Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 29
r
i
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 29
Unda Pétursdóttir
Hefur komist yfir áfengisvandamái og
þunglyndi og horfir nú fram á veginn. Á
indverskan elskhuga sem er einn afrikustu
mönnum Asíu. Linda segir að sér liði eins
og drottningu þegar hún ferðast með
honum ieinkaþotu hans.
Mér var ráðlagt að fara ekki strax
til íslands eftir meðferðina úti, þar
sem það væri ekki gott að fara strax
aftur í sama umhverfi og ég kom úr.
Ég ákvað því að nota tímann í að læra
eitthvað sem ég hefði áhuga á og
fyndist skemmtilegt."
Yndislegi maðurinn
Ég spyr Lindu hvenær hún ætli að
flytja aftur heim til Islands.
,Æ ég þori ekki að spá neitt lengra
fram í tímann heldur en fyrir daginn í
dag og kannski morgundaginn. En
auðvitað getur vel verið að ég komi
aftur til Islands. Svo á ég indverskan
elskliuga, Vijay Mallya, sem ég hef átt í
mörg ár og ég skrifa meira að segja um
hann í bókinni minni. Hann er múlti
billjóner og flýgur milli landa á einka-
þotunni sinni og hann á ábyggilega
svona 26 hús út um allan heim og mér
finnst gott að vera hér þar sem ég er
svo nálægt honum. Ég kynntist hon-
um í Miss World keppninni þegar við
vomm að dæma þar saman. Hann er
einn ríkasti maður Asíu en hann er svo
yndislegur og góður maður að það em
ekki peningarnir sem skipta mig þar
máli. Við höfum ferðast mikið saman í
einkaþotunni hans þar sem ég er eins
og drottning. Ég get ekki neitað því að
mér finnst það eiga nokkuð vel við
mig!“ segir hún kankvís.
Keppnir um fegurð mjög
vafasamar
Linda er nú þeirrar skoðunar að
fegurðarsamkeppnir séu mjög vara-
samar fyrir ungar stúlkur.
„Ég er til dæntis með vöxt og
brjóst og þurfti alltaf að grennast
meir og meir meðan ég stóð í þessu.
Mér finnst það mjög vafasamt að
Linda og hundarnir „Ég elska ekkert eins
mikið og hundana mína.“
Nýja húsið Linda segist ánægð með hversu
vel henni hefur verið tekið þar sem húsið er.
Fallegt umhverfi Hús Lindu er á lítilli eyju
rétt fyrir utan Vancouver.
Linda og Vijay Hann ereinn afríkustu
mönnum Asíu og Lindu liður eins og
drottningu i fylgd hans.
taka þátt í svona keppni ef maður
þarf að grennast svo um munar.Oft
á tíðum er mataræðið ekki upp á
marga fiska og maður er látinn éta
súpur í öll mál. En ef rétt er haldið á
spöðunum ætti þetta samt ekki að
skaða stelpurnar sem taka þátt. Ég
held þó að það sé erfiðara að taka
þátt í svona keppni eftir því sem
þjóðin er minni, vegna athyglinnar.
Mér fannst a.m.k. miklu erfiðara hér
heima heldur en erlendis. Neikvætt
umtal lætur alltaf á sér kræla.“
Ég spyr hvort hún hefði lent í
sínu þunglyndi og sálarháska ef hún
hefði ekki orðið þekkt fegurðar-
drottning.
„Það er erfitt fyrir mig að segja.
Ég þekki ekkert annað en ég held að
titillinn komi veikindum mínum lít-
ið sem ekkert við. Ég held að ég geti
ekki kennt því um. Ég fór að drekka
mest þegar ég varð fyrir heimilisof-
beldi af manninum mínum fyrrver-
andi og notaði þá áfengið sem deyfi-
lyf. Það er annars enginn tilgangur
með því að velta sér upp úr því hvers
vegna þetta gerðist. Þetta bara gerð-
ist og ég verð að sætta mig við það
og lifa með því.“
Hvað er næst á dagskrá
hjá Lindu
„Það er nóg að gera hjá mér í fyr-
irtækinu okkar og svo auðvitað í
grafísku hönnuninni og Rauða kross
starfinu. En mig langar orðið mikið
til þess að eignast lítið barn. Ég held
að ég geti sagt að það sé það næsta
sem tekur við hjá mér ..." segir hún
að lokum, dreymandi á svip. Og ekki
laus við tilhlökkun.
henny@dv.is