Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 28
28 DVHELGARBIAR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Hilmir Snær Guðnason hefur verið vin-
sælasti leikari þjóðarinnar undanfarin
10 ár og óumdeilt skærasta stjarna Þjóð-
leikhússins. Sviðið er hans heimavöllur
rétt eins og hvíta tjaldið. Hann hefur afar
sjaldan fengið vonda dóma fyrir leik
sinn en sýningin á Ríkharði þriðja eftir
Shakespeare virðist ekki falla áhorfend-
um í geð. Hilmir Snær ræddi við Helgar-
blað DV um gagnrýni, gott leikhús og
framtíðaráform sín.
Það má segja að það sé hefð fyrir því í ís-
lensku leikhúsi að uppsetningar á verkum
Shakespeares veki umtal og deilur. Stutt er
síðan uppsetning Þjóðleikhússins á Hamlet
Baltasars Kormáks þótti skemmdarverk á
menningararfi leikhússins og fyrir rúmum 20
árum fór allt á annan endann í samfélaginu
út af uppsetningu Þjóðleikhússins á Ríkharði
þriðja undir stjórn Hovhannesar nokkurs
sem þótti framsækinn leikstjóri og leitaði
ákaft að kynferðislegum rótum verksins. Sú
uppsetning kom af stað langvinnum blaða-
deilum sem margir listamenn tóku þátt í.
Fyrir réttri viku var frumsýnd í Þjóðleik-
húsinu uppsetning Rimasar Tuminasar frá
Litháen á þessu sama verki, Ríkharði þriðja.
Þetta er í fjórða sinn sem Rimas setur upp
verk í Þjóðleikhúsinu en hann er umsvifa-
mikill leikhúsmaður í heimalandi sínu.
Gagnrýnendur drógu þegar sverð sín úr slíðr-
um og lögðu til Rimasar í ákafa. Svo virðist
sem áhersla Rimasar og leikhópsins á það
skoplega og ævintýralega í leikriti Shake-
speares hafi ekki alls kostar fallið þeim í geð.
Halia Sverrisdóttir, sem skrifar fyrir DV, fann
verkinu allt til foráttu og sagðist ekki skilja
sýninguna. Þorgeir Tryggvason sagði í Mbl.
að hann langaði til þess að sjá Hilmi Snæ
Guðnason leika Shakespeare án þess að
„leikstjórnarkonseptin drekki túlkun hans“.
Sýnist rólegur
Hilmir Snær leikur einmitt Ríkharð sjálfan
í þessari umdeildu uppfærslu og er sennilega
sanngjarnt að segja að þetta sé í fyrsta sinn í
allmörg ár sem hann fær dóma sem eru ekki
sérlega vinsamlegir. Halla Sverrisdóttir kall-
aði túlkun hans skrumskælingu og sagði að
hún væri mótsagnakennd en kenndi leik-
stjórninni um.
Þegar Hilmir Snær hitti blaðamann Helg-
arblaðs DV á kaffihúsi í miðbænum virtist
hann furðu rólegur yfir þessu havaríi þótt
sagt sé að fátt komi leikurum eins mikið úr
jafnvægi og slæm gagnrýni. Við förum að tala
um myndlist og Hilmir viðurkennir að ef
hann hefði átt að velja sér aðra listgrein en
leiklist þá hefði myndlistin orðið fyrir valinu.
Ég get vel ímyndað mér Hilmi í hlutverki
ástríðufulls listmálara sem fer hamförum við
trönurnar því hlutverkið býður sannarlega
upp á öfluga túlkun.
Það kemur mér svolítið á óvart hvað stór-
leikarinn reykir mikið meðan á samtali okkar
stendur. Hann viðurkennir að þetta þurfi að
breytast og segist reykja hátt f tvo pakka á dag
þegar hann er undir álagi en leggi svo sígar-
etturnar jafnvel á hilluna á sumrin þegar
hann sé ekki að leika.
„Ég þarf að hætta þessu. Annars fer ég ekki
í nein viðtöl eftir fimmtugt," segir hann glott-
andi og svo förum við að tala um Ríkharð
þriðja og hvernig Hilmi hafi gengið að finna
persónu sína í verki Shakespeares. Voru þetta
mikil átök?
Leitin að stílnum
„Þetta voru ekki átök heldur óvenju af-
slappað æfingaferli sem fólst í leit að þeim
stíl sem leikstjórinn vildi skapa í sýningunni.
Mín átök fólust í að finna þennan stíl. Sýn-
ingin er óvenjuleg, nútímaleg og mjög stíl-
færð og mér fannst þessi leit afar skemmtileg.
