Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 25
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 DV HBLGARBLAÐ 25 DV-myndir GVA Epli, furuhnetur og rúsínur krauma á pönnunni ásamt hvítlauk. Söxuðum tómat (má vera úr dós) er bætt í og allt soðið áfram í um tvær mínútureða þartil tómaturinn er maukaður. Úlfari er annt um að ungt fólk kynnist matreiðslu á fiski. I bók hans eru því einfaldar uppskriftir að Ijúffengum mat sem flestir eiga að geta eldað. Þorskstykkið er sett ofan á maukið. Þetta er þykkt stykki sem fá má í fiskbúðum ef maður „suðar" svolítið. Fiskinn þarf að útvatna vel. Fá má útvatnaðan fisk í fiskbúðum en þá er oft miðað við að fiskurinn verði soðinn. Afgreiðsufólk fiskbúðanna getur leiðbeint um frekari útvötnun vegna annarrar matreiðslu. Kliðmjúk vín frá Montes í Chile Ágúst Guðmundsson hjá víndeild Globus er sammála þeim sem hrifnir eru af Úlfari Eysteinssyni og hans mat- reiðslulist og tók fagnandi beiðni okkar um að velja vín með matnum. Vínin koma frá einu virtasta víngerð- arhúsi Suður-Ameríku, Montes í Chile. Montes var nýlega valin víngerð ársins í Nýja heiminum af hinu virta víntímariti Wine Enthusiast. Aurelio Montes, að- alvíngerðarmaður fyrirtækisins og einn virtasti víngerðarmaður Chile, hefur tvisvar verið kosinn víngerðarmaður ársins og einu sinni maður ársins í chí- lesku viðskiptalífi. Montes framleiðir breitt úrval vína - allt frá ódýrum og góðum neysluvínum á borð við Villa Montes og upp í eðalvín sem eru að keppa við dýrustu og bestu vfn veraldar. Þar fara fremst í flokki Montes Alpha „M“ og Montes „Folly" Syrah sem bæði hafa fengið 93 punkta af 100 hjá víntímaritinu Wine Specta- tor. Með saltfiskrétti Úlfars verður Montes Alpha Chardonnay 2002 fyrir valinu, vín sem eingöngu er unnið úr Chardonnay-vínþrúgunni. Vínið er geymt á nýjum frönskum eikartunnum í þrjá mánuði og þriggja ára gömlum eikartunnum níu mánuði. Vínið ein- kennist af þéttum, suðrænum ávexti og greina má ananas og banana í bland við mjúka ristaða eikartóna. Fínleiki og mýkt einkenna þetta ágæta vín sem best er að drekka 2-3 ára gamalt. Ekki er mælt með að geyma það öllu lengur en í fimm ár. Montes Alpha Chardonnay 2002 fell- ur vel að flestu sjávarfangi, t.d. þorski, stórlúðu og skötusel, að ógleymdum grilluðum ferskvatnsfiski á borð við lax og urriða. Til að vínið njóti sín til fulln- ustu er best að drekka það 10-12 gráða heitt, þ.e. ekki of kalt. Montes Alpha Chardonnay fæst í sérverslunum ÁTVR og kostar 1.590 krónur. Annað vín frá Montes-mönnum er úr Montes Limited Selection-línu fyrir- tækisins og heitir Montes Cabernet Sauvignon/Carmenere 2002. Þetta er nýtt vín frá Apalta-vínekrunum í Colchagua-dalnum, gert úr þrúgunum Cabernet Sauvignon (70%) og Car- menere (30%). Carmenere er frönsk vínþrúga sem talið var að hefði þurrkast út þegar Philloxera-rótarlúsin herjaði á franska vínbændur á 19.öld. En í lok síðustu aldar komust menn að því að hún óx nánast vilft í Chile og hef- ur notkun hennar verið að aukast hægt og bítandi. Bragðmikill og kröftugur ávöxtur og mjúk tannfn einkenna vínið og greina má dökkt súkkulaði, vanillu og kaffi. Bragðið er langt og mjúkt „í endann". Þetta vín þolir vel geymslu næstu 3-5 ár. Með þessu víni er gott að borða grill- að íslenskt lambakjöt og nautasteikur á borð við rib-eye og entrecoté. Einnig er kjörið að drekka vínið með mildum þroskuðum ostum, t.d. Gullosti og Dímon. Montes Cabernet Sauvignon/Car- menere 2002 fæst í ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar um 1.300 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.