Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttír MÁNUDAQUR 29. DESEMBER 2003 3 Fleiri konur Spurning dagsins Hverjir eru timburmenn jólanna? í haust voru kynntar heldur dap- urlegar niðurstöður rannsóknar þar sem þátttaka kvenna í stjórnum íyr- irtækja var meðal annars könnuð. Rannsóknina vann Bryndís ísfold Hlöðversdóttir og tók rannsóknin til fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll íslands. Það hefur svo sem löngum verið vitað að mun færri konur en karlar gegni störfum er lúta að stjórnun fyrirtækja en þó kom nokkuð á óvart að staðan skyldi ekki vera betri en þetta. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu nefnilega í Ijós að á meðan 330 karlar eru stjórnarmenn í fyrirtækjum skráð- um í Kauphöllinni eru konurnar að- eins 12, sem er innan við 5%. Þegar farið er yfir kynjahlutföll þar sem stjórnarformenn eru annars vegar kemur í ljós að þar eru karlarnir 73 talsins en konurnar einungis 2, eða 2,7%. Hlutfallið er aðeins skárra þar sem varamenn eiga í hlut en þar eru karlarnir 157 talsins en konurnar 17, sem er 9%. Skortur á konum engin afsökun Þegar aukin völd og áhrif kvenna á ýmsum sviðum þjóðlífsins eru rædd hefur því oft verið borið við að konurnar sjálfar geti ekki, vilji ekki og þori ekki að axla aukna ábyrgð. Hressilega var slegið á þessa mýtu fyrr í þessum mánuði þegar 7 konur sem allar starfa við Háskólann í Reykjavík gengu fram fyrir skjöldu og buðu fram krafta sína í stjórnir þeirra fyrirtækja sem skráð eru á Aðallista Kauphallar íslands. Þetta eru þær Þóranna Jónsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Halla Tómas- dóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Ásta Bjarnadóttir, Anna Margrét Marin- ósdóttir og Guðfinna S. Bjarnadóttir. Allar þessar konur eru með fram- haldsmenntun í alþjóðlegum há- skólum og mikla reynslu á sviði við- skipta og stjórnunar fyrirtækja og er frekar upplýsingar um þær að finna á heimasíðu Háskólans í Reykjavík, www.ru.is. Flugeldar á himni Um hver áramót verða nokkurslys tengd flugeldum á landinu. Gætum varúðar. Áramót og flugeldaslys Valgeir Elfasson, upplýsinga- fulltrúi Slysavamafélagsins Lands- bjargar, skrifar: Áramótin geta breyst í harmleik ef ekki er farið eftir öllum leiðbeiningum og fyllsta öryggis gætt í meðferð flug- Lesendur elda. Um hver einustu áramót verða nokkur slys tengd flugeldum. Augnslysum, sem áður voru allt of algeng hefur fækkað til muna. Síð- ustu áramót hafa ekki orðið nein alvarleg augnslys. Það má þakka almennri notkun flugeldagler- augna. Handarslys eru algengust, en þau verða helst vegna þess að ekki er farið eftir leiðbeiningum. Slys af völdum flugelda sem verða bæði um áramótin og að þeim loknum eru flest í aldurshópnum 15 ára og yngri. Strákar eru í meiri- hluta. Stærsta vandamálið hjá þeim er heimatilbúnu sprengjurnar, þar sem púður er tekið úr flugeldum og sett til dæmis í sultukrukkur eða rörabúta. Slys tengd þessum TinnaTraustadóttir skrifar um konur við stjórn fyrirtækja. Kjallari Þessu til viðbótar var kvenna- gagnabankinn, www.kvennaslóð- ir.is, settur á laggirnar fyrir skömmu en sams konar gagnabankar eru reknir á hinum Norðurlöndunum. Hugmyndin með þessu framtaki er að þangað geti fjölmiðlafólk, sem oft er legið á hálsi að fyrir að leita í meira mæli til karla en kvenna, farið til þess að leita eftir viðmælendum. Einnig að ríki og sveitarfélög geti afl- að sér þar upplýsinga um sérfræð- inga til setu í ýmsum nefndum og ráðum en konur eru sem kunnugt er oftar en ekki í minnihluta þar. Þá er kvennagagnabankinn einnig ætlað- ur stjórnendum fyrirtækja til þess að auðvelda þeim leit að hæfum ein- staklingum til ráðgjafarstarfa eða stjórnarsetu. Enda gefa breskar og norskar rannsóknir til kynna að fyr- irtæki þar sem konur eru í stjórn nái bttri árangri en þau fyrirtæki sem einungis karlar sitja við stjórnvöl- inn. Fæðingarorlof, sveigjanlegur vinnutími og Au-pair í pistli sem birtist 17. nóvember síðastliðinn á www.tikin.is tekur Hulda Þórisdóttir púlsinn á stöðu kvenna á vinnumarkaði í Bandaríkj- unum. En þrátt fyrir að konum þar hafi íjölgað mjög í menntastofnun- um og séu nú um helmingur útskrif- aðra nemenda í mörgum greinum hefur þróunin orðið sú að þegar kemur að barneignum hafa konurn- ar oft séð sig knúnar til þess að gefa starfsframann upp á bátinn til þess að geta einbeitt sér að fjölskyldunni. Kannski er það ekki nema von þar sem fæðingarorlof þar er ekki nema 12 vikur án launa, nær óþekkt er að sprengjum hafa verið mjög alvarleg þar sem einstaklingar hafa jafnvel misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti eða tapað sjón. Til að fyrirbyggja slys er mikil- vægt að gera hlutina rétt. Geyma þarf flugelda á öruggum stað, ekki