Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Page 28
28 DVSPORT FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003
DV Sport
Keppni í hverju oröi
Netfang: dvsport@dv.is
Simi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Massey kemur
KÖRFUBOLTI: Bandaríkjamað-
urinn Kyrem Massey, sem
hyggst spila með Blikum í vet-
ur, kemur til fslands í dag en
Blikar hafa beðið komu hans
lengi. Jón Arnar Ingvarsson,
þjálfari Blika, hefur því um viku
til þess að koma Massey í
stand því fyrsti leikur Blika í
deildinni er 9. október gegn
KR. Massey er 24 ára framherji
ídag
og 196 sm á haeð. Hann lék
með Kent State-háskólanum
þar sem hann var byrjunarliðs-
maður (111 leikjum af þeim
116 sem hann lék með skólan-
um. Síðustu tvö ár hefur hann
leikið í lægri deildum í Banda-
ríkjunum. Massey þykir fjöl-
hæfur leikmaður. Hann er
sterkur í vörn og getur leikið
jafnt inni í teig sem utan.
Hreyfingar i NBA
KÖRFUBOLTI: NBA-liðin
Memphis Grizzlies og Phoenix
Suns skiptu á leikmönnum í
gær. Grizzlies losuðu sig við
Brevin Knight, Robert Archi-
bald og Cezary Trybanski yfir
til Suns en fengu í staðinn Bo
Outlaw og JakeTsakalidis. Mi-
ami bætti við sig manni líka í
gær þegar gerður var samn-
ingur við Cherokke Parks. Hou-
ston Rockets fengu Jim
Jackson frítt þar sem hann var
með lausan samning og los-
uðu sig í leiðinni við Glen Rice
en hann var sendur til Utah.
Fyrir Rice fengu þeir Bretann
John Amaechi sem og valrétt í
annarri umferð nýliðavalsins.
Svo hefur miðherjinn Chris
Dudley gefið það út að hann
sé hættur eftir 16 ár í deildinni.
Collymore íhugar endurkomu
KNATTSPYRNA: Vandræða-
gemlingurinn Stan Collymore
lýsti því yfir í gær að hann væri
alvarlega að íhuga að taka
fram skóna á nýjan leik en tvö
ár eru síðan hann lagði þá á
hilluna.
„Sú staðreynd að félög hafa
verið að sýna mér áhuga hefur
kveikt í mér á nýjan leik," sagði
Collymore við breska blaða-
menn í gær. „Ég meinti það
þegar ég sagðist vera hættur á
sínum tíma en ég mun alvar-
lega íhuga öll tilboð sem ber-
ast en það verður að vera rétt
tilboð fyrir báða aðila. Annars
er þessi ákvörðun hjá mér ekki
tekin af peningalegum ástæð-
um helduralgjörlega affót-
boltalegum ástæðum," sagði
Stan Collymore.
PENINGAR EÐA METNAÐUR?
Collymore íhugarendurkomu.
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER2003 DVSPORT 29
Robson ekki að hætta
KNATTSPYRNA: Gamla brýnið
Bobby Robson blæs á allar
sögusagnir þess efnis að hann
sé að hætta með lið Newcastle
en liðið hefurfarið hörmulega
af stað í ensku deildinni í vetur
og er enn án sigurs. „Ég hef
aldrei stokkið frá borði áður né
neitað góðum slag í fótbolta
þau 50 ár sem ég hef verið í
bransanum," sagði Robson.
„Þegar ég fyrst heyrði sögur af
því að ég væri hættur þá varð
mér óglatt. En svo hló ég því
þetta var fáránlegt." Freddie
Shepard, stjórnarformaður
Newcastle, sagði síðar að ekk-
ert væri hæft í því að Robson
myndi hætta. „Bobby er
Newcastle-maður og eins og
allir sannir Newcastle-menn þá
leggur hann ekki árar í bát."
FÁRÁNLEGT: Robson segist ekki
ætla að hætta.
