Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Page 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 29 * Nói albínói hefur sigrað hug og hjörtu íslendinga og virðist í þann mund að gera það sama erlendis. En albínóar hafa ekki alltaf hlotið jafn jákvæða meðferð í kvikmyndum. Á tjaldinu er albínóinn oftar enn ekki bæði yfirnáttúrlegur og morðóður, en helstu undantekningarnar eru hinir hugrökku álfar sem leika stórt hlutverk í Hringadróttinssögu. Hugmyndin um álfana er augljóslega innblásin af albínóum, þar sem þeir eru ljósir yfirlitum. Albinóar voru áður fyrr oft kall- . aðir börn tunglsins, því fyrir tíma sólgleraugna og sólaráburðar gátu þeir lítið verið utandyra á daginn. Albínismi er til kominn vegna skorts á melaníni í líkamanum og eitt ein- kenni albínisma er að þeir hafa slæma sjón og eru viðkvæmir fyrir sólarljósi. Meðal ættbálka í Ameríku og Kyrrahafinu hefur oft verið litið á þá sem heilagar verur, en afstaða Vesturlandabúa hefur verið blendn- ari. Lengi framan af var það í tísku að vera sem ijósastur á hörund, sem var til marks um að maður þurfti ekki að vinna ökrunum. Hefðarkon- ur helltu jafnvel arseniki á húðina til að lýsa hana upp. Afbínóum var vel tekið á þessum tíma föla fólksins, en með iðnbyltingunni versnaði hlutur þeirra. Almenningur færðist inn í verksmiðjur og sá ekki til sólar leng- ur, og nú þótti h'nt að vera sólbrúnn til að sýna fram á að maður gæti ver- ið úti þegar maður vildi. A tímum ljósabekkja og sólarlandaferða er sólbrúnka vísbending um velmeg- un, og þeir sem eru fölir eru litnir hornauga. Albínóar hafa því hlotið frekar slæma meðferð á hvíta tjald- inu. 1. Ósýnilegi maðurinn (1933) Ósýnilegi maðurinn er svo fölur að hann er alveg gegnsær. Reyndar kemur fram í bók HG Wells að hann sé albínói, en rannsóknir á litarhætti hans gera það að verkum að hann uppgvötvar ósýnileikann. Á endan- um verður hann svo morðóður geð- sjúklingur, að minnsta kosti sam- kvæmt fyrstu myndgerðinni sem gerð var af Frankenstein og Drakúlaleikstjóranum James Whale. 2. MobyDick(1956) Yfirleitt fer iOa fyrir albínóum í kvikmyndum, og er Moby Dick gott dæmi um það. Albínóinn hér er hundelt- ur af brjáluð- um skip- stjóra að nafni Ahab sem reynir allt hvað hann get- ur til að koma honum fyrir kattar- nef með skutli. En sá hvíti er að sjálfsögðu ekki saklaus hér, frekar en í öðrum bíómyndum, þar sem hann í grimmdaræði hafði áður étið fót skipstjórans. Þekktasta kvikmyndin er eftir John Houston, þar sem Gregory Peck fer með hlut- verk skipstjórans. „Die, chalkfaced skum,“ segir Hómer og keyrir yfir albínósku tón- listarmennina Johnny og Edgar Winter, þar sem hann heldur að þeir tilheyri fyrrnefnda hópnum. Einnig er minnst á albínisma þegar Hómer tekur við skiptinema frá Albaníu, og spyr þá hvort hann verði fölur með ljóst hár. 7. End of Days (1999) Satan er að losna úr helvíti og hinstu dagar eru í nánd. Til að spádómarn- ir megi ganga eftir þarf kölski að frójvga mennska konu eins og kollegi hans í efra. Sá sem færir henni tíðindin er maður með ljóst hár sem í kreditlistanum kallast ein- ungis „Albino." 