Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003
Frittlr 0V
Jómfrúr-
vetrarferð
Norrænu
„Það er allt til reiðu hér
ef einhverjir ferðamenn sjá
ástæðu til að koma," segir
Aðalheiður Borgþórsdóttir
hjá menningarmiðstöðinni
Skaftfelli á Seyðisfirði. Far-
þegaskipið Norræna leggst
að bryggju á Seyðisfirði
þann 13. janúar í sinni
fyrstu vetrarferð til íslands.
„Það er aldeilis ómögu-
legt að spá fyrir um hversu
margir koma í þessari ferð.
En þeir sem láta sjá sig
þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur. Hér verður allt meira og
minna opið og nóg við að
vera. Það heyrir til undan-
tekninga ef ófært er héðan
þannig að lítið mál verður
að komast leiðar sinnar ef
það er á óskalistanum."
65 milljónir í
skólahúsin
Seltjamarnesbær ædar
að verja um 65 millj. kr. á
næsta ári til nýfjárfestinga
og viðhalds á skólum bæj-
arins. í áætíuninni kemur
fram að um 9 milljónum á
að verja til viðhalds og
framkvæmda við Valhúsa-
skóla, en að þeim afstöðn-
um verður búið að endur-
nýja alla skólabygginguna.
Tæplega 30 milljónum á að
verja í áframhaldandi við-
hald Mýrarhúsaskóla, auk
þess sem taka á bæði tón-
listarskóla bæjarins og leik-
skóla í gegn. Þá verður
áfram unnið við fræðasetr-
ið í Gróttu.
Bullandi upp-
gangurá
öllum sviðum
Landsíminn
Árið sem er að líða hefur verið
eitt hið besta fyrir íbúa Fjarða-
byggðar og ákaflega spenn-
andi hlutir eru fram undan hjá
sveitarfélaginu," segir Smári
Geirsson, kennari og fomaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar.
„Hér er uppgangur á öllum
sviðum
og fyrir-
séð að hann heldur áfram.
Undirbúningur er kominn vel
á veg vegna átversins sem hér
rís í framtíðinni. Miklar og
margvíslegar framkvæmdir
hefjast vegna þess innan
skamms. Fiskeldi hér um slóðir
er í mikilli sókn og gengur
framar vonum. Okkar áætlanir
benda til að hér gætu starfað
yfir hundrað manns við lax-
og þorskeldi innan nokkurra
ára. Sjávarútvegsfyrirtækjum
hér hefur einnig gengið mjög
vel og óhætt er að fullyrða að
íbúar hér hafa sjaldan eða
aldrei verið eins fullir bjartsýni
ognú ríkir."
Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands, verður áfram í gæsluvarðhaldi
fram yfir forsetakosningarnar í Rússlandi í mars. Þrátt fyrir mótbyr var hann,
ásamt íslandsvininum Abramovich, valinn maður ársins af rússnesku vikuriti.
Khodorkovsky
áfram í varðhaldi
Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky
kom fyrir rétt (Moskvu rétt fyrir jól þar sem hann
var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í
þrjá mánuði eða fram yfir forsetakosningarnar
um miðjan mars. Khodorkovsky hefur ekki sést
opinberlega síðan hann var handtekinn og
hnepptur í varðhald i október. Þegar vopnaðir
verðir fylgdu Khodorkovsky inn í réttarsalinn gaf
hann sér tíma til að brosa sínu breiðasta til fjöl-
miðlamanna sem biðu fyrir utan dómhúsið.
Skattsvik og fjársvik
Khodorkovsky er geflð að sök að hafa stundað
bæði skattsvik og íjársvik hjá olíufélaginu Yukos.
Khodorkovsky var ekki einasta stærsti hluthafl ol-
íufélagsins heldur einnig forstjóri þess. Khodor-
kovsky er ríkasti maður Rússlands og hefur
Forbes-tímaritið talið að eignir hans nemi 8 millj-
örðum Bandaríkjadala.
Skattayflrvöld segja Yukos hafa vangreitt
skatta að upphæð sem nemur fimm milljörðum
dala eða tæpum 390 milljörðum íslenskra króna.