Arnar hetja FH-inga
þegar þeir slógu Gróttu/KRúr bikarnum í bráðabana
FH-ingar tryggðu sér sæti í 16
liða úrslitum bikarkeppninnar
með sigri á Gróttu/KR, 33-32, í
hreint mögnuðum bikarleik.
Úrslitin réðust ekki fyrr en í
bráðabana þar sem Arnar Pét-
ursson tók af skarið í fyrstu
sókn með því að brjóta sér leið
fram hjá varnarmönnum
Gróttu/KR og skora.
Allt frá upphafi var ljóst hvert
stefndi, jafnt var á nær öllum tölum
lengi vel nema hvað Grótta/KR
komst í 6-3 eftir sjö mínútna leik.
Varnir beggja liða voru úti á þekju
til þess að byrja með og mikill hraði
einkenndi leikinn. Grótta/KR fór að
spila 6-0 vörn með góðum árangri
og FH-vörnin fann fljótlega svör við
öllum sóknaraðgerðum Gróttu/KR
nema þegar kom að Gintaras sem
var óstöðvandi lengst af.
Seinni hálfleikur var spilaður af
meiri varfærni þar sem varnirnar
voru í aðalhlutverki. FH-ingar
gripu til þess ráðs að taka Gintaras
úr umferð þegar hann var kominn
með 11 mörk og seinni hálfleikur
rétt nýbyrjaður. Það gaf góða raun
og tókst FH-ingum að breyta stöð-
unni úr 19-17 í 19-21. FH-ingar
voru hins vegar ekki nógu þolin-
móðir en Gísli Guðmundsson var í
svakalegum ham í marki
Gróttu/KR sem komst á ný yfir.
Gísli varði vítakast frá Magnúsi Sig-
urðssyni þegar 10 sekúndur voru
eftir en Guðmundur Pedersen
tryggði FH-ingum framlengingu
með því að skora beint úr innkast-
inu sem á eftir fylgdi.
í fyrri framlengingunni var það
Gintaras sem tryggði Gróttu/KR
aðra framlengingu með langskoti
þegar skammt var eftir og í þeirri
síðari leit allt út fyrir sigur heima-
manna sem komust í 32-29. FH-
ingar nýttu síðustu fimm mínút-
urnar vel og jöfnuðu í 32-32 með
„Við erum undirþegar
við byrjum að taka
Gintaras úr umferð og
það gekk að vissu leyti
upp en annars var leik-
urinn jafn allan tímann
og þetta gat fallið báð-
um megin."
skynsamlegum leik á meðan leik-
menn Gróttu/KR fóru oft illa að
ráði sínu.
„Þetta var alvöru leikur sem gat
dottið báðum megin, við vorum yf-
ir í framlengingunni en svo
misstum við það niður og náðum
að jafna. Við vinnum síðan hlut-
kestið og náum að skora. Ég er
mjög ánægður með að við skyldum
ná að jafna og knýja fram sigur eft-
ir að hafa lent þremur mörkum
undir í seinni framlengingu. Við er-
um undir þegar við byrjum að taka
Gintaras úr umferð og það gekk að
vissu leyti upp en annars var leikur-
inn jafn allan tímann og þetta gat
fallið báðum megin," sagði Þor-
bergur Aðalsteinsson, þjálfari FH, í
leikslok.
Tveir menn drógu vagninn fyrir
Gróttu/KR, Gísli Guðmundsson
varði frábærlega eða alls 34 skot og
Gintaras Savukynas skoraði 15
mörk og var potturinn og pannan í
sóknarleik Gróttu/KR. Ekki má
gleyma því að vörnin var mjög öfl-
ug á köflum og fyrirliðinn Magnús
Agnar Magnússon var liðinu mikil-
vægur á lokakaflanum. FH-liðið var
mun jafnara, Guðmundur Peder-
sen og Valgarð Thoroddsen voru
atkvæðamestir til þess að byrja
með og í seinni hálfleik vaknaði
Arnar Pétursson til lífsins ásamt
Magnúsi Sigmundssyni í markinu.
Mörk Gróttu/KR: Gintaras Savu-
kynas 15/1, Brynjar Hreinsson 6,
Magnús A. Magnússon 5, Páll Þór-
ólfsson 3/2, Kristján Þorsteinsson
2, Sverrir Pálmason 1.
