Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 45
BV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 46
Einu sinni voru hjón sem áttu sér einkadóttur. Móðirin var bæði væn og góð kona en lést langt fyrir
aldur fram. Faðirinn afréð að kvænast öðru sinni skömmu síðar. Seinni eiginkonan var alls ólík þeirri
fyrri. Hún var fögur að sjá en illa innrætt. Hún átti frá fyrra hjónabandi tvær dætur sem hún mat um-
fram stjúpdóttur sína í öllu. Mæðgurnar þrjár komu illa fram við móðurlausu stúlkuna, létu hana sinna
öllum erfiðu verkum heimilisins og hún svaf í öskustónni þar sem hún fann hlýju.
Oskubuskur
/
vona hefst frásögnin
af vinsælustu stúlku
heimsins, saga af
stúlku sem hefur ver-
ið til í tvöþúsund ár í
ólíkum útgáfum fjölda menningarheima. Af-
brigði sögunnar teljast yfir 1500 og hafa í
seinni tíð verið sérlega vinsælt kvikmyndaefni.
Þó menn séu ekki á eitt sáttir um hversu marg-
ar útgáfurnar eru og hvað það er sem gerir
sögu að öskubuskusögu segja þær flestar sögu
ungu móðurlausu stúlkunnar sem hlýtur illa
meðferð af hendi stjúpmóður, nýtur engrar
aðstoðar veikgeðja föður en giftist að loku’m
ríkum prinsi.
Teiknimyndaútgáfan pússuð til
Eitt útbreiddasta afbrigði sögunnar í seinni
tíð er Öskubuska Walt Disneys. Teiknimynda-
útgáfan hefur þó heldur verið pússuð til og
sniðnir af henni þeir hvössu endar sem fyrir-
tækið taldi ekki henta fyrir börn. Þá hefur hún
verið gagnrýnd fyrir hjálparlausa söguhetju
sem bíður og vonar í stað þess að hafa áhrif á
eigið líf. En Disneyútgáfan er í mörgu ólík
þeim fjölda útgáfa sem finnast í ólíkum menn-
ingarsamfélögum um heim aflan.
í egypsku útgáfu sögunnar, sem telst sú
elsta, koma hvorki fyrir stjúpmóðir né stjúp-
systur. Þar er grísku stúlkunni Rhodopis rænt
af sjóræningjum og hún seld. Þegar stúlkan
vex úr grasi sér kaupandinn hvað hún er falleg
og áttar sig á því að hann getur hagnast vel á
sölu hennar. Nýi kaupandinn er grískur kaup-
maður, Charaxos ffá eynni Lesbos, sem talið
er að hafi verið bróðir hinnar frægu skáldkonu
Sapphos. Charaxos býr í egypsku borginni
Naucritis sem er þéttbýl Grikkjum. Hann er
heillaður af stúlkunni og gefur henni hús og
þjónustulið og eys hana gjöfum. Þegar stúlkan
er að baða sig einn daginn svífur að henni örn
sem grípur annan fallega, rauða inniskóinn
hennar og flýgur á brott. Örninn lætur inni-
skóinn falla í fang farósins Amasis. Faróinn sér
þetta sem tákn frá guðunum enda er guðinn
Hóras táknaður sem örn í egypsku goðafræð-
inni. Hann gerir því leit að stúlkunni sem
passar í skóinn og gerir hana að drottningu
sinni. Þau lifa hamingjusöm til æviloka og
deyja, lukkulega, ári fyrir innrás Persa í Eg-
yptaland.
Þessa egypsku sögn skortir þó það sem oft-
ast einkennir öskubuskusögu. Hana skortir
umfjöllun um samskipti mæðgna, stjúp-
mæðgna og átök innan heimilisins. í annarri
útgáfu sögunnar leitar unga stúlkan til eldri
konu um ráðleggingar vegna samskiptaörðug-
leika við móður sína. Hún tekur ráðleggingum
þessarar eldri vinkonu sinnar og drepur sína
eigin móður. Vinkonan reynist þó ekki öll þar
sem hún er séð því eftir fráfall móðurinnar
gerir hún sér dælt við föður öskubusku sem
tekur hana sem eiginkonu. Þar hefst í raun
þrautarganga fi'ngerðu hetjunnar.
Trúarlegur og félagslegur boðskapur
í írak
Boðskapur sögunnar virðist í mörgum
menningarheimum fyrst og fremst lúta að
samskiptum kvenna. Sagan hefur til dæmis
öðlast trúarlegt gildi og félagslegan boðskap í
írak og Afganistan. Þar er hún hluti af helgiat-
höfn að múslimasið. Bibi Fatimeh, dóttir Mú-
hameðs spámanns, er þekkt sem kona
óskanna. Henni til heiðurs er útbúin sérstök
máltíð sem samanstendur af brauði og súpu
sem kallast ash. Athöfnin fer þannig fram að
ekkja og móðurlaus meyja sitja hlið við hlið
með súpuskálar. í kringum þær eru tíu til
fimmtíu konur í hring og körlum er bannaður
aðgangur. Ekkjan eys súpunni í skál meyjunn-
ar og fer með Öskubuskusöguna eða Mah Pis-
hani eins og hún kallast á þessum slóðum.
