Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 TILVERA 25 Spurning dagsins: Hvaða kvikmynd sástu síðast? Marinella Amórsdóttir, lOára: JónÁgúst Arnórsson,9ára: Gylfl Albertsson, 14ára: Gabríel ÞórSævarsson, 14ára: JúllusEinarJúllusson, 14ára: ValgerðurGréta Rúnarsdóttir, 16ára: Bruce Almighty, hún var mjög fyndin. Tom Sawyer, hún var bara góð. Underworld, mjög góð spennumynd. Bad Boys 2, það var góð mynd. 51 State, mjög góð. Bab Boys 2, hún var geðveikt góð. Stjömuspá VV Mnsberm (20. jan.-18.febr.) w --------------------------- Þú þarft að taka sjálfum þér tak varðandi tiltekt á heimilinu. Þar hefur ýmislegt drabbast niður. Það er þó ekki eins mikið mál og þú heldur. Gildirfyrir miðvikudaginn 8. október Lj Ó11Í ð (2J. júli- 22. ágúst) Dagurinn verður annasamur en að sama skapi afar skemmtilegur. Þú kemur miklu í verk og verður ánægð(ur) að dagsverki loknu. ^ FiSkmír (19. febr.-20.mars) Þú ert sérstaklega vel upp- lagður þessa dagana og kemur miklu í verk. Einhver spenna liggur í loftinu varðandi félagslífið. Meyjan (b. ágúst-22. sept.) Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikilvæg. Þú mátt ekki vera of gagnrýninn, það gæti valdið misskilningi. T Hrúturinn (21. mars-19. apríl) Þú þarft að grafast fyrir um orsakir hegðunar vinar þíns. Þér finnst hann eitthvað undarlegur og það er nauðsynlegt að vita ástæðuna. Vogin (2lsept.-23.okt.) Dagurinn verður viðburða- ríkur og þú hefur meira en nóg að gera. öættu þess að vera ekki of tortrygginn. ö Nautið (20. april-20. mai) Astarlífið er fyrirferðarmikið og talsverð spenna er í loftinu. Þú gætir þurft að velja á milli tveggja einstaklinga. Sporðdrekinn (24.okt.-2t.n0v.) Þótt þú sért ekki fyllilega ánægður með ástandið eins og er er það ekki endilega ástæða til að íhuga miklar breytingar: n Tvíburarnir (21. mai-21.júni) Félagslífið er blómlegt hjá þér og þú þarft víða að koma við. Það er ekki laust við að þér finnist það einum og mikið af því góða. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Taktu ekki meira að þér en þú ræður við. Þú vilt vinna verk þín vel og er því afar mikilvægt að þú náir góðri einbeitingu. Krabbinn(22.júm-22.jííw Hætta er á að vinir lendi upp á kant og þú þarft því að leggja þig fram um að sýna nærgætni og tillits- semi í samskiptum.Taktu það rólega. z Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú verður var við illt umtal og ættir að forðast í lengstu lög að koma nálægt því. Það gæti haft leiðinlegar afleiðingar. Krossgáta Lárrétt: 1 treg, 4 kyndill, 7 slá, 8 kaup, 10 kjáni, 12 lík, 13 dæld, 14 muldur, 15 svar, 16 ferill, 18 stjakaði, 21 sól, 22 menn, 23 níska. Lóðrétt: 1 leynd, 2 spýju, 3 upplýstur, 4vongóður, 5 tíndi, 6 eyði, 9 grjót, 11 bátaskýli, 16 þykkni, 17 reykja, 19 fataefni, 20 vond. Lausn neist ásiðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Kasparov vann 4 fyrstu skákirnar sem hann tefldi á Krít í Evrópu- keppni taflfélaga. Og þær skákir voru