Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 18
18 DVHELGARBLAO LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Madame Butterfly, fiskur,
franskar og Elíasson
Það er auðvelt að ferðast til London. Það er
ekki ílóknara en svo að maður sest upp í flug-
vél og situr þar í um tvo og hálfan tíma. Ég fór
með Iceland Express og lenti á Stansted-flug-
velli þar sem maður þarf að taka litla lest frá
komusalnum og inn í aðalbygginguna. Síðan
dregur maður töskuna sína niður tvær hæðir
eftir römpum og sest inn í lest sem er merkt
Stansted Express.
Lestin er 45 mínútur á leiðinni og endar ferð
sína á Liverpool Street Station.
Við fórum þaðan með neðanjarðarlest gegn-
um Chancery Lane, Bank, St. Paul’s og stigum
út á Holborn við Kingsway og þræddum síðan
Queen Street fram hjá Drury Lane og að Bow
Street sem liggur fram hjá Covent Garden. Þar
rétt við hornið er lítil göngugata sem heitir
Broad Court og þar stendur Hotel Fielding þar
sem við áttum pantaða gistingu. Lengi lifi Net-
ið.
fvar beinlausi
London er milljónaborg og óumdeilt ein af
höfuðborgum heimsins í þeim skilningi að
hún er ekki bara höfuðborg Englands heldur
þess heimshluta sem eitt sinn var breska
heimsveldið og sagt var að sólin settist aldrei í.
Borgin hefur staðið á bökkum Thames síðan
einhvern tímann í fornöld en í íslendingasög-
unum er fullyrt að Ivar beinlausi hafi stofnað
borgina.
„Það er sérkennilegt hve
margir myndlistarmenn virð-
ast vera uppteknir afþví að
yfirborðið blekki og vilja með
öllum ráðum minna okkur á
að ekkert er sem sýnist. Allur
heimurinn er lygi og goðsagn-
ir, reykur og speglar."
Það munu vera töluð rúmlega 350 tungumál
í borginni en enska er það sem syngur í eyrum
manns hvar sem maður fer. Þetta er málið sem
er talað í 90% kvikmynda og sjónvarpsþátta
sem eru sýnd á íslandi og þegar maður sér
svörtu kubbslegu leigubílana, rauðu tveggja
hæða strætisvagnana og áttar sig á að maður-
inn sem situr þarna í horninu á veitingastaðn-
um hefur leikið í mörgum frægum kvikmynd-
um, finnst manni einhvern veginn eins og
maður sé hálfpartinn staddur í kvikmynd eða
að minnsta kosti leikmynd. Sennilega er borg-
in orðin svona gegnsýrð af áhrifum leikhúss,
kvikmynda, sjónvarps og söngleikja.
Grátið í óperunni
Hotel Fielding er sérlega skemmtilega stað-
sett fyrir þann sem er kominn til London með
menningarhattinn á höfðinu. Við Bow Street,
um það bil 100 metra frá hótelinu, stendur The
Royal Opera við Covent Garden. Það var sér-
stæð upplifun að setjast inn í aðalsal óperunn-
ar á laugardagskvöldi og hlusta á þann sér-
stæða klið sem myndast þegar áheyrendur em
sestir á öllum svölum og í öllum stúkum og
skrafa saman meðan hljómsveitin stillir. Svo
dettur allt í dúnalogn þegar stjórnandinn
gengur í salinn og ljósin dofna.
Sýning kvöldsins var Madame Butterfly eftir
Puccini, átakanlegur harmleikur um svik og
óendurgoldnar ástir. Hetjutenórinn Marco
Berti fór á kostum í hlutverki skúrksins
Pinkertons en fulltrúi Englendinga var sópran-
inn Amanda Roocroft sem söng Cio-Cio San.
Harmurinn ágerist mjög eftir því sem líður á
söguna og Roocroft virtist alltaf geta geflð
meira og meira. Undir lokin, þegar áhorfend-
um verður ljóst að hún mun láta lífið fyrir ást-
ina, var mikið grátið f óperunni og þegar
Roocroft kom fram á sviðið í framkallinu reis
lófaklapp blandið hrifningarköllum eins og
brim í húsinu.
Það var boðið upp á ís í hléinu niðri í and-
dyri en uppi á efri hæðum var hægt að setjast
við dúkuð borð og fá samlokur og kampavíns-
glas. Þar mátti auðveldlega ráða af klæðaburði
og framgöngu margra gesta að óperan er ekki
mikið niðurgreidd.
f þessu hverfl er mikill fjöldi leikhúsa og að
sýningu lokinni var mikill mannfjöldi á götun-
um, flestir að koma úr leikhúsinu, sumir
uppnumdir af hrifningu með tár á kinn en aðr-
ir enn þá hlæjandi. Það ríkti nokkurs konar
leikhússtemning inni á veitingastöðum í ná-
grenninu þar sem sjá mátti leikskrár á borðum
og líflegar samræður gesta um það sem þeir
höfðu verið að njóta.
Okkar maður íTate Modern
En þótt London sé menningarborg meðal
þeirra fremstu í heiminum er um þessar
mundir hægt að finna nokkurs konar útibú frá
litla íslandi í þeim hluta Tate-listasafnsins sem
kallast Tate Modern og er sunnan Thames í
gamalli rafstöð. Það var með nokkru þjóð-
arstolti sem við nálguðumst Tate og sáum
nafnið Eliasson uppi við þakbrúnina, við hlið
LÍFIÐ Á GÖTUNNI: Líflegt mannlíf í Covent Garden,
fyrir utan markaðinn sem dregur að sér þúsundir
manna um hverja helgi.
