Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 22
- 22 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Sport DV Gunnarer á eftir metum Gunnar Einarsson, ^ fyrirliöi Keflvíkinga, á möguleika á að bæta nokkur met um helgina og verða meðal annars sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í keppni hinna fjögurra fræknu. Gunnar er sem stendur sá sem hefur leikið flestar mínútur (287) og fengið flestar villur (26) en á góða möguleika á því að vera sá sem hefur leikið flesta leiki, stolið flestum boltum og skorað flestar þriggja stiga körfur. Dómararnir - eru klárir Dómarar leikjanna í Hópbílabikarnum eru klárir og kemur það í hlut þeirra Björgvins Rúnarssonar og Aðalsteins Hjartarsonar að dæma úrslitaleikinn á laugardaginn. Leik Njarðvíkur og Grindavíkur munu dæma þeir Helgi Bragason og Rögnvaldur Hreiðarsson og leik Keflavíkur og Tindastóls dæma þeir Leifur Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson. Friðrik hefur aldrei unnið Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðs- *. þjálfari, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Intersport- deildinni og einn sigur- sælasti þjálfari íslenskar körfuboltasögu á enn eftir að stýra liði sínu til sigurs í fyrirtækjabikar KKÍ. Friðrik Ingi hefur stjórnað sínum liðum í sex leikjum og flmm þeirra hafa tapast, fjórir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikurinn með Grindavík gegn Keflavík í fyrra. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-inga, spáir í spilin fyrir undanúrslit Hópbílabikars Undanúrslit í Hópbilabikari karla í körfuknattleik fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Njarðvík og Grindavík mætast í fyrri leiknum sem hefst kl. 18.30 en Keflavík og Tindastóll í þeim síðari sem hefst kl. 20.15. Keflvíkingar eiga titil að verja en þeir unnu Grindavík í úrslitum í fyrra, 75-74, í æsispennandi leik í Keflavík. DV Sport fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara KR-inga, til að spá í spilin fyrir leikina tvö. Ingi Þór sagði að hann byggist við tveimur hörkuleikjum í Höllinni í kvöld. Von á jöfnum og spennandi leik "Ég á von á mjög jöfnum og spennandi leik á milíi Njarðvíkur og Grindavíkur. Deildarleikurinn á milli þessara liða var mjög skemmtilegur, tvíframlengdur og ég vona að þessi leikur gefi þeim leik ekkert eftir. Grindvíkingar hafa verið sterkari í deildinni í vetur, eru taplausir og hafa spilað mjög vel. Þeir eru með mjög gott lið og hafa notið góðs af innkomu Dan Trammells, sem hefur komið með fráköst og ógnun inn í teig hjá liðinu, en slíkt vantaði sárlega í fýrra. Páll Axel Vilbergsson og Darrell Lewis eru frábærir leikmenn og síðan kemur Helgi Jónas Guðfinnsson inn á nýjan leik. Hann styrkir liðið að sjálfsögðu mikið en er þó ekki enn kominn í sitt besta form. Meiri breidd hjá Njarðvík Njarðvíkingar eru með gífurlega sterkt lið. Brandon Woudstra er virkilega sterkur leikmaður og mennirnir í kringum hann vinna vel fyrir hann þannig hann nýtur sín vel. Brenton Birmingham stjórnar leik liðsins mjög vel þótt hann sé ekki jafn áberandi og oft áður. Þeir eru sterkir inni í teig þar sem Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson ráða ríkjum og taka mikið af fráköstum. Auk þess hefur hinn ungi Egill Jónasson komið sterkur inn og skilað dýrmætum mínútum undir körfunni. Það sem ég held þó að geri gæfumuninn í þessum leik er að Njarðvíkingar hafa ívið meiri breidd. Þeir eru með sterkari bekk og það er ekki ónýtt að vera með mann eins og Guðmund Jónsson sem getur komið inn af bekknum og skorað 20 stig með lítilli fyrirhöfn. Það er eitthvað Styrkleiki Keflavíkur felst í því að liðið getur spilað mjög hratt og hefur frábærar skyttur innan sinna raða. Ekki skemmir fyrir að erlendu leikmennirnir virðast vita nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er. sem segir mér að Njarðvíkingar vinni þennan leik en helsta ástæðan er eins og fyrr segir að þeir eru með mun breidd," sagði Ingi Þór. Öruggt