Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 9
Viðskiptavinir
SPRONum
kaupin
Kaupþing Búnaðarbanki hefur augastað á fleiri sparisjóðum, nú þegar gengið hefur
verið frá samningi um kaup á SPRON. Samkvæmt heimildum DV er nú horft til
Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðsins í Keflavík. Landsbanki og íslandsbanki hafa
einnig áhuga á sparisjóðum.
Ég hef enga skoðun á
því. Ég veit bara að SPRON
er afbragðs-
fyrirtæki og
verður það
áffam þó það
sé í eigu
Kaupþings
Búnaðar-
bankans eða
einhvers ann-
ars. Svo ég
kvíði því ekkert.
Sigurður Guð-
mundsson
Ég veit það ekki, von-
andi breytir
þetta engu
fyrir mig sem
viðskiptavin.
Mér er eigin-
lega alveg
sama svo
Ragnheiður
Bárðardóttir
lengi sem það
breytir engu
fyrir mig.
Ég veit
það nú eigin-
lega ekki,
þetta er yfir-
gangur bara
held ég. Ég á
samt ekki von
á því að þjón-
ustan muni Kristjánsdóttir
breytast neitt.
Ég á eftir að kynna mér
þetta nánar. Þetta skiptir
| máli fyrir mig
sem við-
skiptavin,
það er spurn-
ing hvort
þjónustu-
lundin og
vaxtastefnan
verði sú sama
efþað eru
aðrir eigendur. Eg er mjög
ánægð eins og er.
Ellisif Tinna
Víðisdóttir
Samkvæmt
lögum
Valgerður Sverris-
dóttir segir gott að málið
verði rætt í efnahags- og
við-
skipta-
nefnd.
„En ég
getekki
séð að
ráðu-
neytið
komi að
þessari sölu. Fljótt á litið
sýnist mér að þetta sé
allt samkvæmt lögum.
Það eru Fjármálaeftirlitið
og Samkeppnisyfirvöld
sem fjalfa um þetta".
Blind ríkis-
stjóm
„Það er skelfilegt að
viðskiptaráðherra horfi
framhjá þessu máli og
telji það jafnvel til góðs",
segir Ög-
mundur
Jónasson.
„Þjóðin
erekki
endfiega
sama
sinnis.
Ríkis-
stjórrún virðist blinduð
af hagsmunum fjár-
magnseigenda. Svo það
kemur ekki á óvart að
viðskiptaráðherra sjái
ekkert athugavert við
þetta. En okkur finnst
þetta grafalvarlegt mál“.
Allir vilja eignast
sparisjoði
í kjölfar kaupanna á SPRON er
talið að nokkurskonar kapp-
hlaup hefjist milli bankanna
um kaup á öðrum sparisjóðum
Aðdragandinn að samningi um kaup Kaup-
þings Búnaðarbanka á SPRON var mjög stuttur.
Stjórn SPRON leitaði eftir tilboðum fyrir nokkrum
dögum hjá Landsbanka, íslandsbanka og Kaup-
þingi Búnaðarbanka síðdegis á föstudag. Kaup-
verðið er um 9 milljarðar króna, SPRON verður
rekinn eins og áður og engum verður sagt upp
vegna sölunnar. Um 2-3 mánuði tekur að ljúka
sölunni, fyrst þarf að breyta sparisjóðnum í hluta-
félag, fá samþykki stofnfjárfesta, Fjármálaeftirlits
og Samkeppnisstofnunar, auk hluthafafundar í
Kaupþingi Búnaðarbanka. Samkvæmt heimild-
um DV er verðið, sem Kaupþing Búnaðarbankinn
bauð, langhæst. Landsbankinn var hinsvegar ekki
sáttur og óskaði skýringa.
„Við hefðum talið æskilegt að það hefði verið
lengri aðdragandi að þessu máli og gefist betri
tími til að kynna sér viðhorf stjórnarinnar og fleiri
þætti", segir Halldór Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans. „Við leituðum skýringa hjá for-
svarsmönnum SPRON, til að vera sannfærðir um
að allir þættir í okkar
viðskiptahugmynd
hefðu verið . .
eðlilega metnir.
Við erum að
leggja mat á
málið núna.
Stjórn
SPRON hefur
að sjálfsögðu
samningsfrelsi til að ganga til þeirra samninga
sem þeir meta hagfeUdasta".
„Þetta kemur mér verulega á óvart“, segir Jón
G. Tómasson um þetta.
f kjölfar kaupanna á SPRON er talið að nokk-
urskonar kapphlaup hefjist milli bankanna um
kaup á öðrum sparisjóðum. Allir hafa þeir áhuga á
að eignast sparisjóði, og hafa óformlegar viðræð-
ur og þreifingar átt sér stað samkvæmt heimild-
um DV.