BRESKA UÓNIÐ: Það er vinsaelt hjá ferðamönnum að
láta mynda sig við Ijónin áTrafalgartorgi sem standa
vörð um styttuna af Nelson flotaforingja.
Sigmars Polke og fleiri höfuðsnillinga.
Verk Ólafs Elíassonar í Tate heitir The
Weather Project og er í senn einfalt og flókið.
Ólafur hefur Iátið setja spegla í loftið á hinum
risavaxna túrbínusal sem verður ekki mældur
nema í hundruðum metra, hvort sem talað er
um hæð, breidd eða lengd. Hátt á gafli hússins
er komið fyrir hálfhring úr gulleitu ljósi sem
síðan speglast í loftinu og sýnist vera sól. Gult
ljósið er ekki meira en svo að það er í raun hálf-
rökkur inni og sólin virðist svífa í yfírþyrmandi
nálægð. Inn í rökkrið anda reykvélar dularfull-
um skýjum og heildaráhrifin eru þannig að
menn standa agndofa. Sumir gagnrýnendur
hafa talað um trúarlega reynslu, guðleg áhrif
og flestir segja þeir að þetta sé eitt öflugasta
listaverk sem komið hafl fyrir almenningssjón-
ir í London í áratugi.
Oft er kyrrlátt og þögult andrúmsloft athygli
og íhugunar á myndlistarsýningum og menn
ganga um I þungum þönkum og njóta návistar
listarinnar. Því var ekki þannig farið í túrbínu-
sal Tate undir sól Ólafs. Þarna voru nokkur
LfTlÐ OG VEL STAÐSETT: Þetta hótel, beint á móti konunglegu óperunni, er kennt við rithöfundinn Fielding sem
þar var vanur að gista. DV-myndir Rósa Sigrún Jónsdóttir
PASSAÐU ÞIG: Bretar halda fast í vinstri umferðina og
til öryggis eru þessi varnaðarorð máluð á götur svo að
túristar fari sér ekki að voða.
Á FLEET STREET: Eitt sinn var Fleet Street höfuðvígi
breskrar fjölmiðlunar þar sem nær öll blöðin höfðu að-
setur. Þetta er liðin tíð og þarna stendur greinarhöf-
undur á Fleet Street, við skrifstofur Reuters sem var
eini fjölmiðillinn sem þar fannst.
hundruð áhorfendur sem stóðu í smáhópum
og mösuðu og bentu og pötuðu. Margir lágu
flatir á gólfinu og böðuðu útlimum í allar áttir
til þess að sjá spegilmyndir sínar hátt uppi í
loftinu. í rauninni minnti andrúmsloftið og
stemningin um margt á gott veður á bað-
strönd. Það var gaman.
Á kafi í olíu í Saatchi
Tate Modern safnið er á móts við dómkirkju
heilags Páls, sem er ein stærsta kirkja í
London, en eftir um það bil 15 mínútna gang
eftir bakkanum í átt að London Eye, parísar-
hjólinu stóra, verður á vegi manns risavaxin
bygging sem hýsir Saatchi-listasafnið. Þar er
að sjá fýrir nokkur pund flest umtöluðustu
listaverk seinni ára sem kennd eru við bresku
nýbylgjuna í myndlist. Þama er hákarl
Damiens Hirst svífandi í formalíni, lamb,
einnig í formalíni, og fjöldi mjög umdeildra
verka eftir Söm Lucas og Traci Emin sem hafa
haft mikil áhrif á listakonur heimsins. Þama
stendur rúm Traci Emin sem lítur út eins og
þar hafi verið sofið og lifað fjörlegu sam-
kvæmislífi í margar vikur samfleytt og hneyksl-
aði marga siðavanda Breta þegar listasafnið
keypti það og sýndi. Þarna er hin illræmda
andlitsmynd af barnamorðingjanum Myru
Hindley sem gerð er úr þúsundum lófafara lít-
illa barna. Þarna er hin umtalaða innsetning
Pauls Watsos sem fyllti heilt herbergi í þessari
tæplega aldargömlu byggingu með notaðri
smurolíu upp á rúmlega miðja veggi og býður
sýningargestum að ganga inn þröngan gang
sem skerst inn í olíupollinn og horfa á kolsvart,
glansandi yfirborðið sem er svo spegilslétt að
manni sýnist einhvem veginn ekkert vera
þarna ef ekki væri sterk olíulyktin og ógn-
þmngin áhrifin. Það er einum hleypt inn í her-
bergið í einu og sumir treystu sér ekki til þess
að ganga inn í heim olíunnar þegar til kom.
Það er sérkennilegt hve margir myndlistar-
menn virðast vera uppteknir af því að yfir-
borðið blekki og vilja með öllum ráðum minna
okkur á að ekkert er sem sýnist. Allur heimur-
inn er lygi og goðsagnir, reykur og speglar.
Fiskur og franskar
En London er ekki bara myndlist, ópera og
leikhús því að London er lflca lífið í sínum ein-
faldari myndum. Það er stundum sagt að ein
besta aðferðin til þess að kynnast menningu
þjóðar sé að snæða matinn sem hún eldar.
f
matBk