Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 15
J3V Fréttir MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 15 , inni og enn er talsvert verk eftir. Forseti fslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi írönsku þjóðinni samúðarkveðjur frá íslendingum. í skeyti sínu áréttaði forsetinn nauðsyn þess að þjóðir heims stæðu saman á slíkum neyðar- stundum og að hjálp bærist nauð- stöddu fólki sem fyrst. íslendingar sendu ekki mann- skap til hjálparstarfa þar sem talið var að sú aðstoð bær- ist of seint til að hafa nokkur áhrif. Flestar aðrar þjóðir létu það ekki aftra sér og hefur talsvert af nauð- synlegum búnaði og gögnum borist til landsins nú þegar. Meðal þeirra þjóða eru Bandaríkjamenn en fyrsta bandaríska flugvélin í áratug lenti með 70 tonn af hjálp- argögn- „Fólkið stendur nán- ast nakið á götum úti, skjálfandi afkulda." um í gærmorgun. Söfnun fyrir fórnarlömb skjálftans er hafin hjá Rauða krossi íslands. Hægt er að hringja í söfnunarsíma samtak- anna 907 2020 og renna þá þúsund krónur til hjálparstarfsins. Borgin Bam er ein af vinsælustu ferðamannastöðum írans og innan borgarmarkanna er að finna stór svæði sem eru friðuð og á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Þar á meðal er 2000 ára borgarvirki en það skemmdist illa í jarðskjálftanum. Sérfræð- ingar hafa þegar verið sendir á vettvang til að meta tjónið og gera ráðstafanir til að bjarga því sem bjargað verður. „Borgina verður að byggja aftur alveg frá grunni," sagði Ali Shafiee, borgarstjóri Bam, eftir að hafa skoðað skemmdirnar. „Uppbygg- ingarstarfið mun taka langan tíma." albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.