Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 22
22 DVHELGAfWLAÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Betri helmingurinn
Umsjón:
Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is, og Bryndís Hólm, bryndis@dv.is
Femínistar skipuleggja viku í þágu jafnréttis:
draga úr misrétti
Femínistafélag íslands stendur fyr-
ir viku íþágu jafnréttis en hún hófst
í gær, 24. október, og lýkur 1. nóv-
ember. Dagskrá vikunnar er fjöl-
breytt og megináhersla lögð á
jafnréttismál, en meðal þess sem
verður tekið til umfjöllunar eru at-
vinnu- og launamál, vændi, klám-
væðing og ímynd karlmennskunn-
ar.
„Við viljum meðal annars
byggja brýr f launamálum kynj-
anna en kannanir hafa sýnt fram
á kerfisbundinn launamun
þeirra, allt að 30%. Þess vegna
viljum við hvetja konur til að
sækja lögbundinn rétt sinn til að
fá sömu laun og karlar.
Femínistafélag fslands telur að ef
allir leggjast á eitt þá verði hægt
að útrýma þessum mikla mun.
Við hvetjum atvinnurekendur til
að leggja lóð sín á vogarskálarn-
ar. Birtingarmyndir misréttis eru
víða í þjóðfélaginu og það er
mikilvægt að taka til skoðunar
alla anga þess til að ná þessum
markmiðum," segir Katrín Anna
Guðmundsdóttir hjá Femínista-
félagi íslands.
FEMlNISTAFÉLAGIÐ: „Við viljum byggja brýr í launamálum kynjanna og efla umræðu um jafnréttismál innan samfélagsins," segja Katrín Anna Guðmunds-
dóttir og Svanborg Sigmarsdóttir, fulltrúar Femínistafélagsins. DV-mynd GVA
Fjölbreytt
menningardagskrá
í viku í þágu jafnréttis verður
boðið upp á ýmsa menningar-
viðburði en fjölbreyttri dagskrá
lýkur 1. nóvember með dans-
leik á skemmtistaðnum Vídalín
þar sem boðið verður upp á
kvennarokk í Reykjavík. Meðal
þeirra sem koma fram eru
sveitirnar Rokkslæðurnar,
Dúkkulísurnar og Heimilistón-
ar. Fyrirlestrar og málþing um
kvennabaráttu og stöðu
kvenna verða haldin víða og
listunnendur fá eitthvað fyrir
sinn snúð, með leiksýningum
og listakvöldum. Itarlegt yfirlit
yfír dagskrána er að finna á vef-
síðunni: www.feministinn.is.
Svanborg Sigmarsdóttir,
kynningarfulltrúi jafnréttisvik-
unnar, segir að megintilgang-
urinn sé að vekja athygli á jafn-
réttismálunum og efla umræð-
una um þessi mál innan sam-
félagsins.
„A Kvennafrídeginum árið
1975 sýndu konur samstöðu
sína til að undirstrika mikil-
vægi sitt og stöðu sína á vinnu-
markaðnum. Með jafnrétt-
isvikunni vill Femínistafélagið
leggja sitt af mörkum til að gera
slíkt hið sama og benda á það
sem betur má fara í þeim efn-
um.“
... kíkt ísnyrtibudduna
hórdís Brynjólfsdóttir skipar hóp fremstu handboltakvenna hér á landi.
Leiktíðin er nýhafin í handboltanum og hórdís leikur með FH, sínu gamla félagi,
í vetur. Hún lék um tíma með landsliðinu og stefnir á sæti þar á ný. hórdís
segist ekki mála sig mikið hversdags og oftast mæta ómáluð til vinnu.
Uppáhaldið hennar er vatnsheldur maskari, sem hentar vel í boltanum, og svo
gyllti varasalvinn.
Sólarpúðrið
„Sólarpúðrið mitt er frá Estée Lauder. Það er mjög
gott og ég nota það alltaf þegar eitthvað stendur til -
eins og fara út á lífið."
Labello-varasalva á dögunum. Ég hef ekki
áður séð Labello í gylltu en það er einn af uppá-
haldslitunum. Ég er lítið fyrir varaliti og finnst miklu
betra að nota bara varasalva eins og þennan. Hann
gefur fallegan gljáa á varirnar."
Vatnsheldurá
augun
. „Maskarinn minn
er frá Bourjois.
_________ Hann hefur
þann góða
kost að vera vatns-
heldur sem virkar vel í sturt-
unni eftir handboltaæfingu. Augnhárin harðna ekki
heldur sem er mikill kostur. Svo má ekki gleyma
burstanum sem er alveg frábær."
Algjör nauðsyn
„Þetta er eitt af þeim tólum sem ég get ekki verið
án - en það er augnahárabrettar-
inn. Það er nefnilega hægt að
gera sig mjög ffna
bara með því
að laga augn- • * P'
hárin.“
Gel í stað
meiks
„Þetta nota ég í
staðinn fyrir hefðbund-
ið meik. Þetta er gel frá
Kanebo og kallast „golden
glow“. Ég er ekki mikið fyrir CAv
þykkan farða og finnst miklu
betra að bera þetta á mig. Ég
hef notað Kanebo í langan tíma
og líkar mjög vel.“
Gjöf frá góðri vinkonu
„Drífa vinkona mín gaf mér þessa fínu snyrti-
buddu í jóla-
gjöf í fyrra.
Þetta er
fínasta
snyrti-
budda og
rúmar allt
mitt
snyrti-
dót.“