Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 38
'W ÞRÍÐJÚDACUR 23. DESEMBER 2003 Sport J3V \ f W ■« v.# IV ^ * 'M Komnir á toppinn Leikmenn Manchester United eru komnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Tottenham, 2-1, á sunnudaginn. Hér fagna þeir markiJohn O'Shea I leiknum. Reuters Staðan: Man Utd 17 13 1 3 34-11 40 Arsenal 17 11 6 0 31-12 39 Chelsea 17 12 3 2 31-12 39 Soton 17 7 5 5 18-12 26 Fulham 17 7 4 6 28-23 25 Newcast. 17 6 7 4 25-20 25 Charlton 17 6 6 5 22-20 24 Birming. 16 6 5 5 14-18 23 Liverp. 16 6 4 6 23-18 22 Bolton 17 5 7 5 17-23 22 Everton 17 5 5 7 20-22 20 M'Boro 16 5 5 6 12-15 20 A. Villa 17 5 5 7 16-23 20 Man City 16 5 4 7 23-22 19 Tottenh. 17 5 3 9 19-26 18 Blackb. 17 5 2 10 23-27 17 Leicester 17 4 4 9 25-28 16 Portsm. 17 4 4 9 18-25 16 Leeds 16 4 3 9 16-36 15 Wolves 16 2 5 9 13-35 11 Markahæstu menn: Alan Shearer, Newcastle 15 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd 13 Thierry Henry, Arsenal 10 Louis Saha, Fulham 10 Nicolas Anelka, Man. City 8 Michael Owen, Liverpool 8 James Beattie, Southampton 8 Freddie Kanoute, Tottenham 7 Mikael Forssell, Birmingham 7 Hernan Crespo, Chelsea 7 Juan Pablo Angel, Aston Villa 7 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chels. 6 Teddy Sheringham, Portsmouth 6 Robert Pires, Arsenal 6 Næstu leikir: Föstudagur 26. desember Arsenal-Wolves Fulham-Southampton Charlton-Chelsea Portsmouth-Tottenham Birmingham-Man. City Blackburn-Middlesbrough Leeds-Aston Villa Leicester-Newcastle **■ Liverpool-Bolton Man. Utd-Everton Sunnudagur 28. desember Chelsea-Portsmouth Newcastle-Blackburn 1 Aston Villa-Fulham 1 Bolton-Leicester i Everton-Birmingham , Manchester City-Liverpool Tottenham-Charlton Wolves-Leeds 1 Middlesbrough-Man. United Beint í sjónvarpi: Föstudagur 26. desember | I Charlton-Chelsea kl. 12.15 Sunnudagur 28. desember Newcastle-Blackburn kl. 13.45 Middlesbr.-Man. United * kl. 15.50 Spennan er gríðarleg á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Þrú lið, Manchester United, Arsenal og Chelsea, hafa skipt með sér toppsætinu á undan- förnum þremur umferðum og hafa skilið hin liðin eftir. Jólavertíðin hefur venju- lega verið afar mikilvæg fyrir toppliðin og eins og sést hefur að undanförnu mega liðin ekki misstíga sig. Þrjú lið, Manchester United, Arsenal og Chelsea, hafa stungið af í ensku úrvalsdeildinni. Þessi lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið það sem af er tímabilinu, þrettán stig skilja þrjú efstu liðin frá Southampton sem er í fjórða sætinu og mega hin liðin sautján gera sér það að góðu að berjast um fjórða sætið, sætið sem gefur þátttökurétt í forkeppni meistaradeildarinnar. Það má lítið út af bregða í baráttu þriggja efstu liðanna, því hafa þau fengið að kynnast á undanförnum vikum. Fyrir þremur vikum var Chelsea á toppnum, einu stigi á undan Arsenal og tveimur á undan Manchester United. Viku síðar var Arsenal komið á toppinn eftir sigur á Blackburn, Chelsea datt niður í þriðja sætið eftir tap gegn Bolton á heimavelli og Manchester United hífði sig upp í annað sætið með öruggum sigri á Aston Villa. Arsenal tókst ekki að halda toppsætinu nema í eina viku því að jafntefli gegn Bolton á laugardaginn gerði það að verkum að Manchester United komst á toppinn með sigri á Tottenham á sunnudaginn. Chelsea vann Fulham og er í öðru sætinu á betra markahlutfalli en Arsenai. Þar með hafa þrjú efstu liðin verið í öllum þremur efstu sætunum á síðustu þremur vikum slíkar hafa sviptingarnar verið. Á þessu má sjá að það má lítið út af bregða í næstu tveimur leikjum hjá liðinum. Ef liðin misstíga sig þá geta þau átt það á hættu að hafa misst keppinautana sex stigum á undan sér um næstu helgi, nokkuð sem er ekki gott veganesti inn í nýtt ár. Baráttan um fjórða sætið Önnur lið verða að gera sér það að góðu að berjast um fjórða sætið í deildinni, þeir hafa einfaldlega ekki burði til að keppa við þrenninguna sem trónir á toppnum. Baráttan er hörð og það skilja aðeins fjögur stig á milli Southampton, sem er í fjórða sætinu, og Bolton, sem er í níunda sæti. Lið eins og Newcastle og Liverpool, sem ætluðu sér stóra hluti í byrjun vetrar, hafa misst af lestinni og mega telja sig góð ef þau ná fjórða sætinu sem gefur þátttökurétt í í meistaradeildinni. Wolves í vondum málum Wolves er ívondum málum því að þeir þurfa að berjast gegn hefð sem hefur verið við lýði síðan úrvalsdeildin var stofnuð, hefð sem segir að liðið sem er í neðsta sæti deildarinnar um jólin falli, nokkuð sem hefur ekki klikkað hingað til. oskar@dv.is Vonbrigði Arsenal missti toppsætið til Manchester United eftir jafnteftigegn Bolton en hafa Sigurmark Crespo Argentinumaðurinn Hernan Crespo fagnar hér sigurmarki sinu fyrir eflaust hugaá þvi aðendurheimta þaðyfirjólin Reuters Chelsea gegn Fulham um helgina. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.