Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 25
DV Fókus ÞRIÐJUDACUR 23. DESEMBER 2003 21 tyfMf2&is'enskíi Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Að þessu sinni verð ég með hreindýrasteikur en ef ég fær kannski skoska rjúpu inn á borð til mfn þá verða þær einnig á boðstólnum. í forrétt verður svo humar- og aspassúpa." Hvað kosta jólin? „Það er erfitt að segja, það er skilgreiningarat- riði hvernær jólin byrja en ef maður tekur allt með í reikninginn gæti ég trúað að þetta yrði á þriðja hundrað þúsund, en það er erfitt fyrir mig að segja enda er ég ekki mikill fjármálamaður." Það besta við 2003? „Ég er mjög ánægður með hversu vel tókst til við að markaðsetja ís- lenskt lambakjöt í Bandaríkjunum. Magnið sem þar er nú selt þre- faldaðist og nú er þetta selt á ílottu verði í flottustu búðunum þarna ytra. Svo var ég líka ánægður með laxinn sem ég fékk í Rangá, hann kom mér skemmtilega á óvart. Það versta við 2003? „Það eru miklir viðburðir sem áttu sér stað úti heimi, stríð og morð og þessháttar hörmungar sem við getum alveg verið án.“ Maður ársins? „Það hlýtur annað hvort að vera jólasveinninn eða Saddam Hussein. Ég held í raun að jólasveininn hafl lent á einhverju kend- eríi, týnt búningnum sínum og síðan endað ofan í einhverri holu þar sem bandarískir hermenn fundu hann síðan og töldu honum trú um að hann væri Saddam Hussein." Siggi Hall, matzeiöslumeistarí Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Ég borða hamborgarhrygg." Hvað kosta jólin? „Það mun líklega nálgast ein- hvern 100 þúsund kall á end- anum.“ Þaðbestavið2003? ,Ætli ég verði ekki að segja eftirminnileg ferð með eigin- konunni til Edinborgar." Það versta við 2003? „Almennt séð held ég að það hafi verið stríðsátök úti í heimi.“ Maður ársins? „Mér finnst þetta hafa verið dauft ár hvað þetta varðar og það er enginn sem stendur upp úr og ég get kalla mann ársins." Eggert Þór Bemharösson, sagnfræöingur Ómarmaður arsms Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „f foreldrahúsum hafa verið beinlausir fuglar sem eru ekki fuglar heldur lambakjöt sem er hamrað og kryddað með engiferi. Að þessu sinni verð ég hins vegar hjá tengdafor- eldrum og þar verður kalkúnn á borðum." Hvað kosta jólin? „Það er erfitt að segja, ætii það sé ekki svona 50 þúsund kall ef maður notar ekki strangar hagffæðiformúlur og reiknar vinnutap á aðfanga- dag ekki með.“ Það besta við 2003? „Menningarverðlaun DV.“ Það versta við 2003? „Það er Kárahnjúkavirkjun og stríðið íírak.“ Maður ársins? „Ómar Ragnarsson, sagan mun dæma hann sem mann ársins 2003.“ Andrí Snær Magnason, rithöfundur Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Ég hef nú engar sérstakar reglur hvað það varðar og þess vegna er það mjög mis- jafnt hverju sinni. Ef ég er sein á ferðinni þá er það bara hangikjöt því það eldar sig sjálft en í ár verður það lík- lega lamb, sama hvort það verður reykt eða ekki.“ Hvað kosta jólin? „Ég hef ekki grænan grun, það fer bara eftir því hvað er til því ég er svo rosalega léleg peningamanneskja. Það verður alla vega ekkert rosa- mikið.“ Það besta við 2003? Ætli það sé ekki bara góða veðrið og fólkið sem í kring- um mig er.“ Það versta við 2003? „Stríðsátök í heiminum." Maður ársins? „Þráinn Bertelsson, hann er svo mikið hann sjálfur, gagn- rýninn og hefur skemmtilegt auga fyrir samtímanum. Þetta endurspeglast t.d. í skrifum hans aftan á Frétta- blaðinu og í nýju bókinni hans.“ Andrea Jónsdóttir, útvarpskona Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Það verður svínalæri eldað að uppskrift Nönnu Rögn- valdardóttur úr Matarást, sem er ein af bestu mat- reiðslubókum sem gefnar hafa verið út.“ Hvað kosta jólin? „Ég verðlegg ekki gleði.“ Það besta við 2003? „Ég verð að vera hallærisleg hérna því ég eignaðist fyrsta barn mitt á árinu. Ég eignað- ist son og hann eignaðist frá- bæra dagmömmu, annars væri ég ekki uppistandandi." Það versta viö 2003? „Það versta sem gerðist á ár- inu var ævintýraleg sjálfum- gleði æðstu yfirmanna Kaup- þings Búnaðarbanka varð- andi verðmat vinnuframlags síns, sem var í engu samræmi við árangur ávöxtunar lífeyr- issparnaðar rníns." Maður ársins? „Fyrir utan eiginmann og son, er það Ólafur Elfasson. Fór og sá verk hans í Tate Modern og var það mjög eft- irminnilegt." Bryndís Loftsdóttir, vörustjórí ÍPennanum Ánæqð með lceTandExpress Hvað borðarðu á aðfangadagskvöld? „Pabbi eldar alltaf og aldrei það sama þannig að það verður bara spennandi að sjá hvað verður á boðstólum að þessu sinni.“ Hvað kostajólin? „Þar sem ég og kærastinn minn búum í útlöndum og verðum hérna heima hjá vinum og vandamönnum um jólin felst kostnaðurinn bara í nokkrum pökkum og svo flugfarinu fram og til baka.“ Það besta við 2003? „Að geta loksins geta fengið ódýrt flug milli Englands og fslands með Iceland Express þannig að ég hef getað séð fjölskylduna og vini miklu rneira en ég er vön.“ Það versta við 2003? „Allar hræðilegu stríðsfréttirnar frá írak, það er alveg skelfilegt að sjá myndir af börnum og fleirum sem hafa farið illa út úr þessu.“ Maður ársins? „Enginn einn sem stendur upp úr en mér finnst bara að allir sem hafa látið eitthvað gott af sér leiða á árinu eiga þennan titil skilið." HafdísHuld, tónlistarkona v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.