Varín skot: Gísli Guðmundsson
34/1.
Mörk FH: Valgarð Thoroddsen 7,
Guðmundur Pedersen 6/2, Magnús
Sigurðsson 6/6, Arnar Pétursson 5,
Svavar Vignisson 4, Ólafur Björns-
son 2, Sigurður Þorgeirsson 2,
Pálmi Hlöðversson 1.
Varin skot Magnús Sigmunds-
son 20/1.
Gríðarleg barátta þegar
Víkingur lagði Stjörnuna
Víkingur sigraði Stjörnuna í 32
liða úrsiitum SS-bikarsins í Ás-
garði í gærkvöld. Lokatölur
urðu 22-24 í spunakenndum
leik þar sem dómararnir léku
sitt hlutverk til enda, líkt og
leikmenn allir; allt var á suðu-
punkti og barátta beggja liða
gekk stundum úr hófi fram.
Stjarnan byrjaði leikinn af krafti
og náði fljótíega góðri forystu,
7-4. Víkingar létu mótstöðuna
ekki slá sig út af laginu og þrátt
fýrir að verða fyrir áfalli um mið-
bik fyrri hálfleiks, þegar Bjarki Sig-
urðsson fór meiddur af leikvelli,
náðu þeir að berja sig saman og
þegar flautað var til hálfleiks
höfðu þeir náð tveggja marka for-
ustu, 12-14. Reynir ÞórReynisson
lokaði þá markinu og þrátt fyrir
mörg opin færi náðu Stjörnu-
menn ekki að koma knettinum í
markið. f upphafi síðari hálfleiks
var hið sama upp á teningnum og
komust Víkingar í 13-18. Stjörnu-
menn tóku leikhlé og með góðri
baráttu skoruðu þeir fjögur mörk í
röð og áttu möguleika á að jafna
leikinn, en Gústaf Bjarnason lét
Reyni verja frá sér og við það
náðu Víkingar undirtökunum f
leiknum að nýju. Stjörnumenn
voru samt aldrei langt undan en
þrátt fyrir mikla dramatík undir
lokin, þar sem allt var á suðu-
punkti og tíðir brottrekstrar leik-
manna settu mark sitt á leikinn,
náðu Víkingar að tryggja sér sigur
og áframhaldandi þátttöku með-
an Stjörnumenn sitja eftir með
sárt ennið og eru úr leik í SS-bik-
arnum.
„Við sýndum ótrúlegan karakt-
er og ég er virkilega ánægður með
strákana og hvernig við þurftum
„Við sýndum ótrúlegan
karakter og ég er virki-
lega ánægður - hvern-
ig við þurftum að
ganga í gegnum hvert
mótlætið aföðru og
alltaf urðum við sterk-
ari og sterkari."
að ganga í gegnum hvert mótíætið
af öðru og alltaf urðum við sterk-
ari og sterkari. Við sýndum það að
við erum með breiðan og góðan
hóp, fullt af efnilegum strákum,
og þeir stóðu sig í kvöld," sagði
Gunnar Magnússon, þjálfari Vík-
inga, að leik loknum.
„Það eru öll töp slæm, en það er
leiðinlegt að tapa í leik þegar
þjálfari fær að rífa kjaft á línunni
og það virkar; ég skU ekki að það
skuli ganga upp. Dómaramir
dæmdu þennan leik ágætíega en
við vorum sauðir og klúðruðum
þessu sjálfir. Þó að sóknarleikur-
inn væri agaður klúðruðum við
hverju dauðafærinu á fætur öðm,
en Reynir stóð sig mjög vel í mark-
inu hjá Vfkingum og á þennan sig-
ur þeirra. Ég er mjög ósáttur við
markvörsluna hjá okkur þar sem
vörnin stóð sig vel," sagði Sigurð-
ur Bjarnason, þjálfari Stjörnunn-
ar.
