Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003
Fókus DV
Frumsýningin á Sporvagninum
Girnd eftir Tennessee Williams í
Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld
sætti nokkrum tíðindum. Hún kom í
kjölfar frumsýningar Þjóðleikhúss-
ins, Jón Gabríel Borkmann, og
minnti mann á hvað Henrik er nú-
tímalegur í sinni symbolik, og hvað
Tennessee treysti mikið í raun á hið
hefðbundna borgaralega drama. í
báðum verkunum berjast tvær syst-
ur fyrir lífl sínu, leita að merkingu í
rústum brotinna heimila og fornrar
frægðar, standa við gap uppgjörsins
og bíða þess að ganga inn í bál. Að
baki þeim situr karlmaður í stól.
Hér er ekki ástæða til að draga
frekari línur milli verkanna en ýmis
__________ auðkenni í skap-
Leikhús
höfundanna
tveggja á systrum og afstöðu þeirra
til lífsins eru býsna lík. Eða væri
máski nær að segja að hausar leik-
húsanna rambi á skyld viðfangsefni
fyrir leikflokka sína: bæði verkin
draga fram hvernig ofsafengin
girndin dregur menn, einkahags-
munir karlmanns skaða umhverfið,
binda konunni helsi eða bijóta hana
mélinu smærra. En hér verður ekki
rætt um absúrdisma eða symbolík
Ibsens. Setjumst upp í Sporvagninn.
Ruglaður kall eða var það
kona?
„Ég hef ekki nokkurn áhuga á
rugluðum karli sem hefur lagt íjöl-
skyldu sína í rúst fyrir mörgum
árum,“ sagði leikhúsgestur eftir Jón
Gabríel Borkmann. Þá má spyrja:
Hefur nokkur áhuga á leikriti um
konu sem hefur fýrir löngu fokkað
upp lífi sínu og sólundað eignum
fjölskyldu sinnar?
Sporvagninn varð snemma
klassflcer og náði þeim status fyrst og
fremst vegna kvikmyndar Kazan sem
setti lengi lengi mörk sín á sviðsetn-
ingar á þessum litla ameríska gim-
steini úr deiglu kreppu og stríðs.
Verkið kom ekki aftur á svið í stærri
leikhúsum fyrr en áratugir voru liðn-
ir, þvílíkt vald hafði sviðsetning Kaz-
an sem hann flutti svo á hvíta tjaldið.
Mörg verka Tennessee hurfu í skugg-
ann: íslenskir áhorfendur þekkja
hann ugglaust betur af kvikmynduð-
um verkum hans því hér á landi telst
mér til að aðeins fimm leikir hans
hafi komist á svið. Hann er enda erf-
iður höfundur í þýðingu, blæbrigði
málsins í verkunum bundin við liðið
skeið í bandarískri sögu, niðurlæg-
ingartíma í sögu suðurríkjanna,
brotna sjálfsmynd karla og kvenna á
miklum umbrotatíma sjálfsins.
Starfsmenn leikhúsa ganga því að
skertum heimi þýðingar og verðaað
fóta sig í málinu, sínu tungumáli sem
mörgum er að verða óklárara en
enska tungan í birtingarmyndum
sjónvarps, kvikmynda og dægurlaga.
Því er á þetta minnst að nær þrjá-
tíu ára þýðing Örnólfs Árnasonar
hefur vafalítið miðast að því að gefa
persónum leiksins málfar sem skip-
ast niður eftir menntun, þjóðernis-
bakgrunni, slíkum viðmiðum, og
um leið verið unnin til að færa mál-
far leiksins sem næst ritunartíman-
um, árunum eftir stríð. Breytingar
Jóns Atla Jónssonar stefna í aðra átt:
leikstjórinn, Stefán Jónsson, kippir
leiknum inn í nútímann, skellir
franska hverfinu í New Orleans í
ónefnda borg á okkar tímum, leigu-
hjall með hvítu skítapakki, liði úr
Jerry Springer. Sú tilfærsla gengur
alveg þótt mörg smáatriði lendi á
skjön: símskeyti, símamiðstöð,
sporvagn, vímuefnin, lausung
kvenna, samkynhneigð. En það
skiptir ekki máli sökum þess að innri
bygging verksins, persónusköpun
höfundar, átökin, meginefni verks-
ins - því er öllu komið til skila - með
sóma.
Uppteknir af umbúðum
Það er sem sagt Stefán Jónsson
sem leiðir hópinn f þessari sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á Nýja sviði
Borgarleikhússins. Hann er þangað
kominn öðru sinni eftir snotra og
skemmtilega sýningu á Kvetch sem
nýlega lauk göngu þar. I för með
Stefáni er fínt og traust samstarfs-
fólk, stór grúppa þegar allir eru tald-
ir úr stoðdeildunum: hljóð og ljós,
leikmynd og búningar, hár og förð-
un, að ógleymdri tónlistinni. Og svo
náttúrlega leikarar.
