Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 30
* «“ rr'/>r mru nr ni 30 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 Siðast en ekki síst DV Söng af sér 8 kíló Birgitta Haukdal segist hafa sungið af sér 8 kíló. Hún hafi verið þybbnari áður en frægðin bankaði upp á enda sæl- keri og mikið matargat. Stressið sem fylgi stöðugu tónleikahaldi, hljómplötuupptökum og því að sinna og svara aðdáendum sínum endurspeglist í holdafarinu. Birgitta viðurkennir þó í samtali við tímaritið Ský að hún þyngist alltaf um nokkur kíló þegar hún fari norður til Húsavíkur og setjist að í eldhúsinu hjá móður sinni. Fátt finnst henni betra þar en djúsí steik og súkkulaði og annað sæl- gæti í desert. En lífl sínu lifir hún ekki í eld- húsinu hjá mömmu heldur í hring- iðu stórborgarlífsins í Reykjavík. Þar grípur hún eina og eina pylsu og notar fáar frístundir til að stinga upp í sig skyndibita. Þó á hún sér sínar stundir á frídögum á mánu- dögum þegar hún fer helst ekki úr rúmi og pantar kínamat á Ning’s sem hún borðar uppi í rúmi: „En ég á eftir að fá mín brjóst og mjúkar mjaðmir þegar látunum linnir og það er ekkert að hræðast. Mér finnst bara fallegt að hafa hold,“ segir Birgitta Haukdal í tímaritinu Ský. Birgitta Haukdal Elskar djúslsteik ieldhús- inu heima hjá mömmu á Húsavík. Ætlar að fitna seinna og fá þá brjóst og mjúkar mjaðmir. Ha? Ævintýraleg taflmennska Skák Árlega er haldið minningarmót um Carlos Torre, sem var fremstur skákmanna í Mexíkó. Hrannar Baldursson, sem búsettur er í landinu, er oftast með og fékk 4 v. af 9. En úrslitin urðu óvænt, Yuniesky Quezada frá Kúbu vann mótið og hér sjáum við hann máta Rússann Valerij Filippov sem varð í öðru sæti. Með ævintýralegri taflmennsku er hægt að ná langt, að- alatriðið er að halda haus og síðan að höggva í knérunn þegar við á! Hvítur á leik! Hvítt: Yuniesky Quezada (2475) Svart: Valerij Filippov (2630) Minningarmót um Carlos Torre Merida, Mexíkó (4.2), 20.12.2003 46.De7+ 1-0 • Óvissa ríkir um hvort Davíð Oddsson forsætisráðherra taki þátt í Kryddsíldarveislu Stöðvar 2 Síðast en ekki síst sem send verður út á gamlársdag eins og venja segir til um. Hingað til hefur Davíð mætt; reyndar yfirleitt of seint vegna anna, en nú gæti svo farið að hann mætti alls ekki. Tengja menn það umræðunni um sam- þjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem Davíð hefur áhyggjur af. Þeg- ar honum mislíkaði við bankana tók hann peninga sína út. Þegar honum mislíkar við fjölmiðla mætir hann ekki. Spennan eykst... • Fréttahauk- arnir af Stöð 2, þau Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Mars- hall, fjölguðu um einn á heimili sínu yfir hátíðarnar þeg- ar lítið jólabarn leit dagsins ljós. Samkvæmt heimildum DV heilsaðist móður og barni vel að lokinni fæðingu en nýbakaður faðirinn vildi ekkert tjá sig um barneignir sínar við DV þegar blaðamaður náði tali af hon- um í gær... „Ég fæddist þann 10. nóvember 1973 í Reykjavík, en ólst upp á Sauð- árkróki. Það var mjög ánægjulegt að alast upp á „Króknum," við félag- arnir lékum okkur í fjörunni og á bryggjunni og fómm í indíánaleik í Litla-Skógi. Ég held ég hafi oftar vilj- að vera Indíáni, kannski vegna þess að þeir em meira andlega sinnaðir. Einna eftirminnilegast var þegar við „hoppuðum í hengslunum," eins og það var kallað. Það myndast snjó- hengsli þarna í kring á veturna, og ef maður prflaði upp á þau og hoppaði hrundu þau og maður sökk á bólakaf í