Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fókus DV
Árni Snævarr hefur undanfarið starfað sem almannatengslafulltrúi hjá Öryggis og Samvinnustofnun
Evrópu í Kosovo. Hann segir hér frá fyrstu dögunum í starfi sínu.
Hefurðu séð fuglana?
Svartþrestirnir „Grlðarlegasta fuglager sem éghefá æfinni séð beinlínis þekur hálmgul engin. Biksvart fuglagerið flýgur lágflugyfir vellina og síðan vængjum þöndum Isveig, I
boga, upp, niður.fram, aftur, allirsaman nú einn, tveir, þrír."
„Hefurðu séð fuglana?" Á dauða mínum
átti ég von en ekki þessari spurningu, þegar ég
hitti íslensk heiðurshjón í British Airways þot-
unni rétt í þann mund sem hún var að hefja sig
til flugs frá Lundúnum til Pristina, höfuðstað-
ar Kosovo-héraðs. Ég hváði en áður en ég fékk
skýringu á þessu, rak flugfreyjan mig í sætið.
Næstu þrjá tímana flutti málmfoglinn breski
okkur þvert yflr Evrópu en varð þó að sneiða
hjá Serbíu-Svartfjallalandi sem enn gerir til-
kall til Kosovo-héraðs.
Meðvitaðir um vestræna tísku og
strauma
NATO undir heitinu KFOR og Sameinuðu
þjóðirnar hafa tögl og hagldir i landstjórninni.
Sjálfur er ég á leið sem fulltrúi íslensku friðar-
gæslunnar til starfa hjá einum undirverktaka
Sameinuðu þjóðanna, Öryggis og samvinnu-
stofnun Evrópu (ÖSE).
Þegar ég settist svo loks inn í hvítan bfl
merktum stöfunum: OSCE (ÖSE) og er ekið
áieiðis inn í borgina skil ég hvað heiðurshjón-
in Hulda og Þór Magnússon, starfsmenn Sam-
einuðu Þjóðanna áttu við. Gríðarlegasta fugla-
ger sem ég hef á æflnni séð beinlínis þekur
hálmgul engin. Biksvart fuglagerið flýgur lág-
flug yfir vellina og síðan vængjum þöndum í
sveig, í boga, upp, niður.fram, aftur, allir sam-
an nú einn, tveir, þrír.
Það húmar hægt að kveldi á leið okkar til
Pristina. Um það leyti sem við komum inn í
borgina er kallað til bæna ofan úr mosku-
turni. Úti á götu lætur fólk sér fátt um finnast
og raunar drukknar bjagað bænakallið úr gjall-
arhorni kallarans, í tónlistinni frá einum af
þeim hundruð geisladiskasala sem ekki er
hægt að þverfóta fyrir í miðbæ Pristinu.
„There’s music on Clinton-street, all through
the evening" söng Leonard Cohen hérna um
árið, en trauðla hafði hann Clinton boulevard,
eina helstu breiðgötu Pristinu í huga. Og
Cohen heyrist ekki mikið í Kosovo, til þess eru
íbúarnir alltof meðvitaðir um tísku og strauma
í vestrænum samfélögum.
Samtaka eins og sjálfstæðismenn
Nýbakaður yfirmaður minn lætur dæluna
ganga um stríð og frið og þá baráttu sem ég
eigi eftir að leggja lið næstu sex mánuðina í
þágu friðar, mannréttinda og skilnings þjóða í
milli á Balkanskaga. Vígaleg eyru mín eru bí-
sperrt en hvernig sem ég reyni, heyri ég engan
efa í rödd hans um að mér takist það sem öðr-
um hefur mistekist síðustu sex hundruð árin.
Hann er nú ekki þrautþjálfaður blaðafulltrúi af
sænsk-amerískum prédikaraættum fyrir ekki
neitt. Sjálfur er ég meira að reyna að rifja upp
gaggó-fuglafræðina sem mér finnst einhvern
veginn vera eftir annað hvort Björn Guðfinns-
son eða Jónas frá Hriflu. En þessir skrítnu
svörtu fuglar sem eru biksvartir eins og hrafn-
ar para sig ekki eins og þeir, heldur fljúga um í
flokkum. Samtaka eins og sjálfstæðismenn á
landsfundi. Og þegar ég loks sé þá í nærmynd
reynast þeir vera...SVARTIR ÞRESTIR!. Svart-
þrestir. Svartþröstur minn góður - hugsa ég,
þar sem ég horfi á einn slíkan gæða sér á hálf-
étnu brauði í leðjusvaði í Pristina, - hvar er
stúlkan mín...
Svartþrestir í vígahug
Nei fuglafræðin eftir What’s his name sem
ég eitt sinn nam í skóla á Grímsstaðarholtinu
dugar víst skammt hér á Balkanskaganum.
Þegar inn í borgina var loksins komið og við
virtum hana íyrir okkur í ljósaskiptunum úr
turninum sem hýsir ÖSE, kemur á daginn að
fuglagerið hefur fylgt okkur þangað inn og
engu líkara en þrestimir geri árás á la Alfred
Hitchock þá og þegar. Seinna komst ég að því
að fuglarnir setjast hundruðum saman uppi í
tré og virðast skeggræða landsins gagn og
nauðsynjar hvert síðdegi, gargandi röddu.