þar sem börn hafa aðgang að þeim. Umgangast skal flugelda með varúð. Ekki á að vera með leikaraskap og læti þar sem þeir eru notaðir og muna að áfengi og flugeldar eiga ekki samleið. Ekki má gleyma dýrunum sem eiga oft erfitt um áramótin eins og margir aldraðir og sjúkir sem bregð- ur við óvæntar sprengingar og ljós á himni. Búpeningur er einnig við- kvæmur fyrir flugeldasprengingum og þess eru dæmi að til dæmis hross hafi flúið upp til fjalla þegar þau hafa tryllst af þessum sökum. Versti tíminn er eftir áramótin þegar fólk er að sprengja öllum að óvörum. Það á ekki að sprengja flug- elda fyrir eða eftir þann tíma sem það er leyfilegt, enda getum við ekki séð að það sé einhverjum til ánægju að vera með flugeldasprengingar allt árið um kring. Áfram Haukur Guðmundur Sigurðsson sjómað- ur skrifar. Ég verð að lýsa yfir óánægju minni með að búið sé að taka Hauk Hauksson, ekkifrétta- mann, af dagskrá Rásar 2 vegna sparnaðarráðstafana þarna hjá RÚV. Þetta er einn skemmtilegasti þáttur í íslensku. útvarpi og ég veit um marga atvinnubílstjóra sem skipta sérstaklega yfir á Rás 2 kl. 17:05 þegar Haukurinn er á dagskrá. Þetta er líka mjög lýðræðislegur þáttur að hægt sé að taka ráðamenn þjóðarinnar í karphúsið eins og Haukurinn gerir svo meistaralega. Þannig að ég segi fyrir margra munn: áfram Haukur Hauksson! feður taki sér þar fæðingarorlof og samræming atvinnu og einkalífs er skammt á veg komin. Hér á íslandi horfa þessu mál töluvert öðruvísi við þar sem íslend- ingar hafa fyrstir þjóða gefið foreldr- um kost á jafn löngu fæðingarorlofi. Feður hafa tekið þessari nýbreytni fagnandi þar sem 90% þeirra nýta sér nú réttinn til þess að taka fæð- ingarorlof. Þar með hefur þátttaka þeirra í umönnun barna og heimilis- störfum aukist til muna, sem er for- senda þess að konur geti sinnt störf- um utan heimilis til jafns við karla. Auk þess hafa fjölmörg fyrirtæki hér- lendis leitað leiða til þess að auð- velda starfsmönnum sínum að sam- ræma starfið og einkalífið. Þá færist sífellt í vöxt að fólk sem er önnum kafið starfs síns vegna fái sér heimil- ishjálp til þess að sjá um þrif á heim- ilinu. Fyrir vikið gefst foreldrum meiri tími með bömum sínum en ella og hægt er að nota frístundimar í að hlaða batteríin fremur en að skúra, skrúbba og bóna. Enn aðrir hafa brugðið á það ráð að fá au-pair á heimilið til þess að aðstoða við barnapössun og létt heimilisverk. Slík aðstoð getur komið að góðum notum á heimilum þar sem vinnu- tími foreldra er óreglulegur og þeir sinna kreijandi störfum. Að ofansögðu ætti að vera ljóst að konum sem þora, geta og vilja er ekkert að vanbúnaði að láta til sín taka og að sama skapi er fyrirtækjum ekkert því til fyrirstöðu að ljá fleiri konum brautargengi og auka þannig hlut kvenna í stjómum fyrirtækja. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og ( gagnabönkum án endurgjalds. Átakað vakna „Efmaður hefur gengið hægt um gleðinnar dyr og kunnað sér hófí mat og drykk ættu eftirmálarnir engir að vera. Kannski er stærsta átakið fyrir flesta að vakna á skaplegum tíma á morgnana eft- iraðhafa getað sofið útnú yfir hátíðarnar." Dísa í World Class. „Flestir þjást af hreyfingarleysi eftir allt matarsukk síð- ustu daga. Þá er gottað skella sér í gönguferðir eða leikfimi. Og titþess að láta heilann virka aftur ætti fólk að lesa, nóg er víst í boði eftir umgengið bókaflóð." Ari Gísli Bragason fornbókasali. Jmínu tilviki er það að koma sólar- hringnum aft- ur á rétt ról. Ég er búin að sofa vel - en kannski of lengi. Yfirleitt fram að kaffi. Hins vegar passa ég upp á fjárhaginn. Missi mig alltafí gjafakaupum, en á þó alltaffyrir þeim." Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjón- varpskona „Sjálfsagt reyn- ist VISA-reikn- ingurinn mörgum erfið- ur, því margir eyða um efni fram. En það er vissulega gott geri fólk vel við sig, á hvern hátt sem það er. Mínir timburmenn eru helstir að ég borða ofmikið, en reyni hins vegar að halda í við mig peningalega." Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri. „Timburmenn jólanna eru sérstakir að því leyti að þeir hafa langan aðdraganda hjá flestum og koma ekki í Ijós fyrr en í byrjun febrúar með kortareikningnum. En blessunarlega kann ég sjálfur fótum mínum forráð og býst ekki við timburmönnum." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi. Jólin eru ekki eindóm sæla, sérstaklega eftir á. FISKIKÓNGURINN MÆLIR MEÐ í ÁRAMÓTAFAG NAÐIN N: .990 990 1990 1490 1990 1490 1290 Það keppir enginn við Kónginn FISKBÚÐIN VÖR • Höfðabakka 1 Sími 587 5070 Túnfisksteik T Glæný öðulskel Tailenskar risarækjur Sverðfisksteik Steiktum saltfisksteikum Victroiusteik Konungsmarineruðum lax

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.