Stuðningsmenn Khodorkovskys segja málið
gegn honum af pólitískum toga. Harðlínumenn í
Kreml haldi um alla þræði málsins en Khodorkov-
sky hefur veitt andstæðingum Pútíns forseta
stuðning. Pútín forseti hefur vísað því á bug að
rannsókn á auðjöfrinum sé sprottin af stuðningi
hans við stjórnarandstæðinga. Forsetinn segir að
hvergi verði hvikað frá einkavæðingarstefnunni í
landinu en lét þess getið að fleiri rússneskir auð-
menn gætu þurft að sæta rannsókn og refsingu ef
í ljós kæmi að þeir hefðu farið á svig við lög í
einkavæðingarferlinu í landinu.
Menn ársins
Khodorkovsky og Roman
Abramovich voru valdir
menn ársins afrússneska
vikuritinu Expert en það
fjallar aðallega um viðskipti
og stjórnmál.
Khodorkovsky og
Abramovich
heiðraðir
Ekki eru allir á því að
Khodorkovsky sé misind-
ismaður. Tímaritið Ex-
pert kaus hann og ís-
landsvininn Roman
Abramovich menn ársins
í árlegri úttekt blaðsins.
Ástæðan er snilli beggja
manna við að koma á nú-
tímalegum viðskiptahátt-
um í Rússlandi. Khodor-
kovsky safnaði um sig
einvalafólki úr olíubrans-
anum og kom olíufyrir-
tæki sínu á kortið á
undraskömmum ú'ma. Abramovich gerði slíkt hið
sama en án þess að styggja æðstu forystu landsins.
Báðir þykja framúrskarandi dæmi um hinn nýja
ffamsækna Rússa. Abramovich keypti fýrir
nokkrum misserum enska knattspyrnuliðið Chel-
sea, lið Eiðs Smára Guðjohnsen. Abramovich bauð
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, á knatt-
spymuleik Chelsea nýverið í kjölfar þess að forset-
inn hafði verið gestur rússneska auðjöfursins í
hans heimalandi.
Skattayfirvöld segja Yukos
hafa vangreitt skatta að
upphæð sem nemur fimm
milljörðum dala eða tæpum
390 milljörðum íslenskra
króna.
Einar yfirgefur Siv:
Aftur í veðrið
„Ég ákvað að slá til og fara aftur á
Veðurstofuna úr því þar bauðst,
skemmtilegt starf og spennandi verk-
efni," segir Einar Sveinbjömsson,
veðurfræðingur og fráfarandi aðstoð-
armaður umhverflsráðherra. Einar
hefúr verið hægri hönd Sivjar Frið-
leifsdóttur síðan hún tók við ráð-
herradómi vorið 1999 - en hverfur nú
til starfa á fyrri vettvangi.
Eins og fram hefur komið í DV er
nú verið að breyta skipuriti Veðurstof-
unnar, sem meðal annars gengur út á
að aðskilja þá þætti í starfseminni
sem reknir em fyrir opinbert fé ann-
ars vegar og hins vegar útselda þjón-
ustu. Einar Sveinbjörnsson mun sam-
kvæmt nýja skipuritinu stýra sérþjón-
ustudeild. Verkefni þessu em ýmiss
konar þjónusta og ráðgjöf, svo sem
fyrir Ofanflóðasjóð, en einnig koma
veðurfræðingar nú að mati á um-
hverfisáhrifum framkvæmda. Þá sér
„Þettaer búinn að
vera góður tími í
ráðuneytinu og ég hef
átt þess kost að sinna
mörgum skemmtUeg-
um verkefnum."
deildin einnig um veðurspár sem
seldar em til fjölmiðla.
“Þetta er búinn að vera góður tími
í ráðuneytinu og ég hef átt þess kost
að sinna mörgum skemmtilegum
verkefnum," segir Einar. Hann verður
þrátt fyrir brotthvarfið úr ráðuneytínu
áfram á kafl í stjórnmálavafstri, m.a.
sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, auk þess
sem hann sinnir trúnaðarstörfum fyr-
ir Framsóknarflokkinn.
sigbogi@dv.is
Einar Sveinbjörnsson Úr ráðuneytinu á Veðurstofuna.