Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Sport DV Rétt að selja Beckham Sir Roy Gardner, stjórnarformaður Man. Utd, sagði við breska fjölmiðla í gær að það hefði verið rétt af félaginu að selja David Beckham til Real Madrid. Gardner segir að ástæðan fyrir því að þeir hafi selt Beckham sé einfaldlega sú að hann hafi ekki staðið sig nógu vel hjá félaginu og því hafi ákvörðunin að selja hann verið auðveld. Gardner segir enn fremur að Real hafi verið öfundsjúkt út í United þar sem þeir hafi aðeins selt 250 þúsund liðstreyjur áður en Beckham kom til félagsins á meðan United hafi selt 2,6 milljónir af treyjum. Carlo svarar fyrir sig Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, svarar gagnrýni brasilískra fjölmiðla fullum hálsi en Brasilíumenn skilja ekkert í því af hverju Ancelotti getur ekki notað mann eins og Rivaldo sem er lykilmaður í brasilíska i landsliðinu. „Þessi gagnrýni hefur engin áhrif á mig," sagði Anceiotti. „Ég fer að hlæja þegar ég heyri að Rivaldo og Kaka geti leikið saman með brasilíska landsliðinu en ekki AC Milan. Það sem brasilíska pressan þarf að muna er að ég hef einnig leikmenn eins og Shevchenko, fnzaghi og Rui Costa. Ég hef ekkert á móti Rivaldo. Það er bara hörð keppni um stöður hjá þessu félagi." Markalaust hjá íslandi og Mexíkó íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli gegn Mexikó í vináttulandsleik í San Fransisco í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Þessi árangur íslenska liðsins verður teljast ansi góður því að marga lykilmenn vantaði í íslenska liðið á meðan mexíkóska liðið stillti upp nánast sínu sterkasta liði. Helgi Sigurðsson komst næst því að skora fyrir íslenska liðið en markvörður Mexíkóa varði tvívegis frá honum. Þrír leikmanna íslenska liðsins, Kristján örn Sigurðsson, Björgólfur Takefusa og Olafur Ingi Skúlason, spiluðu sinn fyrsta landsleik. Lettar í loft upp Leikmenn lettneska landsliðsins i knattspyrnu, sem tryggðu sér sæti iúrslitum EM i fyrsta sinn á miðvikudagskvöldið, tollera hérþjálfara sinn, Aleksandrs Starkovs, eftir leikinn gegn Tyrkjum íIstanbúl. ggjfek Raðað í styrkleikaflokka fyrir EM í Portúgal á næsta ári Öfliig liö í öðpum flokki I gær var raðað í styrkleikaflokka fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal á næsta ári en dregið verður í riðla 30. nóvember næstkomandi. Evrópumeistarar Frakka eru í fyrsta styrkleikaflokki ásamt gestgjöfum Portúgala, Svíum og Tékkum. Annar styrkfeikaflokkurinn er mjög öflugur en þar eru Englendingar, Italir, Spánverjar og Þjóðverjar. Það er óhætt að segja að ekkert liðanna í fýrstu tveimur styrkleikaflokkunum vilji lenda á móti Hollendingum sem eru í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króötum, Rússum og Dönum. Liðin í fjórða styrkleikaflokki eru síðan Búlgaría, Sviss, Grikkland og Letdand. Fimm lið, Spánn, Holland, Lettland, Rússland og Króatía, voru þau sfðustu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en það gerðu þau á miðvikudagskvöldið. Lettar í úrslit í fyrsta sinn Lettar eru í fyrsta sinn með í úrslitum stórmóts og er óhætt að segja að þjálfari liðsins, Afeksandrs Starkovs, og leikmenn hans séu þjóðhetjur í heimalandi sínu þessa dagana. Lettnesku dagblöðin spöruðu ekki stóru orðin í gærmorgun. Telegraf skrifaði að 19. nóvember yrði skrifaður með gullstöfum í lettnskar sögubækur sem dagurinn þar sem tak Tyrkja losnaði. Diena vísaði til nafngiftarinnar sem Inonu-leikvangurinn í Istanbúl hefur fengið en það hefur fengið viðurnefnið „Helvíti." „Með sigur út úr helvíti - tyrknesku böðin voru ekkert svo heit." Með böggum hildar Mark Hughes, þjálfari Wales, sem tapaði fyrir Rússlandi á heimavelli, 1-0, og missti þar með af möguleikanum á að komast í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn, var með böggum hildar eftir leikinn. „Lið eins og Wales fær ekki svona tækifæri oft og því er grátlegt að hafa ekki náð að nýta það betur. Ég vorkenni sérstaklega leikmanni eins og Ryan Giggs sem fær að öllum líkindum ekki tækifæri til þess að spila f úrslitum stórmóts. Hann verður þrítugur í þessum mánuði og tíminn er að renna út hjá honum," sagði Hughes sem sagði langt frá því öruggt að hann yrði áfram með liðið - tíminn yrði að leiða það í ljós. oskar&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.