Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 36
*56 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Sport DV _ Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona með Malmö í Svíþjóð. Ásthildur Helgadóttir var valin leikmaður ársins í úrvalsdeild annað árið í röð, leiddi KR til íslandsmeistaratitils og íslenska kvennalandsliðið til góðra afreka og meðal annars strærsta sigursins frá upphafi. Ásthildur gekk til liðs við Malmö í haust og liðið er komið áfram í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða. Ásthildur lék bikarúrslitaleik með Malmö. í Jón Arnör Stefánsson, körfuboltamaði með Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Jón Arnór Stefánsson varð aðeins annar íslendingurinn frá upphafi til að semja við lið í NBA-deildinni í körfubolta þegar að hann samdi við Dallas Mavericks í september. Jón Arnór lék vel með Trier í þýsku Bundesligunni og vakti áhuga Mavericks þar sem hann vann sig inn í 14 manna leikmannahóp. Jón Arnór lék nokkra leiki á undirbúnings- tímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig í deildinni. EiðurSmári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með enska liðinu Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen var aðalmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem náði sínum besta árangri frá upphafi í undankeppni stórmóts og var aðeins mínútum frá því að tryggja sig inn í umspil. Eiður Smári hélt velli í liði Chelsea þrátt fyrir að hver stórstjarnan á fætur annarri var keypt til liðsins, hann skoraði nokkur mörk fyrir liðið og varð meðal annars fyrsti íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu þegar að hann skoraði eitt marka Chelsea í glæsilegum útisigri á Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm. Karen Björk Björgvins- dóttir, dansari úr ÍR. Karen Björk Björgvinsdóttir er fyrsti dansarinn til að komast meðal tíu efstu í kjörinu en hún er eini íslenski heimsmeistarinn á árinu. Karen vann heimsmeistaratitil atvinnumanna í tíu manna dönsum ásamt ástralska eigin- manni sínum Adam Reeve auk þess að stóðu þau sig vel á öðrum mótum ársins. tVP É liStl íþróttamaður ársins verður útnefndur í 48. sinn þriðjudaginn 30. desember og í gær var gefið út hvað tíu íþróttamenn höfnuðu í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttafréttamanna í ár. Fjórar konur eru á listanum í ár í fyrsta sinn í fimm ár og sex af þessum tíu íþróttamönnum hafa verið meðal tíu efstu áður. Dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir er hinsvegar sú fyrsta úr sinni grein til að komast á topp tíu listann í 48 ára sögu kjörsins. Hér í opnunni má sjá myndir og stutta umfjöllum um af hverju þessir tíu íþróttmenn þóttu skara framúr á íþróttaárinu 2003. ooj@dv.is Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki. Jón Arnar Magnússon stóð sig vel á innanhússmótunum og náði 4. sætinu á HM í Birmingham. Jón Arnar vann Erki Nool mótið og náði þriðja sætinu á Götzis. Jón Arnar hætti keppni á HM en hann var með áttunda besta árangurinn á heimslistanum utanhúss og íjórða besta árangurinn innanhúss. Jón Arnar vann síðan alls átta greinar á Meistaramótinu í Borgarnesi í sumar þar af sex einstaklingsgreinar. I i I i_____________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.