Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Page 17
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 TILVERA 17 Læknarnir vita ekki hvað amar að Lisu Marie Læknar standa ráðþrota gagn- vart dularfullum sjúkdómi sem hrjáir rokkkonungsdótturina Lisu Marie Presley. Þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hvað það er sem plagar söngkonuna. Lisa Marie lenti í miklum vandræð- um í sumar þegar hún var á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin. Hún leið meðal annars miklar kvalir í kviðarholi. „Eitt sinn varð ég að fljúga heim og leita til læknis," segir Lisa Marie í viðtali við bandarískt dagblað. Læknar hafa rannsak- að söngkonuna hátt og lágt en ekkert ból- ar á sjúkdómsgrein- ingu.VinirLisu Marie telja að stúlkan eigi að breyta um lífsstíl. Hún þykir víst ansi sólgin í bæði mat og rauðvín, rétt eins og faðir hennar sál- ugi, rokkkóngurinn Elvis. „Vandamálin hverfa ekki fyrr en hún hættir þessu," segja vinirnir. Streisand hundleið á lögunum sínum Söng- og leikkonan Barbra Streisand segist hafa hætt að syngja opinberlega af því að hún hafi verið orðin hundleið á gömlu lögunum sínum. Streisand, sem sendir frá sér nýj- an disk í næsta mánuði, segir að þegar hún hafi verið að gefa út plötur og syngja á fullu hafi hún forðast að hlusta á lögin sín. „Ég fékk ótrúlega fljótt leiða á lögunum mínum eftir að ég var búin að syngja þau inn á plöt- ur og það er ástæðan fyrir því að ég hætti öllu tónleikahaldi. Þar að auki varég haldin hræðilegum sviðs- skrekk og þegar leið- indin bættust við gat ég ekki hugsað mér að halda áfram," sagði Streisand sem nú er 61 árs. Hún lagði sviðssönginn á hilluna fyrir þremur árum en hefur einu sinni komið fram á góðgerðatón- leikum í Hollywood eftirþað og telur litlar líkur á því að hún taki aftur upp þráðinn. hana og Titanic gerði fyrir Kate Winslett skortir hana ekki tilboðin í Hollywood. Down with Love Hér er um að ræða endurgerð vinsællar kvikmyndar, Pillow Talk, sem glamúrstjörnurnar Doris Day og Rock Hudson léku saman í skömmu eftir miðja síðustu öld. Ekki hefur verið farin sú leið að færa söguna fram í nútímann held- ur gerist hún 1960 og er allt gert til að ná fram anda þess tíma sem oft- ar en ekki náðist best í kvikmynd- unum og þeirri tækni sem þá tíðk- aðist. Barbara Novak er metsöluhöf- nei við húsmóðursstarfinu og já við atvinnumöguleikum. Þetta er nokkuð sem karlrembublaðamað- urinn Catcher „Catch" Block er ekki hrifinn af. Hann er sjarmör sem kvenfólkið fellur fyrir og vill halda áfram að stjórna því. Breyt- ing á hugarfari kvenna hentar hon- um ekki svo hann leggur í herferð gegn Barböru. Það eru Renee Zellweger og Ewan McGregor sem bregða sér í skó Dorisar Day og Rock Hudson í þessari rómantísku gamanmynd. Sá ágæti gamanleikari, David Hyde Price, sem þekktastur er fyrir að leika Niles, bróður Frasiers í hin- um sívinsælu gamanþáttum, leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. SEABISCUIT: Jeff Bridges í hlutverki eiganda Seabiscuit ogTobey Maguire í hlutverki knapans. undur sem nýverið hefur sent frá sér bókina Down With Love, þar sem hún ráðleggur konum að segja Leikstjóri er Peyton Reed sem hóf feril sinn með því að leikstýra Kirsten Dunst í táningamyndinni Bring It On. Þess má geta að Renee Zellweger og Ewan McGregor syngja saman titillag myndarinnar, en þau hafa bæði nýlega verið að gera það gott í söngleikjamyndum, Zellweger í Chicago og McGregor í Moulin Rouge. Spy Kids 3D Það er ekki langt síðan