hjá Keflavík Ingi sagðist ekki búast við öðru en að Keflvíkingar ynnu nokkuð öruggan sigur á Tindastólsmönnum í seinni leiknum í kvöld. "Þessi lið spiluðu á þriðjudaginn og þá vann Keflavík nokkuð auðveldan sigur. Þeir lentu að vísu í vandræðum í fyrri hálfleik en keyrðu síðan upp hraðann í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn. Keflvíkingar eru með betra lið og ef þeir ná keyra upp hraðann í leiknum vinna þeir leikinn örugglega. Styrkleiki Keflavíkur felst í því að liðið getur spilað mjög hratt og hefur frábærar skyttur innan sinna raða. Ekki skemmir fyrir að erlendu leikmennirnir virðast vita nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er. Gunnar Einarsson hefur spilað mjög vel í vetur en Magnús Þór Gunnarsson á mikið inni og gæti hugsanlega sprungið út í kvöld. Þá bætist í hópinn enn ein þriggja stiga skyttan hjá Keflvíkingum. Svo má ekki gleyma að Falur Harðarson hefur spilað mjög vel og hreinlega unnið suma leiki í vetur upp á eigin spýtur. Verða að halda hraðanum niðri Tindastólsmenn verða að halda hraðanum niðri ætli þeir sér að eiga möguleika í kvöld. Þeir eru ekki með stóra menn inni í teig þannig að það Titli fagnað Keflvíkingar fagna hér sigri í Kjörísbikarnum í fyrra en þá lögöu þeir Grindvikinga í úrslitum i Keflavik, 75-74. er svipað komið fyrir liðunum þar en þeir þurfa á því að halda að Kristinn þjálfari Friðriksson verði í stuði. Erlendu leikmennirnir þrír hafa spilað stórt hlutverk í sóknarleiknum en Kristinn og Axel Kárason verða að vera meira með. Þegar öllu er á botninn hvolft þá tel ég að Keflavík vinni þennan leik örugglega. Þeir eru með svakalega sterkt lið og einbeitingin ætti að vera í toppi þar sem bikar er í húfi, titill sem þeir unnu í fyrra og vilja væntanlega vinna aftur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-inga um leikina í kvöld. oskar@dv.is Sigmundur í KR » Sigmundur Kristjánsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við fslandsmeistara KR í knattspyrnu. Sigmundur rifti á dögunum samningi sínum við Utrecht í Hollandi og hélt í heimahagana á ný. Flest lið í Landsbankadeildinni höfðu áhuga á Sigmundi ásamt því sem hans gamla félag, Þróttur, beið með opinn faðminn. Það heillaði Sigmund ekki þar sem hann vildi leika í efstu deild og lýsti hann því yfir fyrir helgi að valið stæði á milli ÍA og KR. „Þetta var virkilega erfitt val,“ sagði Sigmundur í samtali við DV Sport í gær. „Bæði voru mjög spennandi valkostir en ég varð að ákveða eitthvað á endanum og KR varð fyrir valinu,“ sagði Sigmundur og bætti við að það hefði ekki verið neitt sérstakt sem réð því að hann valdi KR frekar en ÍA. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég kem ekki til með að ganga inn í byrjunarliðið hjá KR heldur þarf ég ». að hafa fyrir hlutunum ef ég ætla að fá að spila. Það þarf reyndar alltaf að leggja hart að sér sama hvar maður leikur," sagði Sigmundur sem hlakkar mikið til sumarsins með KR. „Þetta verður mjög spennandi ár þar sem liðið tekur þátt í Evrópukeppninni og er þar að auki að verja titilinn," sagði Sigmundur sem mætti á sínu fyrstu æfingu hjá KR í gærkveldi. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, kannast aðeins við Sigmund en hann var þjálfari meistaraflokks Þróttar þegar Sigmundur var að byrja að gera vart við sig hjá félaginu. „Þetta er mjög fjölhæfur leikmaður. Hann hefur góða tækni, er jafnvígur á báða fætur ásamt því sem hann er hraður á bolta,“ sagði Willum um Sigmund en hann fjölhæfni hans opnar ýmsa möguleika fyrir Willum því hann getur leikið á báðum vængjum sem og inn á miðjunni. Sigmundur er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir íslandsmeistaranna í vetur en áður hafði Agúst Gylfason samið við Vesturbæinga og svo er Guðni Rúnar Helgason einnig á leið til félagsins. Sigmundur Kristjánsson Valdi KR frekaren ÍA og skrifaöi undir tveggja ára samning við ísiandsmeistarana i gær. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.