Konurnar borða svo matinn og athöfninni lýk-
ur.
í sögunni er Öskubusku verðlaunað með
kvenlegum merkingum á vanga og enni á
meðan stjúpsysturinni er refsað vegna frunta-
skapar síns með því að bera karllæg tákn eins
og snáka og apalimi á kinn og enni. Hegðun
stjúpunnar og dóttur hennar er talin ókvenleg
og því refsað með þessum karllægum táknum.
Athöfnin snýst um styrkingu kvenna og árétt-
ingar um rétta kvenlega hegðun. Andstæðu
hennar, sem er álitin karllæg misbeiting
kvenna, er refsað með fyrrgreindum hætti.
Krókódíll til bjargar
Þan er áhugavert að skoða hlutverk karla í
sögunni betur. Faðir stúlkunnar virðist í flestum,
ef ekki öllum útgáfum, sögunnar vera heldur
bjargarlaus og fáskiptinn maður. Oft er hann lát-
inn deyja eða vera löngum tíðum fjarverandi til
að skýra aðstoðarleysi hans við dóttur sína. En
því fer fjarri að það sé algilt. Um hann er einnig
sagt að hann sé maður sem umfram allt vilji
halda friðinn. Öskubuska verður að bjarga sér
sjálf en er þó gjarnan liðsinni af látinni móður
sinni sem birtist henni gjarnan sem dýr; kýr, geit
eða fiskur. Öskubuskusagan hefur víða fengið
trúarlegt gildi því dýrin sem aðstoða öskubusku
hafa gjarnan táknrænt gildi. í kínversku útgáf-
unni er það fiskur og fiskbein sem kalla fram
töfrana en í þeirri grísku fær öskubuska í hend-
umar skordýr sem býr yfir töfmm. I Indónesíu er
það hins vegar krókódíll sem kemur buskunni til
hjálpar. Þá er gröf móðurinnar oftar en ekki töfr-
um hlaðin og tré, hnetur, fuglar og klútar em
stúlkunni ógæfusömu til mikillar hjálpar. Hinir
yfirnáttúrulegu töfrar sögunnar virðast oftar en
ekki felast í móðurinni eða móðurímyndinni.
Hún leitast við að aðstoða barnið sitt og styrkja
það í mótlætinu. Móðurminni sögunnar er því
sú óendanlega ást sem móðir sýnir barni sínu
sem nær út yfir gröf og dauða. Föðurminnið er
ekki eins glæsilegt og verður síst betra eftir sem
tímar líða.
Sem dæmi um nútímalega sögu er sagan
um Sidney Rella en nafnið er keimlíkt Cind-
erefia (Öskubuska á ensku). Sidney Rella verð-
ur fótboltastjarna með hjálp álfaguðföður síns
og fær til þess íþróttaskó úr gleri. Sagan er ef til
vill þýðingamikil í ljósi þess að vísvitandi er
verið að búa til sögu með hliðsjón af ösku-
buskusögunum en í þetta sinn er það piltur
sem þarf á hjálp hins yfirnáttúrulega að halda.
En ef frá er talin sagan af fótboltahetjunni er
formúlan venjulega sú sama og einungis um-
gjörðin hefur breyst.
Pretty Woman og Þjóðsögur Jóns
Árnasonar
Prinsinn er annar helsti karlmaður hinnar
hefðbundnu sögu. Hann er boðberi ljóssins í
lífi buskunnar og tákn um breytingu á hennar
högum. Sumstaðar, t.d. í írsku og íslensku út-
gáfu sögunnar, þarf prinsinn að gangast undir
manndómsraunir til að sanna að hann sé verð-
ur stúlkunnar. Slíkar mælistikur hafa horfið (
útgáfum Grimms og Walt Disneys en í kvik-
myndinni Pretty Woman, er prinsinn látinn
þvælast upp brunastiga til að sanna verðleika
sína þrátt fyrir gríðarlega lofthræðslu. Prinsinn
er í flestum útgáfum sögunnar til marks um
þau laun sem buskan á tilkall til vegna eigin
verðleika. Hamingjusamur endir á þrautar-
göngu. Islensku útgáfuna af sögunni má finna í
þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sagan Mjaðveig og
Króka endurspeglar ef til vill íslenskar aðstæður
betur enda var lengi vel fátt um vellauðuga
prinsa á Islandi. Hér þarf karlmaðurinn heldur
ekki að leggja á sig neitt harðræði. Mjaðveig
mælir svo um þegar hún missir af sér annan
skóinn að finni hann karlmaður muni hún
ganga að eiga hann.
