Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 25. OKTÚBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, slmi: 550 5000 Fax Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar: auglys- ingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Barnaklámsmaður kærður - frétt bls. 4 Raðmálaferli til að ná rétti sínum - frétt bls. 6 Óánægðir geta kært - frétt bls. 6 írakar taka loforði um aðstoð alvarlega - erlendar fréttir bls. 12 Díana prinsessa átti níu laumukærasta - fréttaljós bls. 14 Veðurverk Ólafs verkar eins og dóp Starfs- menn Tate nútímalista- safnsins í London segja að risastórt listaverk Ólafs Elías- sonar sem þarer tilsýnis verki á þá eins og eiturlyf. Að sögn breska blaðsins The Guardian finnst starfsmönnun- um, sem eru átta til tólf tíma á vakt, sem „ofskynjunarandrúms- loftið" á sýningunni rugli þá í rfminu. Þá segir blaðið að í minn- isblaði til starfsmannanna sé var- að við því að gestum kunni að verða ómótt og ráðlagt að þeir verði látnir fá sér frískt loft. Útvarp Saga flytur ÚTVARP SAGA: Erfluttá 13. hæð í Húsi verslunarinnar og hefur útsendingar þaðan á mánudag. Starfsmenn taka þá sjálfir við rekstri stöðvarinnar. Stöðin er þar með flutt úr hús- næði Norðurljósa við Lyngháls og frá og með mánudeginum verður rekstur hennar í hönd- um hinna nýju eigenda, starfs- manna stöðvarinnar. Búið er að útbúa nýtt hljóðver sem er sérhannað fyrir talmálsútvarp. „Þetta hefur gengið eins og í sögu," segir HallgrímurThor- steinsson, dagskrárgerðar- maður og einn eigenda stöðv- arinnar. „Það þurfti að vísu sex manns til þess að hífa loftnets- stöngina upp á þak þessa stóra húss en sendingar okkar héðan eiga að nást mjög vel." GÓÐ YFIRSÝN: HallgrímurThorsteinsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Sigurður G.Tómasson og Arnþrúður Karlsdóttir. Ný samtök STOFNFUNDUR: Samtök kvenna af erlendum uppruna voru formlega stofnuð í gær að Hallveigarstöðum en hlut- verk samtakanna er að sam- eina, takast á við og Ijá hags- muna- og áhugamálum þeirra rödd. Þessu hyggjast samtökin ná fram með sam- vinnu við önnur samtök, stofnanir og yfirvöld. Þjófnaður á GSM-síma olli uppnámi í Verzlunarskóla íslands: Heill bekkur í Verzló sendur heim VERZLUNARSKÓLI fSLANDS: Heill bekkur í Verzlunarskólanum var sendur heim á fimmtu- dag eftir að GSM-síma hafði verið stolið af einum bekkjarfélaganum. Margir nemendanna voru ósáttir við viðbrögð skólastjórnenda vegna málsins og töldu þau fullharkaleg. Að- stoðarskólastjóri Verzlunarskólans sagði nemendurna hins vegar ekki hafa verið rekna úr skólanum eins og sumir hafi haldið heldur hafi kennsla aðeins átt að liggja niðri á meðan komist yrði til botns í málinu. Þjófnaðarmál kom upp í Verzl- unarskóla íslands á fimmtudag- inn, þar sem dýrum GSM-síma var stolið af nemanda. Töidu stjórnendur skólans Ijóst að einhver úr bekk nemandans hefði verið þar að verki og ræddi skólastjórinn því við bekkinn og gaf hinum seku frest til að gefa sig fram. Þegar enginn hafði gert það í lok skóladags voru nemendurnir því sendir heim með þau skila- boð að engin kennsla myndi fara fram uns málið hefði verið til lykta leitt. Einhverjir nemendanna tóku þessu sem svo að verið væri að reka allan bekkinn úr skólanum og stað- festi einn bekkjarfélaginn þetta í samtali við DV í gær: „Hinum seku var gefinn kostur á að gefa sig fram en skólastjórinn taldi öruggt að einhver úr bekknum hefði rænt símanum. Þegar enginn hafði gefið sig fram í lok skóladags kom skólastjórinn aftur og rak okk- ur öll heim, meira að segja þann sem átti símann. Okkur var sagt að það væri gert vegna þess að við