Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Hverjir hafa aðgang að stefnuræðu ráðherra - frétt bls. 4 Deilt um aðbúnað að Kárahnjúkum - frétt bls. 6 Æ fleiri leita sér óhefðbundinna lækninga — fréttir bls. 8 Rafmagnað selló - Menning bls. 13 Fimm dagar í landsleikinn - DV Sport bls. 28-29 Köttur bjargar lambi frá drukknun Kötturinn Puss Puss vann mik- ið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði lífí lambs. Atburð- urinn átti sér stað í Cheltenham á Englandi en svo virðist að lambið hafi villst inn í garð og hafnað of- an í einkasundlaug. Puss Puss varð þessa var og hljóp þegar til tveggja garðyrkjumanna sem voru að vinna í grenndinni. Þar mjálmaði hann kröftuglega og bar sig fremur aumlega. Garðyrkjumennina renndi í grun að kötturinn væri að reyna að segja þeim eitthvað. Þeir eltu síðan köttinn að sundlauginni og sáu þá hvers kyns var. Garðyrkju- mennirnir snöruðu lambinu upp úr lauginni og varð því ekki meint af volkinu. Lambið hafði villst frá nærliggjandi bóndabæ. Asmundur í Karphúsið Alyktun SUS STJÓRNMÁL Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð- um skattalækkunum sem fjall- að er um í fjárlagafrumvarpi fyr- ir árið 2003 er fagnað. Aftur á móti harmar sambandið að gert skuli ráð fyrir að lagaheim- ild til að leggja hátekjuskatt á verði framlengd en að óbreyttu hefði slíkt lagst af í árslok. RÁÐNINGAR: Ásmundur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Framtaks fjárfestingarbanka, hefur verið skipaður ríkis- sáttasemjari frá og með 1. nóvember. Hann tekur við því embætti af Þóri Einars- syni sem læturaf störfum sökum aldurs. Ásmundur þekkir afar vel til samninga- mála því hann var forseti Al- þýðusambands (slands til margra ára. Þá hefur Margrét María Sigurðardóttir héraðs- dómslögmaður hefur verið skipuð í embætti fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu frá sama tíma að telja. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra skipaði í embættin í gær en í þau bæði er skipað til næstu fimm ára. Magapest SJÚKDÓMAR: Skæð um- gangspest gengur nú á Sjúkra- stofnun Suðurlands á Selfossi með tilheyrandi niðurgangi. Fjöldi sjúklinga hefur smitast af pestinni en gerðar hafa verið ráð- stafanirtil að hindra útbreiðslu hennar. Pestin hefur hrjáð marga landsmenn undanfarið en hún gengur yfir á einum til þremur sólarhringum. Netþrjótar bjóða gull og græna skóga Nýttdæmium tilraunir þeirra tilað komast yfir fé og greiðslukortanúmer Alltaf öðru hvoru koma upp dæmi um netþrjóta sem reyna að komast yfir persónuupplýs- ingar fólks. Nýtt dæmi átti sér stað á Akureyri þar sem konu var boðið gull og grænir skógar gegn því að hún léti uppi núm- erið á Visakorti sínu. „Ég var inni á netinu og fór á síðu erlendrar ferðaskrifstofu sem kallar sig Special Travel," sagði Arnhildur Helgadóttir við DV. „Þá kom allt í einu tilkynning á skjáinn þar sem sagt var að ég væri 50.000 gesturinn og hefði unnið þriggja daga ferð um Karíbahafið með öllum hugsanleg- um lystisemdum, auk ijögurra daga ferðar tU Flórída. Ég yrði að hafa samband við ferðaskrifstofuna innan 4 mínútna, annars myndi ég „bara“ vinna 1.600 dollara." Arnhildur hafði samband við ferðaskrifstofuna erlendu og þar á bæ reyndust viðmælendur einungis hafa áhuga á að fá uppgefið númerið Henni var jafnframt sagt að hún virtistsvo góður viðskiptavinur að ferðaskrifstofan væri að hugsa um að bæta þremur dögum í Las Ve- gas við ferðirnar í Karí- bahafið og til Flórída. á Visakortinu hennar. Vildu þeir eng- ar upplýsingar gefa um ferðina nema þeir fengju kortanúmerið. Henni var tjáð að ef hún greiddi 600 doUara inn á ferðina fengi hún senda farseðlana og annað sem tUheyrði. Ef hún yrði Forsætisráðherra um afstöðu