önnur myndin f Spy Kids serínni var sýnd hér á landi við ágæta aðsókn. Nú er komið að lokakaflanum sem við fáum að sjá í þrívídd. Það er að segja að allir áhorfendur fá sérstök gleraugu til að geta notið myndar- innar sem best. Þrívíddin er ekki ný af nálinni. Hún náði mestum vinsældum á sjötta áratugnum en fjaraði síðan út, aðallega vegna þess að það er þreytandi til lengdar að þurfa að setja upp pappagleraugu. Nú er sem sagt rétt að spenna beltin og halda sér fast. Sem fyrr leikstýrir Robert Rodriguez hasarnum og Antonio Banderas, Carla Gugino, Alexa Vega og Daryl Sabara eru í hlutverki Cortez-fjöl- skyldunnar. Sjálfur Sylvester Stallone er svo I hlutverki höfuð- andstæðingsins, Leikfangasmiðs- ins (Toymaker). Enn lendir Cortez-fjölskyldan í kröppum dansi og þarf að beita öll- um mögulegum njósnaráðum í baráttu sinni við illþýðið. Carmen er föst í þrívíðum tölvuleik sem byggist á gerviveruleika. Það er hinn nýi höfuðandstæðingur Cor- tez-fjölskyldunnar, Leikfanga- smiðurinn, sem hannaði leikinn og er ábyrgur fyrir brottnámi Car- menar. Það kemur í hlut bróður hennar, Juni, að bjarga henni - og öllum heiminum í leiðinni - en það er háskafullt verkefni og oft skellur hurð nærri hælum í þessari æsispennandi för um sýndarveru- leika og framandi heim leikfanga- smiðsins. Seabiscuit Seabiscuit er kvikmynd sem hef- ur verið að gera það mjög gott f Bandaríkjunum. Um er að ræða hugljúfa sögu sem byggð er á sönn- um atburðum og fjallar um frægan veðhlaupahest sem setti hvert metið af öðru og var valinn hestur ársins 1938. Það var mikil dramatfk í kringum hestinn og þjálfun hans sem reynt er að lífga við í kvik- myndinni. Meðal annars er fjallað um tímabilið þegar hesturinn sneri aftur eftir að hætt var að nota hann í kappreiðum, en slíkt þykir ein- stakt. Myndin hefst á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar um ung- an strák sem yfirgefur fjölskyldu sína til að vinna við hesta, sem er stóra ástríðan í lífi hans. Þegar hann eldist gerist hann knapi og gegnum hestinn Seabiscuit, sem má muna sinn fífil fegri, fléttast saga hans saman við sögu mis- heppnaðs þjálfara og efnamanns sem misst hefur son sinn. í sam- einingu takast þeir á við það ótrú- lega verkefni að gera þennan smá- vaxna hest aftur að afburða veð- hlaupahesti. Það er handritshöfundurinn og leikstjórinn Gary Ross, sem leik- stýrði hinni frábæru kvikmynd Pleasantville, sem leikstýrir Sea- biscuit. Hann fékk til liðs við sig úr- valshóp leikara: Tobey Maguire leikur knapann Red Pollard, Jeff Bridges leikur eigandann, Charles Howard, og Chris Cooper leikur þjálfarann Tom Smith. hkarl@dv.is HULIÐSHEIMAR: Island er viðfangsefni Jeans Michels Roux. Ný heimildakvikmynd, Rannsókn á huliðsheimum Vitnisburður ogjátningar Rannsókn á huliðsheimum (Enquéte sur le monde invisible), sem sýnd verður á nokkrum sýn- ingum í Háskólabíói næstu daga, er frönsk/íslensk heimildarmynd sem tekin er á íslandi og fjallar um þjóð sem þar býr í návígi við frumstæð náttúruöfl í stöðugri mótun, á í leyndardómsfullu sambandi við samfélag ósýnilegra vera og álfa. Margir íslendingar segjast einnig hafa séð drauga. Aðrir fýlgjast með tilvist vatnaskrímsla eða ná sam- bandi við engla og geimverur. Heimildarmyndin byggist á játn- ingum sem hljóta að vekja til um- hugsunar. Leikstjórinn Jean Michel Roux er fæddur árið 1964 og sjálflærður í kvikmyndagerð. Á unglingsárum var hann hugfanginn af leikhúsinu og hóf að mynda leikhópinn sem hann starfaði með á átta mm