Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003
Fréttir 0V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjórar.
Illugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Unnu Popppunkt
Það voru strákamir í
Ensími sem unnu
Popppunkt 2003. Unnu
þeir Vínyl í úrslitum en
það kom mest á óvart
að fullorðnu hljdm-
sveitirnar gátu
minna en við
var búist. Fyrir
framvoru
miklar vonir
bundnar við
Stein Ármann
og Jakob
Bjarnar íKát-
um piltum, enda
komust þeir í fjögurra
Uða úrslit. Hins vegar
komust gömlu kemp-
urnar í Brimklö, með
Björgvin HaUddrsson
fremstan í flokki, ekki
áfram úr fyrstu umferð
því þeir töpuðu fyrir
Pöpum. f kvöld eru það
svo atvinnukverúlantar
og poppspekúlantar
sem mæta frfstunda-
spekingum á Skjá ein-
um kl. 21.
Tveir fyrir einn
fsdlfur Gylfi Pálmason,
fyrrum alþingismaður,
hefur slegið f
gegn sem nýr
sveitarstjdri á
Flúðum. Hafa
íbúar tekið
honum fagn-
andi og þa
scrstaklega
um jölin þeg-
ar í ljós kom að sveitar-
stjdrinn er ekki einungis
laginn við stjdmsýslu
heldur einnig Uðtækur
gítarleikari og söngvari.
Hefur ísólfúr Gyfi komið
fram á skemmtunum hjá
bæði bömum og fuU-
orðnum á Flúðum og
tekið lagið. Hafa menn á
orði að þarna hafi Flúða-
menn fengið tvo fyrir
einn - sveitarstjdra og
skemmtikraft sem alltaf
er tUtækur.
Logandi Höfði
fbúar Raufarhafnar hafa
verið ólatir við að safna í
áramótabrennu sem
kveikt verður í stundvís-
lega klukk-
an21 á
gamlárs-
kvöld.
Brennan er
eins og
áður á
Höfða og
fer ekki
framhjá neinum í þorp-
inu. Brennuvörður er
Smári Vals en hann mun
einnig sjá um fiugelda-
sýningu á staðnum sem
hefst korteri seinna.
Höfðinn mun þá loga og
varpa sérstæðri birtu yfir
bæinn við ysta haf þar
sem Guðný Hrund
Karlsdóttir sveitarstjóri
stjdmar öUu nema
brennunni.
*o
£
fO
E
'O
«o
JSC
ai
Lengjum jólin
Það er alkunna að með hækkandi aldri líð-
ur tíminn hraðar. Sá sem hér heldur á fjaður-
staf man tU þess að í æsku hans voru jólin tU
dæmis lengi að líða. í fyrsta lagi ætluðu þau
aldrei að koma, svo löng var biðin eftir þeim,
en eftir að þau komu loksins, þá stóðu þau
notalega lengi. Það var eitthvað tU að njóta.
Nú á seinni árum hafa jólin styst svo að
ástæða er tíl að hafa áhyggjur. I fyrsta lagi
rumskar maður venjulega einmitt þegar jólin
em um það bil að hellast yfir og man það þá
síðast að maður hélt að það væri enn mjög
langt tU jóla. Og nógur tími tU að undirbúa
aUt það sem þurfd að undirbúa.
En jólin sjálf eru líka orðin óttalega stutt.
Aðfangadagskvöld líður hjá á fuUri ferð og allt
í einu er komin nótt og maður fer bara að
sofa. Jóladagminn og annar í jólum - sem í
æsku vom langir dagar - þeir blússa líka hjá,
nánast án þess að maður taki eftir þeim. Og
svo eru hinir formlegu jóladagar Uðnir og
maður er kominn aftur í vinnuna.
Hvunndagurinn tekinn við í öUu sínu
veldi.
Það er að sumu leyti ekkert slæmt. Sé
maður sáttur við sinn hvunndag, þá hefur
maður varla undan miklu að kvarta.
En samt er þetta allt saman eitthvað svo
skelfilega stutt. Maður fer að hafa áhyggjur af
því að blessuðum börnunum þyki þau hafa
verið svikin, nú þegar strax hillir undir að jól-
in verði búin. Og þau búin að bíða svo lengi
og hlakka svo mikið tU.
Að sönnu kvarta þau ekki, ekki þau yngri
að minnsta kosti. Hjá þeirn líður tíminn enn
hægt og rólega, eins og hann á að gera. Svo
þetta stórkosdega „vandamál" háir þeim ekki
að ráði. Ekki ennþá.
