Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 36
40 DV HELCARBLAD LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 Kemur sá fjórði? Charlton, sem hefur unnið þrjá leiki í röð, tekur á mótiArsenal á Valley Park Charlton, lið Hermanns Hreið- arssonar, tekur á móti Arsenal á heimavelli sínum, Valley Park,á morgun í ensku úrvals- deildinni. Charlton hefur gengið allt í haginn í undan- förnum leikjum, unnið þrjá leiki í röð og skemmst er að minnast sigursins á Blackburn á útivelli síðastliðinn mánu- dag þar sem Hermann skoraði sigurmarkið. Arsenal mætir hins vegar til leiks eftir tap gegn Dynamo Kiev í meistara- deildinni á þriðjudaginn. Lið- inu hefur gengið allt í haginn í ensku úrvalsdeildinni og er enn taplaust á toppi deildar- innar en í meistaradeildinni hefur liðinu ekki tekist að finna rétta taktinn. Alan Curbishley, knattspyrnu- stjóri Charlton, var bjartsýnn íyrir leikinn og sagði það vel mögulegt að vinna Arsenal. „Við spiluðum mjög vel gegn Blackburn og vonandi getum við fylgt því eftir gegn Arsenal. Við höf- um spilað vel gegn Manchester United og Liverpool í tveimur síð- ustu heimaleikjum og höfum sjálfs- traustið í lagi. Við höfum áður sigr- að Arsenal og ég sé ekkert því til fyr- irstöðu að við gerum það aftur," sagði Curbishley. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði að leikmenn sínir væru ekki vanir að tapa og að þeir myndu koma til leiks á sunnu- daginn með það fyrir augum að bæta fyrir tapið gegn Dynamo Kiev í vikunni. „Það er aldrei gaman að mæta Arsenal eftir að liðið hefur tapað leik og ég vona að Charlton finni fyrir því." „Það er aldrei gaman að mæta Arsenal eftir að liðið hefur tapað leik og ég vona að Charlton fmni fyrir því,“ sagði Wenger. Rooney aftur með Undrabamið Wayne Rooney verður í liði Everton gegn Aston Villa á Villa Park í dag en hans var sárt saknað þegar hann tók út leik- bann gegn Southampton um síð- ustu helgi. David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, sagði að byrj- un liðsins væri ekki eins góð og hann hefði vonast eftir en Everton hefur aðeins unnið tvo af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. „Ég veit ekki hvað er að - ef ég vissi það þá væri ég búinn að laga það. Góður árangur liðsins í fyrra skapaði væntingar fyrir þetta tíma- bil en enn sem komið hefur höfum við ekki staðið undir þeim. Við höf- um ekki verið að spila vel en ég vona að menn rífi sig upp fyrir leik- inn geng Aston Villa,“ sagði Moyes. Thomas Sörensen, markvörður Aston Villa, hrósaði varnarmönnum sínum fyrir frammistöðuna í markalausu jafntefli gegn Birming- ham um síðustu helgi. „Frammistaða varnarmanna liðs- ins í þeim leik var frábær og við þurfum að byggja á henni í næstu leikjum. Menn fórnuðu sér hver fýr- ir annan og ef það heldur áfram þá erum við í góðum málum," sagði Sörensen. Allt í blóma Birmingham hefur byrjað tíma- bilið frábærlega og er í fjórða sæti deildarinnar. Liðið gerði marka- laust jafntefli gegn Aston Villa um síðustu helgi í leik þar sem það var mun betri aðilinn og Bruce mun væntanlega biðja sína menn um að halda uppteknum hætti. „Við höfum verið að spila vel að undanförnu en það reynir á menn þegar halda þarf stöðugleika. Við erum með gott lið en við verðum að passa okkur á að vanmeta ekki Bolton. Þeir töpuðu illa um síðustu helgi og mæta brjálaðir til leiks," sagði Bruce. Bolton steinlá fyrir Manchester City, 6-2, um síðustu helgi og kall- aði Sam Allardyce, stjóri liðsins, eft- ir samstöðu. „Við verðum að spila eins og eitt lið, ekki eins og ellefu einstaklingar. Ef við gerum það ekki þá vinnum við ekki leik,“ sagði Allardyce. í sóknarhug Þau tvö lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni, Chelsea og Manchester City, mætast á Stam- ford Bridge í dag. Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Arsenal um síðustu helgi en sjálfs- traust leikmanna Manchester City er mikið eftir stórsigur á Bolton, 6-2. „Við eigum frábært sóknarlið og höfum skorað flest mörk allra liða í deildinni. Við munum ekki koma til Stamford Bridge til þess að verjast," sagði Kevin Keegan, stjóri Manchester City. Allra augu munu beinast að ítalska markverðinum Carlo Cudicini en það voru hræðileg mis- tök hans sem kostuðu Chelsea stig gegn Arsenal. Hann bætti hins veg- ar fyrir það með frábærum leik gegn Lazio í meistaradeildinni á mið- vikudaginn og hefur fullan stuðning hjá Claudio Ranieri. Fallvalt hjá Liverpool Liverpool tekur á móti Leeds á Anfield Road í leik þar sem mikið er undir. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og staða Gerards Houlliers, knatt- spyrnustjóra liðsins, versnar með hverjum leiknum. Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, sagði það fásinnu að segja að staða Houlliers væri slæm. „Gengi okkar er ekki honum að kenna. Þegar allt kemur til alls þá erum það við leikmennirnir sem þurfum að standa okkur og að und- anförnu höfum við brugðist okkur sjálfum og stjóranum. Vonandi verður breyting þar á,“ sagði Gerr- ard. Leeds tapaði fyrir Manchester United en Peter Reid, knattspyrnu- stjóri liðsins, sagði sína menn vera á uppleið eftir brösuga byrjun. „Við getum lært mikið af leiknum gegn Manchester United. Við þurf- um að verjast jafn vel og við gerðum þar en jafnframt ná að halda bolt- anum betur heldur en við gerðum í rjoma URVALSOEILD ENGLAND ÞRÍR SIGRAR I RÖO: Hermann Hreiðarsson og IVIatt Holland fagna sér slgri Charlton gegn Blackburn a niánudaginn en liðíð getur unnið sinn fjórða sigur i röð þegar það niætir Arsenal á niorgun. Arsenal 9 7 2 0 18-7 23 Man. Utd 9 7 1 1 17-3 22 Chelsea 9 6 2 1 19-9 20 Birmingh. 9 4 4 1 8-5 16 Man. City 9 4 3 2 20-11 15 Fulham 9 4 3 2 17-12 15 Charlton 9 4 2 3 13-12 14 Southam. 9 3 4 2 8-5 13 Portsm. 9 3 3 3 11-9 12 Newcastle 9 3 3 3 12-12 12 Llverpool 9 3 2 4 12-10 11 Tottenham9 3 2 4 10-13 11 Everton 9 2 3 4 12-14 9 AstonVilla 9 2 3 4 8-12 9 Blackburn 9 2 2 5 15-17 8 Bolton 9 1 5 3 8-18 8 Leeds 9 2 2 5 8-18 8 Middlesbr. 9 2 1 6 7-15 7 Wolves 9 1 3 5 3-18 6 Leicester 9 1 2 6 11-17 5 þeim leik. Ef það tekst þá er ég bjartsýnn. Verðugt verkefni Fulham bíður verðugt verkefni þegar liðið sækir Manchester United heim á Old Trafford. Manchester United hefur ekki enn fengið á sig mark í fimm heimaleikj- um auk þess sem liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni í tíu ár. „Það er alveg ljóst að við þurfum að spila betur heldur en gegn Newcastle til að eiga möguleika gegn meisturunum. Við vorum lakari aðilinn allan tímann og átt- um aldrei möguleika. Við verðum að rífa okkur upp og sýna toppleik því að annars eigum við ekki glætu,“ sagði Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, en liðið tapaði fyrir Newcastle um síðustu helgi. í sigurvímu Newcastle tekur á móti Portsmouth á St. James’ Park í dag. Bæði liðin eru í sigurvímu eftir sigra um síðustu helgi. Newcastle hefur unnið þrjá síðustu leiki sína og virðist vera að rétta úr kútnum eftir hörmulega byrjun. Portsmouth bar sigurorð af Liver- pool og náði að k'omast á sigur- braut eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið er nú í níunda sæti deildarinnar sem er frábær árangur af nýliðum að vera og eflaust mun betra held- ur en Harry Redknapp, stjóri liðs- ins, hafði þorað að vona. Bull hjá Blackburn Blackbum, sem hefur tapað síð- ustu þremur leikjum í deildinni, sækir Southampton heim í dag en bæði þessi lið hafa átt í vandræðum með að skora að undanförnu. „Það hefur verið gremjulegt að horfa upp á liðið missa af hverjum sigrinum á fætur öðrum vegna ónýttra tækifæra en það er ekki hægt að setja út á liðið því að það em allir að gera sitt besta til að laga þetta. Þegar svo er þá er er stutt í að hlutimir fari að ganga á nýjan leik,“ sagði Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri Southampton. Graeme Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, sagðist vera viss- um að gæfan færi að snúast í lið með sínum mönnum. „Við höfum verið að spila vel en ekki fengið stig. Mín tilfinning er að það fari að breytast," sagði Souness. Hvílir bölvun á Boro? Steve McClaren, knattspymu- stjóri Middlesbrough, segist vera sannfærður um að það hvíli ein- hvers konar bölvun yfir félaginu ef marka má gengi liðsins það sem af er tímabilinu. Liðið er í þriðja neðsta sæti en hefur spilað vel að hans mati og átt skilið að fara með sigur af hólmi í flestum leikjanna sem liðið hefur spilað. „Við höfum alltaf verið að spila vel, skapað okkur fullt af fæmm en því miður virðist okkur vera ómögulegt að innbyrða sigur. Það hvílir einhver bölvun yfir félaginu nú um stundir en við verðum að fara að snúa þessari þróun við. Ég get samt ekki skammað leikmenn mína því að þeir hafa verið að spila vel,“ sagði McClaren. Middlesbrough mætir Totten- ham sem verður án síns helsta markaskorara, Freddie Kanoute. Tottenham hefúr fengið vind í segl- in eftir að Glenn Hoddle var sagt upp og er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum. „Við vomm heppnir gegn Leicester um síðustu helgi en mér fannst við eiga skilið að fá lukkuna í lið með okkur. Hver veit hvað gerist um þessa helgi - kannski verðum við óheppnir þá,“ sagði David Pleat, knattspyrnustjóri Tottenham. Bullandi botnbarátta Tvö neðstu lið deildarinnar, Wolves og Leicester, mætast á Moulinex-leikvanginum. Leicester hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en Micky Adams, stjóri liðsins, er brattur þrátt fyrir það. „Mínir menn þurfa á sigri að halda og sá sigur getur komið hvenær sem er. Það eina sem þeir þurfa að passa sig á er að halda sjálfstraustinu og hafa trú á því sem þeir em að gera.“ David Jones, knattspyrnustjóri Wolves, sagði að þessi leikur skipti ekki meira máli en hver annar. „Við verðum í botnbaráttunni í vetur og öll stig, sama á móti hverjum, skipta máli." oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.