Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Page 19
DV Fókus
MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 19
finningu makalaust skýr og heil.
Leikur Hörpu er verðlauna virði en
er verðlaun í sjálfum sér, eitthvað
sem maður verður að sjá og gleymist
ekki langa lengi eins og reyndar flest
sem hún hefur gert á síðustu misser-
urn en aldrei fyrr á þessum skala, í
þessum stærðarhlutföllum. Og í
samræmingu atgervis og æðis verða
til atriði þar sem áhorfanda hrýs
hugur og er svo höggvinn djúpum
stungum.
Þetta er sem sagt fjári góð sýning,
áhrifamikil og æðisleg, hamslaus í tif-
finningum og djúp í sorg. Hér losnar
líka um þá pattstöðu sem sviðsetn-
ingar á Nýja sviði hafa einhverra
hluta vegna lent í, upphrópaðar sem
nýmæli sem þær voru ekki, lofaðar
umfram gæði og heldur slælega sótt-
ar. Og um leið gefst Leikfélaginu nú
sóknarfæri inn á almennan markað
því sýningin er ákall til áhorfenda:
Sjáiði! Hér eru kaunin. Hér er máttur-
inn og eymdin. Takið á!
Stefáni Jónssyni og liði hans er
þakkað fyrir djarfmannlega og sanna
leiksýningu. Sviðsetning þeirra nær
þvi máli að teljast listrænn viðburður
sem er orðið ærið sjaldgæft á þessum
tímum samhæfðrar meðalmennsku.
Sjáiði til.
Páll Baldvin Baldvinsson
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Nýja
sviði Borgarleikhúss: Sporvagn-
inn Girnd eftirTennessee Wiliiams
í þýðingu Örnólfs Árnasonar og
Jóns Atla Jónssonar. Leikendur:
Sigrún Edda Björnsdóttir, Harpa
Arnardóttir, Björn ingi Hilmars-
son, Pétur Einarsson, Katla IVIar-
grét Þorgeirsdóttir og ÞórTulini-
us. Lýsing: Kári Gíslason. Búning-
ar: Stefanía Adolfsdóttir. Leik-
gervi: Sóley Björt Guðmundsdótt-
ir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm-
arsson/Haukur Karlsson. Hljóð-
mynd: Jón Hallur Stefánsson. Tón-
list: Lestir frá Reykjavík. Leik-
stjóri: Stefán Jónsson. Frumsýn-
ing: 27. desember 2003.
Ágúst Guðmundsson er leikstjóri og einn handritshöfunda
áramótaskaupsins. Hann segir skaupið hefðbundið að þessu
sinni en árið hafi verið spaugilegt og handritshöfundarnir
hafi haft úr nógu að moða.
Handritshöfundurinn
Ágúst Guðmundsson er
leikstjóri og einn höfunda
óramótaskaupsins i ór.
Ágúst segir skaupið hefð-
bundið og oð dhorfendur
verði ekki sviknir afað sjá
Örn Árnason i hiutverki
Davíðs Oddssonar.
aö lá ser í glas þegar
þetta byrjar"
„Ég skil sjálfur ekki hvers vegna
þetta er svona vinsælt,“ segir Ágúst
Guðmundsson, leikstjóri og einn
handritshöfunda Áramótaskaups-
ins. Byrjað var á gerð þess í septem-
ber, en handritið er skrifað af Jóni
Erni Marinóssyni, Gunnari Helga-
syni og Guðmundi Steingrímssyni,
ásamt Ágústi, en Vilhjálmur Guð-
mundsson semur tónlistina.
„Handritið var samið í sex vikna
áhlaupi, en síðan var bætt inn atrið-
um eftir því sem atburðir gerðust."
Efnistök segir Ágúst fyrst og fremst
vera innlend að vanda. „Þetta er
fremur hefðbundið áramótaskaup
þar sem fram koma 29 leikarar. En
þetta var spaugilegt ár og af mörgu
að taka. Það er svolítið skrýtið að
gera áramótaskaup þau ár sem
Spaugstofan er í gangi. Þeir eru með
miniskaup í hverri viku, þannig að
við slepptum sumum málefnum
sem þeir hafa gert góð skil.“
Ágúst segir að margir þjóðþekktir
einstaklingar komi fyrir og sumu í
hlutverkavali sé erfitt að breyta. Til
dæmis muni örn Árnason fara með
hlutverk Davíðs Oddssonar og Edda
Heiðrún Backman með hlutverk
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
En verður skaupið rætið?
„Ég þori ekki að segja til um hvort
við erum andstyggileg, en mér finnst
ekki. Annars vona ég bara að sem
flestir verði búnir að fá sér í glas þeg-
ar þetta byrjar."
