Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Qupperneq 15
■ m & ¥ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 SKOÐUN 15 Sölubann á villibráð FUÚPNAVEIÐI: Erfitt verður því að fylgja veiðibanninu eftir, ekki síður en sölubanni. kjallari |j Sigmar B. Hauksson formaöur Skotveiðifélags Islands í leiðara DV 25. júlí síðastliðinn var fjallað um þá ákvörðun um- hverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar í þrjú ár. Leiðara- höfundur fagnaði banninu og botnaði ekkert í andstöðu skot- veiðimanna. Skotveiðifélag íslands telur að engar sannanir liggi fyrir því að ís- lenski rjúpnastofninn hafi aldrei verið minni en hann er nú. Þá telur félagið að ekki hafi verið sýnt fram á, með sannfærandi hætti, að skot- veiðar hafi veruleg áhrif á vöxt og viðgang rjúpnastofnsins, þó svo að félagið hafni því ekki að veiðar geti haft einhver áhrif á stofninn. Þess vegna er Skotveiðifélag íslands ósammála Náttúrufræðistofnun í veigamiklum atriðum. Félagið telur að nær sé að grípa tO virkrar veiði- stjórnunar fremur en veiðibanns. Því miður hefúr leiðarahöfundur DV ekki kynnt sér þetta mál nægj- anlega vel, þrátt fyrir að félagið hafi sent blaðinu gögn í málinu. Það er ekki aðeins Skotveiðifélag fslands sem er andvígt veiðibanni á rjúpu heldur mætti þar nefna nokkra helstu fúglafræðinga landsins, veiðistjórnunarsvið Umhverfis- stofnunar og ýmsa náttúrufræð- inga. Bann við sölu á villibráð Föstudaginn 26. ágúst síðastlið- inn fjallaði ieiðarahöfundur aftur um rjúpuna en nú um þá tillögu að bannað verði að selja rjúpu á al- mennum markaði. Náttúrufræði- stofnun fslands, umhverfisráðu- neytið, Skotveiðfélag fslands og veiðistjórnunarsvið Umhverfis- stofnunar eru sammála því að bann við sölu á rjúpu sé árangursrík verndaraðgerð, en reynsla frá Skotlandi, Bandaríkjunum og víðar segir okkur að þetta sé árangursríkt stjórntæki. Sölubann er hugsað samhliða öðrum aðgerðum. Þær aðgerðir sem árangursríkastar teljast eru fækkun veiðidaga og skipulagning verndar- svæða víða um land. Skotveiðifélag fslands er fylgjandi aðferðum af þessu tagi til þess að draga úr magn- veiði á rjúpu. Félagið telur það óvið- unandi að aðeins 10% veiðimanna, eða um 500 veiðimenn, skuli veiða helming allra rjúpna, eða um 60.000 rjúpur að jafnaði ár hvert. Félagið hefur.lagt til að rjúpna- veiði verði heimiluð frá 25. október til 10. desember en aðeins verði leyft að veiða 4 daga vikunnar, eða u.þ.b. 28 daga á tímabilinu. Ljóst er að veð- ur myndi hamla veiði einhverja daga, því væri varla hægt að tala um meira en u.þ.b. 15 virka veiðidaga. Leiðarahöfundur DV telur að sölu- bann muni bjóða upp á gegndar- laust svartamarkaðsbrask. Skot- veiðifélag íslands hafnar því alls ekki, en reynslan frá Skotlandi sýnir að eitthvert svartamarkaðsbrask sé í byrjun en það fjari síðan út. Skotveiðifélag íslands telur að engar sannanir liggi fyrirþví að íslenski rjúpnastofninn hafi aldrei verið minni en hann er nú... Þess má geta að nú má flytja inn rjúpur frá Grænlandi og það verður því vonlaust mál að þekkja sundur grænlenskar og íslenskar rjúpur. Erfitt verður því að fyglja veiði- banninu eftir, ekki síður en sölu- banni. Þess má geta að aðilar í verslun hér á landi eru tiltölulega fáir, eða 2 stórar blokkir á sviði mat- vöruverslunar, og það eru því til- tölulega fá verslunarfyrirtæki sem kaupa rjúpur. Skotveiðifélag ís- lands telur einnig að til greina komi að fyrir utan bann við sölu á rjúpu verði rétt að setja einnig sölubann á gæs, þar sem gæsaveiði hefur stór- aukist eftir að ljóst varð að ekki yrði leyfð rjúpnaveiði næstu þrjú árin. DV og rjúpan Skotveiðifélag íslands telur að ís- lenski rjúpnastofninn sé ekki í út- rýmingarhættu. Stofhinn er vissu- lega í lágmarki núna og virðast sveifl- urnar vera að sléttast út, verða minni en jafnari. Þessi breyting þarf alls ekki að vera af hinu slæma, einkum hvað varðar veiðar úr stofninum. Skotveiðifélag íslands telur það miður að