I frönsku útgáfu sögunnar sem skráð var af
Charles Perrault eru áhugaverðar breytingar á
merkingu matar í sögunni. Framan af er svelti
Öskubusku tákn um það hræðilega ofbeldi
sem hún býr við og hin látna móðir sér henni
einkum fyrir mat. í Perrault útgáfunni hefur
áherslan breyst. Perrault skrifar söguna fyrir
yfirstétt Frakldands á síðari hluta 17. aldar og
þar er ofgnóttin farin að segja til sín. Stjúpsyst-
urnar eru greinilega í góðum holdum og þykir
það síst eftirsóknarvert. Þær eru því báðar án
matar í tvo daga fyrir veisluna miklu en það ku
hafa verið algengt í þá daga, líkt og í dag, að
konur færu í skyndimegrun fyrir ýmsa við-
burði.
Kirkja í stað dansleiks
Ballið þar sem prinsinn leitar sér kvonfangs
hefur í flestum útgáfum talist til meiriháttar
viðburða. Algengt er þó í evrópskum útgáfum
sögunnar að Öskubuska fari alls ekki á ball í
prinsaleit. Hún fer iðullega til kirkju í bestu
klæðum og krækir þar í athygli hins eðalborna
manns, auk þess sem hún töfrar aðra kirkju-
gesti upp úr skónum svo lítið fer fyrir áheyrn
guðsorðsins. f íslensku útgáfum sögunnar
engin veisla haldin fyrr en kemur að brúð-
kaupi. Þar þarfnast stúlkan heldur ekki fafiegra
klæða til að auka við ásýnd sína.
Öskubuska sjálf virðist vera eina stúlkan
sem er undanskilin fyrirfram gerðum vænt-
ingum til útlits og hegðunar. Boðskapurinn
virðist vera sá að ef slegið er af kröfum um út-
lit og hegðun ungra stúlkna og þeim gefið að
ákvarða sjálfar hverjar þær eru og hvernig þær
leita fegurðarinnar (yfirhöfuð í lífinu) þá verði
útkoman með eindæmum glæsileg. Og þetta
er samkvæmt minninu formúla fyrir velgengi í
lífinu. Prinsinn er bónus. Ekki buskan.
Örlög systranna eru ekki eins glæsileg en
þau eru mismunandi eftir ólíkum útgáfum. I
flestum tilfellum sitja systurnar eftir með sárt
ennið og standa ekki undir væntingum móð-
urinnar. Öskubuska hlýtur frelsi að launum eQf-
systurnar sitja fastar í sama farinu án vonar
um að komast í burtu. Stjúpan virðist sjá ár
sinni best borgið með því að framselja dætur
sínar eins og skiptimiða svo hennar refsing
liggur ef til vill í niðurlægingunni sem felst í
því að dætrum hennar sé hafnað. í kínversku
útgáfunni verða stjúpan og stjúpsystir að búa í
helli til æviloka og deyja að lokum í grjót-
skriðu.
Öfundsýki og girnd kvenna
Líklega er boðskapur öskubuskusögunnar
ekki einhlítur heldur sá sem lesandinn vill að
hann sé. Túlkun sagna er mismunandi eftir við-
takandanum og ekkert er algilt í þeim efnuríC -
Öskubuska hefur töfrað áheyrendur um víða
veröld í tvöþúsund ár og kannski er nærtækast
að ætía að sé fegurðarinnar ekki leitað eftir íyr-
irfram gefnum og stöðluðum hugmyndum sé
hennar einmitt að vænta sem víðast. En sagan
fjallar líka um öfundsýki og girnd kvenna. Boð-
skapurinn segir að það borgi sig ekki að trana
sér fram og troða á öðrum. Kannski eru þær
stúlkur lfklegri til að hreppa hnossið sem ekki fá
að vera með á ballinu. Ljósgeislinn mun hitta
þær fyrir, séu þær verðugar, þó hann komi ekki
frá kastljósi ljölmiðla. Enda virðast skær ljós
hans fremur rýra en auka fegurð. Líkt og busk-
an ættu konur þá að einbeita sér að verðugri
verkum en að keppa við aðrar konur um athygff^-
og prinsa. Kannski túlka einhverjir þessa sögu-
skoðun sem örvæntingarfulla fegurðarleit í
gömlu minni, jafnvel bara misskilning á lífinu
yfirhöfuð. Fegurðin er þá án efa auðsóttari og
auðfundnari ef ekki er búist við henni eftir fyr-
irfram gefnum hugmyndum. Er það ekki þá
sem hún birtist óvænt hvar sem er?
Hinir yfirnáttúrulegu
töfrar sögunnar virðast
oftar en ekki felast í
31 móðurinni eða móðurí-
myndinni. Hún leitast við
að aðstoða barnið sitt og
styrkja það í mótlætinu.
Móðurminni sögunnar er
þvísú óendanlega ást
sem móðir sýnir barni
sínu sem nær út yfir gröf
og dauða.