værum öll samsek. Síðan var hringt í okkur öll um klukkan níu morgun- inn eftir og okkur sagt að mæta aft- ur í skólann. Flestir eru mjög ósátt- ir við hvernig skólastjórinn tók á málinu, enda finnst okkur ekki sanngjarnt að reka heilan bekk út af svona grun,“ sagði nemandi Verzl- unarskólans sem er í umræddum bekk. Aðstoðarskólastjóri Verzlunar- skólans, Ingi Ólafsson, sagði ekki rétt að nemendurnir hefðu verið reknir úr skólanum en sagði rétt að þeir hefðu verið sendir heim. Hann bætti því hins vegar við að nem- endunum hefði verið tjáð að rætt yrði við hvern og einn einslega um málið og á meðan það yrði gert færi engin kennsla fram. „Það stóð aldrei til að reka heilan bekk úr skólanum eins og sumir hafa haldið. Okkur þótti sannað mál að einhver úr bekknum hefði stolið símanum en þegar enginn gaf sig ffam voru nemendurnir sendir heim og þeim sagt að rætt yrði við hvern og einn einslega um málið. Til þess kom hins vegar ekki þar sem síminn kom í leitirnar áður,“ sagði Ingi. Nemendunum var síðan tilkynnt í gærmorgun að þeir ættu að mæta aftur til kennslu en þá hafði hinn stolni sími borist eiganda sínum í pósti. agust@dv.is MP Verðbréf orðin að fjárfestingarbanka MP Verðbréf hf. hafa fengið leyfi Fjármálaeftirlitsins til að starfrækja fjárfestingarbanka og mun hér eftir heita MP Fjár- festingarbanki hf. Sigurður Valtýsson fram- kvæmdastjóri segir þetta vissulega vera gleðilegt en þeir eru þegar komnir með leyfisbréf í hendur frá Fjármálaeftirlitinu. MP Verðbréf hf. hafa verið löggilt verðbréfafyrirtæki og aðili að Kauphöll íslands. Sótt var um heimild til að breyta félag- inu í fjárfestingarbanka í júní. Sum- arleyfi og breytingar á samþykkt- um, sem gera þurfti, hafa aðeins tafið málið sem nú er komið í höfn. Þá þurfti hluthafafundur einnig að samþykkja nafnbreytingu. - Hvað hefur þetta í för með sér fyrir starfsemina? „Þetta er stór áfangi í sögu fyrir- tækisins. Það breytist ýmislegt við þetta og kannski helst ásýnd fyrir- tækisins. Þá auðveldar þetta fjár- mögnun félagsins og útvíkkun starfseminnar. Skilyrt er að lág- marks eigið fé verði að vera 5 millj- ónir evra. Við erum hins vegar með 900 milljónir í eigið fé,“ segir Sig- urður. Hann segir að þetta muni skilja fyrirtækið frá öðrum verð- bréfafyrirtækjum á markaðnum en starfsemi í þeim geira hefur ekki gengið allt of vel á liðnum misser- um. Þá setur þetta þær kröfur á fyr- irtækið að það verður að undir- gangast eftirlitsskyldu Seðlabanka íslands. Sigurður segir að þó að- starfsemin eflist við þessa breyt- ingu muni það ekki leiða til aukn- ingar í starfsmannahaldi að svo stöddu. Stofnandi MP Verðbréfa og stjórnarformaður er Margeir Pét- ursson héraðsdómslögmaður, framkvæmdastjóri er, eins og áður sagði, Sigurður Valtýsson. Hjá fyrir- tækinu starfar hópur sérfræðinga með víðtæka menntun og starfs- reynslu. hkr@dv.is Betra sjállsmat — oLtplciuTUw yácki > z > z o m Z Traustar adterdir tll mb efla sjálfsvlrðinguna 09 styrkja s|álfslraustid KJARKUR, ÖRYGGI, ÁRANGUR Allt byrjar það með góðu sjálfsmati - og sjálfsmatið á upptök sín innra með þér. djJ'O JPV ÚTGÁFA Bræöraborgarstíg 7 Sími 575 5600 www.jpv.is FATALAND Nýjar vörur í hverri vikuU! Skyrta + toppur kr. 3.490,- Buxur kr. 2.990, Sölustaðir Fatalands: «0-11 m*n.-íð*. 11-1« lau. Rerkþník Hafnarfjðriar KafUnrik Akranos FákaUn t DairhraunD Hðlmgaröur 2 SkoUbt aut 26-2« Símí SS3 *»77 Simí SSS 778» Simi 4211SSS Siml 4S1 4843 opfð: opfð: oplð: op*0: 10-1$ mán.-«». 10-1« mán.-»». 10-1« mín.-fö*. io-H mén.49». 11-HUu. 11*1« lau. 11-14 lau. H-18 lau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.