leiðarahöfundur DV skuli ekki kynna sé þetta mál betur og afla sér upplýsinga frá þeim er mál- ið varðar, áður en ruðst er fram á ritvöllinn með ófullnægjandi upp- lýsingar um málefnið. Samkvæmt fréttum mun DV eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum. Skotveiðifélag fslands telur að þetta annars ágæta síðdegisblað DV sé í mun meiri út- rýmingarhættu en íslenski rjúpna- stofninn. skuldarar, morðingjar, fjárglæfra- menn, kynferðissjúklingar, prakk- arar, fíkniefnasalar og þeir sem brjóta umferðarlögin - allir saman í einum graut. Allir eru meðhöndl- aðir eins og þeir séu sekir um þetta allt saman. Þá verður að greina á milli þess hvort menn eru dæmdir fyrir að gera sjálfum sér skaða eða öðrum. Fíklarnir eru í flestum tilvikum sjálfum sér verstir, margir reyndar dæmdir fyrir að versla með efnin eða stela til að fjármagna fíkn sína. En sumir hafa í raun ekkert ólög- mætt gert öðrum. Hér á Litla- Hrauni er t.d. alltaf fjöldi fanga í agarefsingum vegna neyslu, mönn- um er meira að segja meinuð með- ferð verði þeir uppvísir að ólöglegri neyslu. Ég er sannfærður um að flest þetta fólk væri engum til ama ef yfirvöld þyrðu að horfa framan í vandann í stað þess að fyrirskipa öllum að losa sig undan honum. Hér eru líka margir ofvirkir ein- staklingar. Fyrir ekki svo löngu voru slfkir menn bara sendir á sjó- inn og urðu með tímanum burðar- ásar sinna byggða. Nú er troðið í þá amfetamíni frá frumbernsku og þeim refsað út í eitt. Það er ekki hægt að finna verri lausn fyrir þessa drengi en að loka þá aðgerðalausa inni í fangelsi. Það leiðir til ofsa, haturs og lyfjaáþjánar. Ef þeir fengju að stunda starfsnám og þeim væri leyft að þræla sér út fýrir góð laun væru flestir þeirra að lík- indum sómamenn. Hér er hins vegar kynslóð fúllfrískra ungra manna sem voru svo óheppnir að vaxa til manns á atvinnuleysisárum síðasta áratugar og hafa addrei séð LÍTLA-HRAUN: „Hér eru geðsjúklingar, fíkl- ar, þjófar, ofbeldismenn, virðisaukaskuld- arar, morðingjar, fjárglæframenn, kynferð- issjúklingar, prakkarar, fíkniefnasalar og þeir sem brjóta umferðarlögin - allir sam- an í einum graut. Allir eru meðhöndlaðir eins og þeir séu sekir um þetta allt sam- an," segir greinarhöfundur. dagsins ljós, jafnvel aldrei unnið ærlegt handtak. Engar töfralausnir í mínum huga er eina réttlætan- lega útilokun einstaklinga frá sam- félaginu sú að verja þurfi samfélag- ið fýrir ofbeldi og svívirðingum, að viðkomandi sé hættulegur um- hverfi sínu. Sú er hins vegar alls ekki raunin. Menn fremja hér hræðilegustu glæpi og er síðan sleppt eftir yfirheyrslu þar til búið er að bauka alla pappírsvinnuna og tími er laus hjá dómstólum. Það getur verið einu til fjórum árum eft- ir að óhugnaðurinn átti sér stað. Ég, sem þó sit í fangelsi, hef ekki hug- mynd um hvert markmið íslenskrar fangelsisstefnu er og ég hef aldrei heyrt um neinn sem veit það. Ég hef að sjálfsögðu enga töfra- lausn á fangelsisvandanum. Ég tel samt að lykillinn sé að fangelsið verði gert að tækifæri til mann- sæmandi lífs. Það mætti hugsa sér byggingarverkefni með verknámi, jarðgangagerð, brúargerð, útgerð o.s.frv. á fullum launum fyrir þá sem hafa orku og getu til, ásamt virkri atvinnuleit og eftirfylgni að afplánun lokinni. Það mætti hugsa sér lyfjagjöf undir eftirliti lækna og samfélagsaðstoð fýrir fíklana, sem margir (en alls ekici allir) gætu ör- ugglega bjargað sér og jafnvel losn- að úr viðjunum með bættum hag og brotthvarfi frá Iyfjamarkaði og miskunnarleysi undirheimanna. Margir myndu örugglega leggjast alfarið gegn þessum hugmyndum mínum og segja að þá væri farið að verðlauna aumingjaskapinn og glæpastarfsemina. Það getur vel verið en fýrst og fremst væri verið að fýrirbyggja áframhaldandi aum- ingjaskap og glæpi. Þar með væri verið að verja og styrkja allt samfé- lagið og spara því gríðarlega fjár- muni, þjáningu og ógn. * Höfundur vísunnar er fangi nr. 120.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.