Mörk Stjömurman Þórólfur
Nielson 5/1, Vilhjálmur Halldórs-
son 3/1, Arnar Jón Agnarsson 3,
Björn Friðriksson 3, Kristján Krist-
jánsson 2, Arnar Theódórsson 2,
David Kekelia 2, Gústaf Bjarnason
2/1.
Varrn skot: Jacek Kowal 3, Guð-
mundur Karl Geirsson 2.
Mörk Vúríngs: Andri Haralds-
son 8/2, Benedikt Árni Jónsson 5,
Þröstur Helgason 4, Þórir Júlíus-
son 2, Ragnar Hjaltested 2, Björn
Guðmundsson 1, Karl Grönvold 1,
Bjarki Sigurðsson 1.
Varin skot Reynir Þór Reynis-
son 22/2. þaþ
Haukar
tapsins qeqn HK í síðustu viku
Leikur íslandsmeistara Hauka
og bikarmeistara HK á Ásvöll-
um í gær náði aldrei þeim hæð-
um sem margir höfðu vonasttil.
Vörn og markvarsla liðanna var
ágæt en sóknarleikur beggja
liða var á frekar lágu plani og þá
sérstaklega hjá Kópavogsbú-
um. Haukar voru alltaf ívið
sterkari og sigur þeirra var í
raun aldrei í hættu og unnu þeir
að lokum með fimm mörkum,
28-23.
HK-menn héngu þó ágætíega í
heimamönnum til að byrja með og
þá fyrst og fremst fyrir tilstilli Alex-
anders Arnarsonar sem fór mikinn
á línunni. Hann skoraði hvert
markið á fætur öðru og öll voru þau
eins. Vippur sem voru farnar að
fara verulega í taugarnar á Birki
fvari. Stórskyttur Hauka voru væg-
ast sagt mjög hljóðar og fékk maður
á tilfinninguna að þær þyrðu ekki
að skjóta á mark HK. Þess í stað hélt
Þorkell Magnússon þeim inni í
leiknum ásamt Birki fvari mark-
verði.
Haukar höfðu þriggja marka for-
ystu í leikhléi og það var ljóst strax í
upphafi síðari hálfleiks að þeir ætí-
uðu ekki að láta forystuna af hendi.
Skytturnar vöknuðu af dvalanum
og fóru loks að skjóta á markið.
Vörnin small enn betur saman og
fyrir vikið náðu Haukar góðum
hraðaupphlaupum sem gerðu
þeim kleift að halda HK-mönnum í
hæfilegri fjarlægð. Það gerðu þeir
allt til enda og unnu verðskuldaðan
og öruggan sigur.
Leikur íslandsmeistaranna var
ekki mjög rishár að þessu sinni.
Vörnin virkar ágætíega hjá þeim og
Birkir ívar var í ágætu formi fyrir
aftan hana. Þeir gerðu sér þó ekki
auðveldara fyrir með sífelldum
brottrekstrum og þar gaf Viggó Sig-
urðsson, þjálfari liðsins, lærisvein-
unum ekkert eftir en hann nældi
sér í 2 mínútna brottvísun í leikn-
um fyrir óíþróttamannslega hegð-
un.
Sóknarleikur liðsins er langt frá
því að vera fullslípaður en hann var
hægur og máttlaus að þessu sinni
og augljóst var að skyttur liðsins
vantaði nokkuð af sjálfstrausti
enda voru þeir með eindæmum
ragir við að skjóta á markið á löng-
um köflum. Þeir þurfa að bæta sig
Dómarar:
Guöjón L. Sigurðsson I JmgVfKHL
og Olafur Haraldsson. rb,
8/10
Gæöi leiks:
3/10 1
Ahorfendur:
350.
Besturávellinum:
Þorkell Magnússon, Haukum
Gangur leiksins:
0-1, 3-3, 7-4,8-7,11 -8, (14-11), 15-11,
17-12,18-16, 22-20,24-22, 27-22, 28-23.
