Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 26
26 ÖVmLÚAimAO LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
„Rússar eru einstaklega góð pjóð, prátt fyrir
margvísleg vandamál, og ég telað pað sé mik-
ið aftækifærum fyrir okkur íslendinga parna
úti, "segir Haukur Hauksson sem hefur dvalið í
Rússlandi undanfarin 13 ár og pekkir landið
betur en margur annar. Hann segir að íslend-
ingar og Rússar eigiýmislegtsameiginlegt.
Haukur hefur dvalið við nám og störf í
Rússlandi frá því hann kom þangað fyrst árið
1990, en hann lauk námi árið 1996 í fjöl-
miðlafræði og alþjóðamálum við háskólann í
Moskvu. Hann hefur upplifað mikla um-
brotatíma og dýfur f rússnesku þjóðfélagi og
viðskiptalífi. Hann segir að mikil taugaveikl-
un hafi einkennt lífið í Rússlandi á tímabili
þegar rúblan féll margfalt á nokkrum dögum,
fyrirtæki fóru umvörpum á hausinn og allir
kepptust við að koma sem mestu fjármagni
úr landi, sem hafi haft gríðarlega slæm áhrif á
efnahagskerfið í landinu.
Hentistefna og mafíulýðræði
„Undanfarinn áratugur hefur verið ótrú-
legur umbrotatími í Rússlandi og þjóðfélagið
hefúr breyst mikið á okkar tímum. Það hefur
verið magnað að upplifa það hvernig sovéska
heimsveldið hefur fallið og nýtt borgarasam-
félag orðið til úr öskustó kommúnismans.
Frá því að Sovétríkin liðu undir lok hefur ekki
orðið sú lýðræðislega þróun á svæðinu sem
menn vonuðust eftir. I samveldisríkjunum,
arftaka Sovétríkjanna, sem ná alla leið til
Mið-Asíu, virðist hentistefnan ráða ríkjum og
ráðamenn hugsa eingöngu um að bjarga eig-
in skinni. Afleiðingarnar hafa orðið skelfileg-
ar, eins og til dæmis í Aserbaídsjan, þar sem
ættarveldi Aliev-feðga ræður ríkjum í skugga
olíugróðans, en þeir taka þátt í alþjóðavæð-
ingunni og hafa fín samskipti við vestræna
olíurisa. Frændur okkar Norðmenn hafa ekki
farið varhluta af þessu, því bæði Statoil og
Norsk Hydro eru sterkir þarna. Þetta er al-
gjört frumskógarmafíulýðræði."
- í hverju liggur styrkur Rússlands í dag að
þfnu mati?
„Hann liggur aðallega í þekkingu vísinda-
manna og menntamanna. Háskólar í Moskvu
og öðrum stórum borgum eru mjög góðir og
hafa alið af sér fjöldann allan af hæfileikafólki
í ýmsum vísindagreinum. Rússar eru mikil
menningar- og menntaþjóð og eiga frábæra
íþróttamenn, tónlistarmenn, vísindamenn
og skákmenn. Straumurinn af þessu hæfi-
leikafólki og ótrúlegu ijármagni úr landinu til
Vesturlanda hefur hins vegar reynst mikil
blóðtaka og sennilega er peningaþvættið
verst, en það virðast þó vera einhverjir sem
eru til í að lyfta landinu upp úr öskustónni.
Rússar eru gífurlega harðger þjóð, það hefur
ítrekað komið í ljós.“
Spilavítisstemning
hér eins og í Rússlandi
í fyrirlestri sem Haukur hélt í MÍR-salnum
á dögunum fjallaði hann um stöðu Rússlands
og velti meðal annars fyrir sér þeirri spurn-
ingu hvort ísland og Rússland væru að þróast
í sömu átt.
„Mér finnst einhvers konar spilavítis-
stemning svífa yfir vötnum í viðskiptum hér á
Islandi, en hún er áberandi í Rússlandi. Það
er mikið um unga menn sem vita vart aura
sinna tal og eru reiðubúinir að leggja ótrúlega
mikið undir til að reyna að græða sem mest
og koma keppinautum á kaldan klaka. Þessi
þróun er hluti af frjálsu markaðskerfi og alveg
eðlileg. Ef við berum saman löndin þá er ís-
mm
,Mér finnst það frekar vafasamt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, skuli þiggja boð frá manni eins og Abramovich um að fara á knattspyrnuleik yfir hálf-
DV-mynd Valli
VAFASAMT:
an hnöttinn.