Lord of the Rings
„Ég er náttúrlega búinn að sjá
Lord of the Rings: The Return of the
King nokkrum sinnum og finnst
hún hreinlega alveg
stórkostleg. Þetta er
í raun bara önnur
tegund af kvik-
myndagerð og er
langtum betra en
flest sem maður
hefur séð á síðustu
árum og þess vegna
eru allar myndirnar skref! framar en
allt annað. Leikarar, leikstjórn,
tæknibrellur, myndataka og um-
hverfið smellur allt saman og sem
aðdáandi bókanna er ég líka mjög
sáttur við hvernig farið er með sög-
una. Ég held að ég geti fullyrt að
The Return of the King sé samt best
af þessum frábæru myndum."
Jón Gunnar Geirdal,
kvikmyndasviði Norðurljósa
Lord of the Rings
„Mér finnst hún geðveik. Æðis-
leg. Framar vonum. Ég er mikill að-
dáandi bókanna og myndanna og
finnst þær allar jafn góðar. Arven
sem Liv Tyler leikur er líklega uppá-
haldskarakterinn minn, og hefur
verið það síðan ég las bækurnar. Ég
fór á Skífusýningu rétt fyrir jól og
varð ekki fyrir vonbrigðum."
Svala Björgvinsdóttir söngkona
Borg Guðs
„Þetta er besta mynd sem ég hef
séð lengi. Hún er fremur íslend-
ingasöguleg. „Maður er nefndur
Gonzales," og svo
fylgir maður honum
um stund. Eini gall-
inn er að hún er
textuð á einhverja
gangsta rapp ensku.
Hverfið er kallað
„The Hood," og að-
algaurinn er kallað-
ur Shaggy. Mér finnst að við ættum
að geta fengið þetta milliliðalaust,
án íhlutunar Shaggy."
Andri SnærMagnason
rithöfundur
Borg Guðs
„Eg hef bara verið svo upptekinn
með mína eigin sýningu að ég hef
lítið annað getað gert en stefni þó
að því að sjá sem mest af leiksýn-
ingum í janúar. Ég talaði inn á
myndina Álf og finnst hún mjög
skemmtileg, og stefni að því að sjá
Leitina að Nemó og Hringadróttins-
sögu. Síðasta myndin sem ég sá var
Borg Guðs og bíóáhugamenn ættu
alls ekki að láta hana fram hjá sér
fara. Hún er einn af þessum sjald-
gæfu gullmolum."
Felix Bergsson leikari
Björk okkar Guðmundsdóttír var á
Apótekinu annan í jólum með Haraldi
Jónssyni myndlistar-
manni en þar sást
einnig til Richards
Scobie tónlistar-
manns.
Á bamum á 101
hótel á laugardags-
kvöldið var Sigurður
G. Guðjónsson, for-
Hverjir voru hvar
stjóri Norðurljósa, og sömuleiðis Birg-
ir Leifúr Hafþórsson golfari.
Kafflbarinn var þétt setinn alla
helgina. Þar mátti meðal annarra sjá
Magga legó úr Gus Gus, söngvarann
Richard Scobie og plötusnúðana Jóa
B. og Kristin Gunnar Blöndal sem
einnig er í Ensími.
Baltasar Kormákur
var auðvitað á svæð-
inu og þá glitti í leik-
listamemann Óla
Stein og leikarann og
leikstjórann Ólaf Egil
Egilsson. Leikarapar-
ið Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttír og Stefán Karl Stefáns-
son vom í miklu stuði, þeir Addi og
Kiddi í Vínyl drekktu sorgum sínum
eftir að sveitin tapaði úrslitaviðureign-
inni í Popppunkti, Álfrún ömólfcdótt-
ir leikkona var htress og sömuleiðis
þeir Egill Sæbjömsson borgarlista-
maður og Gunnar Páfl Olafcson
myndbandagerðarmaður.
Tviburabræðumir Amar og Bjarid
Gunnlaugssynir vom að vanda á
Hverfisbarnum en þar vom líka Man-
úela Ósk Harðardóttir
fegurðardrottning og
Indriði Sigurðsson
fótboltamaður. Eins
sást til Gumma Jóns
úr Sálinni og Þóqóns
Péturssonar sam-
lokulöggu.
Hljómsveitimar
Úlpa, Kimono og Jan Mayen spiluðu á
tónleikum á Grand Rokk annan í jól-
um. Mætingin var góð og á meðal
gesta vom Búgir öm Steinarsson í
Maus, Bogi Ágústsson, íréttastjóri á
RÚV, og Indriði Sigurðsson, atvinnu-
maður í knattspymu.
Baltasar Kormákur leikstjóri var á
ölstofúnni en þar vom líka kunnugleg
andlit á borð við Friðrik Þór Friðriks-
son kvikmyndaleikstjóra, Skúli
Malmqvist, Ari Alexander, Þórhallur
Gunnarsson sjónvarpsmaður, Skjöld-
ur Sigurjónsson og Kormákur Geir-
harðsson veitingamenn, Haflgrímur
Helgason rithöfúndur og Silja Hauks-
dóttir leikstjóri Dísar.