Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Síða 30
30 DVSPORT FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003
-P
Magdeburg með fullt hús
Ekki útséð um framtíð Micic hjá HK
HANDKNATTLEIKUR:
Magdeburg, lið Alfreðs Gísla-
sonar og Sigfúsar Sigurðsson-
ar, er með fullt hús stiga eftir
sex leiki í þýsku 1. deildinni í
handknattleik. Magdeburg bar
(.sigurorð af Wilhelmshavener,
34-22, í gærkvöld eftir að stað-
an hafði verið jöfn, 15-15, í
hálfleik. Alfreð Gíslason, þjálf-
ari liðsins, hvíldi flesta sína
bestu menn í fyrri hálfleik en
setti þá alla inn á í síðari hálf-
leik og þá var ekki að sökum
að spyrja. Þýski landsliðsmað-
urinn Stefan Kretzschmar var
markahæstur með tíu mörk en
Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú
mörk fyrir Magdeburg sem er í
öðru sæti deildarinnar, einu
stigi á eftir Kiel sem hefur leik-
ið einum leik meira.
ÞRJÚ MÖRK: Sigfús Sigurðsson
skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg.
KNATTSPYRNA: Ekki er útséð
um það hvort Goran Kristófer
Micic muni þjálfa lið HK í 1.
deildinni í knattspyrnu á kom-
andi tímabili líkt og hann hefur
gert undanfarin þrjú ár.
Micic á eitt ár eftir af samningi
sínum við félagið og hefur ým-
iss konar orðrómur verið gangi;
að hann hafi sagt upp vegna
samstarfsörðugleika eða að
honum hafi verið sagt upp.
Þorsteinn Einarsson, formaður
aðalstjórnar HK, sagði í samtali
við DV Sport í gær að hann
gæti staðfest það að Micic væri
enn þá þjálfari hjá HK.
„Við höfum ekki rætt saman
síðan tímabilinu lauk en ég hef
í hyggju að setjast niður með
honum næstu daga og ræða
framtíðina. Hann hefur stýrt
liðinu í þrjú ár, unnið frábært
starf, en ég veit satt að segja
ekki hver staðan er. Það verður
farið betur yfir hana á næstu
dögum og þá kemur þetta
endanlega í Ijós. Ég veit ekki
einu sinn hvað Goran ætlar sér
en það hlýtur að skýrast þegar
við hittumst," sagði Þorsteinn
Einarsson í samtali við DV Sport
í gær.
Stutt(gart) gaman
Leikmenn Manchester Unitedsóttu ekki gull í greipar Þjóðverja
Átta leikir fóru fram í meistara-
deild Evrópu í gærkvöld.
Manchester United beið lægri
hlutfyrir Stuttgart í Þýskalandi,
2-1, og Chelsea tapaði sínum
fyrsta leik í vetur þegar liðið
mætti tyrkneska liðinu Besiktas
á Stamford Bridge. Tyrkirnir
fóru með sigur af hólmi, 2-0, og
sat Eiður Smári Guðjohnsen á
' bekknumailantímann hjáChel-
sea.
Leikmenn Manchester United
náðu sér aldrei á strik í Stuttgart og
jafnvel mark úr vítaspyrnu frá Ruud
Van Nistelrooy gat ekki bjargað
þeim. Varnarmistök leikmanna
liðsins voru dýrkeypt og segja má
að bandaríski markvörðurinn Tim
Howard hafi bjargað þeim frá
stærra tapi því að hann varði víta-
spyrnu frá Fernando Meira tólf
' * mínútum fyrir leikslok.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Macnhester United, var reiður eftir
leikinn og skammaði leikmenn
sfna fyrir slælegan varnarleik.
„Við vörðumst skelfilega í báðum
mörkunum og það er þekkt stað-
reynd í leikjum af þessu tagi að ef
varnarleikurinn er lélegur þá refsa
andstæðingarnir. Við misstum tök-
in á leiknum strax í byrjun og gáf-
um leikmönnum Stuttgart sjálfs-
traust. Við börðumst um bolta sem
við hefðum ekki átt að berjast um í
stað þess að bfða þolinmóðir við
teiginn. Það var dýrkeypt fyrir okk-
ur,“ sagði Ferguson.
