Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 33
r LAUQARDAGUR 25. OKTÓBER2003 DVHELGARBLAÐ 37 Maðursem kryddar tilveruna KVIKMYKiDAGAGNRYNi Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Það eru ávallt til einstaklingar sem eru á skjön (þjóðfélaginu, menn sem láta sig litlu varða almenningsálit, em sérvitrir og þrautseigir og vekja at- hygli fyrir eitthvað sem margur ekki skilur. Það kemur svo að því að það skilningsleysi sem þessir einstaklingar telja sig verða fyrir gerir það að verkum að öfgamar taka ráðin af skynseminni. Slíkur maður er Helgi Hóseasson, sem hefur varið síðustu fjömtíu ámm í að fá sig afskírðan og affermdan. Ráðuneyt- ið féllst á beiðni hans að lokum en kirkjunnar menn ekki. í seinni U'ð hefur Helgi síðan meðal annars tekið upp á því að mótmæla ákvörðunum ís- lenskra ráðamanna í heimsmálum og stendur á Langholtsveginum með skilti sem ekki allir skilja. Þjóðin þekkir Helga í gegnum fréttir af mótmælum hans og eigin kynnum af honum þar sem hann stendur tímunum saman með mótmælaskilti. Helgi hefur í raun ekki haft erindi sem erfíðí á þessum fjöruU'u árum, en að hætti þrjóskra manna gefst hann ekki upp þótt orðinn sé 83 ára gamail. Þetta er sá Helgi Hóseasson sem við kynnumst í heimildamyndinni Mót- mælandi Islands. I myndinni kynn- Regnboginn Mótmælandi íslands umst við einnig Helga Hóseassyni sem hjúkrar og annast eiginkonu sína, Jó- hönnu, þar til hún deyr á heimili þeirra. Við kynnumst Helga sem býr til eigið brauð í eldhúsinu, er hagmæltur og kann meira fyrir sér í ísienskum skáldskap en flestir, og húsasmiðnum Helga sem þvær þvottinn sinn eins og móðir hans gerði. Farið er skynsamlega með allt það efni.sem til er um Helga og mannlega þættinum bætt við. Húmorinn í mynd- inni er í gömlum myndskeiðum, sem kannski þóttu ekki svo fyndin í upphafi en eru skemmtileg í dag. Hin fræga skyrsletta er fyndin og öll umgjörðin í kringum hana. Þá er fyndið að sjá jakkafataklædda menn reyna að hreinsa tjöm af forsætisráðuneytishús- inu við Lækjartorg. Og eins og stund- um viU verða er fyndnin mest í drama- tlkinni. Helgi var settur á Klepp eftir skyrævintýrið þaðan sem hann útskrif- aðist heUbrigður. Hann náði að stela skýrslunni um sig, fjölritaði hana og seldi á „lágu verði" á Lækjartorgi. Á móti kemur að lítUl húmor er í hin- um meyra Helga þegar hann lýsir dauða eiginkonunnar. Þetta atriði er óþægUegt þar sem lýsingin er nákvæm. Atriðið á rétt á sér í myndinni þar sem það er í samræmi við öfgana í öUu sem Helgi gerir. Svo er það spumingin hvort Helgi hafi kveUrt í „kirkjuskríp- inu" eins og hann kaliar Heydalakirkj- una gömlu sem brann til gmnna. Hann hvorki neitar né játar og það er eins og hann vUji að fólk haldi að hann hafi gert það. Þetta er sá Helgi sem upp- nefnir lögregluna og er klaufalega orð- ljótur gagnvart ráðamönnum. Þama höfum við Helga Hóseasson sem erfið- ara er að líka við. Hvað sem segja má um Helga Hóse- asson og gerðir hans þá leynir sér ekki að maðurinn er merkUegur > og stórhuga í öUu sem hann * - 's gerir. I myndinni er Helgi sögumaðurinn og fréttir í myndum tengdum við sögu hans. Ekki fáum við að heyra nein við- töl við Helga og ef það er rétt að ljós- vakamiðlar hafi aldrei fundið þörf hjá sér tU að ræða við manninn þá er það meira en li'tið einkenrúlegt. Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason hafa gert eftirminnUega heimUd- armynd. Þau hafa ekki haft mUdð af eldra efni á mUli handanna og myndin ber þess noklcur merki. Á móti kemur að myndin hefur góða sti'gandi og tengingar miUi atriða em vel heppnaðar. Og þar sem við- fangsefhið er forvitnUegt og sérstakt þá er myndin hin besta skemmtun um leið og hún fær okkur til að hugsa um þá sem em öðmvísi en við. Leikstjóran Þóra Fjeld- sted og Jón Karl Helgason.TónlistSig- urjón Kjartansson. Hljóðvinnsla: Gunnar Árnason. Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson. Listvefnaður og lágmyndir Listamennirnir sem reka Meistara Jakob gallerí á Skólavörðustíg 5, Reykjavík, opna samsýningu í Nor- ræna húsinu í dag, kl. 16, í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá stofnun gall- erísins. Listformin eru grafík, listvefn- aður, leirlist, málverk og lágmyndir. Sýningin er opin þriðjudaga til föstu- daga, frá kl. 12til 17. Olía á striga Nini Tang opnar sýningu á 45 olíu- málverkum á striga í Galleríi Sævars Karls. Sýningin stendurtil 13. nóv- ember. /y< ið“ sem Kristinn vann fyrir þessa sýn- ingu. Hún er opin daglega frá 13-17. Töskusýning Handverk og hönnun opnar í dag, kl. 16, sýningunaTöskur í Aðalstræti 12, Reykjavík. Þar eru töskur úr leðri, leir, tágum, flóka, roði, plasti og ýmsu öðru. Opið er alla daga, nema mánu- daga, frá kl. 13 til 17. Vorljóð að hausti Vorljóð við leirur nefnist sýning Krist- ins G. Jóhannssonar í Húsi málaranna við Eiðistorg. Hún verður opnuð í dag og stendurtil 9. nóvember. Kraftaverk Kristins Kristinn Pálmason opnar sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushús- um kl. 16 í dag. Þar er „Kraftaverka- verkamálverkaserían" frá 1998 er kemur nú í fyrsta sinn fyrir augu al- mennings hér á landi og högg- mynda- og hljóðinnsetningarnar „Hellirinn" og „Kraftaverkahljóðverk- Afmælissýning og míníatúrar Tvær sýningar voru opnaðar á Kjar- valsstöðum í gær. Önnur heitir Ferðafuða og er sýning á mínfatúr- um. Hin heitir Myndlistarhúsið á Miklatúni, Kjarvalsstaðir í 30 ár, og þar er stiklað á sögu sýningahalds í húsinu. ODYR SIMTOL TIL UTLANDA fleíri iönd - fleíri minutur ATLAS FRELSI INTERNATIONAL CALLING CARD More countries - more minutes - less price Knattspyrnuskóli í REYKJAIMESHÖLL Boðið er upp á 5 vikna námskeið 28. Október - 29. Nóvember Æft er í Reykjaneshöll Þriðjudaga kl: 06.30 - 07.30 Miðvikudaga kl: 06.30 - 07 Föstudaga kl: 06.30 - 07.30 Sé greitt meö MasterCard fá ffijý handhafar kortsins verulegan afslátt. 5 vikna námskeið koster þá 20.000. Yfirþjálfari er Þorlákur Árnason Þjálfarar: Freyr Sverrisson. Gunnar Jónsson, ásamt Sigurði Jónssyni, Zeljko Sancovic, Pavol Kretovic og □ragi Pavol. Aldurstakmark 13 ára, 4.fl. 3.fl.2.fl.m.fl.karla og kvenna Hámarksfjöldí per námskeiö er 60 nemendur. skráning fer fram á : skraning@knattspyrnuskoli.com 5 vikv a skóli kostai 20.000 efc Eyjólfur Sverrisson Sigurður Jónsson Knaftspyi^w ^Vkademía Jslands NETT 3 | skyrJs tJasterCóitt Allar nánari upplýsingar í síma 896 1523 og 820 5769 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskoli.com - f vl£''S' i Vl ALÞJOÐLEGT SIMAK0RT fæsf hja Olis um land allt 220 mín. til 8 helstu landa Á vefsíðunni www.atlassimi.is er að finna gjaldskrá og sölustaði h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.