snjónum. Það slasaðist nú aldrei neinn þó að við höfum oft ver- ið heldur svalir, en ég myndi lfldega harðbanna krökkum þetta ef ég sæi þá gera þetta í dag. Ég útskrifaðist úr gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki árið 1989, og fór þá í skólaferðalag til Vestmanna- eyja. Það hvarflaði ekki að mér þá að ég kæmi til með að vera prestur þar í framtíðinni. Ég fór svo í mennta- skólann á Sauðárkróki, og var í rokk- hljómsveit sem hét Vinir vors og blóma, sem var þó ekkert skyld þeirri hljómsveit sem gaf út plötu hér um árið. Við höfðum keypt okk- ur hljóðfæri fyrir fermingarpening- ana, og spiluðum meðal annars á Ólafsfirði, Blönduósi og Miðgarði. Ég hætti í hljómsveitinni undir lok menntaskóla, og ég held að foreldr- arnir hafl þá verið fremur fegnir. Ég var ákveðinn að fara í háskólann, og byrjaði í lögfræði en skipti síðan yfir í guðfræði og fór að taka þátt í æsku- lýðsstarfi samfara því. Trúin óx með tímanum, en ég kem ekki frá neitt sérlega trúarleg- um bakgrunni og var ekki skírður fyrr en rétt áður en ég fermdist. Náminu lauk ég 2000 og flutti þá til Vestfjarða þar sem ég var að vinna verkefni fyrir ísafjarðarbæ, og kenndi í Menntaskólanum samhliða því. Báðir foreldrar, eiginkona mín og tengdaforeldrar eru kennarar, þannig að það er mikið rætt um kennslumál í fjölskylduboðum. Ég hef lært kennslufræði og það hvarfl- aði að mér að leggja það fýrir mig, en haustið 2002 fór presturinn á Sauð- árkróki í barnseignarleyfi, og var mér þá boðið að gerast afleysinga- prestur þar. Það hefur sína kosti og galla að vera prestur í sínum heima- bæ, en kostirnir eru þó mun fleirí. Það er gott að vera prestur. Síðasta haust gerðist ég svo af- leysingaprestur í Vestmannaeyjum. Það er mikill kraftur í Eyjamönnum, og það framkvæmt sem ákveðið er að framkvæma. Ég hef verið í Eyjum um jólin að sinna mínum sóknarbörnum, og helgihald er mikið og gott. Þó gerð- ist það í miðnæturmessunni á jóla- nótt að meðan ég stend upp í púlt- inu sé ég að eiginkonu minni eru færð skilaboð, og hún hleypur út. Ég klára messuna en ímynda mér allt það versta, eins og að eitthvað hafi komið fyrir heima. Um leið og hún er búin flýti ég mér heim, og þá Lárétt: 1 þjark, 4 áforma, 7 blæja, 8 valsa, 10 velt- ingur, 12 spil, 13 ær, 14 fuglinn, 15 sefa, 16 tuska, 18 skaði, 21 tryllast, 22 tæmi, 23 hjara. Lóðrétt: 1 kjarkur, 2 hestur, 3 flækingur, 4 djarft,5 þvottur,6deila,9 töldu, 11 sindur, 16 leynd, 17 lesandi, 19 hlóðir, 20 svelgur. Lausn á krossgátu •BQ! oz 'Ois 61 'sæ| l l '|np 91 '||b(6 11 'nme 6 '66e 9 'nej s 'jsne|njQæ y'uejpueg £ 'ssa z 'Jocj lujajQgn -uoj££'!so| zzTseiæ t2'!|sn8L 'e|np 91 'eoj g t 'ueo| y l 'pu!>| £ t 'mu z 1 '66m 01 'esej 8'egæ|s l 'epæ y jajcj t TiaJBi Ævisaga Séra Fjölnis Ásbjörnssonar Eg útskrif- aðist úr gagnfræðaskólanum á Sauðarkróki árið 1989, ag fór þá i skólaferðalag til Vestmannaeyja. kemur í ljós að kviknað hafði í. Barnapíunni hafði þó tekist að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom. Það urðu sem betur fer litlar skemmdir, og engin slys á fólki, en þetta rninnir mann á hversu dauðir hlutir eru lítils virði miðað við fólk og heilsu. Veðrið £4 — w '8 6olaT Allhvasst d/H, -7 Nokkur o Nokkur Gola vindur vindur f 1—‘12V C. . . JStrakkinaur „B * * t--\ Allhvasst 5 c jsj-degis ^ -13* ***— Gola. Q 3§» „3 Strekkingur o -8 ,— 'ij.vtA JMokkur .5 * * vindur -2 **■ Allhvasst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.