Hér eru menn soldið uppteknir af
umbúðunum. Sviðsmyndin er sára-
einföld og fylgir forskrift skáldsins
en er skreytt með drasli, óhreinum
fötum, brotnum húsgögnum, um-
búðum. Herbergjaskil eru hugvit-
samlega unnin og í reynd má segja
að grunnbygging sviðsmyndar hafi
hér tekist með besta móti: neðanlýs-
ing (úr ræsunum), baksvið (meira
drasl og sjónvarpsskjáir) skapa
hvikulan heim sem er í senn opinn
og lokaður: sjónvarpsskjáir eiga svo
þátt í að búa sýningunni skondinn
ramma í upphafi sem er tilgerðar-
legur og virðist óþarfur uns kemur
að lokalausn verksins sem er snjöll
og áhrifamikil, þótt óþarft sé að tví-
taka lokaorð verksins - þótt staða
leikandans sé nokkuð veik þá mælir
hún þau fram í fyrra sinnið. Það eru
Snorri Freyr Hilmarsson og Haukur
Karlsson sem eiga heiður af leik-
myndinni sem Kári Gíslason lýsir og
hefur aldrei gert betur.
Hljóðheimur
Nú. Sú stefna að kippa Sporvagn-
inum inn í samtíma Ameríku kallar á
ríkuleg gervi, búninga og hár. Stef-
anía Adolfsdóttir og Sóley Björt bera
ábyrgð af því verki: sundurgerð
systranna sem eru páfuglar, hvor
með sínum hætti, er sannfærandi og
jafnvel sú hugdetta að halda bún-
ingum Blanche í eldri tíma gengur
upp. Búningar karlanna eru einfaíd-
ari við fyrstu sýn en samsvara sér vel
og styrkja persónusköpun leikar-
anna í smáu og stóru.
Þá er það hljóðið: sýningunni er
búinn hljóðheimur af Jóni Halli Stef-
ánssyni, en hann hefur á síðustu
misserum átt góðan hlut í nokkrum
leiksýningum. Spyrja má hversu
nauðsynlegt það sé oft og næstum
alltaf núorðið að setja hljóð undir
heilar leiksýningar. Duga ekki mátt-
ur og rnegin texta og flytjenda til að
skapa dramanu ris og hnig? Eru leik-
arar ekki þess umkomnir lengur að
stýra hljómfallinu? Oft eru þeir það
og daður leikstjóra við sándtrakk
kvikmynda og sjónvarps er oft
hræðslumerki, miðilsþjónkun sem
má missa sig. Að auki er f þessari
sýningu flutt af bandi frumsamin
tónlist sem keyrir hljómfall sýning-
arinnar áfram, tekur það yfir á köfi-
um, keyrir jafnvel yfir allt annað.
„Þegar leikarar byrja að æpa og
rokktónlist er stillt í botn þá er eitt-
hvað að,“ sagði leikhúsgestur í hléi.
Ekki endilega en oft. Hljóðmagn
drepur þannig fyrstu kynningu á að-
stæðum í upphafi sýningarinnar
sem er reyndar óvenju skýr og auð-
heyranleg í flutningi leikflokksins.
Það færist í vöxt að ekki heyrist orða-
skil í íslenskum leikurum. Þar er
óskýrri hugsun um að kenna og
virðingarleysi leikstjóra fyrir texta
leikskáldanna. Sem sagt: ég set
spurningarmerki við notkun tónlist-
ar í sýningunni.
Leikhópurinn
Það er oft talað um Sporvagninn
sem tveggja leikara verk, sem er
auðvitað fjarri sanni og hér verður
það að teljast til tíðinda að leikstjór-
inn og flokkur hans dregur út úr
verkinu stærri átakapunkta. Þegar
Blanche litla hefur loks hrakist í skjól
Stellu systur sinnar og Stanleys,
blandast inn í ofbeldiskennt og ofsa-
fengið líf múgamanna og kynnst
karlahópnum sem Stanley heldur
um sig, kynnist hún manni og aftur
kviknar hjá henni vonarglæta urn líf
með sóma. Það er vissulega djarft af
leikstjóranum að skipa svo aldraðan
herramann sem Pétur Einarsson í
það hlutverk en mikið leysti Pétur
það fallega og uppgjör þessa
kærustupars leysti hann frábærlega
vel. Þar mátti líta fínt dæmi um
hvernig hlutverkaskipan gegn við-
tekinni hefð braut mótið, bjó í sjálfu
sér til nýtt tækifæri fyrir leikarann,
ögrun sem hann greip, glímu sem
Pétur vann. Hubbel-hjónin, ná-
grannarnir á efri hæðinni, voru þau
Þór Tulinius og Katla ■ Margrét og
gerðu sín litlu innskot af fínni
spennu og öguðum styrk.
