Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 30
30 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 Hann er nánast sjúktega félagslyndur spennu- fíkill og það er aldrel lognmolla íkringum hann. Árni Snævarr segir DV frá viðskilnaðinum við Stöð 2, nýju starfi í Kosovo, slabbi, drullupollum og áhuga sínum á sagnfræði. Árni Snævarr heldur til Kosovo eftir viku til að taka við starfi hjá ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, í tengslum við friðar- gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins. Hann mun starfa sem upplýsingafulltrúi með for- ingjatign í sérkennilegri ijölmiðlaflóru ytra en þótt Kosovo-hérað sé einungis á stærð við Árnessýslu er þar til að mynda að finna 90 út- varpsstöðvar. „Það er líf eftir sjónvarpsbrans- ann,“ segir Árni sem segist hlakka til að kom- ast burt, ekki sfst eftir fárið sem varð þegar hann var rekinn af Stöð 2 í sumar. Hann fer því frá einu „átakasvæði" til annars. Það eru illmenni alls staðar „Já, það eru illmenni alls staðar,“ segirÁrni og glottir. Það vakti mikla athygli þegar fréttamanni ársins 2002 var skyndilega sagt upp hjá Norðurljósum eftir sjö ára starf á fréttastofunni. Áður en það gerðist hafði Árni reyndar hugsað sér til hreyfmgs og segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi gert sér stór- greiða með því að hafa gert honum kleift að vera á launum í marga mánuði án þess að þurfa að vinna. „Ég get seint fullþakkað Sigurði G. Guð- jónssyni og Sigurjóni Sighvatssyni að hafa gefið mér tækifæri til að leita mér að öðru starfi í rólegheitum. Eftir uppsagnirnar á Stöð 2 í sumar, meðal annars í ljósi framkomu yf- irmanna fyrirtækisins í garð þeirra sem héldu starfi sínu, gat maður vart gert það upp við sig hver átti um sárt að binda, hinir reknu eða þeir sem ekki voru reknir? Enda hefur það komið á daginn að það er ekki hægt að stunda almennilega fréttamennsku undir svona kringumstæðum. Það er algjört panikkástand á stöðinni og menn virðast ekki vita hvert þeir stefna. Viðbrögð eigenda fyrir- tækisins við hinni frægu laxveiðifrétt voru til dæmis ofsafengin og óskiljanleg og í engu samræmi við tilefnið." Árni segist ekki enn hafa fengið skýringar á ýmsum hlutum sem snúa að honum og brottrekstri hans af sjónvarpsstöðinni. Hann segir að Sigurjón Sighvatsson hafi hringt í sig þegar atburðarásin varð í kringum frétt um laxveiðiferð Geirs Haarde fjármálaráðherra í boði Kaupþings Búnaðarbanka. Sennilega var hann að hóta mér „Þetta var mjög hreinskilið samtal enda bað hann um trúnað sem hann hefur sjálfur , rofið með eftirminnilegum hætti. Ég dró ekk- ert undan og hann reyndi að útskýra sína hlið. Ég hélt að við hefðum skilið sáttir en eft- ir á fattaði ég að sennilega var hann að hóta mér þegar hann sagði mér frá því að hann væri að fara að reka leikstjóra sem ekki hefði skilað fjármagnseigendum því sem þeir ætl- uðust til. Af hverju Sigurjón og síðan hinir bitu það í sig að ég væri maðurinn sem þyrfti að þagga niður í ... Það stóðu allir frétta- mennirnir saman um þetta prinsipp. Og eftir framkomu Sigurðar G. Guðjónssonar í garð fréttamanna þegar þetta laxveiðimál kom upp og yfirlýsingar hans um að hann ætlaði að reka einhvern, varð það algerlega ljóst í mínum huga að ég hafði ekki áhuga á að vera þarna. Á þessum tímapunkti var ekki búið að endurnýja ráðningarsamninginn minn og ég bjóst í raun við því að þessir menn myndu reyna að pína mig til að ganga út sjálfur. En í staðinn sýndu þeir mér þvilíka gæsku og spöruðu mér ómakið með því að segja mér upp.