Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 Fréttir W Enn mannfall í írak Einn bandarískur her- maður lést og þrír aðrir særðust þeg- ar sprengja var sprengd um leið og bflalest Bandaríkja- mannanna ók fram hjá. Árásin átti sér stað í smábænum Falluja, en þar hefur mótspyrnan við bandaríska hermenn verið hvað mest. Þar með er tala fallinna bandarískra hermanna orð- in 212 síðan stríðinu í írak lauk formlega þann 1. maí. Frétt um hryðjuverka- árás röng Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita fregnum þess efnis að þeim hafi tekist að koma í veg fyrir hryðju- verkaárás á vest- ræna farþega- flugvél en breska blaðið Mail on Sunday birti frétt þess efnis. Samkvæmt blaðinu hugðust tveir flugmenn fljúga litlum einmenningsvélum sínum á farþegaflugvél ffá British Airways í flugtaki. Bresk flugmálayfirvöld segjast ekki hafa neinar slíkar upp- lýsingar undir höndum og vísa fréttinni á bug. Mikil andstaða er við vestræn áhrif í Sádi-Arabíu og hafa hryðjuverkamenn ítrekað gert árásir víðs veg- ar í landinu. Sveitarfélög fá 400 millj- ónir kr. Nokkur sveitarfélög á landinu fá sérstakt auka- framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstunni, en við afgreiðslu Alþingis á fjáraukalögum nú fýrir skömmu var ákveðið að sjóðurinn fengi 400 millj. lá. viðbót til ráðstöfunar. Með þessu móti verður hægt að koma til móts við óskir sveitarfélaganna um hækkanir á framlögum úr sjóðnum. Peningum þessum verð- ur annars vegars ráðstafað til framlaga til sveitarfélaga þar sem íbúafækkun hefur orðið á síðustu tveimur til þremur árum. Þau sveitar- félög fá 150 millj kr. 250 mflij. kr. fara til að jafna út- gjöld einstakra sveitarfé- laga. Stefnt er að því að greiða þessa peninga út nú milli hátíða. Lét skjóta sig í klofið Sextán ára unglingur frá Sikiley á Ítalíu bað félaga sinn að skjóta sig með riffli í klofið í þeirri von að fyrr- verandi kærasta vorkenndi honum nógu mikið til að taka saman við hann aftur. Athygli lögreglu var vak- in þegar hann lét gera að sárum sínum á spítala en hélt því fram að urn veiði- slys hefði verið að ræða. Við nánari yfirheyrslur ját- aði hann sök og var hand- tekinn ásamt félaga sínum. Stúlkan sem um ræðir lét það skýrt í ljós að engin von væri til að þau tækju saman aftur. Ungir jafnaöarmenn biðja stjórnmálamenn aö afsala sér gróðanum af sölu SPRON. Ingibjörg Sólrún segist vel geta hugsað sér að verða við bóninni. Búist er við því að fleiri sparisjóðir séu falir en Sparisjóður Hafnarfjarðar segir engan hafa haft samband. Þar yrði gróðinn einna mestur því stofnQáreigendur eru aðeins 45. „Ég get alveg hugsað mér að verða við bón Ungra jafnaðarmanna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þá beiðni ungliða Samfylkingar- innar að stjórnmálamenn skili peningunum sem þeir græða á sölu SPRON til Kaupþings Búnaðar- banka. Ungliðarnir ályktuðu að það væri hvorki í sam- ræmi við lög né ríkjandi siðferði á íslandi að fólk hagnaðist á því persónulega að gegna opinberum embættum: „Fólk sem trúað er fyrir slfkum hlut- verkum gegnir þeim sem fulltrúar almennings og allur gróði eða annar ávinningur sem því áskotn- ast vegna þessara hlutverka skal skilast aftur í sameiginlega sjóði fólksins í landinu," segir í ályktuninni. Matthías Mathiesen Möguleg sala á Sparisjóði Hafnar- fjarðar hefur ekki verið rædd en Ijóst þykir að efsalan færi fram með svipuðum hætti og hjá SPRON fengju 45 stofnfjár- eigendur aðgang að milljörðum. Ekki að maka krókinn Forsaga málsins er sú að það var ekki hverjum sem var boðið að gerast stofnfjáreigandi í SPRON. Þeir einu sem gátu það voru starfsfólk og svo fólk sem gegndi opinberum embættum. „Okkur var boðið upp á þetta," útskýrir Ingi- björg. „Við keyptum stofnféð ekki á neinum markaði heldur á genginu einum og ég tel að það orki tvímælis að við séum að fá verulega fjármuni út úr þessu. Á hinn bóginn kærir mað- ur sig varla um að aðrir séu að maka krókinn á þessu." Ingibjörg telur það samt hæpna lausn að stofnfjáreigendurnir afsali sér þessum gróða: „Er ekki betra að ég taki umframeignina af mínu stofnfé og ráðstafi því einhvern veginn í stað þess að láta aðra aðila hafa það?