glæsilegar og Kaspi sýndi þar þá yfirburði sem hann hefur enn á skákborðinu. Hér vinnur hann úr stöðuyfírburðum sínum á næsta auðveldan hátt gegn Konstantin Sakaev sem m.a. hefur orðið Skák- meistari Rússlands, gott ef það var ekki árið 2000. Sakaev er fæddur árið 1974 og því enn ungur og efni- legur. Alla vega leikur ekki vafi á því að það var ofurstórmeistari sem er hér eins og barn í höndunum á Kaspa. Hvítt: Konstantin Sakaev (2655) Svart: Gary Kasparov (2830) Evrópukeppni taflfélaga. Rethymnon, Krít (4), 1.10. 2003 29. -Re4! 30. Kel Hxc2 31. Bxc2 Rxc3 32. Kd2 Rd5 33. Bb3 Ke7 34. Kd3 Kd6 35. Kd4 f6 36. h4 h6 37. h5 Rc7 38. f4 Re6+ 39. Kc4 Rc5 40. Bc2 Rxa4 41.Kd4 0-l Lausn á krossgátu il!07 'nej 6 L 'eso / l 'Á>|S9L 'jsneu 11 'nede 6 '|os g 'se| s 'uuAsuefq þ 'Jngeiuuaiu £ 'n|æ z '|np i :u?J09i pnu £Z 'JBlA ZZ 'euuns iz '|jjA gt 'go|s gj 'sue sl 'mejyL 'ine| £L 'Jeu zi 'iuse oi 'une| 8 'efiu3| / 'sA|q ^ 'iuæjp l ÚJ9J?1 Myndasögur Þetta hefur veriðj etrembin koen- * ingabarátta ... eumir myndu ee^ja ódrengi- Hrollur Hann kann nasgilega mik- ið í hverju tungumáli til að móðga fólk. Ég er farinn í heimsreisu. Bless. Gooá bye. Pl gensyn. bannig að eg vil nota þetta tækifæra og rétta út hönd mína til eigurveaarans Margeir Einmltt, allt í lagl. Nei þýðir nei DAGFARI Haukur L. Hauksson hlh@dv.is Ég er sífellt að fá hringingar þar sem rödd á hinum enda línunnar kynnir sig og fer þess á leit við mig að ég láti peninga af hendi rakna til þessa eða hins góðgerðamálsins. Ég dreg ekki í efa að tilgangurinn með símtalinu er göfugur og víst er að þeir sem safnað er íyrir eru fjár- þurfi. Annars sæti fólk ekki við sím- ana kvöld eftir kvöld og hringdi út (og hirti jú sína þóknun). Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þessum hringingum, þetta er ein helsta leið ýmissa góðgerðafélaga til að afla fjár til starfsemi sinnar. Og fyrst ég er svo vitlaus, að sumra mati, að hafa ekki sett kross við nafnið mitt í símaskránni verð ég að láta mér þetta lynda. En þar sem ég og kon- an höfum fyrir löngu ákveðið hvaða góðgerða- eða líknarfélög við viljum styrkja og þeir peningar hafa fyrir löngu verið látnir af hendi svara ég bón fyrrnefndra hringj- enda með ákveðnu en kurteislegu nei-i. Þetta nei mitt hefur yfirleitt þýtt endalok samtalsins. Eðlilega. En fyrir nokkrum misserum brást kona á hinum enda línunnar ókvæða við. Hún var, að mig minn- ir, að safna fé fyrir villuráfandi ung- linga. Konan hálfmóðgaðist og hunsaði nei-ið mitt. Ég fór yfir ástæðu þessa svars míns en hún lét ekki segjast. Hélt áfram að reyna að sannfæra mig um ágæti málstaðar- ins. Eftir smá tapp, japl, jaml og fuður, tók símtalið þó enda. En ljóst var af kveðju konunnar að henni var misboðið. Það var mér reyndar líka en ég lét gott heita. Nennti hreinlega ekki að eltast við þetta. Þess vegna segi ég við þá sem hringja í mig og vilja fá hjá mér aur: Nei þýðir nei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.