Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 25. OKTÚBER 2003 DVHELGARBLAÐ 19 HUGFANGNIR: Hugfangnir áhorfendur liggja flatir á gólfinu ÍTate Modern og njóta upplifunar sinnar af verki Ólafs Elí- assonar.The Weather Project, sem þar hangir uppi og 100 þúsund manns hafa séð eftir rúma viku. SVEIFLAN LIFIR: Þessir rosknu snillingar léku sveiflustandarda fyrir gestina á The Lamb and Flag. ÚR LÓFAFÖRUM BARNANNA: Þetta mannhæðarháa , verk af Myru Hindley barnamorðingja er gert úr lófa- j förum lítilla barna. Það hangir uppi í Saatchi-listasafn- j inu og vekur hálfgerðan óhug meðal sýningargesta. Sennilega mun enginn halda því fram að Bret- ar séu í fremstu röð matgæðinga heimsins en þeir eiga einn klassískan rétt sem allur heim- urinn elskar og það vill svo til að við íslending- ar komum þar við sögu. Þarna er auðvitað átt við fisk og franskar eða „fish and chips“. Þetta er ekki flókinn réttur og varla til svo aum krá í Bretaveldi að ekki sé hægt að drífa upp einn skammt handa svöngum viðskipta- vini. En það eru líka til veitingastaðir sem nán- ast sérhæfa sig í þessum þjóðarrétti og einn ’ þeirra er The Rock and Sole á Endell Street þar sem hlaupagestir fá skammtinn sinn í stórt kramarhús úr bréfi, þó ekki dagblöðum eins og lengi tíðkaðist, en það er líka hægt að setjast við borð. Þarna fengum við stórt stykki af þorski með roði og öllu saman beint upp úr olíupottinum og væna hrúgu af frönskum með. Edik, sítróna og salt er nauðsynlegt að mati heimamanna en þetta var ótrúlega góð máltfð enda vísað á staðinn í hinum frægu leiðsögubókum sem kenndar eru við Lonely Planet og hafa aldrei brugðist þeim sem þetta ' ritar. Leið okkar lá hka á veitingastað sem heitir Porters við Henrietta Street, rétt neðan við gamla markaðinn við Covent Garden og þar er lögð áhersla á hefðbundinn breskan mat. Það voru hálfgerð vonbrigði því að bragðleysi og daufleg framsetning var eiginlega einkenni máltíðarinnar. Það er sjálfsagt að setjast niður og prófa einu sinni að borða Shepherd’s Pie eða Steak and kidney Pie en ekki rétt að gera ráð fyrir veislu. Gamlir skarfar sveifla sér Frá Porters reyndist vera um 10 mínútna gangur yfir í Soho að hinum fræga djass- klúbbi Ronnie Scott sem var lokaður vegna einkasamkvæmis þegar til átti að taka. En á leiðinni til baka gengum við á hljóðið af hornablæstri sem barst út um gluggana á kránni The Lamb and Flag við Garrick Street. Þar stóðu gamlir skarfar og blésu gamla stand- arda og var auðheyrt að þeir voru ekki að byrja á því. The Lamb and Flag segist vera í hópi elstu kráa í London en það gera reyndar all- margar þeirra. The Lamb and Flag var áður þekkt sem The Bucket of Blood eða Blóðfatan eftir umtalað banatilræði á staðnum árið 1675. Það var sönn spilagleði í loftinu á þess- um gamla stað og annað slagið reis roskin söngkona upp úr hópi áheyrenda og söng af ótrúlegum krafti eitt og eitt lag. Sjáðu fræga fólkið Kráin sýnist í augum aðkomumanna vera eins og annað heimili sumra. Við sátum inni á The Coach and Horses, neðarlega á Bow Street, og hlustuðum á hóp vinnufélaga spjaUa saman en þeir stóðu við í um klukku- tíma skömmu eftir hádegi. Allir sem komu inn virtust vera fastagestir, af viðmóti afgreiðslu- stúlknanna að dæma. Við vorum enn að jafna okkur á því að á götunni fyrir utan höfðum við gengið í flasið á Timothy Spall, sem er frægur breskur leikari og gætu einhverjir munað eftir honum úr myndum Mike Leighs, bæði Secrets and lies, sem var sýnd hér fýrir nokkrum árum, og einnig All or nothing sem var sýnd nýlega á breskum kvikmyndadögum í Reykja- vfk. Það eru sennilega meiri líkur en minni á þvf að rekast á leikara á þessum slóðum þar sem leikhús er á nánast hverju einasta götu- horni. I þeim töluðum orðum gekk Hilmar örn Hilmarsson tónskáld fyrir gluggann á The Coach and Horses og var á svipinn eins og hann ætti ekki von á því að neinn þekkti hann. Svo má ekki gleyma að leika túrista; að fara og standa fyrir utan Downing Street númer 10 og athuga hvort maður sér Tony bregða fyrir, og þaðan er aðeins rúmur 10 mínútna gangur yfir að Buckingham Palace þar sem maður lætur mynda sig við skjaldarmerkið í hliðinu og gáir hvort drottningin er einhvers staðar bak við gluggatjald að horfa eftir gestakom- um. Ég held að ég hafi ekki séð hana en líf- vörðurinn með bjarnarskinnshúfuna var heima og hefur sennilega verið búinn að fá nóg af gestum þennan dag því hann tók ekki undir kveðju okkar. polli@>dv.is ... .. P Kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröid Komdu ogxeyn Mazda6 við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mazda6 fæst fernra og fimm dyra, sem skutbíll eða sportbíll, með bensín- eða dísilvél, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn með eða án sóllúgu og eingöngu fáanlegur í fallegum litum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.