Að hluta til stafa áhyggjur þess sem hér
párar með sjálfblekungi einfaldlega af fyrr-
nefndri staðreynd - að tíminn líður hraðar
efdr því sem maður eldist. En þróunin í há-
tíðahaldinu hefur líka sitt að segja. Eftir því
sem hátíðisdögunum svipar meira til venju-
legra sunnudaga - allar búðir opnar enda-
laust, allir skemmtistaðir galopnir, allt eins
og venjulega - þá styttist líka hátíðin sjálf.
Hátíðleikinn verður að minnsta kostí minni -
eða kannski öllu heldur framandleikinn sem
hlýtur að fylgja hverri hátíð. Því hátíð má ekki
vera bara eins og hver annar sunnudagur. Þó
það sé gott og praktískt að hafa allt opið á
annan jólum eins og nú er orðið, og ekki leng-
ur neinn vandi að finna opnar búðir á jóla-
dag.
Með auknum kröfum um meira „frjáls-
ræði“ í opnunartíma á alla enda og kanta, þá
mun smátt og smátt enn draga úr „hátíðleik-
anum“ uns jólahald verður í litíu frábrugðið
hverjum öðrum sunnudegi. Enda frí ótrúlega
stutt hjá flestum þegar jólin raðast ekki upp
jafn heppilega og nú í ár. Til að vinna bug á
þessu hafa menn stundum látið sér detta í
hug undanfarið, hvort ekki mætti færa einn
frídag í viðbót til jólanna. Taka einhvern af
þeim skrýtnu frídögum sem virðast orðið lít-
inn tilgang hafa - sumardaginn fyrsta, upp-
stigningardag og svo framvegis - og færa til
„þriðja í jólum".
Hinir einstöku frídagar hingað og þang-
að um árið eru sumum þyrnir í augum og
alls konar fimmtudagar þegar frí er nýtast í
rauninni fáum. Það yrði svo miklu heppi-
legra ef einn þeirra félli niður en við fengj-
um þriðja í jólum sem opinberan frídag í
staðinn.
En þótt stundum sé talað um þetta er
aldrei gert í málinu. Yfirleitt bara rokið upp
nokkrum dögum fyrir jól þegar breyting af
þessu tagi er ómöguleg. Má sá sem hér hamr-
ar á ritvél stinga upp á því að einhyer knár
þingmaður taki nú málið upp á sína arma og
hreyfi því eftír áramót, svo hugsanlega mættí
ganga í málið í vor? Kannski einhver af nýlið-
unum, sem með þessu gætí stímplað sig
prýðilega inn.
Illugi Jökulsson
Megabeioið
á Alþingi
Síst skortír á að Katrín hafi
verið áberandi. Reyndar
liggur við að hún hafi verið í
fjölmiðlum upp á hvern ein-
asta dag allar götur síðan
hún var kjörin á þing síðasta
vor.
- v '• 9.
í Morgunblaðinu í gær var viðtal
við Katrínu Júlíusdóttur, alþingis-
mann SamfyUdngarinnar. Þar kom
fram að Katrín eldar sjaldan kartöfl-
ur og finnst ekki skemmtilegt að
vaska upp. Enn fremur kemur fram
að Katrín tárast oft í bíó: „Já vá! Tár-
ast mjög oft í bíó yfir ótrúlegustu at-
riðum og finnst það gott og los-
andi.“ Einnig upplýsir Katrín að ís-
bjamarkjöt sé furðulegasti matur
sem hún hefúr borðað og aö hún er
hræddari við Grýiu en Leppalúða.
,Aldrei litist neitt sérstaklega á
hana en fundist Leppalúði vera
frekar meinlaus í samanburðin-
nm “
Ekki vitum við hvort heimfæra
megi þessar hugleiðingar hins unga
þingmanns upp á ástandið í Sam-
fylkingunni. Sem sagt, hvort Katrín
sé hér undir rós - og ef til vill óafvit-
andi - að fjalla um hina ört dýpkandi
formannskrísu milli þeirra Ingi-
hjargar Sólrúnar Gísladóttur og öss-
urar Skarphéðinssonar. Og hvort
Katrín sé með þessum orðum að
skipa sér tryggilega í flokk með hin-
um meinlausa össuri
(les=LeppaIúða) gegn hinni „skelfí-
legu"Ingibjörgu Sólrúnu eða Grýlu.
Astæðan fýrir því að við vitum
þetta ekki er sú að við gerum okkur
ekki grein fyrir hvar í flokki for-
mannsefna SamfyUdngarinnar
Katrín stendur, eða hvort hún hefúr
yfirleitt skipað sér einhvers staðar í
flokk. Þó reynum við
að fylgjast vel með
póUtík og kortleggj-
um meðal annars
eftir bestu getu
tendensana í þing-
flokki Samfylkingar-
innar. En Katrín hef-
ur vafist fyrir okkur hingað til og
ekki bara hvað snertir álit hennar á
össuri eða Ingibjörgu Sólrúnu.
