Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 39
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Erum langt
áeftir
toppliðunum
Alan Shearer, fyrirliði
Newcastle, segir að félagið
eigi langt í land með að
eiga möguleika á að berjast
við toppliðin í Englandi
tímabil eftir tímabil.
„Blackburn er eina liðið
sem hefur náð að komast
upp á milli Manchester
United og Arsenal og það
var bara í eitt ár. önnur
félög hafa ekki sama fjár-
hagslega bolmagn og þau
og það veikir verulega
samkeppnisstöðuna. Við
erum núna að keppa í lítilli
deild þar sem verðlaunin
eru fjórða sætið og það
segir sig sjálft að slíkt er
ekki skemmtilegt til leng-
dar,“ sagði Shearer, sem þó
hefur staðið vaktina með
sóma í vetur. Hann hefur
skorað fimmtán mörk í
deildinni og er markahæsti
maður hennar.
Karl Malone
meiddist
áhné
Framherjinn sterki Karl
Malone, sem leikur með
Los Angeles Lakers, gæti
misst af næstu leikjum
liðsins eftir að hann
meiddist á hné í leik Lakers
og Phoenix Suns aðfaranótt
mánudagsins. Malone
þurfti að yfirgefa völlinn í
byrjun Ieiks gegn Phoenix
en hann hefur aðeins misst
af sex leikjum vegna
meiðsla á ferlinum.
Arnór með
til-boð frá
Magdeburg
KA-maðurinn ungi og
efnilegi Arnór Atlason er
kominn heim eftir nokkurra
daga dvöl hjá þýska liðinu
Magdeburg, sem Alfreð
Gíslason þjálfar. Arnór kom
heim með tilboð um
þriggja ára samning í fórum
sínum og má telja líklegt að
hann gangi til liðs við
félagið næsta sumar. Arnór
var á dögunum valinn í 28
manna landsliðshóp
Guðmundar Guðmunds-
sonar fyrir EM í Slóveníu.
Mikill liðsstyrkur BjörgólfurTakefusa og ÓlafurStígsson skrifuðuigær undirsamningaþess efnisaðþeirspilimeðFylkismönnum iLandsbankadeildinninæsta sumar.
Björgólfur Takefusa og Ólafur Stígsson skrifuðu í gær undir samning við
Fylkismenn um að leika með þeim í Landsbankadeildinni í sumar. Ásgeir
Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, var að vonum sáttur.
Fylkismenn ganga sælir og glaðir inni í jólahátíðina eftir að hafa fengið
gffurlegan liðsstyrk fyrir baráttuna í Landsbankadeildinni næsta sumar.
Markakóngurjdeildarinnar f fyrra, Þróttarinn Björgólfur Takefusa, og
miðjumaðuriiín Ólafúr Su'gsson, skrifuðu í gær undir samning um að spila
með liðinu næsta sumar og þarf ekki að fara mörgum orðum um það
hversu mikill liðsstyrkur flest í komu þeirra félaga.
Ásgeir Ásgeirsson, formaður
meistaraflokksráðs Fylkis, var
skiljanlega mjög sáttur þegar DV
Sport ræddi við hann í gær.
„Það er ekki hægt að segja annað
en koma þessara tveggja leikmanna
sé frábær jólagjöf fyrir Fylkismenn.
Ég held að menn fari sælir og sáttir
inn í jólin eftir þetta,“ sagði Asgeir í
gær.
Hann sagði aðspurður að málið
með Björgólf hefði borið brátt að og
verið klárað hratt.
„Samningurinn var nánast
tilbúinn á fimmtudaginn í síðustu
viku en hann vildi fá tíma til að fara
yfir samninginn og segja sínum
nánustu frá ákvörðun sinni. Hann
gaf jákvætt svar í morgun og við
erum að sjáffsögðu himinlifandi
með það. Ég er ekki vafa um að hann
á eftir að falfa vel inn í leik liðsins
enda er hann mjög góður knatt-
spyrnumaður," sagðiÁsgeir.
Opnum jólapakkana fyrr
Varðandi Ólaf Stígsson sagði
Ásgeir að hann væri vissulega lfka
hvalreki á fjörur Fylkismanna.
„Við þekkjum Ólaf vel enda er
hann uppalinn Fylkismaður. Hann
var gífurlega öflugur þegar hann var
hérna síðast en ég er ekki vafa um að
hann er enn öflugri leikmaður í dag
eftir dvöl sína í Noregi. Hann á eftir
að styrkja liðið mikið og það má
eiginlega segja að við Fylkismenn
fáum að opna jólapakkana aðeins
fyrr þetta árið,“ sagði Ásgeir.
Ótrúlega spennandi
Björgólfur Takefusa, sem er
aðeins fimmti markakóngurinn í
sögu íslandmótsins sem hefur
vistaskipti, sagði í samtali við DV
Sport í gær að hann hefði ekki getað
hafnað því að spila með jafn öflugu
félagi og Fylki.
„Þetta er alveg ótrúlega spenn-
andi og ég get varla beðið eftir að
deildin hefjist. Þetta er frábært
tækifæri fyrir mig til að spila með
einu stærsta félagi landsins og vera í
baráttunni um tida. Ég var búinn að
gera það upp við mig að ég vildi
spila í efstu deild næsta sumar enda
er það tvennt ólíkt að spila þar en í 1.
deildinni. Þetta var samt ekki
auðveld ákvörðun því að ég hef
spilað alla tíð með Þrótti og er
tengdur því félagi. Að lokum fékk ég
þó þetta tækifæri sem var ekki hægt
að hafna," sagði Björgólfur.
KR-ingar höfðu einnig samband
við Björgólf en það var að heyra á
honum að það hefði aldrei komið til
greina að fara í KR.
„Ég hugsaði mig að sjálfsögðu
um en mér fannst Fylkir meira
spennandi kostur og líst vel á Þorlák
Árnason, þjálfara liðsins, sem ég
held að geti hjálpað mér mikið,"
sagði Björgólfur.
Fleiri fiskar í sjónum
Kristinn Kjærnested, stjórnar-
maður í KR Sporti, sagði í samtal i
við DV Sport að vissulega væru þeir
svekktir yfir því að missa af Björgólfi.
„Við hefðum gjarnan viljað fá
hann en það varð því miður ekki
raunin. Það eru hins vegar fleiri
fiskar í sjónum og við munum snúa
okkur að öðrum leikmönnum sem
geta styrkt sóknina hjá okkur," sagði
Kristinn en DV Sport hefur áreiðan-
legar heimildir fyrir því að KR-ingar
ætli að ræða við Ríkharð Daðason á
næstu dögum en Ríkharður er ekki á
mála hjá neinu félagi eftir að hann
hafnaði eins árs samningi hjá
Frederikstad á dögunum. oskar@dv.is
„Þetta er alveg
ótrúlega
spennandi og ég
get varla beðið
eftir að deildin
hefjist. Þetta er
frábært tækifæri
fyrir mig til að spila
með einu stærsta
félagi landsins og
vera í baráttunni
umtitla."
Fínn bópurÞorldkurÁrnason.þjálfariFylkis.gleðstvæntanlegayfirliðsstyrknumsem hann
fékk i gær enda eru Fylkismenn komnir með finan hóp og til 'alls liklegir næsta sumar.