“ - Þannig að þú varst bara feginn að yflrgefa fréttastofuna þar sem þú ætlaðir hvort eð var að hætta? „Ég vil ekkert fullyrða um það hvort ég einu stríði hefði yfirgefið Stöð 2 ef þessi staða hefði ekki komið upp, jafnvel þótt ég hafi verið búinn að hugsa mér til hreyfings. Ég hafði kannað ýmsa möguleika og meðal annars sótt um starf hjá ÖSE, í þeirri von að ég gæti tekið mér launalaust leyfi frá fréttastofunni." Ósáttur við framgöngu Blaðamanna- félagsins - Ertu sáttur við það hvernig þessum mál- um öllum lyktaði? „Ég leyni því ekki að ég er mjög ósáttur við framgöngu Blaðamannafélags íslands í mál- inu. Ég hef skrifað stjórn félagsins bréf og spurt hvort hún sætti sig við þessi málalok, og þá ekki bara hvað mig snertir. í aðdrag- anda uppsagnar minnar lýsti forstjóri Norð- urljósa því yfir að hann myndi ritskoða tölvu- póst starfsmanna. Ég verð að segja að ég skil ekki hvers vegna Blaðamannafélagið bregst ekki með nokkru móti við þessu, jafnvel þótt tveir af stjórnarmönnum félagsins hafi verið starfandi á Stöð 2. Ég verð að segja að af þess- um sökum finnst mér Blaðamannafélagið hafa sett mikið ofan.“ - Heldurðu að þú eigir eftir að starfa aftur við sjónvarp? „Á þessum tímapunkti var ekki búið að endurnýja ráðn- ingarsamninginn minn og ég bjóst í raun við því að þessir menn myndu reyna að pína mig til að ganga út sjálfur. En í staðinn sýndu þeir mér því- líka gæsku og spöruðu mér ómakið með því að segja mér upp. Ég get seint fullþakkað þeimað hafa gefið mér tæki- færi til að leita mér að öðru starfi í rólegheitunum." „Ég bara veit það ekki. Mér finnst vera kominn ágætis tími á mig þar í bili og mig langar í raun miklu meira til að skrifa. Mér finnst afskaplega dapurlegt að fylgjast með þvf sem er að gerast í íslensku sjónvarpi, það er ekkert áhugavert í boði og enginn metnað- ur af hálfu stjórnenda og eigenda að gera hlutina vel. Það eru endalausir spjallþættir og kjaftæði sem er bara ekki spennandi. Það vantar góða fréttaskýringaþætti, en ég sé ekki að menn hafi metnað í slíkt." Skelfilegt að fylgjast með íslensku sjónvarpi Og hann bætir Við: „íslensku sjónvarpi hef- ur farið verulega aftur á síðastliðnum áratug og það er hreint út sagt skelfilegt að fylgjast með því. Ríkissjónvarpið gegnir ekki lengur því hlutverki sem því er ætlað að gegna og mér er það til dæmis algjörlega óskiljanlegt hvers vegna við eigum að vera að borga með afnotagjöldum okkar fyrir þætti á borð við Beðmál í borginni. Af hverju á Ríkissjónvarp- ið að vera að keppa við einkareknar stöðvar um svona þætti? Og áhugaleysi stofnunar- innar á að sýna heimildarmyndir er með ólík- indum. Ríkissjónvarpið er í rosalegri kreppu og það er algerlega óskiljanlegt af hverju það gerir ekki mun betur, bæði í fréttum og fréttatengdum þáttum. Áhorf á íslenskt sjón- varp hefur minnkað og ekki hafa menn brugðist við netvæðingunni á sérstakan hátt." Árni segir erfitt að spá fyrir um framtíðina á íslenskum sjónvarpsmarkaði því að aliir haldi að sér höndum. Talið berst aftur að Stöð 2 og skattamálum Jóns Ólafssonar á áhrif þeirra mála á markaðinn. Dómur eða gríðarlegar fjársektir? „Það veit enginn hvort rannsókn skatt- stjóra á málum Jóns Ólafssonar endar með dómi eða gríðarlegum fjársektum en þetta vofir yfir. Fyrr en þessi mál leysast gerist ekki neitt á þessum markaði, að mínu mati. Þetta er allt saman háð hvað öðru. Staða Skjás eins mun ekki breytast því ég hef enga trú á því að hugmyndin með Skjá tvo gangi upp. Það má bera það dæmi saman við það ef Fréttablað- ið ætlaði að gefa út Fréttablað tvö og heimta borgun fyrir það. Persónulega þekki ég engan sem hefur fengið sér áskrift að Skjánum og því miður held ég að forsvarmenn sjónvarps- stöðvarinnar séu á villigötum þar.