Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hafna frétt- um um óléttu Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu prinsessu, segir engar líkur á að Díana prinsessa hafi verið með barni þegar hún lést. Breska blaðið Independent on Sunday hafði eftir háttsettum manni innan frönsku lög- reglunnar að sjúkra- skýrslur bentu til þess að Díaþa hafi átt vort á sér þegar hið hörniulega sfys varð. Burrell segist hafa talað oftsinnis við Díönu í síma dagana áður en hún lést og hún hefði ekki haldið slíkum tíðindum leyndum. Fleiri taka undir með Burrell, svo sem móðir Díönu, Frances Shand Kydd, og kínverskur læknir prinsessunnar, Dr. Lily Hua Yu. Sá eini sem tek- ur undir orð franska lög- reglumannsins er Mohamed AI Faeyd, faðir Dodis, en hann hefur alla tíð haldið því fram að sonur sinn og Díana hafi átt von á bami. Prmsinn vott- aði samúð Foreldrar Jessicu Chapm- an og Holly Wells segjast eiga Karli prins af Wales og Camillu Parker Bow- les mikið að þakka. Jessica og Holly voru myrtar í ágúst í fyrra. Prinsian og Kamilla buðu foreldmm telpnanna í te í Sandringhamhöll um síðustu jól. „Þau vom þægileg og höfðu kynnt sér málavexti. Boðið var óformlegt og okkur öllum tii mikillar upplyfting- ar,“ segir Wells í viðtali við Mirror um helgina en ekki hefur áður verið greint frá af- skiptum ríkisarfans af málinu. Öskutunnurn- arsprungu íloftupp öskutunnumar við heim- ili Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sprungu í loft upp á sunnudag. Prodi var að heiman þegar spreng- ingin varð. Lögreglustjórinn í Bologna sagði böndin bein- ast að hópi anarkista og skot- mark þeirra hefði að ifldnd- um verið lögreglumennirnir sem gæta heimilis Prodise fremur en forsetinn sjálfir. Bréfasprengjur hafa verið sendar til nokkurra lögreglu- stöðva víða um Italíu að undanförnu og er talið að þar séu sömu menn að verki. Fyrir áratug áttu ítölsk yfirvöld í miklum vandræðum með stóraukið smygl á fólki og ólöglega innflytjendur. Síðustu árin hefur Spánn þótt vænlegri kostur fyrir smyglara. Meiri gróði af fólki en fíkniefnum Á ári hverju látast að minnsta kosti 5 þúsund manns við að komast frá Afr- íku til Spánar Löng leið Um 30 manns voru handtekin 12 mílurfyrir utan Kanarieyjar. Fólkið hafði komið alla leið frá Asiu með litlum bát i von um að komast til Evrópu gegnum Spán. Smábærinn Tarifa á suðurströnd Spánar er að flestu leyti eins og aðrir strandbæir í landinu. Hann er þó sérstakur fyrir tvennt. Hann er hægt og sígandi að taka við af Marbella sem dvalarstað- ur ríka og fræga fólksins og er einnig þekktur fyrir þann fjölda sjórekinna líka sem rekur upp að landi við bæinn í viku hverri. Líkin em undantekningarlítið af ungu fólki frá Afríku sem lagt hefur á sig gífurlegan kostnað og ómælt erfiði vegna vonarinnar um að komast til Evrópu til að geta lifað betra lífi. Enginn skortur er á einstaklingum sem bjóða fátæku fólki tálsýn um betra líf og hærri tekjur þegar komið er á leiðarenda. Samkvæmt upplýs- ingum frá alþjóðalögreglunni Interpol, er smygl á fólki arðbærara en smygl á fíkniefnum og að velta á heimsvísu geti numið allt að 700 milljörðum króna. Þúsundir ginkeyptra láta glepjast af gylliboð- um smyglara og gjalda þess hinu dýrasta verði, í sjávarmálinu fyrir neðan fræga fólkið í Tarifa. Spænsk yfirvöld áætla að á ári hverju látist að minnsta kosti fimm þúsund manns við að komast frá Afríku til Spánar. Tveir staðir eru vinsælli en aðrir þegar kemur að smygli á fólki. Um 64% þeirra koma beint yfir Gíbraltarsundið frá Marokkó en þar sem það er styst eru einungis 14 km á milli landanna. Önnur 30% reyna fyrir sér frá