Rimas vildi í þessari sýningu ekki búa til til-
finningar fyrir áhorfandann. Við eigum ekki
að dæma persónumar á sviðinu heldur láta
áhorfandann dæma söguna sjálfan."
- Þú hefúr unnið með Rimasi áður og hann
hefur talað um þig sem einn af sínum uppá-
haldsleikurum. Var þetta samstarf frábrugðið
fyrri uppsetningum hans í Þjóðleikhúsinu?
„Ég var í litlum hlutverkum í Þrem systmm
og Don Juan og fannst það gaman en mér
fannst hann taka Ríkharð öðrum tökum en
hin verkin. Verk Shakespeares eru ævintýra-
leg og opin og sá ævintýrablær varð viðfangs-
efni okkar. Verk hans em ekki eins djúprist
sálfræðileg og Tsjekhov heldur er hann oft
meira að skemmta áhorfandanum. Við vild-
um það gjarnan.
Við vildum ekki leika Ríkharð sem
erkitýpískan vondan mann heldur einhvers
konar sögumann sem leiðir áhorfendur
gegnum verkið og gerir þá samseka.“
Úr taugahæli í vinnustað
- Hvaða aðferðir Rimasar em það sem gera
hann vinsælan meðal leikhúsfólks?
„Hann byrjar æfingatímabilið á því að
segja okkur miklar sögur af persónum okkar.
Við prófum allt og hendum mörgu en smátt
og smátt finnum við stílinn með því að prófa
margar leiðir. Verkið er opið og við breyttum
mörgu daginn fyrir frumsýningu og fengum
nótur eftir fmmsýningu.
Það er búið að setja sýninguna í ramma
þessa stfls sem notaður er en við getum hald-
ið áfram að þróa sýninguna innan þess
ramma."
- Kollega þinn sagði að Rimas breytti leik-
húsinu úr taugahæli í vinnustað meðan hann
væri á staðnum.
„Það er að sumu leyti rétt. Hann er afar viss
í sinni sök, efast aldrei og maður sér hann
aldrei neitt taugastrekktan. Hann er óskap-
lega góður við leikarana, skammar þá aldrei,
vill að leikhúsið sé okkar griðastaður. Ef eitt-
hvað tekst ekki þá er það aldrei leikaranum
að kenna heldur Rimasi sem ekki hefur út-
skýrt hlutina nógu vel. Við emm vafin inn f
bómull hjá honum og ég hef heyrt hann segja
við leikara að ef þeir væm ekki vel upplagðir
til að leika þá ættu þeir ekki að mæta í vinn-
una heldur vera heima og hvfla sig.“
Botnaði ekkert í sýningunni
- Nú má ráða það af áliti gagnrýnenda að
þeir séu alls ekki sáttir við þessa nálgun
Rimasar og töluðu nánast um svik við leik-
skáldið og rof á hefðum.
„Þetta er mjög algeng umræða þegar
Shakespeare er annars vegar og þessar deilur
um hina „réttu" aðferð við að setja upp þessi
verk er ekki síður í gangi innan leikhússins en
utan. Það em margir f leikhúsinu sammála
þeirri gagnrýni sem sýningin hefur fengið.
Þegar ég var að lesa Hamlet í menntaskóla
og sá sýninguna í Iðnó fannst mér ég sjá eitt-
hvað „vitlaust" sem var ekki eins og bók-
menntanemar í MR skildu það. Mér fannst
þetta ekki vera rétt því ég vildi bara hafa leik-
ritið eins og ég hafði séð það fyrir mér. Þetta
er sama viðhorfið og er að tmfla gagnrýnend-
ur í dag.
Mér finnst þetta nútímalegt og framsækið
leikhús sem við unnum að hörðum höndum
í átta vikur. Ég hélt að gagnrýnendur ættu að
íjalla um sýninguna eins og hún er en ekki
skrifa um si'nar eigin hugmyndir og hvernig
hún hefði átt að vera. Þeir eiga að leiða áhorf-
endur inn í heim sýningarinnar og dæma
hana á þeim forsendum. Mér fannst Halla
Sverrisdóttir ekki skilja þetta, enda skrifar
hún það beinlínis að hún hafi ekkert botnað í
sýningunni. Kannski ættu gagnrýnendur að
lýlgjast meira með starfi leikstjóra. í Litháen
læra gagnrýnendur sitt starf í fjögur ár áður
en þeir byrja að skrifa.
Mér finnst íslenskir gagnrýnendur oftast
skrifa um leikrit eins og þau hefðu átt að vera
en mér finnst allt að því hlægilegt við þessar
„Ég býst við að ég hafi sterkt
sjálfstraust í þessu starfi og
finnst engin ástæða til þess að
verk manns séu allra. Það er
heldur ekki það sem maður á
að sækjast eftir."