Felix Magath, þjálfari Stuttgart,
, var í sjöunda í himni eftir leikinn og
lýsti úrslitunum sem einum þeim
bestu í sögu félagsins.
„Við sýndum að við eigum fullt
erindi í þessa keppni og þessi leikur
fer í sögubækur félagsins sem einn
sá besti í sögunni," sagði Magath
eftir leikinn.
Velkomnir til jarðar
Stjömum prýtt lið Chelsea tapaði
sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar
það beið lægri hlut, 2-0, fyrir tyrk-
nesku meisturunum f Besiktas á
Stamford Bridge. Það hjálpaði ekki
einu sinni að Tyrkirnir léku einum
manni færri nær allan síðari hálf-
leikinn því að leikmenn Chelsea
vom hálfmáttlausir og ógnuðu
marki Besiktas aldrei að ráði.
„Við vörðumst skelfi-
lega í báðum mörkun-
um og það er þekkt
staðreynd í leikjum af
þessu tagi að efvarnar-
leikurinn er lélegur
þá refsa
andstæðingarnir."
Miðjumaðurinn snjalli Sergen
Yalcin tryggði Besiktas sigur með
tveimur mörkum á fimm mínútna
kafla um miðbik hálfleiksins.
Refsað fyrir mistök
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, kenndi einstaklings-
mistökum um ófarirnar en hrósaði
jafnframt leikmönnum Besiktas
fyrir að ná að halda fengnum hlut.
„Þegar þú gerir mistök þá er þér
refsað fyrir þau,“ sagði Ranieri.
„Við byrjuðum vel en gerðum tvö
hræðileg mistök í fyrsta og öðm
markinu og eftir það róuðu þeir
leikinn. Þeir spiluðu mjög vel og
það var erfitt fyrir okkur að finna
opin svæði. Þegar leikur tapast þá
er eitthvað sem klikkar en það er
mikilvægt fyrir okkur að læra af
reynslunni og reyna að bæta okkur.
Það ætluðu allir að vinna leikinn í
kvöld, það var augljóst en því mið-
ur gekk það ekki,“ sagði Ranieri.
Komum sterkir til baka
Varnarmaðurinn sterki John
Terry sagði að hann og félagar hans
myndu koma sterkir til leiks eftir
þetta tap.
„Við verðum að gera öðmm lið-
um erfitt fyrir þegar þau koma í
heimsókn. Þeir virtust hafa stjórn á
leiknum frá byrjun, þeir héldu bolt-
anum vel og gerðu okkur erfitt fyrir.
Það vom vonbrigði að bæði mörkin
komu eftir varnarmistök og við
verðum að fara vandlega yfir þau
og laga fyrir næsta leik á sunnudag-
inn gegn Middlesbrough. Það er
engin pressa á okkur, stuðnings-
mennirnir vom frábærir og við
munum kom sterkir til baka,“ sagði
Terry.
Með fullt hús stiga
Real Madrid er með fullt hús
stiga eftir góðan útisigur á Porto,
3-1. Það blés þó ekki byrlega fyrir
spænsku meisturunum, sem léku
án Davids Beckhams, því að Porto
komst yfir á sjöundu mínútu. Leik-
menn Real Madrid rifu sig þó upp
og þegar upp var staðið höfðu þeir
Ivan Helguera, Santiago Solari og
Zinedine Zidane skorað fyrir liðið.
Mikill karakter
Carlos Queiroz, þjálfari Real Ma-
drid, var sáttur eftir leikinn og sér-
staklega ánægður með framfarirn-
ar frá því í tapleiknum gegn Val-
encia um helgina.
„Það er engin pressa á
okkur, stuðningsmenn-
irnir voru frábærir og
við munum kom sterkir
tilbaka."
