Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003
Sport rxv
Webberekki
væntanlegur
Framherjinn öflugi Chris
Webber, sem leikur með
Sacramento Kings í NBA-
deildinni í körfuknattleik,
veit ekki hvenær hann get-
ur byrjað spila með liðinu á
nýjan leik en hann hefur
ekkert spilað síðan hann
meiddist illa á hné í leik
gegn Dallas Mavericks í úr-
sltiakeppninni síðasta vor.
Webber, sem var skorinn
upp í sumar, hefur ekkert
getað æft að ráði til þessa
en hann sagöist samt vera á
batavegi. „Eg má fara að
auka álagið á hnéið en
læknarnir hafa ekki enn
gefið mér leyfi til að mæta á
æfingar. Þessi meiðsli voru
alvarlegri heldur en haldið
var og því mun ég fara eftir
því sem læknarnir segja í
einu og öllu,“ sagði
Webber.
Vince Carter
er vinsælastur
Framherjinn Vince Cart-
er, sem leikur með Toronto
Raptors, hefur fengið flest
atkvæði allra leikmanna
NBA-deildarinnar fyrir 53.
Stjörnuleik deildarinnar
sem fram fer í Staples-höll-
inni í Los Angeles sunnu-
daginn 15. febrúar. Stuðn-
ingsmenn víðs vegar um
heiminn geta kosið á heim-
síðu NBA-deildarinnar,
nba.com, og er Carter eini
leikmaðurinn sem hefur
fengið meira en milljón at-
kvæði. Næstur honum
kemur bakvörður Los Ang-
eles Lakers, Kobe Bryant,
en hann er jafnframt með
flest atkvæði allra leik-
manna í vesturdeildinni.
Palios erstol-
tur afmáli Rio
Mark Palios, fram-
kvæmdastjóri enska knatt-
spyrnusambandsins, segir
að sambandið hafi gert rétt
þegar það dæmdi varnar-
manninn Rio Ferdinand í
átta mánaða bann fyrir að
missa af lyfjaprófl. Palios
segir að sambandið hafi
þurft að setja fordæmi og
það hafl það gert.
„Ég sé ekki fyrir mér að
félög leyfi leikmönnum sfn-
um að missa af lyfjaprófi
framvegis," sagði Palios og
bætti við að ef hann yrði
fyrir strætisvagni á morgun
þá væri hann í það minnsta
stoltur af því að hafa náð að
koma þessu máli í gegn
San Antonio Spurs og New Jersey Nets spiluðu til úrslita í NBA-deildinni síðasta
sumar en áttu bæði undir högg að sækja í upphafi nýs tímabils. Á síðustu vikum
hafa bæði lið tekið við sér á ný ekki síst fyrir frábæran leik þeirra Tims Duncan og
Jasons Kidd.
Kidd og Duncan
minna aflur á sig
Fyrir réttum mánuði síðan var San Antonio í neðsta sæti miðvesturriðilsins
í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta og New Jersey Nets hafði tapað 11
af fyrstu 18 leikjum sínum austan megin. Þetta eru núverandi NBA-meistarar í
Spurs og Nets, sigurvegarar Austurdeildarinnar tvö síðustu árin og þótti
mörgum spekingnum sem svo að tími annarra liða væri nú runninn upp. Tveir
menn, Tim Duncan hjá Spurs, og Jason Kidd, voru að sjálfsögðu ekki á sama
máli og sýndu enn einu sinni hversu megnugir þeir eru, ekki sfst þegar illa
gengur. Nú tæpum mánuði síðar, hafa Spurs unnið 12 leiki í röð og Nets hafa
unnið 9 af sfðustu 11 leikjum og bæði liðin eru komin á topp sinna riðla og
bæði komin af alvöru inn í umræðina á ný.
Það er ekkert nýtt hjá Tim Duncan
og félögum hans í San Antonio að
byrja tímabilið illa. Þegar Spurs varð
meistari 1999, töpuðu þeir 8 af fyrstu
14 leikjum sínum (unnu 31 af síðustu
37) og í fyrra töpuðu þeir 11 af fyrstu
30 leikjum sínum en töpuðu jafnframt
aðeins 11 af síðustu 52 leikjunum. í ár
töpuðust 10 af fyrstu 18 leikjunum en
síðan 5. desember hefur liðið ekki
tapað leik.
„Við erum að spila vel þessa
dagana og erum nákvæmlega þar sem
við viljum vera,“ sagði Duncan eftir
tólfta sigurleikinn í röð sem kom á
heimavelli gegn Orlando Magic.
Duncan var með 27 stig, 16 fráköst, 5
varin skot, 4 stoðsendingar og 3 stolna
bolta í leiknum og hefur nú náð 25
tvennum í 27 leikjum.
„Við erum að reyna að koma í veg
fýrir að fyllast of miklu sjálfstrausti en
ef við höldum áfram að spila svona
eigum við möguleika á að vinna alla
leiki," sagði Duncan sem hefur verið
kosinn besti leikmaður deildarinnar
tvö síðustu tímabil. Líkt og Duncan
sjálfur leggur liðið áherslu á
varnarleik og liðsheild og með það
tvennt í góðu lagi eru meistararnir
áffam líklegir í tilvöminni. En að
öðmm kappa sem var nærri því
orðinn liðsfélagi Duncan í sumar.
Jason Kidd sá eflaust eftir ákvörðun
sinni þegar ekkert gekk í upphafi og
það varð mikU fjölmiðlamatur úr því
þegar hann las samherjum sínum
pistilinn eftir 37 stiga tap, 63-100,
gegn Memphis 13. desember
síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið
vaknað upp við vondan draum, eða
góða ræðu og fimm af síðustu sex
leikjum hafa unnist. Kidd var með
þrefalda tvennu tvö kvöld í röð um
jólin og varð fyrstur til að ná því afreki
síðan að hann sjálfur gerði það fyrir
fjórum ámm. Kidd var með 24 stig, 12
stoðsendingar og 11 fráköst í sigurleik
gegn Detroit og kvöldið eftir skoraði
hann 16 stig, gaf 14 stoðsendingar og
tók 10 fráköst í sigurleik á Indiana en
því er einmitt spáð að þessi tvö lið
verði helstu keppinautar Nets í
baráttunni í Austurdeildinni.
Kidd hefur náð fimm þrennum á
tímabilinu og alls 56 á ferlinum en
„Við erum að reyna
að koma í veg fyrir að
fyllast ofmikiu sjálfs-
trausti en efvið höld-
um áfram að spila
svona eigum við
möguleika á að vinna
allaleiki."
enginn annar leikmaður hefur náð
fleiri en einni þrennu í vetur.
Þjálfari Nets, Byron Scott, sem á
tímabUi var orðinn mjög valtur í sessi
sagði sigurinn á Indiana tákn um það
að hans lið væri enn þá liðið sem þarf
að komast í gegnum í austrinu og það
er ljóst að úrslitalið síðasta árs em ekki
búin að segja sitt síðasta orð í
baráttunni um NBA-titilinn.
ooj@dv.is
i j/ %,
. /
11 , ; . - ; . BK: ' 1 g|;
vL f
1
Tveir sem kunna NBA-leikinn betur en flestir Þeir Tim Duncan, til vinstri, og Jason Kidd,
að ofan hafa risið með sinum liðum upp úr öskustónni eftir dapra byrjun og áttu báðir stórleiki
með Spurs og Nets um jólin. Reuters