Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason „JP* Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÖrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Rauðjólí rauðvínsglasi Síðdegis í ær játaði Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sig lfldega sigrað- an íveðurfræð- ingastríðinu um rauð jól eða hvít. Sigurður hafði einn veðurfræðinga spáð rauðum jólum en óvæntar breytingar í lofthjúpi jarðar virðast ætla að verða til þess að jólin verði hvít en ekki rauð. Býst Sigurður við snjóéljum á suðvestur- hominu á aðfangadag. Jörð verður því hvít eða í það minnsta grá. Sigurð- ur segir að rauðu jólin sín einskorðist nú við rauðvínið í flöskunni sem hann ætlar að taka upp með jólasteikinni. Gullmoli eldist Platan með Róbertinó er nd komin í gullplötusölu hér á landi en óvíst að Róbertínó vitiafþví sjálfur. í dag er hann vart lflcur því sem á umslagi plötunnar séstþvíRó- bertínó er komin vel yfir miðjan aldur og rekiu- veitingahús og nætur- kldbb á Ítalíu. Hann er víst orðin hátt f 150 kfló að þyngd og hefur enga hugmynd um velgengni sfna hér á landi. Reykhólasport Hreppsnehid Reykhóla- hrepps hefur samþykkt byggingu nýs fþrótta- húss á Reykhólum. Gert er ráð fyrir léttbyggðri skemmu, 3-400 fermetra sem rís við hlið Reyk- hólaskóla og tengist honum með tengibygg- ingu. Langt yfir skammt Fáskrdðsflrðingar vflja hirða sorp á Suðumesj- um ef marka skal tilboð sem bæjarstjórninni í Reykjanesbæ barst frá Gáma- og tækjaleigunni á Fáskrúðsfirði. Hljóðaði tilboðið upp á tæpar 780 þdsund kronur fyrir Gleðileg jól hirt á tfu daga I Samkvæmt því verða austfirsku öskukarlanir á ferð í Reykjanesbæ 38 sinnum á ári. Aðrir buðu ekki betur. Það eru að koma jól. Eina ferðina enn. Flest okkar taka því fagn- andi. Að vísu vitum við að í hugum sumra með- bræðra okkar og - systra eru jólin ekkert fagn- aðarefni. Sum- ír sakna ástvina og söknuðurinn bítur aidrei grimmar en einmitt þegar gleðin á að rflcja. Aðrir búa við þær að- stæður að engin gleði kemst að. Og aldrei er gleðisnauðara en einmitt þegar við vitum að við eigum og ættum að vera svo glöð. Það er sárt að vita til þessa - að jólin 2003 munu ekki færa okkur alveg öllum einskæra gleði og hamingju og hvíld og endurnýjun lífsþróttarins í faðmi fjölskyldu og vina - sárt, en getur samt ekki skyggt á gleði okkar hinna. Því hún er einlæg og sönn - vonum við - á flestum bæjum. Og það er alveg sama hvemig við kunnum að hneykslast stundum á efnishyggjunni, það er sama hvað við furðum okkur á því hvernig umbúðirnar hafa borið innihaldið ofurliði, það er alveg sama hversu þreytt við kunnum að vera, það er alveg sama hvað argaþrasið verður mikið og það er alveg sama þótt við vitum fullvel að við séum að eyða um efni fram og verðum í vanda langt fram á næsta ár með að greiða reikningana. Það er alveg sama. Jólin er samt hátíð gleði og ánægju, hátíð sem við höldum til þess að gleðja aðra en síður okkur sjálf. Og þess vegna ástæða til að fagna þeim, bjóða þau velkomin. Og óska hvert öðru gleðilegra jóla. Sem við gemm hér, starfsmenn DV: ósk- um landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, nær og f]ær, hérlendis sem erlendis, gleði- legra jóla. Illugi Jökulsson Danir spara Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins skrifaði í gær um dönsku utan- rflásþjónustuna þar sem verulegur niðurskurður stendur fyrir dyrum. Höfundurinn segir: „Á næstu tveim- ur árum verða lagðar niður 130 stöð- ur. Útgjöld verða skorin niður um sem svarar 1.700 milljónum ís- lenzkra króna. Jafnframt verður ferðakostnaður lækkaður, svo og útgjöld vegna hús- næðismála f útlöndum. Hingað til hafa sendimenn Dana í öðrum löndum fengið húsnæði, sem danska rfldð hefur séð þeim fyrir en nú fá þeir ákveðna fjárhæð vegna húsnæðis og verða sjálfir að leita sér að íbúðum eða húsum. Nú þegar hefur einn danskur sendiherra verið beðinn um að flytja í ódýrara hús- næði... Þetta er önnur umferð núverandi rflásstjómar í Danmörku í spamað- araðgerðum í utanrflásþjónustunni. f hinni fyrri vom lögð niður 10 sendiráð og stöðum fækkaði um 120.