KYSSTU MIG: Það er engu líkara
en Litháarnir, Augustas
Strazdas úr HK oq
Haukamaðurinn Robertas
Pauzolis séu hér í Ijúfum
ástaratlotum en svo er nú
aldeilis ekki því þeír tóku
hressilega á hvor öðrum á
Ásvöllum i gær og var lítil ást í
þeim átökum.
OV-mí/rsd f. Ó/.
HAUKAR-HK
28-23 (14-11)
Matthías Árni Ingimarsson 4; , 0
i slökum leikí Hafnarfirði
Dalius Rasakevicius 2(4)0
Þórir Ölafsson 2(4)0
Pétur Magnússon 1(1)1
Andri Stefan 0(1)0
mikið þar ef þeir ætla ekki að fá
skell gegn Barcelona um næstu
helgi.
HK-liðið er á uppleið eftir slaka
byrjun. Vörnin er að smella saman
hjá því og ekki var hægt að kvarta
mikið yfir henni í gær. Hörður Flóki
var öflugur f síðari hálfleik og lagði
sitt af mörkum til að koma liðinu
inn í leikinn. Það gekk ekki eftir þvf
sóknarleikurinn var skelfilegur.
Boltinn gekk hægt og illa milli
manna og einu mennirnir sem
lögðu í að skjóta á markið voru Lit-
háarnir en þeir máttu sín lítils gegn
Haukaliðinu.
Vilhelm Gauti komst aldrei í gang
og fór snemma af velli. f hans stað
kom Haukur Sigurvinsson sem
hafði lítið fram að færa enda leit
hann vart út fyrir að vera í formi til
þess að leika í efstu deild. Þar af
skoruðu þeir aðeins úr einu hraða-
upphlaupi og fiskuðu ekki eitt ein-
asta víti og slíkt dugar ekld gegn
Haukum.
Vörnin góð
„Við náðum okkur ekki alveg á
strik í sókninni en vörnin var fín og
við héngum f þeim lengstum en
það vantaði herslumuninn," sagði
Árni Stefánsson, þjálfari HK, eftir
leikinn.
„Við erum enn að slípa okkur
saman og það má ekki gleyma því
að okkur vantar enn Ólaf Vi'ði en ég
hef engar áhyggjur af þessu. Varn-
arleikurinn sem við spilum er frá-
bær og ég er mjög ósáttur við þau
skrif sem ég hef fengið hjá ykkur
um að við séum einhvetjir grófir
ruddar. Ég er mjög ósáttur við það
því það er bara rugl."
Páll Ólafsson, aðstoðarþjálfari
Hauka, var nokkuð sáttur í leikslok.
„Við áttum engan glansleik en það
var samt góð barátta. Markvarslan
hefur verið betri hjá okkur, vörnin
stóð vel og sóknin rúllaði svona
þokkalega og þetta er allt á leið í
rétta átt," sagði Palli og játaði að
leikmenn Hauka hefðu verið
hræddir við Hörð Flóka.
„Menn voru ragir. Hörður hefur
verið okkur erfiður og varði eins og
brjálæðingur í sfðasta leik þannig
að menn eru enn með smá móral
gagnvart honum en sem betur fer
yfirstigum við það og kláruðum
leikinn."
henry@dv.is
Jón Karl Björnsson 0 (2/210
Samtals: 28/3 (43/6) 7
Fiskuð vfti
Matthlas Arnl Ingimarsson 2
Þorkell Magnússon Dalius Rasakevicius 2 1
Halldór Ingólfsson 1
Varin skot/þar af víti (skot 4 sig/vttí) Birkir Ivar Guðmundsson 17 44%
Þóröur Þórðarson Brottvfsanin 16 mlnútur. 1 (2) 50%
Mörk/ þar af víti (skot/vfti) Hraöaupphl.
