Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 Fréttir DV Aukið eftirlit með flugi Yfirvöld í Englandi hafa hert allt eftirlit með flugi til og frá landinu í samræmi við aðgerðir Bandaríkja- manna en þeir telja sterkar líkur á hryðjuverkum næstu daga og vikur. Hafa þeir rökstuddan grun að fyrir dyrum standi hryðju- verk af einhverjum toga. Munu óeinkennis- klæddir lögreglumenn ferð- ast með breskum flugvél- um og allar aðrar aðgerðir hertar til muna. Hefur þetta valdið flugfélögum áhyggj- um þar sem ekki eru allir á einu máli um að vopnaðir löggæslumenn um borð í vélunum sé góð hugmynd. Aðgerðir breskra yfir- valda koma í kjölfar stór- hertra aðgerða bandarískra yfirvalda og stóraukin vakt er einnig með allri flugum- ferð í Ástralfu. Eru Vestfirð- ingar að deyja út? Finnbogi Hermannsson út- varpsmaður á fsafirði. „Á þessu ári hefur Vestfirðing- um fækkað um 95 talsins sem er að einhverju leyti til dæmis afleiðing þeirrar þró- unar sem hefur átt sér stað í fiskvinnslu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur störfum í þeirri grein fækkað um 30% síðasta árið. Svo sem vegna tæknivæðingar og sam- þjöppunar í eignarhaldi. Við því er raunar lítið að segja. Uppgangurinn í þjóðfélaginu ergreiniiega ekki hér fyrir vestan, en taka ber fram að þegar á þenslusvæðin kemur standa Vestfirðingar sig ágætlega. Enda er upplagið gott." Lilja Magnúsdóttir, banka- maður á Tálknafirði. „Nei, það er víst lítil hætta á því, enda eru Vestfirðingar fjandanum lífsseigari. Spurn- ingin snýst um það eitt hvar á landinu þeir búa. Vandinn sem við hér fyrir vestan glímum við er einhæft at- vinnulífog takmarkaðir tekjumöguleikar sem fólk hefur. Með öðrum orðum þá vantar tilfinnanlega meiri peninga inn íþetta samfélag svo það geti vaxið og dafnað og möguleikar séu til að sporna gegn fólksflóttanum héðan." Tveimur viðhaldsdeildum hersins á Keflavíkurflugvelli verður lokað en þær hafa þjónustað fjórar P-3 Orion eftirlitsvélar. 85 hermenn verða fluttir annað. Orion vélarnar hafa haft litla viðveru á íslandi undanfarið en talsmenn hersins neita að staðfesta að þær séu verði í reynd ekki lengur staðsettar í Keflavík. Varnarlio hættir að bjonusta Orion Þjónusta við P - 3 Orion eftirlitsflugvélar flot- ans á Keflavíkurflugvelli verður á næstu mánuð- um flutt frá íslandi til Sikileyjar. Hálf flugsveit eða fjórar Orion vélar hafa verið staðsettar á Islandi síðan 1995 en áður voru vélarnar fleiri og sinntu einkum kafbátarleit. Orion vélarnar eru nú alhliða eftirlitsvélar og hafa meðai annars verið útbúnar til eftirlitsmyndatöku úr lofti. Þrátt fyrir að form- lega eigi að heita svo að hér eigi að vera fjórar Orion vélar staðsettar hefur lítið borið á þeim á Kelfavíkurflugvelli síðustu mánuði. Hafa heimild- armenn DV bent á að í þessu felist mikil stefnu- breyting. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðs- ins staðfesti í gær að viðhaldsdeildinni yrði lokað í Keflavík en að þetta fæli ekki í sér vísbendingu um að Orion vélarnar hyrfu héðan alfarið. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin, formleg eða óformleg um framtíð Orion vélanna, Það hefur ekkert verið skorið úr um það enn þá hvert fram- halHiö vprönr “ sagði Friðþór. Heimildarmenn DV hafa bent á að viðvera þessara véla í Keflavík hafi verið afar lítil síðustu mánuði og staðfestir Friðþór það, „það má segja að þær hafi verið mikið á faralds- fæti síðustu mánuðum vegna tilfallandi verkefna annars stað- ar.