“ Áfram heldur Morgunblaðið: „Þetta eru athyglisverðar fréttir." Hér errétt að taka fram að þegar Morgunbiaðið segir íleiðara að eitt- hvað sé „athyglisvert “, þá þýðir það í raun - samkvæmt Kremlólógíu þeirri sem enn er nauðsynlegt að hafa í huga þegar maður les Mogg- ann - sem sagt, ef eitthvað er „at- hyglisvert“ íleiðara, þá þýðir það að Mogganum þykir í rauninni stór- merkilegt. Hann kann bara ekki við að taka svo til orða, af því hann er enn þeirrar hyggju að orð hans hafl svo mikið vægi. Og þessi hógværð í orðavali í leiðurum - sem sumum kann að vísu að þykja aðdáunarverð hótstilling, en að okkur iæðist þó sá grunur að orðið „tepruskapur“ sé nærlagi um fyrirbærið - nema hvað, þessi hógværð heldur áfram í fram- haldi leiðarans: „íslenzka utanríkis- Halldór Ásgrímsson lítur á sendiráð ís- lands erlendis sem hugguleg „skilaboð" um vináttu okkar við viðkomandi þjóðir... Þó þau séu meira og minna gagnslaus Fyrst og fremst þjónustan hefur frá upphati tekið mjög mið afhinni dönsku. Aðstaða íslenzkra sendimanna erlendis hef- ur tekið mið af því, sem gerist með smærri (sic? „stærri“?)þjóðum þótt öllum sé ljóst, að smáþjóð á borð við okkur íslendinga hlýtur að sýna meira hófen önnur og stærri ríki. “ Og síðan veltir Morgunblaðið vöngum: „íljósi þess, að við höfum jafnan sniðið starfsemi utanríkisþjónustu okkar að því, sem gert hefur verið hjá Dönum er spurning, hvort við getum ekkilíka lært eitthvað afþeim að þessu sinni. “ Það má nú vera orðið augljóst að við hér á DV erum hrifin af þessum leiðara. Við getum ekki stillt okkur um að vitna áfram til hans: „Sendi- ráðum hefur verið fjölgað töluvert á nokkrum undanfomum árum. Sterk rök em fyrir opnun alla vega sumra þeirra sendiráða. En er kannski hægt að færa rök fyrir því að loka öðrum í staðinn." Við höfum ákveðið að taka upp blæ Morgunblaðsins í þessum dálki. Þess vegna lýsum við því hér með yfir að okkur þykir þessi leiðari Morgunblaðsins „athyglisverður". Við gætum að vísu líka sagt Bragð er að, þá bamið finnur. Eða: Stjómvöld ættu að íhuga vel þau sjónarmið sem fram koma í leiðar- anum. Æ, nei! Við nennum ekki að tala svona! Þvísegjum við einfaldlega: Þau sjónarmið sem Mogginn reynir að koma til skila á þennan mjög svo kurteislega og allt að því teprulega hátt, þau fínnst okkur að vísu vera alveg sjálfsögð en úr því þau koma frá Mogganum, þá verður ekki betur séð en þau séu stórmerki- leg. Sendiráð hafa verið ær ogkýr ut- anrikisþjónustu Halldórs Asgríms- sonar um langt skeið og nýlega er búið að opna sendiráð í Japan, Kanada og Mósambik. Og sendiráð eru yfírvofandi víðar, eins og al- kunna er. Á sama tíma hefur ekki mátt blaka hið minnsta við þeim sendiráðum sem þegar hefur verið komið á fót. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Halldór Ásgrímsson lítur á sendiráð íslands erlendis sem hugguleg „skilaboð" um vináttu okkar við við- komandi þjóðir - eins og áður hefur verið vakin athygli á íþessum dálk- um. Þó þau séu meira og minna gagnslaus ogmætti að minnsta kosti spara rækilega ístarfsemi þeirra. Og það leyfum við okkur að full- yrða alveg tæpitungulaust og tök- um hiklaust undir með „athyglis- verðum" lokaorðum leiðarahöf- undar Morgunblaðsins: „Það sýnist ástæða til að ríkisstjórn og fjárveit- ingavaldið, Alþingi, skoði hinar dönsku aðgerðir ofan íkjölinn með það í huga að kanna rækilega sparnaðarmöguleika í okkar utan- ríkisþjónustu. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.