Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 47
W Síðast en ekki sist ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 42* Jólamey og silMottur Eyjólfur Guðmundsson, meindýraeyðir á Sólvallagötu, hefur sent vinunt sínum nýtt jólakort. Á því er ekki jóla- sveinn heldur jólamey: „Mér fannst tími til komin að hleypa konunum einnig að í jólasveinalíflð. Þær hafa ver- ið að láta til sín taka á æ fleiri sviðum þjóðlífsins og þær sóma sér ekki síður en karl- menn sem jólasveinar," segir Eyjólfur sem ætlar að halda áfram að þróa kvenjólasvein sinn og helst að hafa þær þrettán. Annars er Eyjólfur aðallega með hugann við silf- urskottur þessa dagana enda eru jól hjá þeim eins og öðr- um. Fá meindýr heita jóla- legra nafni: „Silfurskottur eru orðnar landlægar við Laugarvatn enda þrífast þær helst þar sem er jarðhiti eða heitt vatn. Það er hægt að úða gegn þeim og það dugar yfirleit í 12 mán- uði en gallinn er að þær lifa svo lengi. Silfurskottur geta orðið 5-6 ára og eiga 50 egg á ári. Hluta eggjanna éta þær sjálfar en sem betur fer fara þær ekki í matvæli. Þær lifa best í raka undir gólfdúkum,“ segir Eyjólfur meindýraeyðir á Sólvallagötunni sem hvetur fólk til að rífa upp gamla gólf- dúka, leggja parkett og loka öllum glufttm vel. Ef silfur- skotturnar eru að koma í heimsókn. Eyjólfur með jólakortiðVillfá kon- ur í stétt jólasveina. Gunnar Eyjólfsson „Qigong snýst um viðleitni einstaklingsins tileigin orku- væðingar Qi gong mynd- band á markað „Qi gong er í stuttu máli orkuleikfimi. Þetta er aðferð til öflunar, varðveislu og dreifingar orku um líkamann sem skiptist í þrjá þætti. Hugleiðslu qi gong, bardaga- eða baráttu qi gong og heilsu qi gong," segir leikarinn Gunnar Eyjólfsson sem hefur ásamt félagi qi gong iðkenda á Islandi gefið út rúmlega 40 mín- útna langt kennslu- og leiðbein- ingamyndband um qi gong. „Það á enginn að vanrækja orkuþörf si'na því það er hún sem heldur manni gangandi. Til eru þúsundir mismunandi æf- inga en hver og einn finnur æf- ingar við sitt hæfi og mælt er með að gera þær í 20 mínútur á dag,“ segir Gunnar sem upphaf- lega kynnúst fyrirbærinu árið 1945 þegar hann var erlendis við leiklistarnám. „Qi gong snýst um viðleitni einstaklingsins til eigin orku- væðingar. Iðkandinn gengur til móts við lífsorkuna og gengur henni skilyrðislaust á hönd og öðlast þegnrétt í ríki hennar. Undirstaðan er agaður líkams- burður, öguð öndun og öguð hugsun,“ segir Gunnar sem segir qi gong hafa breytt miklu í hans lífi. „Ég hætti þessu um tíma en hóf aftur að gera æfingamar þegar ég slasaðist illa á baki við uppfærslu á leikriti árið 1972. Þá var mér tjáð að ég myndi ekki geta gert allt sem ég gat áður en mundi þá eftir einblöðungi sem ég hafði áður fengið í New York. Þar var fjallað unt æfingar við brjósklosi sem geta verið mjög erfiðar fyrir bakveika. Leiðsögn- in í þessu er aftur á móti svo frá- bær að manni er kennt að taka alltaf tvo andadrætti til viðbótar þegar ntaður finnur þreytuna koma yfir sig. Þannig er rnaður farinn að æfa sig og byggja upp úthald. Það tekur smá tíma að ná tökum á þessu en þegar það hefur verið gert fer maður að ganga inn í orkusviðið og fer að lifa og skynja orkuna," segir Gunnar sem segist fyrir vikið vera hressari en flestir sem em að nálgast áttrætt. í félagi qi gong iðkenda eru nú á annað hundrað manns. Áhugasamir geta nálgast myndbandið í fles- tum stórmörkuðum landsins. HP Compaq Evo N1020v Caleron 1,5 GHz örgjðrvi 14" TFT skjár (1024x768) 256 MB vinnsluminni (mest 1 GB) 20 GB harður diskur DVD drif, disklinga drif 10/100 netkortstengi, módem JBLPro hátaiarar, S-Video tengi 2xUSB 2.0 tengi, Firewire tengi Windows XP Professional stýrikerfi HPNX9005 AMD A2000+ Mobiie örgjörvi "15 XGA skjár (1024x768) 256 MB vinnsluminni (mest 1GB) 30 GB harður diskur DVD/CDR W Combo, dísklii 10/100 netkortstengi, 2xUSB 2.0 tengi, Firewire, S-Video Windows XP Professional stýrikerfi Þyngd 3.1 kg raðeins kr^ 29.900 ciðeins kr.^ 129.900 SggSu pakka mir? Tæknibær computer® is Skiphoiti 50c • Simi 551 6700 www.tb.is • www.computer.is ÞrtNaus Unksys AOSL routw INWINX710FuBTower Server tölvukassi UMAX AAA-613P 5.1 helmabió fyrir tðlvunal Thermaltake W0009R meo innbyggðu módcmiog 420 W spennugjafi 15.865 23.275 «ís 3.420 CNetCNWLC811,PCMClA 11 Mbpsfyrírfartóivur 3.990 U CNef CN WL311 Pa netfcortiö fyrir 11 ÍJ 9.975 CNM11 Mbps Wirvtesí LAN Acckss Point fyrir tölvur 6-in-1 Minniskortalesari Les; CF/SM/SD/MMC/MS/MD 2.992 Super Taient USB2 Ferðabox fyrir 3.5 tommu har Aa cfefca ('Flakkari') 5.605 US82.0 CygarPro2 128 MS geymsluminnl á staerð vtð tyggjópakka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.