„Leikmenn mínir sýndu mikinn
karakter með því að rífa sig upp eft-
ir tapið gegn Valencia. Real Madrid
er stórt félag með miklar væntingar
og frammistaðan sem sást gegn
Valencia er ekki ásættanleg. Það
em hins vegar margir frábærir leik-
menn í liðinu og þeir sýndu hvað
þeir geta í kvöld. Við áttum allan
leikinn og áttum skilið að vinna. Ég
má þó til með að hrósa leikmönn-
um Porto fyrir frammistöðuna því
að þeir létu okkur hafa mikið fyrir
þessum sigri. Þessi úrslit setja okk-
ur í góða stöðu á toppi riðilsins og
gefa góð fyrirheit um framhaldið,"
sagði Queiroz eftir leikinn.
oskar@dv.is
KURANYI FAGNAR: Kevin Kuranyi,
framherji Stuttgart, sést her fagna marki
sínu gegn Manchester United í
meistaradeildinni i gær en Stuttgart vann
óvæntan sigur, 2-1.
EVRÓPA
MEISTARADEILD
E-riðill
Stuttgart-Man. Utd 2-1
1-0 Imre Szabics (50.), 2-0 Kevin
Kuranyi (52.), 2-1 Ruud van Nistel-
rooy, víti (67.).
Panathinaikos-Rangers 1-1
0-1 Moises Emerson (35.), 1-1 Pan-
telis Konstantinidis (87.).
Rangers 2 1 1 0 3-2 4
Man. Utd 2 1 0 1 6-2 3
Stuttgart 2 1 0 1 3-3 3
Panathin. 2 0 1 1 1-6 1
F-riðill
Porto-Real Madrid 1-3
1-0 Francisco Costinha (7.), 1-1
Ivan Helguera (28.), 1-2 Santiago
Solari (37.), 1-3 Zinedine Zidane
(67.).
Marseille-P. Belgrad 3-0
1-0 Didier Drogba (62.), 2-0 Didier
Drogba (68.), 3-0 Didier Drogba
(85.).
R. Madrid 2 2 0 0 7-3 6
Marseille 2 1 0 1 5-4 3
Porto 2 0 1 1 2-4 1
P. Belgrad 2 0 1 1 1-4 1
G-riðill
Lazio-Sparta Prag 2-2
0-1 Libor Sionko (27.), 0-2 Karel
Poborsky (35.), 1-2 Simone Inzaghi
(46.), 2-2 Simone Inzaghi, víti (60.).
Chelsea-Besiktas 0-2
0-1 Sergen Yalcin (25.), 0-2 Sergen
Yalcin (29.).
Lazio 2 1 1 0 4-2 4
Besiktas 2 1 0 1 2-2 3
Chelsea 2 1 0 1 1-2 3
S. Prag 2 0 1 1 2-3 1 .
H-riðill
Celta Vigo-AC Milan 0-0
Ajax-Club Briigge 2-0
1 -0 Wesley Sonck (11.), 2-0 Wesley
Sonck (54.).
AC Milan 2 1 1 0 1-0 4
Ajax 2 1 0 1 2-1 3
Celta 2 0 2 0 1-1 2
Brugge 2 0 1 1 1-3 1 . f J
1 . D E I L D ENGLAND m
Úrslit:
Coventry-Crewe 2-0
Nott. Forest-Preston 0-1
West Ham-Crystal Palace 3-0
Staða efstu liða:
Sheff. Utd 10 7 2 1 20-10 23
WBA 10 7 1 2 17-10 22
Wigan 10 6 3 1 14-6 21
WestHamlO 6 2 2 13-6 20
Norwich 10 6 2 2 16-11 20
Sunderl. 10 6 1 3 17-10 19
N. Forest 10 5 1 4 16-12 16
Millwall 114 4 3 15-13 16
Cardiff 10 4 3 3 19-12 15
BrynjarBjöm Gunnarsson var ekki í
leikmannahópi Nottingham Forest
sem tapaði dýrmætum stigum á
heimavelli gegn Preston.
oskar@dv.
-f