Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 0 borg, min borg! Róm 30. október - 4 nætur 'J'Aff Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Albani Hotel í tveggja manna herbergi með morgunverði, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Innifalið: Flug, gisting í 4 næti ó Liegt Hótel í tveggja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Innifalið: Flug, gisting í; á Bewleys hótel í tveggja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. FERÐIR www.plusferdir. is Hliðasmára 15 • Simi 535 2100 Hafmeyjan á sinn stað Gjaldþrotskröfu hafnað DANMÖRK: Það er ótrúlegt hvað mörgum er illa við litlu hafmeyjuna, tákn Kaupmanna- hafnar. (byrjun september voru unnin alvarleg skemmdar- verk á styttunni þar sem hún var á granítstalli sínum. Eftir til- raeðið var hafmeyjan, sem á uppruna sinn í ævintýri H.C. Andersens, flutt á verkstæði og hefur verið í viðgerð í rúman mánuð. Að sögn mannanna sem unnu að viðgerðinni voru smíðuð á hana ný hné og nýjar varir, auk þess sem fýllt var upp í sprungur og meyjan pússuð upp.Túristar sem eiga leið um Kaupmannahöfn geta nú tekið gleði sína á ný og notað tæki- færið til að heimsækja litlu haf- meyjuna því hún verður sett aftur á sinn stað á mánudaginn. GJALDÞROT: Kröfu Kaupþings Búnaðarbanka um gjaldþrot sláturhúss og kjötvinnslufyrir- tækis Ferskra afurða á Hvammstanga var hafnað af Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki vegna formgalla á beiðninni. Fyrr í vik- unni var beiðni Ferskra afurða um framlengingu á greiðslu- stöðvun fyrirtækisins hafnað af Héraðsdómi Norðurlands eystra á þeirri forsendu að ekk- ert hefði gerst á greiðslustöðv- unartímabilinu sem leitt hefði í átt til samkomulags við skuldu- nauta. Búist er fastlega við að Kaupþing Búnaðarbanki sendi fljótlega inn aðra beiðni þar sem öllum kröfum er framfylgt. Á meðan heldur kjötvinnsla Ferskra afurða áfram starfsemi. 37 ára karlmaður spann blekkingavef með því að þykj- ast vera stúlka á irlrínu: Barnaklámsmaður kærður fyrir að misnota sex pilta BARNAKLÁM: 37 ára karlmaður er kærður fyrir að misnota sex pilta, 16 ára og yngri, síðastliðin þrjú til fjögur ár. Hald var lagt á nokkur þúsund barnaklámmyndir á tölvu og yfir 800 hreyfimyndir á tölvu með sama efni. Lögreglan í Reykjavík hefur lok- ið umfangsmikilli rannsókn á kynferðisbrotamáli þar sem 37 ára karlmaður er kærður fyrir að misnota sex pilta, 16 ára og yngri, síðastliðin þrjú til fjögur ár. Ljóst er að hann átti sam- skipti við marga aðra pilta á vafasaman hátt en ekki verður kært vegna þeirra tilvika. Fram hefur komið við rannsókn- ina að maðurinn var í öllum sex til- fellunum í kynferðisathöfnum á myndbandi með þolendunum. Þegar drengirnir fóru að sýna „henni" áhuga bað maðurinn þá með- al annars um að senda sér mynd af kynfærum sínum Hald var lagt á nokkur þúsund barnaklámmyndir á tölvu, yfir 800 hreyfimyndir á tölvu með sama efni - 70 klukkustunda mynd- bandsefni auk mikils af annars konar barnaklámsefni. Þetta er ein umfangsmesta og flóknasta rannsókn lögreglunnar á þessu sviði enda voru aðferðir mannsins til að brjóta af sér gegn piltunum með óvenjulegu móti. Blekkingaleiðin Maðurinn og piltarnir voru gjarnan á irkinu og vissu þeir ekki um hvern var að ræða að öðru leyti en því að þeir sáu fyrst aðeins stafi á skjá. Piltarnir voru áhugasamir um að komast í kynni við hitt kynið en þar kom maðurinn einmitt til sögunnar. Hann þóttist vera stúlka og lagði sig eftir því að ræða við pilta sem greinilega voru á Netinu með það í huga að kynnast stúlk- um. Þetta nýtti maðurinn sér - gaf drengjunum undir fótinn og það ávallt sem stúlka. Þegar drengirnir fóru að sýna „henni“ áhuga bað maðurinn þá meðal annars um að senda sér mynd af kynfærum sínum - stúlkan þyrfti að athuga hvemig drengirnir litu út áður en hún færi að hafa við þá kynferðislegt samneyti. Þegar drengirnir gengu á lagið tóku þeir eða létu taka af sér myndir og sendu. Sfðan vildu þeir fá að hitta stúlkuna. Maðurinn skrifaði þá tili baka að ef þeir vildu gera það yrðu þeir að hitta vin hennar. Og þar kom maðurinn til sögunnar. Skil- yrðið var að hann fengi að hafa við þá samskipti sem vom kynferðis- legs eðlis. Með þessu móti gekk blekkinga- vefurinn hjá manninum upp en aldrei fengu piltarnr að hitta stúlku. Málið fer fljótlega til ákæmvaldsins sem fer með málið fyrir dóm. ottar@dv.is Dágóð síldveiði á Digranesfiaki Dágóð síldveiði hefur verið undanfarna sólarhringa fyrir austan land, aðallega á Digra- nesflaki, í góðu veðri þar sem um 15 bátar hafa verið við veið- ar síðustu sólarhringa. Enn hafa þó aðeins veiðst tæp- lega 15.000 tonn af 130.000 tonna heildarkvóta, þar af um 6.000 tonn til frystingar og bræðslu. Mestu hefur verið landað hjá Skinney- Þinganesi á Homafirði, eða um 4.000 tonnum. Þrír bátar, Ásgrímur Halldórsson, Steinunn og Jóna Eð- valds, veiða sfldina sem er unnin hjá Skinney-Þinganesi, en hún er flökuð og síðan fryst eða söltuð. Jóna Eðvalds SF var í gær á landleið með 150 tonn af ágætri síld sem fékkst á Digranesflaki. Kolmunnaaflinn er kominn í 392.000 tonn af 547.000 tonna heildarkvóta og enn em því óveidd um 154.000 tonn. Mestu hefur ver- ið landað í Neskaupstað, eða 104.000 tonnum, 86.000 tonnum á Eskifirði og 73.000 tonnum á Fá- skrúðsfirði. gg@dv.is Veðrið á morgun Suðvestanátt og rigning, nokkuft stff seinni partinn, en úrkomulítift austanlands. Hiti 3 tll 10 stig. Sólarlag í kvöld Rvík 17.39 Ak. 17.10 Sólarupprás á morgun Rvík 8.47 Ak.8.58 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvfk 17.30 Rvík 5.19 Ak. 22.03 Ak.9.42 Veðriðídag Veöríðkl. 121 gær Akureyri alskýjað 6 Reykjavík úrkoma 7 Bolungarvík skúr 6 Egilsstaðir hálfskýjað 5 Stórhöfði þoka 6 Kaupmannah. skýjað 4 Ósló hálfskýjað 2 Stokkhólmur 3 Þórshöfn skýjað 6 London léttskýjað 13 Barcelona skýjað 16 New York heiðskírt 4 París hálfskýjað 7 Winnipeg alskýjað 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.