Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2003 Fókus 0V Bók Lindu Pétursdótt- ur, Ljós og Skuggar, hefur selst vel og fengið ágæta dóma. í henni lýsir hún lífi sínu og segir frá bar- áttu sinni við alkóhól- isma, þunglyndi og heimilisofbeldi. En nú horfir Linda fram á veginn og hefur tekið að sér ný og spenn- andi verkefni. r Eg sé ekki betur en Linda Pét- ursdóttir geisli af hamingju og gleði. Bókin hennar hefur vakið athygli og hún er að fara að opna sína eigin heimasíðu, www.linda.is, þar sem fólk mun finna pistla sem hún skrifar sjálf og ann- að efni tengt bókinni. En hún hefur jafnframt fengið annað hlutverk. „Ég er talsmaður fyrir hjálpar- síma Rauða krossins, sem er línan 1717 og er opin allan sólarhringinn. Þetta er svona neyðarópssimi lands- manna sem komnir eru á jjfið stig að íhuga að svipta sig lífi. Þau hjá Rauða krossinum höfðtf-samband við mig eftir að hafa lesið bókina mína og vildu fá mig í samstarf við sig. Ég er mjög ánægð ef ég næ að hjálpa öðrum með framlagi mínu. Því miður leitaði ég sjálf ekki til þeirra þegar mér leið sem verst. Ætli það hafi ekki verið út af aðstöðu minni. Þegar maður er þekkt andlit er erfiðara að viðurkenna vanda- málið og leita sér hjálpar, viður- kenna að það sé eitthvað að hjá manni. Það var að minnsta kosti svo í mínu tilfelli. Hátt í 20 símtöl á degi hverj- um En þessi líðan er svo miklu miklu algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Það sem af er þessu ári hafa yfir 5000 símtöl borist þessari línu. Það þýðir hátt í 20 símtöl á hverjum einasta degi! Og þó hringja ekki nærri allir þegar þeim líður sem verst. Með minni þátttöku hjá Rauða Krossin- um er ég er að vekja athygli á þessu vandamáli hér á landi og fekja um- tal. Það er í lagi að ræða þéssi mál og mitt starf á vegum Rauða Krossins er að koma fólki í skilning'lífn það að það sé ekki eitt með þetta vandamál. Ég veit ekki hvort vandamálið fer vaxandi. Líklega er fólk fremur farið að þora að leita sér hjálpar og viður- kenna vanmátt sinn. Nú er ekki lengur feimnismál að taka lyf við þunglyndi. Sár á sálinni er eins og hvert annað sár sem þarfnast plást- urs. Lyf lækna sjaldnast allan vanda ein og sér en ef fólk vill engin lyf gæti það endað með ósköpum. Þessari línu Rauða krossins er, .ætlað að benda fólki á hvaða leiðirjstanda til boða. Og svo með aukinhf umræðu fer ástandið vonandi batgandi. Ég hef greinilega náð að opna aðeins á umræðuna um þunglyndi og sjálfs- morðshugsanir með bókinni minni. Það er auðvitað stórt skref og ég er rosalega ánægð með það. Ef ég næ að hjálpa einhverjum einum eða vakið von hjá einhverjum væri það nóg fyrir mig. Mér finnst ég búin að ganga í gegnum ofboðslega mikið í gegnum tíðina og það er nokkurs konar þerapía fyrir mig að segja frá minni reynslu og þurfa ekki lengur að fela hana. Ég er alkóhplisti og hef gengið í gegnum þunglyndi og þá raun að vilja ekki lifa. En ég er á batavegi í dag og ég lifi dásamlegu lífi. Það er hægt að láta sér líða vel með því að leita sér hjálpar. Það er í raún mín saga." Paradísareyjan bíður Linda hefur nýverið fest kaup á nýju húsi sem er á lítilli eyju rétt við Vancouver. „Ég fékk húsið mitt á þriðjudaginn í síðustu viku en það er á yndislegri eyju sem heitir Eagle Is- land eða Arnareyja og er við Vancou- ver í Kanada, þar sem ég er búin að búa í eitt og hálft ár,“ segir Linda með ljómann í augunum. „Þetta er algjör paradísareyja og ég þakka guði fýrir að ég fann hana. Það eru 32 hús á eyj- unni. Ég er með mitt eigið stæði íyTÍr bílinn og ég fékk lítinn bát með utan- borðsmótor sem fylgir hverju húsi og ég fer á milli landsins og eyjarinnar á honum með hundana mína, þau Sunnu og Mána, og tekur það kannski fimmtán sekúndur. Húsið mitt er stórt og fallegt og aðstaðan fyrir hundana mína er frábær. Þau hlaupa um ólarlaus og eru frjáls í fal- legri náttúrunni. Á eyjunni eru hvorki bílar né búðir, bara göngustígar og 20 metra há tré og þetta er allt alveg yndislegt. Maður alveg laus við allt sem heitir stress. Hitinn er á bilinu 25-30 stig og á veturna rignir bara. Mér hefur verið ofboðslega vel tekið á eyjunni.Eitt kvöldið kom kona til mín úr næsta húsi með lukt og bauð mig velkomna á eyjuna og lét mig fá símaskrá eyjarskeggja. Hjónin í hús- inu á bakvið mig komu til mín nokkru seinna og sögðu mér að ef mig vantaði eitthvað - til dæmis karl- mannshönd til heimilisverka! - þá ætti ég bara að koma til þeirra. Mér þykir afskaplega vænt um hvað ég er velkomin þarna. Það eru allir svo ró- legir og yfirvegaðir og ég er bara þarna í rólegheitunum við arininn minn.“ Hundarnir eru börnin mín Aðspurð segist Linda auðvitað sakna fjölskyklu sinnar og vina hér á íslandi en segir jafnframt að það sé nóg pláss fyrir þau öll hjá sér, „Ég hef meira að segja útbúið herbergi fyrir mömmu og pabba og þau vita að þau eru alltaf velkomin. Hundarnir mínir eru eins og börnin fnín, sennilega vegna þess að þeir hafa verið svo stór partur af lífi mínu og verið með mér í gegnum erfiðleikana. Ég elska ekkert eins mikið og hundana mína, svoleiðis er það nú bara. Um áramótin ætla ég meira að segja að vera ein í húsinu mínu með hundunum mínum. Fólk er að hafa áhyggjur af því að ég ætli að vera ein en mér líður vel svo það skiptir ekki máli hvort það séu ára- mót eða ekki. Maður verður bara að finna friðinn og birtuna í sjálfum sér. Reyndar verð ég á íslandi yfir jólin. Við bróðir minn verðum hjá mömmu og pabba. Ég var alltaf mik- ið jólabarn en eftir erfiðleika mína núna undanfarið hef ég ekki náð að byggja upp þessa týpísku jólastemn- ingu innra með mér aftur.“ Hið ört vaxandi fjölskyldufyr- irtæki Linda var sem kunnugt er fram- kvæmdastjóri Baðhússins en það er nú breytt „Sævar bróðir minn tók við starfi mínu þegar ég fluttist eriendis og pabbi okkar er fjármálastjóri. Sigur- geir bróðir minn býr á Nýja Sjálandi en hann er með okkur sysddnunum í stjórn fyrirtækisins. Við vinnum sam- an gegnum Intemetið og emm með ákveðinn símatíma okkar á milli þannig að við vinnum öll í kringum fyrirtækið okkar,“ segir Linda stolt af fjölskyldu sinni. „Ég er að læra graf- íska hönnun og ég útskrifast nú eftir áramótin. Ég er þegar farin að sjá um aliar auglýsingar Baðhússins!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.