Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003
Fréttir 0V
Ríkisendurskoðun á ekki að afhenda fjármálaráðuneytinu gögn um áfengiskaup i
fimmtugsafmæli Bryndísar Schram. Hæstiréttur dæmdi í gær að einkaskjöl sem
Jón Baldvin Hannibalsson sendi Rikisendurskoðun væru ekki eign fjármála- eða
utanrikisráðuneytisins og ættu því ekki heima i skjalasöfnum þeirra.
Brennivínsreikningar
ern
Hæstiréttur dæmdi í gær að það væri engin
lagaheimild fyrir því að Ríkisendurskoðun af-.
henti fjármálaráðuneytinu gögn sem Jón Bald-
vin sendi stofnuninni þegar hún gerði úttekt á
veislukostnaði ráðherra árið 1989. Um er að
ræða reikninga vegna áfengiskaupa í fimmtugs-
afmæli Bryndísar Schram sem haldið var á Hót-
el íslandi á meðan maður hennar var fjármála-
ráðherra.
Deilan snýst í stuttu máli um það hvort Jón
Baldvin og Bryndís hafi látið fjármálaráðuneyt-
ið borga fyrir sig áfengisveitingar í afmælisveisl-
unni en vínið hafði verið fengið að láni hjá
Veislusölum ríkisins í Rúgbrauðsgerðinni. Rík-
isendurskoðun komst að því við athugun að allt
hefði verið með eðlilegum hætti en Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur efast
um að svo hafi verið og kallað eftir því að öli
gögn verði lögð á borðið.
Þegar Jón var orðinn utanríkisráðherra
kviknaði umræða í fjölmiðlum um að heimild
ráðuneyta til að fá endurgreiddan áfengiskostn-
að hefði verið nýtt vegna áfengisins sem keypt
var í fimmtugsafmæli Bryndísar. Jón Baldvin
sendi Ríkisendurskoðun gögn þar sem gerð var
grein fyrir meðferð veislufanga og því, hvernig
kostnaður vegna afmælisveislunnar var greidd-
ur. Niðurstaða áfengisúttektar Ríkisendurskoð-
unar var á sínum tíma að ekkert hafi komið
fram sem gefi ástæðu til að tengja saman þau
gögn sem Jón Baldvin telur einkagögn og út-
tektarbeiðnir fjármálaráðuneytisins eða rengja
sannleiksgildi gagna um að greiðsla fyrir veit-
ingar hefði verið með eðlilegum hætti.
Jón Steinar óskar eftir gögnum
Það var svo rúmum áratug eftir þessa niður-
stöðu Ríkisendurskoðunar að Jón Steinar
óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun að hún
Jéti honum í té ljósrit af þeim
gögnum sem stofnunin skoðaði
við þessa athugun og vísaði til
uppíýsingalaga. Ríkisendur-
Jón Steinar Gunnlaugsson Óneitan-
lega gaman að láta á það reyna hvort
Rikisendurskoðun geti neitað að afhenda
gögnin.
Hafnfirskir skólar geta ekki borgað 12
þúsund fyrir hvert bráðgert barn:
Hafa bara efni á einu
gáfuðu barni
skoðun taldi að sér væri það ekki heimilt enda
telur stofnunin að upplýsingalög nái ekki yfir
hana, nokkuð sem Jón Steinar telur rangt.
Ríkisendurskoðun vísaði Jóni Steinari á að
leita upplýsinga frá utanríkisráðuneytinu sem
fann gögnin ekki hjá sér og vísaði á fjármála-
ráðuneytið. Eftir nokkur bréfaskipti og úrskurði
frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál um að
Ríkisendurskoðun ætti að afhenda fjármála-
ráðuneytinu gögnin, þar sem þau hefðu verið
hluti opinberrar athugunar á veislukostnaði
ráðuneyta, höfðuðu Jón Baldvin og Bryndís
mál til að stöðva það að gögnin yrðu afhent. Þá
tóku við málaferlin sem lauk í gær.
Lögmaður hjónanna taldi að Bryndís hefði
líka aðild að málinu enda varðaði það hana
ekki síður en Jón Baldvin. Gögnin séu
þeirra beggja og hún hafi að öllu
leyti haft forgöngu um kaup
á veitingum og afmælis
veislan hafi verið hennar
veisla.
Héraðsdómur
dæmdi í vor að Ríkis-
endurskoðun mætti af-
henda fjármálaráðu-
neytinu gögnin sem Jón
Baldvin afhenti henni á
sínum tíma. Niðurstaðan
hjá Hæstarétti er hins
vegar önnur, eða að
engin laga- ..
heimild
sé til
þess að
Ríkis-
end
urskoðun afliendi fjármálaráðuneytinu gögnin
sem Jón Baldvin lagði fram.
Gaman að láta á það reyna
Jón Steinar segist ekki hafa ákveðið hvort
hann láti hér staðar numið. Hann leggur áherslu
á að hér hafi aðeins verið skorið úr um tæknilegt
atriði, eða það hvort Ríkisendurskoðun afhendi
fjármálaráðuneytinu gögnin. Hann segist telja
að niðurstaða Hæstaréttar um þetta sé að öllum
líkindum rétt. Eftir eigi að láta á það reyna á ný
hvort Ríkisendurskoðun geti synjað um afhend-
ingu á gögnum og hvort athugasemd við upplýs-
ingalögin nægi til að stofnunin sé undanþegin
þeim. Hann segist þó ekki hafa ákveðið hvort
hann láti á það reyna. „Ég er nú orðinn prófess-
or, og mér finnst gaman að prófa allskonar hluti,
og það væri óneitanlega gaman að láta á
það reyna en ég er satt að segja ekki bú-
inn að ákveða hvort ég geri það,“ segir
Jón Steinar.
kgb@dv.is
Jón Baldvin og Bryndís
Vildu ekki að Ríkisendurskoðun
afhenti gögn vegna áfengis-
kaupa þeirra I fimmtugsafmdeli
Bryndísar.
