ekki ætla að láta reyna á aðgang sinn að skjala- safni Halldórs Laxness, sem varð- veitt er í Landsbókasafninu, með formlegum hætti. Hann vísar í því sambandi á Rithöfundasamband- ið og Hagþenki, þar sem þetta sé ekki hagsmunamál hans eins heldur allra fræðibókarithöf- unda. „Ég hef talað við nokkra lögfræð- inga og spurt þá alla sömu spurning- arinnar: Hvaða heimild er að lögum um að takmarka aðgang minn að skjölum í Landsbókasafninu? Hún er auðvitað engin. Svarið gæti falist í höfundarréttarlögum en þau fjalla aðeins um það hvaða höfundarrétt þú hefur yfir efni. Þau taka ekki til þess hvort ég megi lesa efnið, aðeins hvernig megi nota það, t.d. ljósrita eða fjölfalda með einhverjum hætti. Landsbókasafninu er ekki stætt á að takmarka aðgang minn að þessu efni á grundvelli höfundarréttarlaga. Það hefur orðið ör lagaþróun síð- ustu árin og ný stjórnsýslulög og upplýsingalög kveða á um ríkar skyldur stjórnvalda til að halda öllum upplýsingaleiðum greiðum og opn- um. Það er meginreglan. En svo má auðvitað takmarka aðgang, t.d. að skjölum er varða öryggi ríkisins. Ætlar þú að setja fram formlega kröfu um aðgang að safninu og láta á aðgangsheimild þfna reyna með þeirú hætti? „Mér finnst að formaður Rithöf- undasambandsins og Hagþenkis eigi að koma þar til skjalanna því þetta er ekki eingöngu hagsmunamál mitt heldur allra fræðibókarithöfunda. Er einhver lagaheimild fyrir því að tak- marka aðgang manna að skjölum sem eru varðveitt eða geymd í Lands- bókasafninu? Þetta var falið safninu til varðveislu án takmarkana, án skil- mála eða skilyrða. Er það frambæri- leg regla að Halldór Guðmundsson og Helga Kress fái aðgang að þessu en ekki Hannes Hólmsteinn. Þarna reynir á jafnræðisregluna. Þessi skjöl eru varðveitt í Landsbókasafninu og menn geta spurt hvaða hefðir hafa myndast. Þú afhendir væntanlega skjöl til varðveislu á Landsbókasafn- inu til að fólk geti lesið þau, nema þú segir að þau eigi að vera lokuð. En það var ekki sagt í þessu máli,“ sagði Hannes. Hann sagðist rólegur vegna þessa máls alls. Einu áhyggjurnar sneru að því hvort hann kláraði bókina á rétt- um tíma. hlh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.