„Við erum reglulega í sambandi við
sparisjóðina varðandi samstarf, en við höldum
þeim samskiptum á trúnaðargrundvelli", segir
HaUdór Kristjánsson. „Við lýstum áhuga á mögu-
legri eignaraðild eða samruna við sparisjóði fyrir
rúmu ári síðan í bréfi til allra sparisjóða landsins".
fslandsbanki hefur einnig lýst áhuga sínum á við-
ræðum við sparisjóðina, og Kaupþing Búnaðar-
banki hefur augastað á fleiri sparisjóðum. „Við
erum að skoða hvern og einn sparisjóð í sitthvoru
lagi og erum tilbúnir í viðræður", segir Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðar-
banka. Samkvæmt heimildum DV horfir Kaup-
þing nú helst til Sparisjóðs Vélstjóra og Spari-
sjóðsins í Keflavík.
Sparisjóður Vélstjóra hefur 4 miUjarða í
eigið fé, líkt og SPRON. Helgi Laxdal,
stjórnarmaður sjóðsins segir að málið
verði rætt
stjórninni fljótlega. „Við munum kanna áhugann
á kaupum og hvaða hugmyndir menn hafa um
verð og annað". Fulltrúar Kaupþings Búnaðar-
banka hafa ekki rætt formlega við stjórnina. „Við
erum á byrjunarreit í þessu, og fylgjumst með
framvindunni", segir HaUgrímur Jónsson, spari-
sjóðsstjóri.
Eigið fé sparisjóðsins í Keflavík er 2,3 milljarð-
ar. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri segist
ekki vita um áhuga eigenda bankans á að selja.
„Þetta eru tímamót í sögu sparisjóðanna og verð-
ur án efa rætt á næsta stjómarfundi. Menn eru í
stöðugu samband um hvað er að gerast. En það
hafa engar formlegar viðræður um sölu átt sér
stað né tilboð borist".
Áhugi á eignatengslum við bankana er afar
mismunandi meðal stofnfjáreigenda mismun-
andi sparisjóða. Líkt og aðdragandinn að kaupum
Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON, má hinsveg-
ar búast við að slík viðskipti myndu gerast hratt.
Vinstri grænir vilja að efnahags- og viðskipta-
nefnd verði kölluð saman til að ræða söluna.
„Það er greinilega verið að
gleypa SPRON, en hvað
með neytendur?",
segir Ögmundur
Jónasson, þing-
flokksformaður
Vinstri grænna.
Fundurinn
verður haldinn
12. - 13. janú-
T' ^ ■f* ' SIP? ar.
brynja@dv.is
Hópur manna stjórnar risasjóði SPRON ævilangt án þess að eiga neitt í bankanum
Sex milljarðar enn án hirðis
Mikil átök vom um SPRON fyrir
nokkrum misserum þegar Búnaðar-
bankinn og fimmmenningarnir
svokölluðu með Pétur Blöndal í far-
arbroddi reyndu að kaupa SPRON.
Stjórnin leit á þetta óvinveitta yfir-
töku en nú er kornið annað hljóð í
strokkinn. Kaupþing Búnaðarbanki
kaupir sparisjóðinn á níu milljarða
ef allt gengur eftir og greiðir fyrir
með hlutafé. Sex milljarðar fara í
líknar- og menningarsjóð og 1100
stofnfjárfestar skipta afgangnum á
milli sín. Allt er gert í sátt og sam-
lyndi í þetta sinn. Jón G. Tómasson,
stjórnarformaður, segir muninn
þann að Kaupþing Búnaðarbanki
nái ekki yfirráðum yfir stofnfé spari-
sjóðsins heldur fari það í þennan
sérstaka sjóð, sem verður stjórnað af
stofnfjáreigendum SPRON. Hópur-
inn mun stjórna sjóðnum ævilangt,
jafnvel þótt einhverjir selji allan sinn
hlut sinn í bankanum. „Ég held að
öllum sem um þetta hafa fjallað
finnist þetta allundarleg mynd,
þetta er þetta dæmigerða „fé án
hirðis", þó í verri mynd en ég hef séð
áður og ennþá fjarstæðukenndara
en margt annað. En svona eru lögin
og við ráðum þeim ekki", segir Jón.
Pétur Blöndal tekur undir þetta.
„Þessi sjóður mun hafa mjög
mikla efnahagslega þýðingu, enda
mjög mikið vald fólgið í 6000 millj-
ónum. Það verður í höndum manna
sem eiga jafnvel ekkert í bankanum.
Ég benti á það á Alþingi hvaða af-
leiðingar þetta hefði". Smám saman
mun fækka í hópnum eftir því sem
menn falla frá, en fari fjöldinn undir
30 ber að fjölga í hópnum. Ekkert er
sagt til um það í lögum hvernig á að
gera það. ,Ætli það verði ekki bara
frændur og vinir", segir Pétur Blön-
dal.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skiptaráðherra, segir þetta einfald-
lega niðurstöðuna sem varð við
breytingar á lögum um sparisjóði.
„Ég ætla að kynna mér þetta betur
eftir jólahátfðina, en fljótt á litið sýn-
ist mér að þetta sé allt samkvæmt
lögum. Það eru Fjármálaeftirlitið og
Samkeppnisyfirvöld sem hafa eftir-
litshlutverki að gegna um þetta".
Pétur Blöndal „Þessi sjóður mun hafa
mjög mikla efnahagslega þýðingu, enda
mjög mikið vald fólgið i 6000 milljónum. Það
verður i höndum manna sem eiga jafnvet
ekkert í bankanum.