töku- vél. Þegar hann var nítján ára lauk hann gerð fyrstu stuttmyndar sinn- ar, Quartier Sauvage. Á því tímabili uppgötvaði hann verk Philips K. Dicks sem urðu honum innblástur í tvær aðrar fantasíu-stuttmyndir: La voix du désert (Rödd eyðimerkur- innar), árið 1987 og Trop prés des Dieux (of nærri guðunum), 1992, sem og í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Les Merveilles de l’Uni- vers (Furður alheimsins) 1997, með Tcheky Karyo, Julie Delphy og Maria de Medeiros í aðalhlutverk- um. Sú mynd var valin besta evr- ópska kvikmyndin á kvikmyndahá- tíðinni í Róm 1998 og hún hlaut einnig verðlaun sem besta myndin á hátíðinni í Malmö 1999. í viðtali sem tekið var við Jean Michel Roux sagði hann meðal annars þegar hann var spurður af hverju ísland hefði orðið fyrir valinu „Fyrir tólf árum vann ég að gerð myndar, byggðri á vísinda- skáldskap, þar sem hluti sögusviðs er eyja í Norðursjó. Þegar ég fór til íslands til að athuga um tökustaði komst ég að því að meirihluti þjóð- arinnar trúði á álfa. Sumir fullyrtu jafnvel að þeir hefðu komist í kynni við þá. Ég var mjög efins en ein- lægni viðmælenda minna kom róti á huga mér. Frásögur þessara ís- lendinga héldu huga mínum föngnum svo árum skipti. Sjö árum síðar framleiddi ég heimildamynd- ina Álfaland um álfa á íslandi. Við þær tökur varð mér ljóst að fólk sá ekki aðeins álfa heldur einnig drauga, vatnaskrímsli, geimverur og engla. Mér leið eins og ég hefði komist að fjölskylduleyndarmáli sem snerti heila þjóð. Ég vildi ffæð- ast nánar um þetta fyrirbæri sem ögrar rökhugsun okkar. Ég varð að skyggnast betur um úr því ég var kominn inn fyrir gættina. Þannig er þessi mynd tilkomin. Miðað við viðfangsefnið hefði allt eins mátt ímynda sér skáldverk en mér þótti meira um vert að gera heimildamynd. Auk þess hafa engar heimildamyndir verið gerðar um þessi fyrirbæri í hinum vestræna heimi en hins vegar hefur fjöldi bóka verið gefinn út um þau. Jean Michel Roux heldur áfram: „Myndin er rannsóknaverkefni, byggt á vitnisburðum og játningum. Enginn hugarburður. Þetta er rann- sókn frá mannfræðilegu sjónar- horni. Enginn dómur er felldur um vitnisburði fólks heldur er áhorf- endum látið eftir að mynda sér eig- in skoðun. Ég hafði tvítyngt starfs- fólk mér til halds og trausts. Við bár- um saman bækur okkar eftir hvert viðtal því verkefhi sem þetta krefst hæfni til að skilja hafrana frá sauð- unum, hverjir eru sannir og hverjir svindla. Val okkar á vitnisburðum byggðist einnig á tilmælum trúverð- ugs fólks sem tengdist innbyrðis. Taka verður fram að enginn við- mælenda samþykkti fyrirvaralaust að svara spurningum mínum eða láta festa sig á filmu. Þetta fólk var tortryggið gagnvart údendingi sem spurði það í þaula um svo persónu- lega hlið lífs þess. Það veit vel að menn geta allt eins verið að hæðast að því, enda flest átt í sálarstríði um árabil áður en það sættist á tilvist þessara fyrirbæra. í þessari mynd er alls kyns fólk sem færir okkur svör. Hver og einn verður að eiga það við sig hverju hann trúir og hverju ekki. Enginn viðmælenda er að predika neinar kennisemingar heldur er verið að segja frá mjög persónulegri reynslu og þeirri auknu meðvitund sem fylgdi í kjölfarið. Sjáendur virðast hafa getu til að yfirstíga sálræn landamæri sem breyta skynjun okk- ar og aðskilja okkur frá ósýnilegum verum. Þannig mætti ef til vill segja að meirihluti mannkyns beri aðeins takmarkað skyn á raunveruleikann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.