“ Þessi breyting á ekki að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart því Friðþór segir að þau Friðþór Eydal hafi fulla vitneskju um það Visarþviá bug að hvernig þessum málum sé hátt- Orion vélarnar séu . farnar. að' Hagræðing eða stefnubreyting Kveikjan að eftirgrennslan DV um málið var minnisblað sem dreift var á Keflavíkurflugvelli til yfirmanna þar sem bent er á að viðhaldsdeildir Orion vélanna verði leystar upp. Þetta eru deildir sem skammstafaðar eru AIMD (Aircraft Intermediate Maintenance) og ASD (Aviation Supply Detachments). Jafnframt er þess getið að þetta muni þýða allnokkra fækkun starfsmanna en tæplega hundrað manns hafa starfað við þetta viðhald - allt bandarískir hermenn. Friðþór stað- festi þessa fækkun. „Það eru 85 manns sem hverfa á brott vegna þessa þegar fer að líða á árið.“ Hann þvertekur þó fyrir að lokun viðhaldsdeildanna þýði sjálfkrafa að Orion vélarnar verði ekki stað- settar hér en bendir á að það þurfi ef til vill að skipta vélunum út örar. Fram til þessa hafa flug- vélarnar verið sendar hingað til lands í sex mán- uði í senn en óljóst er hver viðvera þeirra verður eftir þessa breytingu. Þessi breyting kallar ekki sjálfkrafa á fækkun í hópi íslenskra starfsmanna. Leggur Friðþór Eydal áherslu á að þessi breyting sé í fullu samræmi við aðrar áherslubreytingar innan hersins. „Þetta er sama hagræðingarráð- stöfunin og er í gangi á öllum sviðum varðandi þennan rekstur. Þetta er flotastjórnin í Evrópu sem er að hagræða í sínum rekstri." Yfirlýsing DV barst undir kvöld í gær, í kjölfar spurninga blaðsins yfirlýsing frá Varnarliðinu þar sem staðfest er að rekstri viðhaldsdeildanna verði hætt. Jafnframt að starfsemin flytjist til Sigonella á Sikiley. Ljóst er að allar breytingar á umsvifum Varnarliðsins eru viðkvæmt mál og í yfirlýsingunni er reynt að draga úr þýðingu þessara breytinga. í yfirlýsingunni segir: „Engin ákvörðun hefiir verið tekin um breyt- ingar á starfsemi Orion eftirlitsflugvéla á Keflavik- urflugvelli. Sögusagnir af þeim toga eru byggðar á getgátum." Department Head Meeting 18 Deeember 03 Minnisblað frá Varnarliðinu Tilkynnt að tveimur viðhaldsdeildum Orion véla verði lokað. Sjálfstæðismenn segja Qármálastjórn Árborgar vera broslega Árborg ákallar félagsmálaráðherra „öll fyrirheit um örugga og ábyrga fjármálastjórn verða í besta falli næsta brosleg í ljósi þessarar fjárhagsáætlunar," segja sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Árborgar um nýja íjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram hjá fulltrúum meirihluta Sam- fylkingar og Framsóknarflokks að þrátt fyrir það að eiginfjárstaða Ár- borgar væri sterk eigi sveitarfélagið við vanda að stríða. Eins og hjá mjög mörgum sveitarfélögum felist vand- inn í því að tekjurnar fara að stærst- um hluta í rekstur. Framkvæmdir verði að fjármagna með lánsfé. Heildarskatttekjur Árborgar eru áætlaðar 1.727 milljónir á næsta ári. Rekstur málaflokka ásamt eigna- sjóði taki til sín 1.713 milljónir. Meirihlutinn segist ákveðinn í því að auka rekstarafgang án þess að þjón- usta við lögbundin verkefni versni. Til þess sé óhjákvæmilegt að leið- rétta tekjustofna sveitarfélaga. „Því skorar bæjarstjórn Árborgar á fé- lagsmálaráðherra og stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að ganga af krafti í þá vinnu að endur- skipuleggja tekjustofna sveitarfélaga og skapa þeim grundvöll til að sinna lögboðnum verkefnum," segir f bók- un meirihlutans. Sjálfstæðismenn sögðu þá að Ár- borg byggi við sömu rekstrarlegu skilyrði og önnur sveitarfélög. Ábyrgðarleysi væri að láta rúmlega 99% af tekjum sveitarfélagsins fara í daglega rekstur og auka íántökur um nær 200 miljónir króna: „Með sambærilegri fjármála- stjórn og á þessu ári sem er að líða má reikna með því að sveitarfélagið þurfi á haustmánuðum að taka lán til þess að standa undir rekstri. Komi Einar Njálsson BæjarstjóriÁrborgar skorar á rikið að lagfæra tekjugrundvöll sveitarfé- laga en minnihluti sjáifstæðismanna segir fjármálastjórn Framsóknarflokks og Sam- fylkingar ábyrgðarlausa. til þess er það grafalvarlegt mál,“ sögðu sjálfstæðismenn. gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.