Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV DV Fréttir FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 1 7 I I Heimsókn George W. Bush til Stóra-Bretlands er fyrsta opinbera heimsókn Bandaríkjaforseta í tíð Elísa- betar II drottningar og hefur hún þó setið í hásætinu í 52 ár. Almenningur í Bretlandi er áberandi andsnúinn veru forsetans í landinu og 1 gær var blásið til gríðarstórs mótmælafundar á Trafalgar-torgi. Um það bil 500-600 manns mótmæltu veru forsetans fyrir utan hlið Buckingham- hallar á miðvikudag og voru lögreglumenn talsvert fleiri. Mótmælin voru hávær en að mestu leyti friðsamleg og hafa einungis 50 manns hingað til verið handteknir, aðallega fyrir smáglæpi á borð við ölvun, þjófnað og vörslu eiturlyfja. I miðbæ Lundúna var hins vegar margt um manninn og mikið af litrík- um mótmælum. Maður í herforingjabúningi með Saddam Hussein-andlitsgrímu gekk um götur borgarinnar og sagðist vera að leita að George vini sínum. Kvaðst Saddam þessi hafa verið í felum í London allan tímann sem stríðið hefði verið í gangi. Víða um Lundúnir hafa verið reistar - og svo rifnar niður - pappamassa-styttur af forsetanum til að end- urspegla þann atburð þegar stytturnar af Saddam voru rifnar niður í upphafi íraks- stríðsins. Þá eru Bretar hvattir til að fara inn á síðuna www.stopwar.org.uk þar sem hægt er að fá leiðbeiningar um hvernig þeir geti skil- að inn kæru á hendur Tony Blair fyrir glæpi gegn mannkyninu á næstu lögreglustöð. Blaðamaður komst inn í höllina öryggisgæslan í kringum heimsókn Banda- ríkjaforseta til Stóra-Bretlands kostar rúmlega 600 milljónir íslenskra króna en þrátt fyrir það tókst blaðamanninum Ryan Parry, frá dag- blaðinu Daily Mirror, að tryggja sér starf sem þjónn í Buckingham-höll tveimur mánuðum fyrir heimsóknina, einungis með nokkur fölsuð meðmælabréf upp á vasann. Hann var enn í höllinni þegar Bush kom þangað. „Ég hefði alveg eins getað verið hryðju- verkamaður og þau hefðu' aldrei fattað það,“ var haft eftir honum, en hann gekk út úr höll- inni á þriðjudagskvöldið var og settist við skriftir á nýjan leik hjá Daily Mirror. Málið er hið vandræðalegasta fyrir bresk yfirvöld enda almenningur ekki sáttur við gríðarlegan kostnað öryggisgæslunnar, en Bucking- ham-höll íhugar nú lögsókn á hendur Daily.Mirror. Breytt dagskrá Mörgum viðburðum í dagskrá Bush hefur verið breytt eða aflýst vegna mótmælanna og mun J$' forsetinn ekki ávarpa breska þingið því talið er að fjölmargir þingmenn muni nota tækifærið og sniðganga hann. Þá var göngu forsetans og drottningarinnar niður Mall-breiðgöt- una hjá Buckingham höll aflýst vegna ótta við að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða og myndatökur af þjóðar- leiötogunum fóru fram í te boði. I gær fór fram stærsta ein- staka mótmælagangan, talið var að 70.000 manns hefðu tekið þátt í göngunni fram hjá híbýlum Tonys Blair á Downing-stræti áður en stoppað var á Trafalgar-torgi þar sem enn ein Bush-styttan var látin falla, viðstöddum til mikillar ánægju. ari@dv.is Mörgum viðburðum í dagskrá Bush hefur verið breytt eða aflýst vegna mótmælanna og mun v' forsetinn ekki ávarpa breska þingið því ? talið er að fjölmargir þingmenn muni nota tækifærið og sniðganga hann. George Bush Skiptar skoðanit og mikil mótm.v H liafa einkemit heimsokn lians til London. Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir í Tate Modern Sólarverkið hans Ólafs notað sem mótmæli gegn Bush Ólafur Elíasson listamaður var staddur á innsetningu sinni í Tate Modern safninu í London í fyrra- dag þegar hópur fóiks birtist hon- um að óvörum og lagðist í gólfið. Þannig stafaði það orðsendingu sem unnt var að lesa úr gríðarstór- um loftspegli sem er hluti af verki Ólafs. Skilaboðin voru þau að Bush Bandaríkjaforseta skyldi hypja sig heim. „Þetta var rosalega áhrifaríkt, al- veg hreint magnað," segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Lista- safns Reykjavíkur, en hún var með- al gesta á sýningu Ólafs þegar mót- mælin áttu sér stað. „Þessi salur er kallaður túrbínusalurinn og er risa- vaxinn, mörg hundruð fermetrar. Uppi í loftinu er risastór spegill og það er mjög algengt að gestir safns- ins leggist í gólfið og virði fyrir sér sýningarnar ofan frá og það gerðu þeir einnig núna. Mótmælaverkið tók á sig mynd smátt og smátt og myndaði fólkið eitt orð í einu, fyrst „Bush", svo „go“, þá „home“, þannig að úr varð setningin; „Bush go home“ og undir lokin bættist við orðið „now." Þau gerðu alla stafina öfuga út af spegluninni." Soffía segíst hafa heyrt nokkra mótmæl- endur tala um það eftir atburðinn að upprunalega hafi staðið til að allir yrðu naktir en svo hafi það ver- ið blásið af. „Það hefði líka örugg- lega dregið athyglina frá aðalboð- skapnum.“, Soffía Karlsdóttir og Ólafur Elíasson „Þetta varrosalega áhrifarikt," segir Soffia kynningarstjóri Listasafns Reykjavikur, en hún var meðal gesta á sýningu Ólafs þegar mótmælin táknrænu áttu sérstað. Þar var Bush skipað að koma sér aftur heim til Bandarikjanna. Á i _______________L t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.