8. Me, myself and Irene (2000) Skopast er að albínóum og sjóngöll- um þeirra, en margir albfnóar nota linsu festa á gleraugu til að bæta sjónina. Er mikið grín hent að þessu í myndinni, auk þess sem gant- ast er með geð- fatlaða. ■ Álfarnir i Hringadróttins- sögu eru eitt af fáum dæmum um kvikmynda- persónur byggðar á al- bínóunr sem eru ekki geð- brenglaðir glæpamenn og fjöldamorðingjar. 3. The Eiger Sanction (1975) Glæpaforinginn Dragon er svo við- kvæmur fyrir sólarljósi að húð hans brennur ef hann fer út úr rauðlýstu ■ herbergi sínu. Hann þarf líka reglulega að láta skipta um blóð í sér, sem ku ekki vera neitt algeng- ara meðal albínóa en annara þjóðfélagshópa, og mun sjaldgæfara heldur en t.d. meðal rokkstjarna. Blóðgjöf er þó ekki nóg til að bjarga albínóanum eftir að hann lendir f Clint Eastwood. 9. The Time Machine (2002) Albínóarnir hafa hér hækkað í tign. Yfirleitt eru þeir hjálparhellur vondra manna, en hér fá þeir loksins að ráða, enda ger- ist mynd- in 800.000 ár inni í framtíðinni. Að sjálfsögðu hefur allt farið á versta veg undir stjórn al- bínóans (leikinn af Jeremy Irons), en Guy Pierce kippir því í liðinn, breyt- ir honum í duft og allt verður gott aftur. 10. The Matrix Reloaded (2003) í ffamtíðarsýn Wachowski-bræðra eru albínóamir þó enn aðstoðar- menn og heiminum stjórnað af tölv- um, eða það er að minnsta kosti það sem þeir vilja að við höldum. Albínóa-tvíburunum tekst þó ekki að koma Ke- anu og co. fyrir kattarnef, og áhorfendur þurfa að sitja í gegnum eina mynd í viðbót. valur@dv.is 4. Lethal Weapon (1987) Maður sem kallar sig „hershöfðingj- ann“ er eiturlyfjasmyglari og morð- ingi sem hefúr það sem sérstakt áhugamál að henda uppdópuðum ungum stúlkum fram af þökum. En hann vantar aðstoð- armann til að koma hlutunum í framkvæmd og ræður að sjálfsögðu albínóa til verksins. Gary Busey, með aflitað hár, leikur hinn illa hjálparkokk Mr. Joshua, og svo að við þurfum ekki að vera í neinum vafa um hvað hann eigi að fyrirstilla þá kallar Mel Gibson hann meðal annars albínóa þegar hann úthúðar honum með runu blótsyrða. 5. The Firm (1993) Það er undarlegt hvað albínóar eru gjarnir á að verða leigumorðingjar í kvikmyndaheimum, þar sem slæm sjón ætti að vera mikill ókostur í starfsgreininni. Við eigum ef til vill eftir að sjá hvort Nói leggur þetta fyrir sig í Nóa 2, og hvort hann fer þá að vinna fyrir „Fyrirtækið", en þegar lögfræðingar þurfa að fremja illvirki sem eru jafnvel þeim ofviða er hér leitað á náðir leigu- morðingja sém er jafnframt albínói. Sá er reyndar seinna skotinn af að- stoðarmanni sínum. Ef til vill sá hann líka illa. 6. The Simpsons (sjónvarpsþættir) Hómer kemur óvart af stað kjarn- orkuhörmungum sem gera það að verkum að bæjarbúar verða að föl- um illyrmum sem búa neðanjarðar. ný skáldsaga eftir vi'gdísí grímsddttur Sannkölluð spennusaga „Ungum manni skolaði á land um nótt í nóvember. Þaö bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og þaö sváfu allir fuglar." Með þessum upphafsorðum bókarinnarer spennandi atburöarás hrint af stað, þar sem enginn veit hver kann að leynast í dulargervi og tefla lífi förunauta sinna í tvísýnu. „Sannkölluð spennusaga." Soffía Auöur Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ Páll Baldvin Baldvinsson STÖÐ2 „Lesandi er ofurseldur valdi mikillar sagnakonu... náttúrulega fremst sagnaskálda afsinni kynslóð og þó víðar væri farið í skálda- hópi á íslandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.