Lækjarskóli í Hafnarfirði Maria Kristín Gylfadóttir, fulltrúi foreldra I fræðsluráði Hafnar-
fjarðar, segir foreldra vilja vita hvers vegna aðeins eitt barn úr Hafnarfirði fær að taka þátt I
sérstakri fræðslu fyrir bráðger börn I Háskóla Islands. Bærinn segir fjárskort aðalástæöuna.
Kostnaðurinn fyrir bæinn er 12 þúsund krónur á önn fyrir barnið.
Vetnisbílar á
markað 2020
Margir hafa heimsótt Is-
land vegna áhuga á tilraun-
um Islendinga með vetni
sem orkugjafa og hafa er-
lendir fjölmiðlar og fag-
menn mikinn áhuga á ís-
lenska vetnisverkefninu. ís-
lendingar tóku í gær þátt í
því að stofna samstarfsvett-
vang með þrettán öðrum
ríkjum með það markmið
að vetnisbílar verði komnir
á markað á samkeppnis-
hæfu verði árið 2020.
Iðnaðarráðuneytið telur
að vaxandi umfjöllun um
vetnismál víða um heim
hafi nýst Islandi beint og
óbeint í ýmsum málaflokk-
um og styrkt jákvæða
ímynd Islendinga.
Ástarlíf í
molum
Monica Lewinsky, fyrr-
um lærlingur í Hvíta hús-
inu, á í mesta basli með að
ná sér í karlmann. Stefnu-
mótin eru að sögn Monicu
fá og ástarsam-
böndin ætíð
skammvinn.
Monica greinir
frá þessu í viðtali
við tímaritið GQ.
Eins og kunnugt
er átti Monica í
frægu sambandi
við Bill Clinton fyrrverandi
Bandaríkjaforseta. Sam-
bandið kostaði Clinton
næstum forsetastólinn.
Sagan af Monicu og
Clinton virðist ekki ætla að
falla í gleymskunnar dá
eins og Monica hefði kosið.
Hún segir karlmenn ekki
líta sig réttum augum og
fortíðin elti sig uppi þegar
hún reyni að kynnast karl-
mönnum. Af Monicu er
það annars að frétta að hún
hannar og framleiðir hand-
töskur í New York auk þess
að stjórna sjónvarpsþætti.
Öryrkjar bíða
borgunar
Öryrkjar hafa enn ekki
fengið borgaða leiðréttingu
vegna dóms Hæstaréttar.
Ekki er ljóst hversu há upp-
hæðin sem Tryggingastofn-
un reiðir af hendi verður en
hún gæti numið allt að 1,5
milljarði króna. Karl Steinar
Guðnason, forstjóri stofn-
unarinnar, segir mikla
vinnu felast í því að grand-
skoða hvern einstakling
fyrir sig. „Það þarf að taka
hvern einasta einstakling
og sjá hans feril í sambúð,
hvort hann hefur skilið eða
gifst. Við gefum okkur tíma
til að vera örugg um að
þetta sé gert rétt og við
greiðum þetta út eins
íljótlega og við getum."
18 prósenta dráttarvext-
ir eru á greiðslunni og því
hvetur það Tryggingastofn-
un enn frekar til dáða. „Ég
vil minna á að við höfðum
fjóra mánuði árið 2000 þeg-
ar síðasti dómur var. Ég bið
menn um að sýna biðlund
og við vonumst til áð ná
þessu inn fyrir jólin," segir
Karl.
„Bærinn þarf að greiða 12 þús-
und krónur með hverju barni á önn
og foreldrarnir 9 þúsund. Það eru
aðhaldsaðgerðir hjá bænum og ein-
hvers staðar varð að skera niður,"
segir Magnús Baldursson, fræðslu-
stjóri Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar segir
mikinn kostnað meginástæðu fyrir
því að aðeins eitt barn frá skólum
bæjarins taki þátt í sérstöku verkefni
samtaka Heimilis og skóla, Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur og Háskóla
Islands, fyrir bráðger börn, að þessu
sinni. Verkefnið fer fram í Háskóla
íslands þar sem bráðgeru börnin
mæta á laugardögum og bæta við
þekkingu sína.
Að sögn Magnúsar er miðað við
að um tvö prósent barna séu bráð-
ger. Samkvæmt þvf myndu bráðger
börn í fimmta til sjöunda bekk
grunnskólans, sem verkefnið nær til,
skipta mörgum tugum í Hafnarfirði.
Raunin hafi einmitt verið sú tvö
undanfarin ár að hópur af slíkri
stærðargráðu hafi verið sendur í
verkefnið.
„Ég hef engar niðurstöður séð
um árangurinn af þessu verkefni en
ég held að börnin hafi almennt verið
ánægð,“ segir Magnús.
María Kristín Gylfadóttir, fulltrúi
foreldra í fræðsluráði Hafnarfjarðar,
segir foreldra hafa viljað vita
ástæðuna fyrir fækkun þátttakenda í
verkefninu.
„Okkur finnst skjóta skökku við
að það sé svona mikill munur milli
ára. Er það vegna skorts á upplýsing-
um, vegna peningaleysis eða vegna
þess að skólastjórnendur hafa ekki
trú á verkefninu? Vonandi fáum við
nákvæmara svar við því á næsta
fundi fræðsluráðs," segir María.
gar@dv.is