Andrius Rackauskas 6(16 0
Augustus Strazdas Alexander Arnarson 6(11)0 5(6)1
Ellas Már Halldórsson Már Þórarinsson 4(6)0 2,60
Brynjar Valsteinsson Samúel Árnason 0(2)0 00(0
Atli Þór Samúelsson Vilhelm Gauti Bergsveinsson o o o o
Haukur Sigurvinsson Samtals: 0(2)0 23(45)1
Varln ikot/þar af vlti (ikot é *ig/vHI)
Hörður Flóki Ólafsson 17/2 .(1/J 40%
Björgvin Gústavsson Brottvlsanln 10 mlnútur. 1/1 (3/2)33%
Selfyssingar sáu
rautt gegn KA
Það var mikill hugur í heima-
mönnum þegar þeir tóku á
móti KA í bikarkeppninni í
gærkvöldi. Þeir komust strax í
þriggja marka forustu og
spiluðu mjög góðan leik. KA
náði þó að jafna og jafnræði
hélst með liðunum í fyrri hálf-
leik þó svo að KA-menn hefðu
þriggja marka forustu í hálf-
leik. Þeir sigruðu síðan örugg-
lega, 32-23.
KA-menn fóru betur af stað f
síðari hálfleik og komust í fimm
marka forustu og þar fóru fremst-
ir í flokki Andrius Stelimokas og
Arnór Atlason. Selfyssingar náðu
þó að klóra í bakka og minnka
muninn í þrjú mörk en þá fór
ógæfan að dynja yfir þá - þeir fóu
að missa menn út af í óþarfa brot-
um og létu líka dómarana fara í
taugarnar á sér, sem ekki var
kannski fúrða því að þeir ágætu
menn virtust ekki ráða við að
dæma þennan leik í lokin, þeir
sendu Selfyssinga út af í tuttugu
mínútur og þrír þeirra fengu að
líta rauða spjaldið.
Ekki verður þó barátta KA-
manna tekin frá þeim - þeir voru
seinir í gang og munaði það
kannski því að fyrirliði þeirra,
Jónatan Magnússon, var ekki
með. Selfyssingar spiluðu ágætis
handbolta, þeir vörðust vel og
Sebastian var grimmur í markinu.
Þó vantaði einhvern neista í sókn-
arleik liðsins og munar um minna
en menn eins og Ramunas Mika-
lonis sem ekki virtist finna sig í
þessum leik.
„Það var leitt að tapa þessum
leik, við lögðum okkur alla fram
og spiluðum ágætis bolta, en KA-
menn voru bara sterkari og verð-
skulduðu þennan sigur," sagði
Sebastian Álexandersson, þjálfari
Selfoss, svo mikil voru þau orð.
Jóhannes Bjarnason, þjálfari
KA-manna, var léttari en kollegi
hans. „Okkur gekk heldur illa í
byrjun að ná tökum á þessu og
vorum sjálfum okkur verstir, en
um miðjan fyrri hálfleik náðum
við þó tökunum og bættum varn-
arleik okkar f síðari hálfleik - eftir
það var það aldrei spurning. Sel-
fossliðið er mjög gott lið og á eftir
að gera góða hluti í vetur, þeir
voru bara sjálfum sér verstir í
kvöld með óþarfa tuði," sagði Jó-
hannes að lokum.
Mörk/víti Selfoss: Ramunas
Kalendauskas 7/1, ívar Grétars-
son 4, Hjörtur Leví Pétursson 4,
Ramunas Mikalonis 3, Haraldur
Þorvarðarson 2/1, Guðmundur
Guðmundsson 2, Atíi Marel
Vokes 1.
Varín skot/víti: Sebastian Alex-
andersson 20/1.
Brottvísanir. 20 mínútur, þrjú
rauð spjöld.
Mörk/víti KA: Andrius
Stelimokas 13/3, Arnór Atlason 7,
Ingólfur Axelsson 4, Bjartur Máni
Sigurðsson 3, Árni Björn Þórar-
insson 2, Einar Logi Friðjónsson
1, Bergsveinn Magnússon 1,
Magnús Stefánsson 1
Varin skot/víti: Stefán Guðna-
son 13/3, Hafþór Einarsson 1.
Brottvísanir. 8mínútur eh
HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA, VINUR? HK-maðurinn Jón Bersi Ellingsen tekur hér hraustlega
á Haukamanninum Matthiasi Árna Ingimarssyni en sá síðarnefndi lék vel I gær.
DV-mynd E. Ól.