Bondeviks til ESB: Skríð inn í hvaða box sem er með Bondevik Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að nýleg ummæli Kjells Magnes Bondeviks, for- sætisráðherra Noregs, um af- stöðu hans til aðildar Noregs að Evrópusambandinu gefi ekki tilefni til að hann endurskoði sína eigin afstöðu. f fyrirspumatíma ráðherra á Alþingi í gær spurði Össur Skarphéðinsson Davíð um ræðu sem Bondevik hélt nýverið í Berlín. Þar hefði Bondevik opnað á þann möguleika að Noregur gengi í ESB en semdi sig ff á ákveðnum skuldbindingum. Aftenposten kallar það „létt-aðild", sem fælist meðal annars í því að standa utan við evru-svæðið. „Greinileg" stefnubreyting Össur sagði „greinUegt" að Bondevik væri að flytja sig frá því að vera harður and- stæðingur ESB-aðildar yfir í það að styðja aðild. Hann spurði - í ljósi þess að þeir Davíð og Bondevik hefðu oft „sótt styrk og ráð hvor til annars" í málefn- um ESB - hvort Davíð teldi að möguleikinn sem Bondevik reifaði í ræðunni væri raunhæf leið sem ástæða væri til að skoða varðandi Island. Davíð sagði að sér sýndist að í ummælum Bondeviks væm slegnir afar margir fyrirvarar: „Og ég sé ekki að ummæli míns ágæta vinar gefi tilefni tU þess að ég endurskoði afstöðu mína.“ í box Bondeviks Össur sagði að Bondevik væri núna í því sem á norsku héti tenkeboxet - eða þankatankur. „Má ég beina því til hæstvirts forsætisráðherra að næst þegar hann fer í heimsókn til vinar síns Kjell Magne Bondevik, að þá fái hann kannski að skreppa í tenkeboxet með honum." Davíð svaraði því til að hann myndi væntanlega hitta BondevUc á Norðurlandaráðsþingi í lok mánaðarins. „Ég skal gjaman skríða inn í hvaða box sem er með honum, ef það er allt undir siðlegum formerkjum, sem ég geri ráð fyrir." olafur@dv.is Davíð Oddsson. NETÞRJÓTAR: Mörg dæmi eru um netþrjóta sem reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar fólks. I slíku lenti Arnþrúður Helgadóttir. Henni var boðið gull og grænir skógar gegn því að hún léti uppi númerið á visakorti sínu. Myndin er sviðsett. óánægð með lúxusferðina fengi hún 600 dollarana endurgreidda. Henni var jafnframt sagt að hún virtist svo góður viðskiptavinur að ferðaskrif- stofan væri að hugsa um að bæta þremur dögum í Las Vegas við ferð- imar í Karíbahafið og til Flórída Arnhildur gaf upp númerið á Visa- kortinu sínu, enda ekki hundrað í hættunni þar sem hún var búin að láta loka því þegar samskiptin við ferðaskrifstofuna áttu sér stað. Sfðan ákvað hún að athuga málið betur. Þá kvaðst hún hafa rekist á netsíðu þar sem fólk sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við umrædda ferðaskrifstofu. Sumir hefðu verið búnir að safría fyrir ferð í Karíbahafið um margra ára skeið, síðan séð gylli- boðið, borgað inn á ferð en aldrei séð tangur né tetur af farmiða né endur- greiðslum. Amhildur kvaðst vilja segja frá þessu til að vara fólk við að láta ginnast af slíkum gylliboðum. DV veit um fleiri dæmi, þar sem reynt hefur verið að lokka fjármuni út úr fólki á netinu. Þess er skemmst að minnast þegar embætti ríkislögreglustjórans sendi út viðvömn þar sem því höfðu borist upplýsingar um að einstaklingar hefðu verið beittir blekkingum í þeim tilgangi að fá þá til að gefa upp persónuupplýsingar, þar á meðal um kreditkortanúmer og pinnúmer kreditkorta þeirra. Blekkingar þessar hafa verið gerðar með þeim hætti að einstaklingar, sem líklega hafa aliir átt viðskipti við eBay-uppboðsvef- inn, hafa fengið tölvupóst sem virðist eiga uppruna sinn hjá eBay-upp- boðsvefnum. Sá sem sendi póstinn var ekki tengdur uppboðsvefiium en hafði í skjóli hans reynt að komast yfir kortanúmer einstaklinga og fjár- muni þeirra með þessum hætti. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.