Björn bætir sig
Þá er til að nefna þrenninguna
sem fær veigamestu partana í þess-
um ópus: Sigrúnu Eddu, Björn Inga
og Hörpu Arnardóttur. Að óséðu
mátti halda að þau fyrstnefndu yrðu
nánast typecast í þessa sýningu.
Byrjum á Birni. Hann hefur á tólf
árum stöðugt bætt sig sem leikari.
Hann hefur ekki mikla breidd, teygir
sig ekki í fasbreytingum í margar og
óvæntar áttir, en vinnur þeim mun
betur með sitt svið, styrkir sig
stöðugt í nærveru, býr til heilsteypta
og sterka brynju sem hvergi er gat á,
leikur sér á raddsviði með fíngerð
blæbrigði svo úr verð@ býsna mátt-
ugar manngerðir. Sá- Stanley sem
hann hefur byggt á undanförnum
vikum er ægileg manngerð og lítið
geðfelld en fullkomlega skiljanleg í
einfaldleika skapgerðar, vanstillingu
og nautn. Hún hefur líkamlega nánd
og er vandlega unnin í hreyfingum
og hnykli. Þetta er, trúi ég, nokkur
áfangi fyrir Björn og verður, þegar
fram líða stundir, varða á ferli hans.
Blanche ýkjulaus
Sigrún Edda hefur frá unga aldri
helgað Leikfélagi Reykjavíkur krafta
sína. Hún er afburða starfsmaður í
hvaða flokki sem er, gætir vel að heild
og lætur sér umhugað um alla þætti
hvaða flutnings sem er. Hún hefúr
enda notið mikils atlætis og fengið
margar fi'nar rullur. Oft hefur þess
gætt á undanförnum ámm að kröfur
á hana hafi orðið að sjálfsögðum hlut
og hún svarað í sömu mynt og því
ekki tekið á sig þá endumýjun sem
hverjum vaxandi listamanni er svo
nauðsynleg. Þetta er nú eitt af þeim
meinum sem felast í fátíðum manna-
flutningum milli leikflokka.
Ég hafði því verulegar efasemdir
um að hlutverk Blanche hentaði
henni á þessum tímamótum, það
væri henni of sjálfsagt. Við bætist að
hlutverkið hefur í tímans rás tekið æ
meir á sig erkitýpu, orðið að stflfærðri
skrípamynd sem býsna erfitt er að
brjótast úr. Það gerir Sigrún með
dyggri aðstoð leikstjóra síns. Hennar
Blanche verður ýkjulaus í sinni stig-
vaxandi eymd, tepmleg og ofnæm,
ófyrirleitin og kenjótt, daðurgjörn og
tælandi. Hún er leiksoppur að-
stæðna, sjálfum sér verst og fangi í
hmninni draumahöll. Og í leiknum
má svo skýrt greina hve Sigrún kann
vel til verka, hvernig hún blandast
áreynslulaust í þröngan og marg-
pólaðan samleik þar sem hún gæti
auðveldlega tekið plássið, raskað
jafnvæginu. Og sökum þess hve leik-
stjórn hefur styrkt þætti annarra
homa þríhyrningsins verður að rýna
vel f Sigrúnar þátt til að glöggva sig á
hvað hún byggir mikið fyrir aðra um
leið og hún heldur sínu og verður um
leið það hryggjarstykki sem ber sýn-
inguna: það er ekki lítið afrek.
Hörpusláttur
Það er samt hlutur Stellu sem
verður veigamestur í vali leikstjór-
ans á leið með verkið. Harpa Arnar-
dóttir hefur verið burðarás í svið-
setningum LR á Nýja sviðinu. Of-
mælt er að segja að hún sé vanmet-
in, henni hefur verið treyst fyrir erf-
iðum verkefnum sem hún hefur
alltaf leyst á persónulegan og
óvæntan máta, en samt fer ekki mik-
ið fyrir Hörpu Arnardóttur í þeim
lofmettaða heimi sem fslenskt leik-
hús hefur verið um nokkurt skeið.
Lfldega er það hennar val. Athyglis-
sýki einstaklinga í íslensku leikhúsi
er fötlun enda brosir almenningur
að þeim sem oftast er flíkað í pressu-
herferðum leikhússfólks.
Stella í Sporvagninum er þolandi,
það er fátítt að hlutverkið sé tekið
slíkum tökum að það verði þunga-
miðja sýningar. Eins og gerist hér.
Það verður að hrósa leikstjóra sér-
staklega fyrir þá hugkvæmni og um
leið Hörpu fyrir frammistöðu sem er
hreint ótrúlega vel unninn persónu-
leikur með fullri samræmingu og
leiftrandi vitund á hverju einasta
andartaki verksins. Og nærvera
hennar er um leið svo fjarri því að
skyggja, hún skýrir og dýpkar, valdar
og grefur undan og er í öllum við-
brögðum, fasi, beitingu, skapi og til-