Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Page 25
DV Sport
FÖSTUDAGUR 21. NÚVEMBER 2003 25
Króatinn Dado Prso hefur farið á kostum undanfarnar vikur með Monaco og króatíska landsliðinu.
Skoraði fjögur mörk í Meistaradeildinni með Monaco og kom Króötum svo á EM:
Einn heitasti framherjinn í Evrópu þessa
dagana er Króatinn Dado Prso. Lítið hefur
farið fyrir honum í Evrópuboltanum
undanfarin ár og þeir eru eflaust ekki margir
sem þekkja mikið til verka hans. Aftur á móti
hefur frammistaða hans síðustu vikur með
Monaco og króatíska landsliðinu skotið
honum upp á stjörnuhimininn á ljóshraða.
Fyrst skráði hann sig í sögubækurnar þegar
hann varð þriðji leikmaðurinn í sögu
Meistaradeildarinnar sem skorar fjögur mörk
í leik. Svo sá hann til þess að Króatar tryggðu
sér sæti í lokakeppni á EM næsta sumar með
mörkum í báðum leikjum Króata gegn
Slóvenum í umspilinu.
5. nóvember 2003 er dagur sem rennur
Dado Prso sennilega seint úr minni. Þá varð
hann 29 ára og tók þátt í sögulegum leik sem
breytti ferli hans til hins betra. Fyrir þann leik
var hann varaskeifa í liði Monaco, hafði átt við
erfið meiðsl að stríða í langan tíma og sá ekki
fram á neitt sérstaklega spennandi tíma í
boltanum.
En á afmælisdeginum kom stóra tækifærið.
Spænski landsliðsmaðurinn Fernando
Morientes var meiddur sem varð þess
valdandi að Prso fékk tækifæri í byrjunarliði
Monaco gegn spænska liðinu Deportivo la
Coruna í Meistaradeildinni. Það er skemmst
frá því að segja að leikurinn varð sögulegur í
meira lagi. Hann endaði 8-3 fyrir Monaco,
sem eru hæstu tölur sem hafa sést í
Meistaradeildinni. Prso skráði sig einnig í
sögubækurnar því hann nýtti tækifærið til fulls
og skoraði fjögur mörk í leiknum og jafnaði
þar með met hollensku goðssagnarinnar
Marco Van Basten og ítalska framherjans
Simone Inzaghi.
Van Basten átrúnaðargoðið
„Þetta er klárlega minn besti leikur fyrir
Monaco," sagði Prso eftir leikinn. „Ég hef
skráð nafn mitt í sögubækurnar og það á
afmælisdaginn minn. Þetta er alveg ótrúlegt.
Ég vissi reyndar ekki hvað metið var. Ef ég
hefði vitað að það væri fjögur mörk hefði ég
spilað allan leikinn og reynt að eigna mér það
einn.“
Prso sagði einnig að það væri lygilegt að
vera kominn í sögubækurnar við hliðina á
Marco Van Basten.
I„Van Basten er átrúnaðargoðið mitt og ég
hef alltaf haldið mikið upp á hann. Hann,
ásamt Ruud Gullit og Frank Rijkaard,
j mynduðu ótrúlegt tríó á ítalfu. Fyrir mér er
) Van Basten algert goð.“
Frammistaða hans fór ekki fram hjá
þjálfara króatíska landsliðsins, Otto Baric, sem
smellti Prso í framlínu króatíska landsliðsins
fyrir umspilsleikina gegn Slóvenum. Prso brást
ekki trausti Barics. Hann skoraði mark Króata
í fyrri leiknum á heimavelli, sem endaði 1-1.
Króatar áttu því erfitt verkefni fyrir höndum er
þeir léku í Slóveníu á miðvikudaginn. Það blés
ekki byrlega fyrir króatíska liðið framan af í
Slóveníu því varnarmanninum Igor Tudor var
vísað af velli þegar hálftími var eftir af
leiknum. Þá steig Prso upp enn eina ferðina.
Hann skoraði eina mark leiksins, aðeins tveim
mínútum eftir að Tudor var vísað af velli, og
skaut því Króötum á EM í Portúgal næsta
sumar.
Nýr Davor Suker?
Prso hefur verið mikið hampað í
heimalandinu eftir leikina og telja Króatar sig
vera búna að finna arftaka Davors Sukers í
Dada Prso og verða því miklar væntingar
gerðar til hans í Portúgal næsta sumar.
Miklar umræður eru einnig hafnar um
framtíð leikmannsins en hann er með lausan
samning næsta sumar. Franska stórliðið Paris
Saint Germain og enska úrvalsdeildarliðið
Fulham hafa bæði sýnt Prso áhuga undanfarið
og má fastlega búast við að fleiri fylgi í kjölfarið
á næstu dögum. Prso ætti því að geta gert sinn
stærsta og besta samning á hárréttum aldri.
Sjálfur segist hann helst vilja vera áfram hjá
Monaco en neitar því þó ekki að það freisti
hans að leika á Englandi.
Heitur fyrir Englandi
„Ég vil ekki yfirgefa herbúðir Monaco því
þar líður mér vel og ég hef sagt
forráðamönnum liðsins frá því. Ég sagði við
formanninn að ég vildi gjarnan fá eitt ár í
viðbót til þess að sanna mig. En ef ég þarf að
fara þá vildi ég helst enda með titli og við
höfum sett stefnuna alla leið í vetur. Ég hef
heyrt af áhuga þessara liða. Ég er ekkert
sérstaklega spenntur fyrir PSG því ef ég spila í
Frakklandi þá vil ég bara spila með Monaco en
"Van Basten er
átrúnaðargoðið
mitt og ég hef
alltafhaldið
það væri gaman að reyna fyrir sér á Englandi.
Deildin þar er mjög áhugaverð og mikið af
sterkum leikmönnum sem hafa farið þangað
síðustu ár. Ef ég verð ekki með Monaco þá
myndi ég helst kjósa að spila þar,“ sagði Prso
og hver veit nema við sjáum þennan magnaða
framherja í enska boltanum strax eftir áramót.
henry@idv.is
FERILL DADO PRSO
Fæddur (bænum Zadar í Króatiu 5.
nóvember 1974. Hann er 187
sentimetrar á hæð og 87 kg.
Án Félag: Leikir. Mörlc
97/98 Ajaccio 23 8
98/99 Ajaccio 30 13
99/00 Monaco 20 2
00/01 Monaco 21 4
01/02 Monaco 11 2
02/03 Monaco 20 12
mikið upp á
hann. Hann,
ásamt Ruud
Gullit og Frank
Rijkaard,
mynduðu
ótrúlegt tríó á
Ítalíu. Fyrir mér
er Van Basten
algert goð."