“ Frá því Árna var sagt upp störfum á frétta- stofu Stöðvar 2 í ágúst hefitr hann haft nóg að gera, meðal annars skrifað blaðagreinar og stýrt fundum. Hann segir að nú taki eitthvað spennandi við. „Ég hef tekið að mér verkefni sem mér finnast skemmtileg og ég hef líka notið lífsins og verið með börnunum mínum sem eru 10 og 15 ára,“ segir hann. Árni hefur starfað við fjölmiðla í 20 ár, þar af lengst við sjónvarp. Hann segir að nýja starfið leggist vel í hann og að margra ára reynsla eigi væntanlega eft- ir að nýtast honum vel. Gott að breyta til „Ég held að allir hafi gott af því að breyta til, ekki síst þeir sem eru í fjölmiðlabransan- um. Ég er þó ekki að segja að ég sé að hætta í blaðamennsku, ég er frekar að víkka sjón- deildarhringinn. “ Starfið sem Árni mun gegna í Kosovo er reyndar ekki það starf sem hann sótti upp- haflega um að fá hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu. Hann sótti þar um starf síð- astliðið sumar þegar lætin byrjuðu á Stöð 2 en fékk ekld í fyrstu atrennu. Skömmu eftir að hann missti vinnuna á Stöð 2 var hringt í far- símann hans þar sem hann var staddur í Bankastrætinu og í símanum var einn af yfir- mönnum ÖSE í Kosovo. „Hann bað mig að sækja um annað starf þvf hann hafði séð umsóknina mína og fannst ég hafa til að bera þann prófíl sem menn voru að leita eftir. Ég var því mjög heppinn og nú er ég á leiðinni til Kosovo.“ Fjölbreytt starf í Kosovo - í hverju mun starf þitt sem upplýsinga- fulltrúi ÖSE felast? „Þetta verður án efa íjölbreytt starf og snýr aðallega að því að miðla upplýsingum um gang mála í Kosovo-héraði. Það verður lík- lega kosið í Kosovo á næsta ári og það verður eitt meginverkefni ÖSE að sjá um fram- kvæmd kosninganna en stofnunin gegnir meðal annars því hlutverki í héraðinu að fylgjast með ijölmiðlum og aðstoða við þróun frjálsra fjölmiðla. Ég verð þarna i hálft ár til að byrja með og það kann að verða framlengt. Ég hef aldreikomið til Kosovo en hefverið við landamæri héraðsins í Makedóníu." - Hvernig er staðan í Kosovo nú? „Það er alveg ljóst að uppbyggingin í Kosovo hefur gengið mjög hægt fyrir sig og það sem plagar íbúa héraðsins kannski mest er viðvarandi rafmagnsleysi. Hins vegar ríkir ákveðin pattstaða á svæðinu. Serbnesk yfir- völd eru horfin á brott, en Kosovo-hérað er enn þá formlega hluti af Serbíu- og Svart- íjallalandi. Ibúar Kosovo eru trúlega flestir fylgjandi því að héraðið fái fullt sjálfstæði og þeir skilja eiginlega ekki hvers vegna alþjóða- samfélagið hefur ekki stutt þá kröfu, og þá erum við að tala um Sameinuðu þjóðirnar, NATO, ÖSE og aðrar stofnanir sem hafa látið til sín taka í-héraðinu. Það hefur ekki ríkt vilji til þess að leyfa Kosovo að slíta tengslin við Serbíu. Það virðist vera ákveðin þversögn í af- stöðu íbúa Kosovo til Vesturlanda. Þeir eru gríðarlega þakklátir þessum ríkjum fyrir að hafa leyst Kosovo-deiluna á sínum tíma og hafa meðal annars nefnt götur eftir Clinton. Aftur á móti eru þeir í sívaxandi mæli farnir að setja spurningarmerki við það að Kosovo sé í reynd að verða eins og nýlenda alþjóða- Á LEIÐ TIL KOSOVO: „Ég held að allir hafl gott af því að breyta t samfélagsins. Það er eitthvað sem enginn vill en er engu að síður niðurstaðan. Svo eru ýmis önnur vandamál þótt spennan hafi minnkað á milli þjóðarbrota. Glæpir eru tíðir og víða óstjórn á hlutum þannig að það er mikið starf óunnið þarna." Ef íslenskir fjölmiðlar gæfu rétta mynd... - Það verða væntanlega viðbrigði fyrir þig að vera ekki lengur sá sem spyr og aflar upp- lýsinganna heldur sá sem miðlar þeim? Hvernig leggst það í þig, sérstaklega í ljósi þess að Vesturveldin hafa oft verið gagnrýnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.