Pólitík Katrínar JúÚusdóttur hefur
reyndar verið okkur nokkuð lokuð
bók fram að þessu.
Fyrst og fremst
Ogþó skortir síst á að Katrín hafí
veríð áberandi. Reyndar liggur við
að Katrín Júlíusdóttir hafí verið i
Ijölmiðlum upp á hvern einasta dag
allargötur síðan hún
var kjörin á þing sfð-
asta vor. Undanfarn-
ar vikur hefur að
minnsta kosti varla
liðið svo dagurinn að
ekki sé viðtal við
Katrínu einhvers staðar. Ef ekki í
Mogganum, þá í Fréttablaðinu eða
héríDV- eða þá íVikunni eða Nýju
lífí eða hvað þau heita öll tímaritin.
Gallinn er sá... og orðið „galli“ not-
um við vegna þess að Katrín er jú
stjórnmálamaður, meira að segja
þingmaður ... gallinn er sá að öll
þessi viðtöl snúast aldrei um pólitík.
Við munum eftir viðtölum við
Katrínu um móðurhlutverkið og
hlutskipti einstæðrar móður. Við
munum eftir viðtali við Katrínu um
þann viðburð þegar hún mætti á Al-
þingi í kúrekastígvélum. Við munum
eftir viðtali við Katrínu um þann við -
burð þegar hún mætti á Alþingi í
engum sokkum. Við munum eftir
fiölmörgum viðtölum við Katrínu
um ýmislegt sem tengist mat og
matargerðarlist - við munum til
dæmis eftir sjónvarpsþætti þar sem
hún bauð vinum sínum til kvöld-
verðar. Viö munum eftír fullt af við-
tölum við Katrínu um jólaundirbún-
ing og bara um daginn og veginn. En
hvemig sem við brjótum heilann, þá
munum við ekki eftir viðtali við
Katrínu um pólitík.
Við erum hreint ekki að amast við
því að fjölmiðlar taki viðtöl við þing-
menn um annað en harðsvíraða
pólitík. Annaðhvort væri nú - nokk-
ur af þessum viðtölum við Katrínu
hafa birst hér í DV og við erum
hæstánægð með þau. Og eins og a11-
ir aðrir erum við lika hæstánægð
með Katrínu yfírleitt og teljum mikla
prýði að henni á Alþingi. En er þetta
samt ekki að verða svolítið einkenni-
legt? Við erum farin að hafa áhyggj-
ur afþví að Katrín hafí varla tíma til
að sinna skyldustörfum sínum á Al-
þingi af því að hún sé svo umsetin
fjölmiðlum sem vilja tala við hana
um eitthvað allt ann-
að en stjómmál.
Reyndar munum við
ekki betur en hún
hafí verið ansi neðar-
lega á lista sem birtur
var nýlega um ræðu-
tíma þingmanna - ef við munum
rétt reyndist hún hafa talað í níu
mínútur á yfírstandandi þingi.
Nú vitum við vel að „gæði þing-
starfa“ fara alls ekki saman við mín-
útufjöldann í ræðustóL Sumir
myndu meira að segja halda því
fram að þeim mun minna sem þing-
menn tala, þeim mun betra, en við
erum ekki þeirrar skoðunar. Við telj-
um að það sé heilbrigt og gott fyrir
þingmenn að láta nokkuð að sér
kveða í pontunni og höfum áhyggjur
af því að ágangur
okkar sjálfra og ann-
arra fjölmiðla um að
tala við Katrínu um
til dæmis skófatnað
hennar hafi komið í
veg fyrir að hún fengi
tjáð sig um - óneit-
anlega - mikilvægari mál, þau sem
hún er kosin til að sinna. Sömuleiðis
sjáum við á vefeíðu Alþingis að
Katrín hefur lagt fram óvenju fáar
fyrirspumir af stjómarandstöðu-
þingmanni að vera - en fyrirspumir
em oft helsta leið þeirra tfi að láta tfi
sín taka. Katrín hefur aðeins lagt
fram eina fyrirspum um vexti og út-
lánakjör og svo fiórar mjög svipaðs
eðlis um fjármagn tfi rannsókna við
ýmsa skóla.
Við erum líka ansi smeyk um að
öll sú matargerð og matarinnkaup
sem Katrín hefur þurft að stunda til
að fullnægja áhuga fjölmiðla á henni
hafí trufíað hana frá þingstörfunum
- svona eins oghún sé einhvers kon-
ar megabeib Alþingis en ekki alvar-
legur stjórnmálamaður. Það er því
eitt af áramótaheitum okkar að tala
eftirleiðis helst bara við Katrínu um
pólitík héðan í frá.