Sænsk-ameríski yfirmaður minn tjáði mér að
þetta væm „blackbirds” en svo mikið veit ég
að ekki er þetta sami „blackbird” og Bídarnir
sungu um á Hvíta albúminu.
„Blackbird singing in the dead of night...
all my life
you were only waiting
for this moment to arrive”
Hvort þessi fagri-blakkur fuglanna er svo
réttnefndur óheilla-kráka veit ég ekki enn, eða
reynist hann mér sá happafengur sem hann
var Ingólfi Amarssyni hugsa ég uppi í turnin-
um en fyrirverð mig svo fýrir að bera sjálfan
mig saman við Ingó Arnar og þessar biksvörtu
hópsálir saman við þennan örlagafugl okkar
íslendinga.
Næst skal haldið í bfltúr og í ljós kemur að
þessi einkennisfugl Balkanskaga hefur skitið
svo rækilega á drifhvítan ÖSE bflinn að við
þekkjum varla blikkbeljuna aftur. Ferðinni er
heitið rétt út fyrir borgina á söguslóðir. Það var
einmitt á Svartþrastavöllum skammt frá Prist-
inu sem Lasarus Serbakóngur beið frægan
ósigur fyrir herjum Tyrkja. Sá atburður var lyk-
illinn að yfirráðum Tyrkja yfir hluta þessa
heimshluta í hálft árþúsund sums staðar.
Og það var minningarathöfhin um 600 ára
afmæli orrustunnar á Svartþrastavöllum sem
efldi Slobodan Milosevic kjark til að snúast á
sveif með serbneskum þjóðernissinnum.
Hvorki Balkanskagi né hinn vestræni heimur
hafa beðið þess bætur síðan.
Clinton er hetjan í Kosovo
Þegar inn í borgina er komið að nýju blasir
frelsisstyttan við okkur þar sem hún trónir á
þaki sigurhótelsins „Victory”. Skammt þaðan
frá hefur mynd af Bill Clinton veifandi hægri-
hönd verið fest á gafl stórhýsis. Clinton er
hetja Kosovo-búa og Bandaríkjamenn þeirra
frelsandi englar og skyldi éngan undra. Banda-
ríkin höfðu forystu um að gerðar voru loftárás-
ir á Serba og þeir hraktir á brott frá Kosovo. Nú
hafa Bandaríkin öðrum hnöppum að hneppa
sem kunnugt er, en hætt er við því að sumir
G.I.-. arnir sakni höfðinglegra móttaknana í
Pristina. Þar má gjarnan finna rauðröndótta
fána á börum og kanar fá víða ríflegan afslátt
af vörum enn þann dag í dag.
Annan rauð-blá-hvítan fána ber við hún á
sjálfum flugvelli Pristina borgar. Þar hefur
harðsnúið íslénskt lið úr íslensku friðargæsl-
unni stjórnað flugumferð og sinnt slökkviliðs-
störfum, við sérlega góðan orðstír undanfarið
ár.
Sænskir fánar við hún
Samt kynni einhver að halda að sænski her-
En þessir skrítnu svörtu fugl-
ar sem eru biksvartir eins og
hrafnar para sig ekki eins og
þeir, heldur fljúga um í
flokkum. Samtaka eins og
sjálfstæðismenn á lands-
fundi. Og þegar ég loks sé
þá í nærmynd reynast þeir
vera...SVARTIR ÞRESTIR!
inn hefði lagt a.m.k. höfuðborgina undir sig,
því þeir einir aka um með fána við hún, jepp-
arnir virðast segja „Heja Sverige” um leið og
þeir bruna framhjá. Indverskar löggur minna
svo á að í húsi Sameinuðu Þjóðanna sem
stjórna landinu eru mörg herbergi. Framlag
Indverjanna til umferðaröryggis er þó lítið
enda segir sagan að allir hafi þeir haft einkabfl-
stjóra i heimahögunum og aldrei snert stýri
fyrr en í Kosovo. Samt hef ég grun um að
hundahræin á götunum séu ekki fórnarlömb
þeirra. Heldur ekki brunnar húsatóftirnar í
þorpunum sem ég seinna á eftir að kynnast á
landsbyggðinni, heldur ekki niðurbrotnu or-
þódox-kirkjurnar, heldur ekki fólkið sem veit
enn ekki hvað varð um ástvini þeirra í stríðinu.
Heldur ekki konurnar sem leyna einhverjum
ósegjanlegum harmi inni í sér.
Skuggarnir eru farnir að lengjast í Pristina.
Ég hef komið mér fyrir í lánsíbúð sem á eftir að
hýsa mig fyrstu dagana. Götuljósið skín skært
innum gluggann minn og ég sé skuggamyndir
fuglanna sem æda að taka sér náttstað í trénu
fyrir utan gluggann minn. Skuggar eru litlaus-
ir, en ég þarf að ekki að horfa á þessar
biksvörtu hópsálir til að vita hvernig þessir
fuglar eru á litinn.
Höfundur hefur starfað sem almanna-
tengslafulltrúi (Senior Public Affairs Officer)
hjá Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu í
Pristina, Kosovo frá nóvember 2003.
Árni í Kosovo Fréttamað-
urinn góðkunni Árni Snæv-
arrþefur dvalist I Kosovo
undghfarið þar sem honn
~ i starfar sem almanna-
! tengslafulltrúi hjá ÚSE.
n •
„