Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Síða 9
1
DV Frétth
MÁNUDAOUR 29. DESEMBER 2003 9
Menntun Hannesar
1972 Stúdent frá
Menntaskólanum í Reykja-
vík
1979 B.A. í sögu og heim-
speki frá heimspekideild
Háskóla íslands
1982 Cand. mag. í sögu
frá heimspekideild Háskóla
íslands
1985 D.Phil. í stjórn-
málafræði (Politics) frá fé-
lagsvísindadeild (Faculty of
Social Studies) Oxford-há-
skóla
Starfsferill Hannesar
1986 Lektor í sögu í
Heimspekideild
1988- 1992 Lektor í
stjórnmálafræði í Félagsvís-
indadeild
1992- 1996 Dósent í
stjórnmálafræði í Félagsvís-
indadeild
1996- Prófessor í stjórn-
málafræði í Félagsvísinda-
deild
1973-1979 Stundakenn-
ari í Menntaskólanum í
Reykjavík
1989- 1993 Stundakenn-
ari íVerslunarskóla fslands
1983- Framkvæmda-
stjóri Stofnunar Jóns Þor-
lákssonar
1980-1985 Ritstjóri tíma-
ritsins FRELSISINS
1993- 1994 Ritstjóri tíma-
ritins EFSTÁBAUGI
1976- 1994 og frá 1997
Þáttagerðamaður og pistla-
höfundur á Ríkisútvarpinu
1977- 1993 Dálkahöfund-
ur í Morgunblaðinu, DV og
Pressunni
1994- 1996 Umsjónar-
maður vikulegs íréttaskýr-
ingarþáttar á Stöð 2
1997- í stjórn For-
skningsprogrammet Nor-
den og Europa
1998- í stjórn The Nordic
Institute for Asian Studies
1998- í stjórn Mont
Pelerin samtakanna
2000- Einn af ritstjórum
sjónvarpsþáttanna Maður
er nefndur
Bækur Hannesar
1989 Sjálfstæðis-
flokkurinn í sextíu ár.
Útgefandi: Sjálfstæð-
isflokkurinn.
1990 Fiskistofn-
arnir við ísland: Þjóð-
areign eða ríkiseign? Útgef-
andi: Stofnun Jóns Þörláks-
sonar.
1992 Jón Þorlá^s-
son forsætisráðherra.
Útgefandi: Almenna
bókafélagið.
1994 Hvar á mað-
urinn heima? Fimm
kaflar í sögu stjórn-
málakenninga. Útgefandi:
Hið íslenska bókmenntafé-
lag.
1996 Benjamín Ei-
ríksson í stormum
sinna tíða. Útgefandi:
Bókafélagið.
1997 Hádegisverð-
urinn er aldrei ókeypis. Ut-
gefandi: Hið íslenska bók-
menntafélag.
1999 Stjórnmála-
heimspeki. Hið ís-
lenska bókmenntafé-
lag.
2000 Overfishing.
The Icelandic
Solution. Útgefandi:
Institute of Economic Af-
fairs.
2001 Fiskar undir ________
steini. Sex ritgerðir í pisKAR
stjórnmálaheimspeki. n m d i r
Útgefandi: Félagsvís-
indastofnun og Há-
skólaútgáfan, Reykja-
vík.
2001 Hvernig getur ís-
land orðið ríkasta land í
heimi? Útgefandi:
Nýja bókafélagið. ;
Heimild: Heima-
síða Hannesar,
http://www.hi.is/
-hannesgi/
STEINI
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er sagður hafa þverbrotið allar reglur
um höfundarrétt og sæmdarrétt í bók sinni um Halldór Laxness. Háskólarektor
segir of snemmt að segja til um viðbrögð skólans. Hannes neitar öllum ásökunum
en gagnrýnandi segir Hannes enga vörn eiga í málinu.
Fræðimannsferill
Hannesar í hættu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er
af þremur öðrum fræðimönnum borinn þungum
sökum um ritstuld í bók sinni um Halldór Lax-
ness.
„Ég ætla ekki að ræða þetta fyrr en ég er kom-
ihn heim,“ segir Hannes Hólmsteinn sem er á Sri
Lanka þar sem hann segist sækja ráðstefnu al-
þjóðlegra samtaka fræðimanna sem hann eigi að-
ild að. í yfirlýsingu frá Hannesi segir að hann
muni hrekja allar ásakanir á hendur sér um
óheiðarleg vinnubrögð þegar hann komi aftur til
íslands um miðjan janúar.
Aðjunkt segir Hannes án málsbóta
Páll Baldvin Baldvinsson leikhúsfræðingur og
bókmenntafræðingarnir Gauti Kristmannsson og
Helga Kress segja öll að Hannes hafí gert texta
annarra manna að sínum. Þetta gildi meðal ann-
ars um texta frá Halldóri Laxness sjálfúm og Sví-
anum Peter Hallberg sem mikið hefur skrifað um
Laxness, til dæmis ævisögu Nóbelskáldsins.
Páll Baldvin og Gauti settu gagnrýni sína fram
mánudaginn 22. desember. Páll Baldvin á Stöð 2
og Gauti í Ríkisútvarpinu. Grein Helgu Kress var
birt á Morgunblaðinu á laugardag. Helga hafði
þegar um miðjan mánuðinn viðrað við aðra
fræðimenn efasemdir sínar um vinnubrögð
Hannesar í bókinni.
Ekki reyndist unnt að ná sambandi við Pál
Baldvin og Helgu í gær. Gauti, sem er aðjunkt við
bókmenntafræðiskor Háskóla fslands, segir hins
vegar að Hannes eigi sér enga vöm í málinu.