Marokkó yfir til Fuer- teventura sem er ein af Kanaríeyjunum. Alls vakta fimm skip þessi tvö svæði öllum stundum. Vegna strangra viðurlaga spænskra yfirvalda víla smyglarar ekkert fyrir sér séu þeir staðnir að verki. Spænska strandgæslan hefur ítrekað komið að smyglurum á hafi úti. I örvæntingu þeirra er far- þegunum kastað fyrir borð án tafar og flótti hefst. Á meðan strandgæslan bjargar fólkinu flýja smyglar- arnir og eru á bak og burt á skömmum tíma. Við eftirlit árið 2002 handtók strandgæslan tæplega 17 þúsund manns. Af þeim þurftu tæp 11 þúsund á sjúkrahjálp að halda. Flestir voru mátt- farnir eftir margra tíma dvöl í þröngum bátum en margir höfðu einnig hlotið áverka af völdum smyglaranna sjálfra. Á sama tíma kom spænska lögreglan upp um 735 smyglhringi og yfir 2000 manns hand- teknir í tengslum við þá. Þrátt fyrir þennan góða árangur hefur smygli á fólki fjölgað á ár- inu sem er að líða og ljóst að hvorki er skortur á smyglurum né heldur þeim sem greiða stórfé fyrir langt og erfitt ferðalag til fyrirheitna lands- ins í Evrópu. Búið er að ráða sérhæfða menn til að vakta strandlengjuna við Tarifa. Sjórekin lík í fjörunni fyrir augum kvikmynda- og tónlistarstjarnanna á morgnana ættu því að heyra sögunni til. albert@dv.is Rófubrutu konu, brugöu hnífi að manni og skáru hann i andlitið „Ég er fremur þreyttur eins og er enda að baki mikil vinna," segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur sem fyrirhelgi var seldur Kaupþingi. Guðmundur segir að þrátt fyrir mikla törn Hvernig hefur þú það? sé niðurstaðan afaránægju- ieg og nú sé ekki annað en halda áfram að vinna með sínu fólkiað fullum krafti.„Svo held ég jól og fæ góða hvild með fjölskyldunni,"segir hann ánægður með framvindu mála.. Ákærður fyrir þrjár líkamsárásir í Garðabæ Tæplega tvítugur Garðbæingur var í gær ákærður fyrir þrjár líkams- árásir, fíkniefnabrot og umferðar- lagabrot. Öll brotin voru framin á þessu ári. Félagi mannsins er ákærð- ur fyrir þátttöku í einni líkamsárás en einnig fyrir þjófnað, skjalafals og umferðarlagabrot. Þá voru tveir tví- tugir menn til viðbótar ákærðir fyrir skjalafals, þjófnað og umferðarlaga- brot. Fjórmenningarnir komu fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gær. Líkamsárásirnar voru allar gerðar í Garðabæ. Sú fyrsta átti sér stað að- faranótt sunnudagsins 30. mars síð- astliðinn. Þá réðust tvímenningarnir á karlmann og er þeim gefið að sök að hafa brugðið hnífi eða járnbúti að hálsi hans, slegið hann í höfuð með bjórflösku og kýlt í andlitið. Fórnar- lambið hlaut fimmtán skurði frá hársverði og um vinstri vanga. Önnur líkamsárásin var gerð laugardaginn 10. maí en þá réðist sá, sem fyrst er nefndur, á konu á fimm- tugsaldri sem var að koma úr inn- kaupaferð í Garðakaupum í Garða- bæ. í ákæmnni segir að maðurinn hafi ráðist á konuna og hrint henni í götuna með þeim afleiðingum að hún rófubeinsbrotnaði. f september lét maðurinn aftur til skarar skríða og réðist á konu og mann í Garðabæ. Honum er gefið að sök að hafa tekið konuna hálstaki og hrint henni á kyrrstæða bifreið með þeim afleiðingum að hún hlaut yfir- borðsáverka auk tognunar í háls- vöðvum og brjósthrygg. Á sömu stundu réðist ungi maðurinn á karl- mann, sló hann hnefáhögg í andlitið með þeim afleðingum að hann féll í jörðina og fékk höfuðhögg. Aðalmeðferð málsins fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness á nýju ári. Garðatorg Lögregla i átökum við Garðatorg. Á þessum slóðum hrinti einn hinna ákærðu konu á fimmtugsaldri í götuna með þeim afleiðingum að hún rófubeinsbrotnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.