“ En afhverjugeröisthún stofnfélagi? „Sparisjóðurinn gegnir ákveðnu hlutverki í menningar- og lfknarmálum og því var það tákn- rænt þegar embættismenn og pólitískt kjörnir fulltrúar gerðust stofnfjáreigendur." Ekki hugsunin að stofnfjáreigendur græði Eftir að það komst á hreint að Kaupþing Bún- aðarbanki hefði keypt SPRON hófust umræður um að hugsanlega væru fleiri sparisjóðir falir. Þar hefur verið rætt um Sparisjóð vélstjóra en líkt og hjá SPRON eru stofnfjáreigendur þar um 1100. Hins vegar eru stofnfjáreigendur Spari- sjóðs Hafnarfjarðar aðeins 45. Eigið fé Spari- sjóðsins er um 2,5 milljarðar og þótt hlutfall stofnfjáreigenda sé aðeins um 1% af eigin fé bankans er ljóst að hagnaður hafnirskra stofn- fjáreigenda yrði mjög mikill, kæmi til þess að Sparisjóðurinn yrði seldur. „Þetta hefur ekki verið rætt, punktur,“ segir Matthías Mathiesen, stjórnarmaður hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar, spurður hvort það standi til að selja sparisjóðinn. Árni Grétar Finnsson, einnig stjórnarmaður í Sparisjóði Hafnarfjarðar, staðfesti þetta í samtali við DV en honum hugnast ekki sá gjörningur sem SPRON stendur í núna: „Það var ekki hugsunin í Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Við keyptum stofnféð ekki á neinum markaði heldur á genginu einum og ég tel að það orki tvimælis að við séum að fá verulega fjármuni út úrþessu. Á hinn bóginn kærir maður sig varla um að aðrir séu að maka krókinn á þessu.“ upphafi að stofnfjáreigendur högnuðust með þessum hætti," segirÁrni og telur hæpið að þetta standist. Hann segir enn fremur að hann vilji ekki sjá sömu þróun hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar en viðurkennir þó að ef hugsanleg sala á Sparisjóði Hafnarfjarðar færi fram, líkt og hjá SPRON, þýddi það að stofnfjáreigendurnir 45 í Hafnarfirði fengju aðgang að milljörðum króna. Samkvæmt heimildum DV hafa stóru bank- arnir ekki óskað eftir viðræðum við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Hrinqadróttinssaqa ertóm leiðindi! Svarthöfði er búinn að fá sig fullsaddan á Hringadróttinssögu. Reyndar má kveða sterkar að orði: Svarthöfði er búinn að fá svoleiðis upp í háls af Hringadróttinssögu og öllu auglýsingafárinu kringum þá kvikmynd upp úr hluta þeirrar sögu sem nú hefur verið frumsýnd, að hann ætlar aldrei framar að taka sér nafn þessa fyrirbæris í munn. Og hann ætlar heldur aldrei framar að hleypa nafninu „J.R.R.Tolkien" fram á sínar varir. Hana, þar fór það ... í síðasta sinn! Svarthöfði las á sínum tíma þá bókarskruddu sem héðan í frá verður ónefnd, eftir hinn ónefnda höfund. Sá var bældur og kúgaður og drepleiðinlegur fræðimaður í Oxford eða Cambridge og mest æsandi við- burðir í lífi hans voru að fara út í búð og kaupa sér píputóbak. Svarthöfði las einu sinni viðtal við íslenska stúlku sem var au-pair á heimili þessa ónefnda leiðindapúka og þetta >'var; áinríulaus rola sem lét konuna sína fatra með sig eins og tusku. Bólcin hans ber flest merki höf- undarins. Þetta er einfeldningsleg fantasía um mann sem þorir ekki að hreyfa á sér rassinn. Og býr til álfa og tröll og alls konar drasl sem getur lif- að lífinu fyrir hann. Ha? Hvað er hægt að leggjast lágt? Fullorðinn maður að búa til einhvern fantasíu- heim fullan af álfum og tröllum! En Svarthöfði las sem sagt bók- ina, eða bækurnar þrjár, og það var svona naumlega hægt að lesa þetta. Ævintýrið sjálft var skikkanlega gert, en það sem Svarthöfða fannst skrýtnast var hvað öll þessi langa saga var steingeld. Það var greinilega engin kynhvöt á ferli í þessari Mið- jörð sem leiðindapúkinn fann upp, ábyggilega af því að sjálfur þekkti hann varla slflct fyrirbæri. Nú er Svarthöfði ekki þeirrar skoðunar að allar sögur eigi að vera uppfullar af kynlífi. Fjarri því. En þar sem ekkert slíkt er undirliggjandi þar vill frá- sögnin verða barnaleg og ílöt. Sem frásögnin í þessari leiðinda- rullu ónefnda leiðindapúkans vissu- lega er. Svarthöfða er alveg sama þótt einhverjir lesi þetta sér tii skemmt- unar og búi til eftir því bíómyndir og hvað sem er. En þegar farið er að fjalla um þessi tröllauknu leiðindi eins og einhver ógurlega djúp „fræði", og gott ef ekki lífsspeki, þá er Svarthöfða nóg boðið. Og oflofið orðið óhóflegt. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.