Hólmsteins Gissurarsonar prófessors til sérstakr-
ar skoðunar.
Páll segir Háskólann „að sjálfsögðu" fylgjast
með störfum kennara sinna jafnvel þó þau séu
ekki á vettvangi skólans sjálfs. Hann hafi þó enn
ekki rætt við Hannes um deiluna og ekki haft
tækifæri til að kynna sér málið umfram það sem
fram hefur komið í fjölmiðlum yflr jólin.
„Til að byrja með er þetta mál viðkomandi
deildar. En á þessu stigi er ekki hægt að segja til
um hvernig það verður," segir háskólarektor.
Ekki náðist í Ólaf Þ. Harðarson prófessor,
deildarstjóra félagsvísindadeildar og samstarfs-
mann Hannesar í Háskóla íslands. Svo vill til
að Ólafur sat einnig í neftiidinni sem til-
nefndi bók Hannesar til^íslensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki fræðirita.
gar@dv.is
„Háskóiaprófessor
sem er ásakaður um
svona og kemur ekki
fyrr en eftirþrjár
vikur til að verja sig
getur ekki verið annt
um heiður sinn."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur
verið umdeildasti háskólamaður landsins í
áraraðir. í júní 1988 var hann skipaður lektor
í stjómmálafræði við Háskóla íslánds og olli
sú skipun miklum deilum því deildarfundur
félagsvísindadeildar mælti með Ólafi Þ.
Harðarsyni en ekki Hannesi. Bigir ísleifur
Gunnarsson, þáverandi menntamálaráð-
herra, skipaði Hannes samt í stöðuna og
sagði ráðninguna faglega. Síðar varð Hannes
dósent og lokst prófessor við Háskólann og
olli það ekki síður deilum. Hann hefur þó
ávallt þótt vinsæll kennari við Háskólann og
talað er um suma tímana hans sem hreina
skemmtun.
Kannski reynt að fela sporin
„Hannes brýtur allar fræðireglur sem hugsast
getur. Hann notar texta Halldórs og annarra
fræðimanna án þess að auðkenna þá. Menn vita
því ekki nema að samlesa hver á hvað. Það er
ekkert samræmi í því hvemig hann
notar heimildirnar. Stundum
vísar hann til heimildar og
stundum ekki. Þannig er ekki
alltaf hægt að treysta því að
texti sem virðist vera eftir
Hannes sé það í raun. Þá
breytir hann textanum sem
hann notar, kannski til að
fela sporin," segir Gauti.
Gauti segir Hannes til
dæmis hafa tekið orðrétt
upp úr skáldsögunni Inn-
ansveitarkronika eftir
Laxness. „Hann sleppir
aðeins því sem er of lax-
nesískt. Höfundarréttur
Gauti Kristmanns
Hannes braut allar reglur,
segir aðjunkt við Háskóla
íslands um bók Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar
um Halldór Laxness.
vemdar hugverk fyrir því
með svokölluðum sæmd-
arrétti að menn breyta
texta annarra manna. Það
má ekki breyta hugverki
og nota það sem sína
eign,“ segir Gauti.
Einnig segir Gauti það
vera algerlega út í hött hjá
Hannesi að nota endur-
minningarbækur Hall-
dórs Laxness sem ævi-
sögu því þær séu í raun
skáldverk og skilgreindar
sem slíkar af Laxness
sjálfum.
Sagður sinnulaus um fræðimannsheiður
Að sögn Gauta er hann undrandi á Hannesi að
svara ekki hinni alvarlegu gagnrýni strax.
„Háskólaprófessor sem er ásakaður um svona
og kemur ekki fyrr en eftir þrjár vikur til að verja
sig getur ekki verið annt um heiður sinn. Þetta er
gmndvallarmál fyrir fræðimann," segir Gauti.
Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna
bókafélagsins, sem gefur út bók Hannesar, vísar í
yfirlýsingu á bug ásökunum um að forlagið hafi
ekki staðið sig í stykkinu. Bæði Hannes sjálfur og
Almenna bókafélagið hafi leitað til sérfræðinga
með yfirlestur á handritinu að fyrsta bindi Hann-
esar um Halldór Laxness. Tekið hafi verið tillit til
athugasemda þeirra sem engar hafi snúist um
þau atriði sem Hannesi er nú borin á brýn.
Hannes Hólm-
steinn Gissurar-
son Allar ásakanir
eru rangar og ég skýri
mitt mál um miðjan
janúar, segir höfund-
ur bókarinnar um
Halldór Laxness.
Helstu viðurkenningar Hannesar
1972 Gullpenni Menntaskólans í Reykjavík
1983- Visiting Scholar, Hoover Institution at
Stanford University
1984 Penni ársins, DV
1984 Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni
Mont Pélerin-samtakanna
1984 og 1985 R.G. Collingwood Scholar,
Pembroke College,
1984- Summer Fellow, Institute for Huma-
ne Studies, George Mason University
1984 Dómur fyrir að reka útvarpsstöð í verk-
falli opinberra starfsmanna
1992 Gullmerki Heimdallar (ásamt Má Jó-
hannssyni, Davíð Oddssyni og Friðrik
Sophussyni)
1993 Verðlaun úr gjöf Jóns Sigurðssonar
2003 Tilnefndur til Bókmenntaverðlauna
íslands í flokki fræðirita fyrir fyrsta bindi
ævisögu Halldórs Laxness.
Umdeildur Hannes
Háskólarektor vísar á
deildarforseta
, „Það er ekki tíma-
bært að segja til um
það. Það hefur ekki
verið tími til að
skoða málið,"
segir Páll Skúla-
son, rektor Há-
skóla íslands,
aðspurður hvort
yfirstjórn skól-
ans taki mál
Hannesar